Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mars 197». Sunnudagur 25. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — StDA 13 Myndir og texti: S.dór hlassið dregið heim Viðurinn dreginn útúr skóginum Draumurinn Jón Loftsson, skógarvörður að Hallormsstaö. Birkitréð aö baki Jóni verður aðfalla, þar sem það heftir orðið vöxt grenitrésins tilhægri. Yngsti skógarvörður landsins situr að Hall- ormsstað. Hann heitir Jón Loftsson og tók við embætti skógarvarðar að Hallormsstað vorið 1978, en þá hafði hann unnið við skógræktina að Hallormsstað siðan vorið 1974 að hann kom heim eftir að hafa lokið skógræktarnámi við landbúnaðarháskólann i Ási i Noregi. Jón er fæddur og uppalinn syðra og við spurðum hann fyrst hvað hafi valdið þvi að hann fór i skógræktarnám. 3ji ættliðurinn í skógrækt — Það er eins og þetta sé i ætt- inni, þvi að ég er 3ji ættliðurinn 1 minni ætt, sem fer i skógræktina. Afi minn var Einar Sæmundsen, skógarvöröur, og sennilega er þetta allt komið frá honum. Ég fór til Danmerkur árið 1967 og vann i eitt ár i Danmörku. Þá var ég ákveðinn i að taka danska skólann. Hinsvegar hraus mér hugur viö að nema skógrækt á malbikinu i Kaupmannahöfn, en þar er skógræktarskólinn stað- segir yngsti skógarvörður landsins, Jón Loftsson á Hallormsstað settur og þegar mér bauðst að komast i nám i Noregi tók ég þvi strax. Fyrst var ég 2 ár i almenn- um skógskóla og siðan 3 ár i land- búnaðarháskólanum i Asi. Að náminu loknu kom ég svo heim og fór að vinna hér i Hallormsstaö og hef verið hér siðan. Fljótsdalsáætlun stærsta framtíðar- verkefni — Hvað vinnur margt fólk hjá ykkur i skógræktinni að Hall- ormsstað? — Fastir starfsmenn eru 8, en svo yfir sumarið er starfsfólki fjölgað mjög og þá vinna hér um 30 manns við skógræktina. Yfir veturinn er unniö að skógarhöggi, (grisjun) og viö gróðrarstööina, þar sem við ræktum þær plöntur sem hér eru gróöursettar yfir sumarið og eins ræktum við lika svonefndar garðplöntur, sem fólk getur fengið keyptar hér. A haustin og fram af vetri er unnið mikiö við að höggva jólatré, en við seljum héðan um eitt þúsund jólatré árlega. Þau fara öll á Austurland og liggur nærri að við önnum þörf Austfirðinga á jóla- trjám. Slðan tekur við skógarhögg, eins og þiö hafið sé þessa daga og er meira en nóg að gera. Við kom- umst alls ekki yfir allt það sem við þyrftum að höggva. Úr þeim viði sem fæst við skógarhöggið eru svo unnir girðingastaurar og arineldiviður. Við erum nýbúnir að taka i notkun nýja vöru- skemmu, sem gerbreytir allri að- stöðu okkar við viðarvinnslu og einnig höfum við fengið frysti- klefa, sem gera okkur kleift að geyma i frysti þær plöntur, sem gróðursetja á að vori. — Hvaða verkefni eru stærst á ykkar verkefnaskrá hér aö Hall- ormsstað? — Alveg tvimælalaust Fljóts- dalsáætlunin. Það var áriö 1968, að samþykkt voru lög þess efnis, að bændum i Fljótsdalshreppi var gert kleift aö hef ja skógrækt með þeim hætti, að þeir legöu til land undir skóg. Siðan var þaö Skóg- rækt rlkisins, sem sá um að girða landið og planta út. Fyrir þetta greiddu bændur ekki neitt og munu ekki greiða neitt fyrr en skógurinn fer að gefa af sér af- uröir. Þá á ákveðinn hluti afurö- anna að renna til Skógræktarinn- ar. Þá er einnig gert ráð fyrir aö bændur, sem leggja til land undir skógrækt geti fengið vinnu við að girða landið og einnig við plöntun. Þessari áætlun var nú heldur dauflega tekið i fyrstu. En skiln- ingur manna á skógrækt vex ár frá ári og nú hafa 8 jaröir hér i Fljótsdalshreppi notfært sér þetta og ég á von á þvi að flestar jarðir i hreppnum muni verða með áður en langt um liður. Þær jarðir sem eiga rétt á að vera með I Fljóts- dalsáætluninni eru 33, þar af 30 i Fljótsdalshreppi og siðan 3 jarðir hér fyrir utan, sem voru teknar inni þessa áætlun. Og það fer ekk- ert á milli mála, að þessi áætlun er og verður okkar stærsta verk- efni I skógrækt næstu árin. Lerki, greni og fura — Hvaða trjátegundir eru það, sem þið ræktið hér I gróðrarstöð- inni? — Við ræktum Siberiu-lerki, sem hefur reynst ákaflega vel á tslandi, nú og síðan erum við með stafafuru, sitka rauð- og blá- greni. Þetta eru langþýðingar- mestu trjátegundirnar til tekju- öflunar I timburvinnslu. Auk þess erum við svo með ýmsar aðrar tegundir sem ætlaðar eru 1 garða og til skjólbetlagerðar. — Hvað gaf skógurinn af sér i tekjur á siðasta ári? — Það voru um 17 miljónir króna. Þessar tekjur koma af sölu jólatrjáa, girðingarstaurasölu, arinviðarsölu og sölu á garð- plöntum. Tekjurnar af skóginum hafa aukist jafnt og þétt undan- farin ár, þótt enn sé langt i land að endar nái saman, sem sést best á þvi, að við greiddum bara i vinnulaun á siöasta ári um 36 mil- jónir króna. Þá er allur annar kostnaður ótalinn. Tilraunir með beitarþol — Af þvi að ég nefndi áðan Fljótsdalsáætlun, sem okkar stóra framtiðarverkefni, vil ég einnig nefna merka tilraun, sem við erum aö fara af stað með, i sam- vinnu við tiíraunabúið á Skriðu- klaustri, en þaö er beitarþolstil- raun i skóginum. Við ætlum að út- búa nokkur hólf i skóginum og rannsaka hvaöa tegundir af skógi sauðkindin tekur helst, hve mörg- um kindum má beita á hvern hektara, á hvaða tima má beita þeim á skóginn, hvaða plöntur kindin tekur og fleira og fleira. Það er ætlunin að kanna þetta beitarþolsmál til hlitar og ég veit að margir bændur hér um slóðir biða spenntir eftir niðurstööunni. Eitt atriði I þessum rannsóknum verður að ofbeita i einu hólfinu og sjá hvernig uppblástur lands hefst og býst ég við að marga fýsí að sjá niðurstöður þeirrar rann- sóknar. Eins og allir vita hafa skóg- ræktarmenn og fjárbændur deilt hart á liðnum árum um þetta mál, en þarna vonumst viö til að hægt verði að fá nitjurstöður sem menn ættu ekki að þurfa að deila um. Ferðamannastraum- ur eykst sífellt — Nú er það fleira en skógrækt- in, sem þú hefur á þinum snærum. Sá vinsæli ferðamanna- staður Atlavik er undir ykkar umsjá, fer vikin ekki að verða of lítil? — Vissulega. Ferðamanna- straumurinn eykst ár frá ári og um háannatimann er mjög þröngt I Atlavik. Þar hefur nú verið komið fyrir fyrsta flokks aöstöðu, vatnssalernum og baðaðstööu. Einn maður er alveg i þvi yfir sumarið aö sjá um Atlavikina og veitir ekki af. Við erum uppi meö hugmyndir um aö koma fyrir ferðamannaaðstöðu i næstu vik við, beint fyrir neðan bensin- söluna hér að Hallormsstað. Að- staða þar verður ekki siðri en I Atlavik og þarna er mjög fallegt. Þaö verður þó vart fyrr en sum- arið 1980 eða 1981 sem hægt verður að opna þetta svæöi fyrir ferðamönnum. En það er aftur al- veg ljóst, að okkur myndi ekki veita af að geta tekið svæðið I notkun á þessu ári. — Er átroðningur af ferða- mönnum i skóginum? — Nei, alls ekki, fólk gengur yfirleitt mjög vel um og i rauninni eru það allt of fáir sem skoða skóginn. Fólk hefur komið unn- vörpum og spurt hvort það megi fara um skóginn, sem þvi er auö- vitað velkomiö. Þess vegna tók- um við upp skemmtilega nýjung, sem er „Ratleikur” fyrir ferða- menn. Fólk fær kort af skóginum, þar sem allir þeir staöir, sem við viljum að fólk skoði, eru merktir inn. Þá fylgir kortinu bæklingur, þar sem er að finna greinargóða lýsingu á Hallormsstað og skóg- inum, skráða af Sigurði Blöndal skógræktarstjóra. Við byrjuðum með þetta i fyrra og leikurinn vaut vaxandi vinsælda hjá al- menningi. Draumurinn rættist — Ef við snúum okkur aðeins aö þér sjálfum, Jón, kanntu vel við þig hér að Hallormsstað? — Já, mjög vel. Mér hefur liðið vel hér siöan ég kom hingað fyrst og fyrir skógfræöing er hvergi betra að vera en á Hallormsstaö. — Nú ert þú fæddur og uppalinn i fjölmenninu fyrir sunnan, finnst mönnum ekki þeir vera einangr- aðir þegar þeir koma á stað eins og Hallormsstaö til langdvalar? — Ja, ef þetta er einangrun, þá kann ég mjög vel viö hana og vil ekki hafa þaö öðruvisi. Það væri lika fullkomið vanþakklæti ef ég væri ekki ánægöur; draumurinn var alltaf að verða skógarvörður, til þess fór ég úti þetta nám. Ég er aðeins 32ja ára gamall og draumurinn hefur ræst. Hvers ætti ég frekar að óska mér? —S.dór Skósrækt á Hallormsstað Með skógar- mönnum að Hallormsstað Hér fyrrum voru sekir menn kallaðir ,,skógar- menn", en það er sem bet- ur fer liðin tíð. Þeir sem fást við skógrækt nú til dags eru aftur á móti nefndir skógræktarmenn, sem er heldur óþjált og að því er undirrituðum þykir leiðinlegt orð og mun fal- legra að nefna þá einfald- lega skógarmenn, enda eins og f yrr segir neikvaéða merkingin fyrir löngu af lögð. Fyrir nokkru fóru skógarmenn úr Þingeyjar- sýslu í heimsókn að Hall- ormsstað. Var um skoðun- arf erð að ræða, þar sem að Hallormsstað höfðu verið tekin í notkun ýmis tæki viðkomandi skógræktinni. Blaðamaður Þjóðviljans slóst með í ferðina,og verð- ur á næstunni reynt að segja frá því helsta sem fyrir augun bar, auk þess sem rætt verður við nokkra aðila úr ferðinni. Skógarhögg A þessum árstima er gjarnan unnið að grisjun skóganna, eða skógarhöggi. Þannig var það meöan við ferðalangarnir stóðum viö aö Hallormsstaö. Þrir starfs- menn skógræktarinnar að Hall- ormsstaö unnu að þvi aö grisja birkiskóg, þar sem plantaö hefur verið út greni, sem nú þarf aukið rými, eftir aö birkiö hafði veitt þvi ákveðið skjól á fyrstu upp- vaxtarárunum. Sá viður sem þarna fæst er not- aður að mestum hluta I giröinga- staura, en það sem afgangs verö- ur fer i arineldiviö, sem er orðinn eftirsótt vara. Giröingastaurarn- ir eru sagaðir, birkjaðir, yddaðir og fúavarðir i eða við nýja glæsi- lega skemmu, sem reist hefur verið fyrir skógræktina. í þessu nýja húsi er aðstaða til aö vinna girðingarstaura að öllu leyti og i kjallara hennar eru kæli- og frystigeymslur. Þar eru geymdar i frysti þær plöntur, sem planta á út i vor. Meö þvi að nýta daufari tlmann i skógræktinni, haustið og fyrripart vetrar til aö tina þessar plöntur og láta I frysti, vinnst dýrmætur timi. Áður þurfti að gera þetta á mesta annatfman- um, vorinu. Nýir öryggis- búningar Fyrir utan að vera einhver erf- iöasta vinna sem þekkist, er skógarhögg einnig hættuleg vinna. Hættan var vissulega fyrir hendi meðan skógur var högginn með exi, en slysahættan hefur sist minnkað eftir að vélsagir komu til sögunnar. Mesta hættan liggur i þvi að sagir fari á fótleggi manna. Jíú hafa verið teknir i notkun að Hallormsstað norskir skógarhöggsmannabúningar, sem eru þannig geröir aö á þeim stöðum, þar sem hættan er mest á að sögin fari á menn, eru búning- arnir fóðraðir meö efni sem hefur þá eiginleika að vöðlast I tennur sagarinnar og koma þannig i veg fyrir stórslys. Auk þess eru skórnir þannig að á þeim er stál- tá, sem kemur i veg fyrir slys, ef trjábolir detta á fætur manna. Þeir bar saman um þaö mönn- unum, sem unnu aö skógarhögg- inu aö Hallormsstað, aö mikill munur væri að vera búnir aö fá þessa búninga. Og nú mun þess skammt aö biða að allir skógar- höggsmenn Skógræktar rikisins fái sllkan öryggisbúning. Léttir erfiðið Eins og fyrr segir er skógar- högg mikil erfiðisvinna. Það erf- iöasta og seinlegasta er aö bera trén útúr skóginum, eftir að þau hafa veriö hoggin. Það er I orðs- ins fyllstu merkingu þrældómur. Nú hefur veriö tekið I notkun að Hallormsstaö norskt spil, meö gálga, sem hægt er að nota til aö draga allan við úr skóg- inum, siðan er hann búntaður og hiföur upp á spilinu, sem fest er við dráttarvél.og ekið meö viðinn heim aö húsi. Þarna er bæöi um aö ræða mikinn létti við vinnuna og aðauki meiri hraða við verkið. Um Hallorms- staðarskóg Eftir aö hafa skoðað þessar nýjungar allar, fór Jón Loftsson skógarvöröur meö gesti i skoðun- arferö um Hallormsstaðarskóg. Þeir sem komu úr Þingeyjársýslu voru þeir ísleifur Sumarliðason, skógarvöröur að Vöglum, Friö- geir Jónsson skógarbóndi að Ystafelli I Köldukinn, og tveir starfsmenn skógræktarinnar að Vöglum, Jóhannes Glslason bóndi i Grirr.stungu og Þorsteinn Arn- þórsson. Fyrir leikmann eins og undir ritaöan er afar erfitt aö lýsa þvi sem fyrir augu bar. Ég held aö það sé ekki fyrir aöra en sérfræð- inga aðlýsa skógi. Þó sannfæröist ég um eitt, en það er að skógur er ekki siður fallegur að skoða hann að vetri en að sumri. Eitt atriði kom mér einnig mjög á óvart, en þaö var hve trén eru sterkir ein- staklingar. Tvö trð, sem standa Framhald ð næstu siðu 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.