Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 5
Fasteignamat og brunabótamat: Sunnudagur 25. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hvað er eðlilegur munur? Landsbankahúsið við Austur- stræti er eitt þeirra húsa, sem Reykjavikurborg hefur kært fast- eignamat á, þar sem tæplega 1,5 miljarði munar á brunabútamati hússins og fasteignamati. Aður hefur verið skýrt frá þvi hér i blaðinu að á Loftleiðahótelinu munar riflega 4 miljörðum og á llamragörðum Sambandsins 3 miljörðum króna. Samanlagt fasteignamat Landsbankanser 252 miljónir,917 þúsund krónur, en brunabóta- matiðer 1727 miijónir 293 þúsund. Mismunurinn er 1 miljarður 474 miljónir króna. Kunnáttumenn i þessum efnum Ari Guðmundsson: Brunabóta- matið er raunhæft Sést best þegar tjónin eru gerð upp ,,B runa bót a m at ið hækkar áriega i samræmi við hækkanir byggingavisitölu og er einnig endurskoðað að ósk eigenda eða með allsherjarendurskoðun, sem siðast fór fram 1974,” sagði Ari Guðmundsson, yfirmaöur Húsa- trygginga Reykjavikur, þegar Þjóðviljinn leitaði I gær svara hjá honum um hinn mikla mun á brunabótamati og fasteignamati sem er á atvinnuhúsnæði I borg- inni. Brunabótamatiö er framkvæmt af dómkvöddum matsmönnum og á aö miðast við endurbyggingar- kostnað, þ.e. þaö á að vera hægt að byggja húsiö upp fyrir tryggingafjárhæöina. — Er brunabótamatiö of hátt? Viö höfum ekki oröiö varir viö neinar kvartanir undan þvi þau 33 ár sem ég hef starfaö hér, sagöi Ari. Þaö er frekar aö mönnum finnist þaö of lágt og biöji um endurmat þess vegna, og eins ef byggt er viö eða bætt. Menn vilja eölilega hafa húsið sitt vel tryggt og ég tel aö þaö sé ósanngjarnt aö halda þvi fram aö brunabóta- matiö sé of hátt. Þaö sést best þegar viö erum aö gera upp tjónin, sem skipta hundruöum á ári, hvaö þaö kostar fólk aö gera viö eftir bruna. 1 þeim tilfellum hefur þaö sýnt sig aö brunabóta- matiöerraunhæftogég hef aldrei fengiö kvörtun um aö þaö sé of hátt. — Hvers vegna fer ekki fram nýtt fasteignamat um leiö og nýtt mat fer fram vegna smiöaloka eöa viöbyggingar? Þessar stofnanir starfaeftir sitt hvorum lögunum og eru óháöar hvor annarri. Þaö mætti sjálfsagt koma þvi viö meö laga- breytingum ef menn vildu. — Telur þú mun upp á 3 og 4 miljaröa eölilegan á þessum mötum eins og er meö húseignir Sambandsins f Holtagöröum og Loftleiöahóteliö? Þaö er erfitt aö segja til um hvaöa hlutföll eiga aö vera þarna á milli og viö höfúm ekkert sllkt aö miöa viö. Fasteingamatiö á Holtagöröunum er hins vegar ekki eölilegt. Þaö viröist sem ekki sé búiö aö taka alla eignina i mat, heldur aöeins hluta hennar og kann þar aö vera skýringin. Skv. brunabðtamati frá 1977 er eignin sem er ein sú stærsta i Reykjavik 186.000 rúmmetrar. Þetta er ákaflega óeðlilegt. — Hvaö þá meö Loftleiöa- hóteliö, þar sem munar riflega 4 miljöröum? Þar er stæröin sú sama, þannig aö matsmenn Brunabótamats og Fasteignamats hafa litiö sitt hvorum augum á verömætin. —AI telja aö brunabótamat sé undir eölilegum kringumstæöúm um 15% hærra en fasteignamat, ogsú mun raunin á um ibúöarhúsnæöi i borginni. Brunabótamatiö á aö jafngilda endurbyggingarviröi hússins en fasteignamatiö gang- veröi og tekur þaö tillit til af- skrifta og staösetningar. Heildarbrunabótamat allra húseigna f Reykjavik var 1. janúar s.l. 765 miljaröar króna. Fasteignamat rlkisins metur hús- eignir endurstofnverös, sem lætur nærri aö jafngilda bruna- bótamatinu og er 715 miljaröar króná. Frá þeirri tölu afskrifar svo Fasteignamatiö húseignirnar niöur I 460 miljaröa króna i fast- eignamati, sem er gjaldstofn fasteignaskattanna. Þaö eru þessar miklu afskriftir (30-40%) og úrelt mat á atvinnu- húsnæöi og lóöum i borginni, sem Reykjavikurborg er óánægö meö og hefur þess vegna kært fast- eignamat nær 300 húseigna til hækkunar og krafist endurmats á lóöamati. Ibúöareigendur i Reykjavik hafa undanfarin ár mátt sætta sig viö 40% hækkun á fasteignamati milli áraog greiða sina fasteigna- skatta eftir þvi. Ibúöir eru metnar skv. ákveönu tölvukerfi oe bvi hægara um vik, en at- vinnuhúsnæöiö er handmetiö og hefur þaö veriö látiö sitja á hak- anum sökum mannfæðar skv. upplýsingum Þjóöviljans, enda hefur enginn rekiö á eftir þvi hingaö til. Fasteignamatiö er þvi i mörgum tilfellum úrelt ogf jarri eölilegu gangveröi eignanna. Meöan ibúöareigendur greiöa sin gjöld upp i topp, sleppa fyrirtæki eins og Flugleiöir, Sambandiö, Landsbankinn og fjöldamörg önnur viö aö greiöa fasteigna- skatta slna. —AI iðeigahlut lí framtíð Hlutafjárboð Nýtækni á Islandi Stofnun Skipafélagsins Bifrastar hf. fyrir tveim árum markaði tímamót í sögu íslenskra farmflutninga. Tilgangur og markmið félagsins frá upphafi var að efla samkeppni á sviði samgangna, sem er í raun líftrygging frjálsrar verslunar í landinu. I því skyni var m.a. innleidd ný tækni í farmflutningum sem íslendingum kafði ekki staðið til boða áður, svonefnt RO/RO (Roll on/Roll off.) Augljós árangur Þessi nýja flutningatœkni leiddi til stóraukinnar hagkvœmni og bættrar vörumeð- ferðar sem sýndi sig best í pví að þar sem Bifröst hf. hefur fengið að spreyta sig hafa farmgjöld lœkkað um 25%, en hœkkað á öðrum siglingaleiðum um allt að 25%. Lœkkun á farmgjö Idum kemur síðar fram í lœkkuðu vöruverði, neytendum til góða. Aukin umsvif og viðgangur Bifrastar hf. er því hagsmunamál neytenda jafnt sem farmflytjenda. Góð aðstaða í landi Sú hafnaraðstaða sem Bifröst hf. er búin í Hafnarfirði er glœsileg og býður uppá nœr ótæmandi vaxtar- og athafnamöguleika. Þar rekur fyrirtækið sína eigin vöru- - afgreiðslu sem staðsett er nánast við skipshlið. Það auðveldar að sjálfsögðu alla afgreiðslu og bœtir þjónustuna til muna. Gagnvart landsbyggðinni stendur Bifröst hf. einnig vel að vígi. Bifröst hf. skilar vörunni á allar þær hafnir sem Skipaútgerð Ríkisins og Hafskip sigla á umhverfis landið, án aukakostnaðar. Framundan er Eviópa Framundan bíða mörg verkefniJ ráði erað kaupanýtt skip og stefnaþví á Evrópuhafnir. Á þeirri leið opnast því auknir möguleikar á hagkvœmari vöruflutningum en til þessa. Stöðugt verður og leitast við að fylgjast með og kynna nýjungar á þessu sviði sem gœtu komið viðskiptavinum jafnt sem hinum almenna neytenda til góða á einn eða annan hátt. Margt er sannarlega ógert ennþá. Bréf í f ramtíð Með hliðsjón af glœstum framtíðarhorfum félagsins og áætluðum skipakaupum hefur verið ákveðið að auka hlutafé félagsins. Með kaupum á hlutabréfi íBifröst hf. gerist þú ekki aðeins þátttakandi í uppbyggingu félags með framtíð, heldur leggur þú þinn skerf til frjálsrar og heilbrigðrar samkeppni á því sviði sem reynslan hefur kennt okkur aðhennar er mjög þörf. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Bifrastar hf. ..á hjólum yffir hafið.! SKIPAFELAGIÐ BIFROST HF Klapparstíg 29. Símar 29066 og 29073.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.