Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 24
UOÐVIUINN Sunnudagur 25. mars 1979. Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum slmum: Eitstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiöslá 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Um siöustu helgi lifguöu nemendur i Myndlista- og handiöaskólanum húsin á Torfunni meö basar og ka ffisölu. Líf í Torfunni Mikið væri nú gaman ef þeir sem allt hafa á hornum sér og kalla húsin á Bernhöftstorf- unni einskis nýtar fúa- spýtur legðu leið sína á Torfuna, þegar þar er eitthvað um að vera og kynntust því af eigin raun hvað líf í Torfunni bætir og auðgar bæjar- braginn. Þessi látlausu hús eru eink- ar vel til þess fallin aö hýsa kaffi- og listaverkasölu eins og sýndi sig um siöustu helgi, þegar nemar i Myndlista- og handföaskólanum fengu þar inni meö árlegan basar sinn. Fólk flykktist inn I húsin, fékk sér kaffi og meölæti og las blööin i rólegheitum. A veggj- um héngu myndir og fyrir dyrum úti og i bakherbergjum voru afuröir vetrarins og alis kyns smádót selt vægu veröi. I desembermánuöi öfluöu Torfusamtökin sér fjár meö basar i Torfunni og þaö var sama sagan, — ungir jafnt sem gamlir lögöu leiö sina i húsin, — kannski af eintómri forvitni eöa af áhuga á aö styrkja gott málefni og uröu ekki sviknir. Á sólkveöjuhátiöinni s.l. sumar i fallegu veröri var al- gjör örtröö á Torfunni, þar sem kaupa mátti kakó og smákökur auk pottaplantna og fleira smávegis. Fólk sat i grasinu ofan viö slakkann, naut veöurbliöunnar og labb- aöi sér heim meö piparjurt i plastpoka. Þaö er ekki úr vegi aö rifja upp i máli og myndum hvernig þessi hús I núverandi ástandi geta lifgaö upp á bæjarbrag- inn, aö ekki sé talaö um allt þaö sem gera mætti þeim til góöa og bæta þar meö alla aö- stööu til veitingasölu og ann- ars. Nú hefur stjórnarráöiö nýlega itrekaö kröfur sinar um aö húsin veröi flutt burtu eöa rifin og vitnar til eldgam- allar samþykktar borgar- stjórnar um aö flytja húsin i Arbæ. Eins og minjavöröur borgarinnar, Nanna Her- mannsson, benti réttilega á i útvarpsviötali I tilefni þessar- ar frómu óskar forsætisráö- herra þá hafa þessi hús ekkert minjagildi i Arbæ. Þau eru hins vegar nauösynlegur hluti heillegrar götulinu frá Stjórn- arráöinu aö Iþöku, og brott- hvarf þeirra eöa nýbygging á þessum staö myndi brjóta elstu heillegu götumynd borg- arinnar. A undanförnum sumrum hefur ekkert veriö gert af borgarinnar hálfu til þess aö prýöa umhverfi húsanna. Sár- in eftir happadrættisbilana og pallana undan þeir eru ekki grædd allt sumariö, brekkan er sundurtætt og flag á köfl- um. Á þessum staö er tilvaliö fyrir ný borgaryfirböld aö taka til hendi fyrir sumariö, gróöursetja tré og plöntur, út- hýsa happadrættisbilunum sem þegar hafa lagt undir sig Austurstrætiö og verja brekk- una meö lágum tröppum upp aö húsunum. Þessari tillögu er hér meö komiö á framfæri. —AI Ljósmyndir tók Leifur Hljómlist af gömlum handtrekktum plötuspilara laöaöi fólk aö Torf- unni og vakti athygli yngri kynslóöarinnar. Liklega eina veitingahúsiö þar sem bannaö er aö reykja. Nemendur seldu ýmislegt smálegt og öfluöu þannig fjár til áriegrar utanlandsferöar. Dúkkur og fatnaöur og m.a.s. heimagert marmelaöi var á boöstólum. Þaö var gott aö koma inn og fá heitt kakó enda svipurinn eftir þvi. Kaffikrókurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.