Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mars 1979. Það hefur dregist úr hömlu hjá mér að gefa lesendum Þjóðviljans handhægt yfirlit yfir islensku barnabókaút- gáfuna á siðasta ári og nefna helstu bækur útlendar sem komu út handa börnum i islensk- um þýðingum. Nú skal bætt úr því. Mér vitan- lega komu út 14 nýjar, frumsamdar barnabæk- ur fyrir siðustu jól sem er ekki ósvipað en þó nokkuð minna en 1977. i fljótu bragði virðist uppskeran heldur lélegri en 1977, en þó eru nokkr- ir feitir bitar eins og fram kemur hér i meginmáli. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar ekkert i samræmi viö útlitiö. 1 stuttu máli segir I bókinni frá lítilli stúlku, Tótu, sem gerir kunningja sinum smáhrekk, ræn- ir af honum röndóttri húfu. Hún hleypur i burtu meö húfuna og á hlaupunum kastar hún „tikar- margar prentvillur, en textinn er lipurlega saminn og oft lifandi og myndirnar þokkalegar. Bækur fyrir eldri börn Hanna Maria og leyndarmáliö er lika i hópi hversdagssagna þótt margt skilja hana frá bókun- um hér að ofan. Hún gerist i fortíö en ekki nútíö, sveit en ekki bæ og fjallar um stálpaöra barn en hinar. En hún segir raunsæi- lega frá hversdagslifi söguhetja sinna, og höfundurinn, Magnea frá Kleifum, hefur kimnigáfu sem meira mætti vera af i hinum bók- unum. 1 Hönnu Maríu er heimurinn heldur ekki litill og þröngur. Magnea er meö heila sveit undir meö fjölda fólks, þar aö auki er heimur utan viö sveitinaogi þeim heimi geisar stríö sem persónur hugsa og tala um. Skírskotum bókarinnar veröur miklu viöari viö þessa yfirsýn og hún vekur meiri áhuga barna en ella. Barnabóka- uppgjör 1978 Raunsæisstefnan Nokkrar sögur komu út i þeim raunsæisstfl sem viröist ætla aö veröa einkennandi fyrir þennan áratug. Þetta eru einkum sögur handa litlum börnum ogsegja frá hversdagslegum uppákomum i lifi söguhetja sinna, ýmsu sem börnum þykir söguefni þótt full- orönum þyki þaö kannski ekki. Fýrsta i þessum hópi má telja bók Njaröar P. Njarövík. Sigrán flytur, og fýrir þá sem kannast viö Sigrúnu segir titillinn sögu- þráöinn i bókinni. Sigrún þarf aö flytja, þótt hún vilji þaö helst ekki, af þvi að ibúöin er oröin of litil fyrir fjölskylduna, og þaö er ekki hægt aö kaupa ibúö í sama hverfi, þótt hún vilji þaö helst. Þaö er töluvert einkenni á þess- um nýraunsæissögum handa litl- um börnum hvaö þær reyna sifellt aö sætta börnin viö aö þau skuli ekki hafa neitt aö segja i heimin- um og hvetja li'tt til andófs. Sigrúnu er þó sýndur mikill skilningur heima fyrir sem er til fyrirmyndar, vandi hennar þykir svaraveröur og umræöuhæfur. Mun hastarlegri tilhneigingu til að kúga börn til hlýðni viö náttúrulaus hegöunarmunstur fulloröinna má sjá I bókinni Tóta tikarspenieftir Þóri S. Guöbergs- son. Sú bók er tileinkuö barnaári og mjög fallega út gefin af Almenna bókafélaginu meöbráö- skemmtilegum litmyndum eftir unga listamenn. En innvolsiö er spenunum aftur á bak. Svo veif- aöi hún meö húfunni.” (ekkert blaösíöutaD.FulItrúar höfundar i bókinni hneykslast á þessu og segja: „Þúert nú meirabarniö,” og „Hvaöa læti eru þetta”. —Það mætti halda aö Tóta heföi falsaö undirskrift á ávisanir eöa brotist inn. — Svo hleypur hún áfram, hlær, hrópar og dansar eins og heilbrigt barn, en fær þann dóm aö hún kunni enga mannasiöi, „aumingja barniö”! Tóta er i svo litlu áliti hjá fulloröna fólkinu fyrir þessa forkastanlegu framkomu, aö þegar hún lendir i háska dettur engum fullorönum i hug aö hjálpa henni — þvi eins ogallir vita þyk- ir fullorönum ekki vænt um börn sem hlæja og dansa. Tóta myndi sennilega halda áfram á þessari iliu braut til æviloka ef ekki gerðist smákraftaverk i lok- in: Tré nokkurt ávarpar Tótu, hún kemst i samband viö náttur- una og læknast af „óþekktinni”. Þessisagaermjöglangt frá þvi aö sýna skilning á börnum. Samúöin er öll hjá fulloröna fólk- inusem vill sem fyrst móta börn- in f sinni andlausu mynd, þess vegna er sagan fyrir fulloröna en ekki bifrn. t Þrastaskógi eftir Sigriöi Eyþórsdótturer ósköpindæl saga um tvösystkini sem fara i sumar- bústaö meö mömmu sinni i Þrastaskóg. Bókin i óþægi- lega stóru broti fyrir venjulega bókaskápa ogí henni eru óhóflega Ennþá gagnrýnna raunsæi má sjá i bók Guðjóns Sveinssonar, Glatt er i Glaumbæ,afbragðsgóðri sögu úr nútimasveit á Austurlandi. Hún lýsir einu vori i lífi drengsins Sævars, kannski bara vorinu 1978, ogSævar segir lesanda sinum frá öUu þvi sem drifur á daga hans. Þaö er margt, þvi Sævar er dugandi verka- maöur og staöa hans á heimilinu sýnir börnum glöggt hvernig þau ættu aö hafa rétt á aö Ufa. Hann vinnur meö fullorönum, tekur á sig ábyrgð og vinnur verkefni viö sitt hæfi en sem koma sér vel fyrir fólkiö I kringum hann. Af þessuleiöir aö þaö er tekiö mark áhonum sem fullgildum einstak- Ungi, hans álit skiptir máU. Hann er manneskja. tJr þvl ég er aö tala um eldri börn væri ekki úr vegi aö minnast á einu samfélagsgagnrýnu unglingabókina sem út kom fyrir jólin. Sá er hængur á aö hún er ekki talin til ungUngabóka á markaöi, en aö visu hindrar þaö krakkana engan veginn i þvi aö leita hana uppi og lesa hana af græögi. Hér á ég viö Ég um mig frá mér til min eftir Pétur Gunnarsson, sem hittir naglann beint á höfuðiö þegar hann skrifar sögur eöa leikrit um unglinga. Hann er mikiö lesinn af krökkum I efstu bekkjum grunnskóla, og maöur getur varla óskaö þeim betra lestrarefnis. Þaö fer llka best á þvl aö flokka hér aöra unglingabók, þótt sú sé NÝTTORÐ i hljómtækjaviðskiptum: ÞJÓNUSTA Kaupendaþjonusta Aöstodum viö val á hljómflutningstækjum. Allar tengisnúrur Seljum allar geröir af hljóötengisnúrum Landslns mesta úrval af HEYRNARTÓLUM: Audio-tedinica AKG Alba Sennheiser Koss Stanton Pickering Toshiba 30 geröir alls Gerið samanburð og vel j ið heyrnartóllð að yðar smekk. HLJÓMTÆKJAÞJÓNUSTAN LAUFASVEGI 1. Opiö 10-1 og 2-6 Sími 29935 ) ekki gagnrýnin og varla raunsæ, en segist samt fjalla um hvers- dagslif unglingsstúlku. Þetta er Mælikeriö eftir Indriða tJlfsson, ein þeirra afþreyingarbóka handa börnum sem eru raunveru- lega afþreying. Indriöa er alltaf að fara fram aö skrifa grinsögur handa stálpuöum börnum, og þaö er mikil þörf á slikum bókum sem gerast I islensku umhverfi. Fræðslubækur Raunsæilegar sögur handa litl- um börnum vilja allar miöla fræöslu, annaö hvort um réttar hegðunarvenjur eöa óumflýjan- legt hlutskipti barna I heimi sem þau eru réttlaus I. En þær leggja þó allar fyrst og fremst áherslu á söguna sem þær eru aö segja, hún kemur fyrst, fræöslan er svo ýmislega ofin inn i máliö. I tveim bókum siöasta árs veröur fræöslan alveg ofan á og sagan aukaatriöi. Sú fyrri gefur sig raunar ekki út fyrir aö vera annaö en fræösla, þaö er bókin Ævintýrin allt um kring eftir Sigurö Gunnarsson, úrval úr efni sem birtist upphaflega I Vorblóminu. Þar segir frá tviburunum Siggu og Svenna, forstjórabörnum I bæ á Suöurlandi, sem leita til afa- bróður slns til aö hlusta á sögur. Sögur þessa afabróöur eru uppi- staöan I bókinni, en hann fræöir þau aöallega um fugla, bæöi meö beinum upplýsingum, sögum og þjóösögum. Bókin er stirölega skrifuö og erfiö aflestrar, en i henni er mikiö af góöu efni. Hin fræöslubókin er Birgir og töfrasteinninneftir Eirlk Sigurðs- son, sem aöallega er kynning á Akureyri. Birgir fer frá Reykja- vik noröur og fær aö sjá allt þaö flnasem Akureyri hefur upp á aö bjóöa aö sumarlagi. Stööum þar er sæmilega lýst en bókin er að ööru leyti slöpp. Ævintýrið í hvunndeginu 1 einni sögu handa börnum sem út kom fyrir slðustu jól er ofiö saman á frábæran hátt ævintýri og veruleika. Þetta er sagan um Berjabit eftir Pál H. Jónsson, sem gerist norður I landi nánar tiltekiö IÞingeyjarsýslu. Þetta er hvetjandi saga og bjartsýn og i henni er fólginn mikill sannleik- ur: Viö veröum aö vinna aö þvi sem okkur þykir einhvers viröi, og meö ástundun, samhjálp og kærleika má sigrast á öllum erfiöleikum. Berjabitur er mjög skemmti- lega gerö skáldsaga handa börn- um meö vandaöri persónusköpun og markvissara sniöi en maöur á aö venjast meöal barnabóka nú um stundir. Húner llka rlk af lifi, lit og hugsjón. Þaö sérkenni- legasta viö hana er þó hvaö hún sameinar eðlilega — alveg eins og gömlu ævintýrin — heima veru- leika og hugarflugs. Ég er illa svikin ef þessi bók á ekki eftir aö veröa sigild. Fleiri höfundar reyna sig viö fantasiur af ýmsu tagi. Valdis Öskarsdóttir á þar Litla loönu- fiskinn, táknræna sögu meö rót- tækum boöskap, sem mætti þó vera betur undirbyggöur i sögunni. Valdís hefur ákveöiö markmið meö sögu sinni, hún vill grafa undan áróöri samkeppnis- þjóöfélagsins, en sagan veröur fremur mórölsk en róttæk vegna þessaö þaöerekki ljósthvaö á aö koma i staöinn. Sögur Herdlsar Egilsdóttur i samsagnabókunum Spékoppar 1—2 hafa lika persónugerö dýr og hluti til aö koma á framfæri ákveönum boöskap. Fjöldi barna hefur séö leikrit hennar, Vatns- berana, sem Alþýðuleikhúsiö hef- ur sýnt i skólum landsins I vetur viö góöan fögnuö. Þaö snýst lika allt um eina siöareglu: Maöur skal ekki niöast á þeim sem er ööruvlsi. En mér finnst Herdisi ekki takast eins vel upp I Spé- koppum, enda varla von,þvI sög- urnar eru svo stuttar. Þarna má hitta ýmsar furöuverur, t.d. strætisvagn meö blygöunar- kennd, hefnigjarna blekklessu, öfundsjúkan orm og hrokafulla peysu. Besta sagan er ekki um neitt af þessu, heldur um hann Jónas sem lendir I basli viö taö- hrúgu þegar hann er aö æfa sig á nýju skiöunum sínum. Boöskapur — og raunar allt bitastættefni —erhorfinn ábraut úr þeim bókum sem eftir eru, Rennum á regnboganum eftir önnu K. Brynjúlfsdóttur og Bjúgnakræki eftir Selmu Július- dóttur. Þar ræöur óskhyggjan ein

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.