Þjóðviljinn - 25.03.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Síða 7
Sunnudagur 25. mars 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 mannvirki Evrópu i ráöi er að reisa stærsta iðnaðarmannvirki Evrópu í Gorleben austan Hann- over í Vestur-Þýskalandi. - Þar mun úrgangur frá k jarnorkuverum verða tekinn til frekari vinnslu og endanlegrar geymslu. Þegar eru hafnar tilrauna- boranir og hafa fimmtán hundruö varömenn veriö kallaöir til aö bægja mótmælafólki frá. Enda mun aöstandendum þessa óska- barns kjarnorkuiönaöarins vera mikiö i mun þvi áætlaöur kostnaöur viö verkiö er um 2500 miljaröar islenskra króna. Ekki eru allir á eitt sáttir um afleiö- ingar þessara tilraunaborana. Andvigismenn nýtingar kjarn- orku telja aö meö þeim sé bygging hafin, enda hefur rikis- stjórnin keypt allt þaö land sem á þarf aö halda og um margra ára skeiö hefur ekki veriö rætt um aöra valkosti. Ákvarðanir teknar síðar Rikisstjórnin heldur þvi fram aö hér sé aöeins veriö aö rann- saka jaröveginn og aö þing Niöur- saxa muni taka ákvöröun um hvort lengra skuli haldiö meö vorinu. Ætlunin er aö vinna úran og plútoníum úr úrgangi frá kjarn- orkuverum og nýta á ný. Úrgangnum veröur svo komiö fyrir 200 metrum undir yfirboröi jaröar. En þaö er bráöeitraö og mjög geislavirkt. Gorleben er austast i Vestur-býskalandi og nærri landamærum Austur- Þýskalands. Staöur er valinn meö þaö i huga aö þar eru saltlög i jöröu og þykir jaröfræöingum þau hentug hvíla fyrir kjarnorku- úrgang. Þá er þetta landssvæöi strjálbýlt á Vesturþýskan mæli- kvaröa. Mannvirkin munu veröa risa- stór og allt aö 60 metra há. Umhverfisverndarmenn um allt Þýskaland óttast þó meir þaö sem fram á aö fara þar innan veggja. Má minna á aö nýveriö lét Alþýöusambandiö Vesturþýska i ljósi aö réttast væri aö láta alla frekari vinnslu á margnefndum úrgangi eiga sig og grafa hann heldur eins og hann kemur fyrir niöur genginn af kjarnorku- verunum, þannig sé hann hættu- minnstur. Leynimakk Grátbroslegt kann aö þykja aö þyngstu gagnrýnina og þá sem byggö er á mestri þekkingu, kall- aöi fylkisstjórn Niöursaxlands yfir sig upp á eigin spýtur meö þvi aö kveöja til hóp gagnrýninna sérfræöinga og fá þá til aö gera úttekt á fyrirhugaöri starfsemi vinnslustöövarinnar. Hæfa þótti aö banna birtingu á niöurstööum þessarar athugunar, visinda- mönnunum til sárrar gremju. 1 gagblaöinu Frankfurter Rundschau má lesa, aö skýrslan sem aldrei birtist leiöi i ljós aö stórslys i Gorleben gæti valdiö háska um stóran hluta Evrópu. I versta tilviki yröi aö flytja fólk oe ! ÞRÝSTIHÓP AR ■ Útvarpsmöstrin á Vatnsenda- I hæð eru nú orðin hálfrar aldar " gömul. Ef til þess kæmi aö ein- I hver lægöin yrði svolitiö krapp- I ari og betur staðsett er allt sem J bendir til að þessi gömlu möstur | myndu falla. Þá yröu dálitil læti ■ i þjóðfélaginu og kannski I myndu einhverjir lenda i a hrakningum vegna þess aö stór ■ þáttur I öryggiskerfi lands- ' manna yrði óvirkur um tima. En af hverju eru möstrin 1 svona gömul og fúin? Þeirri ■ spurningu er útilokað aö svara | rétt frekar en öörum spurning- ■ um um orsakir og afleiöingar ■ aöskiljanlegra þátta rikis- 2 rekstursins. ■ Þaö væri þó skemmtilegt aö I stinga upp á þeirri ástæöu I ' þessu tilfelli, aö útvarpsstjórar | Islendinga hafi verið menn hug- ■ visinda fremur en reksturs. I Þeir hafi veriö siömenntaöir ■ menn, prúöir i framkomu og ■ staöiö á gömlum merg I menn- ® ingu þjóöarinnar. Aö þeir hafi I" skólast áöur en hugtakiö þrýsti- hópur varö til. ■ Þaö þarf nefnilega þrýstihóp I til þess aö fá ný möstur. Og það ■ þarf skynlausan þrýstihóp til aö I fá fram nánast hvaö sem er. Þanra er komið að kjarna ] þeirrar geröar þjóöfélags sem I viö búum i. Þeir þrýstihópar ■ sem sterkastir eru, ganga til | verks af isköldu raunsæi. Þeir ■ fara yfirleitt ekki gegnum I framdyr stofnana, heldur vinna [ eftir fyrirgreiösluleiöum stjórn- I málanna. Þessi tegund þrýsti- I hópa eru áhrifamestir um [ heildarrekstur þjóöfélagsins. | Og þarna kemst hvorki að ■ venjuleg skynsemi né heldur I_________________________________ framsýni á eigin hag. Að ná til sin fjármagninu er takmark út- af fyrir sig og þaö skiptir ekki máli hverjar afleiöingarnar veröa. Þaö er vegna þessara þrýsti- hópa aö þjóöfélagið hefur sveigst frá þvi aö vera reist á undirstööuatvinnuvegum sem afla gjaldeyris og I þjónustu- samfélag sem i stöðugt rikari mæli byggir á óaröbærri fjár- festingu. Þeir aöilar á peninga- markaöi sem leiöa þessa þróun eru ekki vandir aö meðulunum. Aö gera bandalag viö sjálfan fjandann stendur alltaf til boöa. Veröbólgan er bandamaöur. Náttúruhamfarir eru banda- maöur. Eöli bandamanns skipt- ir ekki máli, heldur sá einhliða árangur sem næst i þeirri viö- leitni aö ná út úr samfélaginu einkagróöa. Og þessu fyrirbæri hefur veriö gefiö nafniö „frelsi”. Þar er á feröinni enda- hnúturinn á þvi að snúa faðir- vorinu upp á skrattann. En ef þessar staöreyndir væru þær einu sem hyggja þyrfti aö væri málið einfalt. 1 tengslum viö þessa þróun hefur fariö fram nýtt þjóöar- uppeldi. Þaö hefur gerst aö meginhluti almennings hefur tileinkað sér sjónarmiö „höföingjanna”. Þetta er raunar leyndarmál og þaö er ljótt aö blaðra meö leyndarmál. Hins vegar má telja fram ýmsar staöreyndir úr þessu þjóðaruppeldi. Ef menn setjast niður og hugs^þá kemulv i ljós að þræöir flestra hluta liggja aö einhverju leyti til „hins opinbera”. Stærsti þáttur I feröalagi pen- inganna hefur lengst af legið milli verkafólks og atvinnurek- enda. Kjarasamningar þessara aöila eru nú raunar úr sögunni. „Hið opinbera” verður alltaf aö koma til skjalanna. Þessar nýju aöferöir hafa orðið til þess að réttindi verkafólks veröa minni og kjarasamningar halda ekki. Þetta er ekki vegna afskipta „hins opinbera” heldur af þvi hvernig þau afskipti eru. Hinir svokölluöu atvinnurekendur og peningamenn standa nefnilega alltaf meö pálmann I höndun- um. „Hiöopinbera” hefur séö til þess aö þeir fá grðöann þegar vel gengur, en „hið opinbera” Hrafn Sœmundsson skrifar tekur á sig tapiö og veltir þvl yf- ir á verkafólkið þegar illa geng- ur. Verkalýöshreyfingin hefur látiö sér þetta nokkuö vel lynda og viö vissar aöstæöur hefur hún fengið gúmmltékka sem hún hefur glaöst yfir eins og barn en ekki skilið upp eöa niöur þegar kom aö skuldadögunum. En innan verkalýös- hreyfingarinnar eru einnig ótal þrýstihópar. Um eöli þeirra mætti skrifa langt mál, þvi þarna eru á ferðinni bekkjar- deildir I hinu nýja þjóöarupp- eldi sem eru vissulega forvitni- legt rannsóknarefni. Tilraun til þessarar skil- greiningar veröur þó ekki gerö hér, heldur drepið á þaö hugar- far sem aö baki liggur og þá heildarútkomu sem orðiö hefur af þessu uppeldi. Þaö er nefnilega ekki ýkja- mikill eölismunur á hinum aöskiljanlegu þrýstihópum launafólks og þeim þrýstihópum sem peningamennirnir standa að. Munurinn er helst sá aö einingar peningamannanna eru yfirleitt minni. Aö baki liggur sama hugar- fariö, afleiöing þjóðaruppeldis- ins undanfarinna áratuga. Þaö er „ég” sem er númer eitt og „ég” vinn ekki innan ramma neinnar heildarmyndar. Og sá er einnig eölismunur á þessu aö smáfuglarnir hafa abeins einn kassa aö gramsa i. Það er að sjálfsögöu rikiskassinn sem hér um ræöir. Þar endar kröfugerðin. Aurarnir I þessum kassa eru að stærsta hluta fengnir hjá Búist er við að landslagið við Gor- leben muni taka á sig mynd svip- aða þessu. Saltlögunum úr iðrum jarðar veröur hrúgaö upp til aö rýma fyrir kjarnorkuúrgangi. öldum saman mun ekki spretta stingandi strá á þessum » hraukum. fénaö af 40.000 ferkilómetra svæöi. Þaö er meö þetta i huga sem umhverfisverndarfólk i Vestur- Þýskalandi beinir nú athygli sinni æ meir aö Gorleben. Þó svo ab umhverfisverndarhreyfingin af- neiti beitingu valds i þágu mál- staðarins, hefur nú 1500 manna her veriö kvaddur að borhol- unum. þb/ Heimild: Dagens Nyheter. þeim aöilum sem aö honum sækja. 1 þennan kassa fer sára- lítið af þeim gróöa sem verður þegar vel gengur hjá rlkiskap- italistunum. Þaö er þessvegna fyrst og fremst slagur i eigin eldhúsi sem þarna fer fram. Þessar staðreyndir eru dálítið grátlegar. Þær sýna fram á það aö launþegar hafa enga yfirsýn og taka raunar fullan þátt i hrunadansinum. Hvernig sem aðferöirnar eru vit að ná sinu fram, þá er eðli kröfunnar alltaf þaö sama. Kröfurnar i kassann eru auövit- að ólikar og I sumum tilfellum fær ein krafan meiri samúö en önnur. En eðli þeirra allra er eins. „Ég” verö að fá mitt úr kassanum. Hvort kassinn er tómur eöa fullur skiptir ekki máli. Og þaö fýlgja aldrei ábendingar um fjáröflun i staö- inn. Þó er þessi marghrjáöi kassi ekkert annað en kassinn okkar. Þaö væri þessvegna rökrétt aö i þessu húshaldi væri hugað aö debet og kredit eins og verbur að gera i venjulegum heimilis- rekstri. Ef allir litlu þrýsti- hóparnir færu nú aö hugsa og fengju sér heildarforustu sem liti upp yfir flatneskjuna, þá kæmi auðvitað i ljós aö þaö er mörg matarholan til aö ganga i og hækka þannig I kassanum okkar. Til þess þarf hinsvegar aö koma til annaö hugarfar en það sem skapast hefur undanfarin ár meðal almennings. A þvl eru þó litlar likur. Eitt stykki þjóöargjaldþrot virðist ekki nægja i þessari kennslu. Og eng- um dettur I hug aö þetta er varla nema pappirsgjaldþrot. Allir þrýstihóparnir eru svo upptekn- ir af sinu aö þeim sést yfir þaö aö þjóðarframleiðslan er gifur- leg. Þaö þarf aðeins aö koma svolitilli reglu á hlutina og ná i peningana þar sem þeir eru. Til þess þarf meiri yfirsýn og póli- tiskt hugrekki sem ekki viröist vera fyrir hendi. I ■ I ■ I ■ I ■ r. I ■ I ■ I ■ i i ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ Jl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.