Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mars 1979. Skógarmenn að HaMormsstað ásamt norðan-mönnum. Frá v. Jón Loftsson, skógarvörður að Hallorms- stað, Páll Guttormsson, Hallormsstað, Friðgeir Jónsson.Ystafelli, Jóhannes Gislason, Grlmstungu, is- leifur Sumarliðason, skógarvörður að Vöglum, Þorsteinn Arnþórsson, Vöglum, og Bragi Jónsson, Hall- ormsstað. Með skógarmönnum Framhald af 13. siðu. hliö við hlið, eru jafn gömul, þeim var plantað á sama klukkutlman- um, af sama manninum i sams- konar jaröveg. 1 dag kannski 15 árum siöar er annað hátt á 3ja metra á hæö, hitt er aðeins 30 til 50 sentimetrar. Ástæður fyrir þessu geta verið fjölmargar. Samt er ekki þar með sagt að litla tréð geti ekki stækkaö þó siðar verði. Það getur tekið mikinn vaxtarkipp síðar meir og orðið stórt og fallegt. 74 ára friðun Nú eru liðin 74 ár siðan Hall- ormsstaðarskógur var friðaður. Þá var svo komið að skógurinn var i mikilli hnignun, eftir að hafa veriöhogginn til eldsneytis I alda- raðir. Hér er átt viö gamla birki- skóginn; annar trjágróður var þar ekki árið 1905 þegar hann var friðaður. Ariö 1899 voru sett á Al- þingi lög þess efnis aö vernda skyldi Hallormsstaðarskóg. Og árið 1905 var þvi komið til leiðar fyrir forgöngu danska skógfræö- ingsins C.E. Flensborg að ábú- andi gaf eftir ábúðarrétt sinn, hætt var að hafa sauðfé i skógin- um og byrjað var að giröa hann, en þvi verki lauk ekki fyrr en 1908. Arið 1919 var lokið við aö gera kort af skóginum. Flatarmál lands meö birkiskógi var þá um 500 hektarar, en girt land innan hæöartakmarkana skógarins um 180hektarar. 1 dag má sjá i Hall- ormsstaðarskógi einhvern besta árangur af friöun lands til skóg- ræktar, sem sýnilegur er á Is- landi. Mistök í upphafi Strax og skógræktarstarf hófst að Hallormsstað voru gerðar til- raunir með erlendar trjátegund- ir. Þessar tilraunir mistókust að mestu vegna þess að plönturnar voru fengnar frá Danmörku, þar sem eru allt annarskonar skilyrði til skógræktar en hér á landi. Þá vissu menn ekki um nauðsyn þess aö fá hingað plöntur frá svæðum, sem likjast tslandi. Þessi mistök urðu vatn á myllu þeirra sem börðust gegn skógrækt á Islandi. Starfsemin lamaðist að mestu og lá niðri frá 1913 til 1933 að tilraun- ir hófust á ný. Þessar tilraunir voru þó i litlum mæli allt fram til ársins 1950. Eftir það jukust þær mjög og nú hafa verið gróðursett- ar vel á aöra miljón plantna af 50 trjátegundum frá 218 mismun- andi stöðum i heiminum. Og full- yrða má aö árangurinn af þessum tilraunum hafi fariö langt fram úr björtustu vonum brautryðjend- anna. Og segja má að andstæð- ingar skógræktar hafi að mestu verið kveðnir i kútinn. Arangur- inn af islenskri skógrækt hefur leitt i ljós, aö vöxtur all-margra hinna erlendu tegunda er innan þeirra marka sem nauðsynleg eru til þess aö gera stundað skóg- arbúskap á tslandi. — S.dór (Heimildir: Litast um á Hall- ormsstað, eftir Sigurð Blöndal). AUGLÝSINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS 81333 ER TILKYNNING TIL VIÐSKIPTAMANNA BANKA OG SPARISJÖÐA Hinn 2. april n.k. breytist opnunartimi innlánsstofnana á þann veg, að afgreiðslu- staðir, munu eftirleiðis opna kl. 9.15, sem áður hafa opnað kl. 9.30. Jafnframt verður lokunartima afgreiðslu- staða, er lokað hafa kl. 18.30 eða 19.00 breytt á þann veg, að þeir munu loka kl. 18.00. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS SPARISJÓÐURINN PUNDIÐ SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA VERSLUNARBANKI ÍSLANDS H.F. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F. ALÞÝÐUBANKINN H.F. SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Utboð Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis i Glerárhverfi aust- an Hörgárbrautar (13. áfangi). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Hafnarstræti 88 B gegn 50 þús kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð i fundarsal bæjarráðs að Geislagötu 9 föstudaginn 6. april 1979 kl. 11. Hitaveita Akureyrar fÚTBOÐ Tilboð óskast I gatnagerö og lagnir ásamt lögn dreifikerfis hitaveitu I Selás, 3. áfanga, fyrir Hitaveitu Reykjavlkur. Gtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. — Tilboðin veröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. aprfl n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKiAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 .. '■ ■■ ....... .... ..... 11 ————— . I — MENNINGARDAGAR HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA KIARVALSSTÖÐUM i kvöld kl. i umsjón Gunnars Karlssonar. Endurtekin vegna fjölda áskorana. Dag- skráin samanstendur af völdum köflum er tengjast hernáminu, úr ýmsum skáldverkum islenskra höfunda. 8.30 Kvikmyndasýning í dag kl. 5 og 7 Sýnd verður bandariska myndin: „PUNISHMENT PARK” SÖGUSÝNING MYNDLISTARSÝNING BARNAGÆSLA KL. 14-18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.