Þjóðviljinn - 28.03.1979, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. mars 1979
ÚGANDA:
Fréttaskýring
Saumað að Amin
Idi Amin er enn á
kreiki að sögn útvarps-
ins i höfuðborg Uganda,
Kampala, i gærkvöldi.
Eru það fyrstu fréttir af
honum i rúman sólar-
hring.
Fréttir af bardögum i Uganda
hafa verið óljósar og mótsagna-
kenndar að undanförnu. Otvarp
Amins heldur þvi fram aö skrið-
drekar frá Tanzaniumönnum hafi
brotist alla leið til höfuðborgar-
innar en þvi neita Tanzaniumenn
alfarið. Aftur á móti saka þeir
Libýumenn um að styðja
Ugandastjórn.
Amin.
Libýa hefur fordæmt „árásar-
strið Tanzaniu” og er sagt aö
hernaðarráögjafar þaöan séu
Amin til aöstoðar.
Uppreisnarsveitirnar I Oganda
munu stefna að myndun bráða-
birgðastjórnar og er sagt aö
varnarmálaráðherra Amins,
Mondo hershöfðingi, hafi gengið
til liðs við þá.
Af öllum fréttum virðist ljóst að
Amin er i þann mund að glata
völdum sinum. Helsti leiðtogi
andstöðunnar hefur verið Obote,
fyrrverandi forseti.
Ekki er vist að honum auönist
aö taka við stjórn landsins, og
mætti minnast þess að það voru
einmitt ýmsar vestrænar leyni-
þjónustur sem hjálpuöu Amin að
steypa Obote fyrir átta árum.
Frjálsræðinu settar
skorður í Kína
Undanfarnar vikur
hafa birst margar
greinar i opinberum
blöðum i Kina þar sem
varað er við að sú frjáls-
ræðisþróun sem verið
hefur þar innanlands
geti farið út i öfgar.
Ráðherrar Sambands
oliuútflutningsrikja hafa
ákveðið að hækka verð á
oiiu um 9% 1. april. þ.e.
að láta hækkunina sem
áformað var i nóvember
koma til framkvæmda
þá.
Viöbrögö iðnrikja eru enn ekki
ljós, en orkumálaráðherrar Efna-
hagsbandalagsins þinga nú i
Einkum eru þeir sem hafa uppi
,,of miklar” lýöræöiskröfur var-
aðir við að apa ekki of mikið eftir
útlendingum.
Undanfarna 4 mánuöi hefur
meira frjálsræöi rikt i Kina en
löngum fyrr og ýmis andófsöfl, að
visu fámenn, hafa litið dagsins
ljós. Þykir sýnt að stjórnvöld séu
aö vara þessi öfl við. Einkum
virðist þeim illa við samband
BrOssel. EBE hafði áður ákveöið
að aöildarriki þess skyldu draga
úr oliunotkun sinni um 5% á þessu
ári.
Orkumálaráðherrarnir sam-
þykktu tillögu þess efnis aö
hvert riki skyldi fara sinar eigin
leiðir til þess, en mæltu jafnframt
með aukinni notkun kjarnorku,
sem er umdeild mjög, og kola til
iðnaðar.
Oliuhækkunin um mánaða -
mótin getur haft i för með sér
þriðjungshækkun fullunninnar
oliu.
andófsmanna viö erlenda frétta-
menn svo og allar tilraunir til að
efna til mótmælafunda.
Sagði eitt blaðið á þá leið að
Kinverjar ættu að læra tækni
Vesturlandabúa en varast hug-
myndir þeirra.
Dagblað alþýðunnar hefur og
gagnrýnt ýmis veggspjöld sem
birst hafa á „Múr lýðræðisins”,
sem hefur verið helsta athvarf
veggspjaldasmiöa I Peking.
Þessar aövaranir eru taldar
standa i sambandi við að 5. april
verða liðin þrjú ár frá mótmælun-
um miklu á Torgi hins himneska
friöar sem túlkuð voru sem krafa
alþýðunnar um aukið frelsi.
Þessmágetaað aðundanförnu
hafa kinversk blöð gagnrýnt
flestar hugmyndafræðilegar her-
ferðir sem stjórnvöld þar hafa
farið siðan 1957, einkum
menningarbyltinguna, og ýmis
teikn benda til að Liu Shao-qi,
fyrrverandi forseti landsins sem
féll i ónáð 1 menningarbylting-
unni, verði fljótlega endurreistur.
Kína—Vietnam:
Engar
viðræður
í bráð
Kinverjar hafa nú sagt aö
samningar viö Vletnam komi
ekki tii greina á næstunni. Aður
höfðu Vietnamar krafist þess
aðKInverjar færu á brott meö all-
an sinn her í siöesta lagi á
miðvikudag.
Einsog sagt var frá hér i blað-
inu á laugardag hafa klögumálin
gengið á vixl milli landanna aö
undanförnu og gert samkomu-
lagstilraunir ótrúveröugar.
A sunnudag sökuöu Vietnamar
Kinverja um að hafa gert nýja
stórskotaárás á vietnamskt land-
svæöi, samtimis sem þeir væru aö
grafa skotgrafir og reisa virki á
30 stöðum fyrir innan landamæri
Vietnams.
Viðræðurnar sem áttu aö hefj-
ast á fimmtudag frestast þvi enn
um óákveðinn tlma.
Auglýsið í
Þjóðviljanum
- Sími 81333
Rafmagnsveitur ríkisins
óska eftir að taka skip á leigu
til flutnings á 3675 tréstaurum frá Gulf-
port, Missisippi i Bandarlkjunum.
Rúmmál stauranna mun vera ca. 114 þús-
und cub. fet, en nokkru meira við lestun og
að þyngd 3200 tonn.
Áætlað er að staurarnir verði tilbúnir til
afskipunar i lok mai þ.á.
Allar nánari upplýsingar gefur innkaupa-
stjóri, Laugavegi 118 (gengið inn frá
Rauðarárstig) simi 17400.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Laus staða læknis
Laus er til umsóknar önnur staða læknis
við heilsugæslustöð i Árbæ, Reykjavik.
Staðan veitist frá 1. júni 1979.
Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi siðar
en 25. april n.k. ásamt upplýsingum um
menntun og störf.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
26. mars 1979.
Olía hækkar
Palestlnskar konur I Jerúsalem mótmæla samkomulaginu.
Friður aldrei fjær?
Að loknum
samningum
| Siðustu tónar þjóðsöngvanna
■ sem leiknir voru við hina hátið-
legu undirritunarathöfn á flöt-
| inni við Hvita Húsið á mánudag
■ drukknuöu I hrópum mótmæl-
enda fyrir utan. Jafnvel á þess-
m ari stundu guilu vfgorð
Palestinumanna i eyrum þjóð-
arieiðtoganna þriggja.
Kannski er þetta táknrænt
I fyrir þær viðtökur sem friðar-
■ samningar Israelsmanna og
| Egypta hafa fengið. Jafnvel
■ þeir sem hafa fagnað þeim hvað
I mest hafa ekki komist hjá þvi aö
J játa aö þrátt fyrir þessa samn-
rg inga, sem formlega séö binda
I endi á 30 ára styrjaldarástand
| rikjanna, sé vandinnenn óleyst-
| ur — vanda Palestinuaraba.
■ En hvaö eru þessir samning-
I ar? Kjarni þeirra er sá að
a Egyptar viöurkenna Israel,
| taka upp stjórnmálasamband
• við það og aflétta viðskipta-
! banni sinu á þvi, og fá I staöinn
I Sinai-skagann aftur (sem Israel
■ hertók i 6 daga striöinu 1967).
Það fyrra á að gerast innan 10
■ mánaöa, það siðara i nokkrum
I áföngum sem samtals taka 3 ár.
| Bandarikjamenn eru ekki aöilar
■ að samningnum en ábyrgjast
I ýmsa þætti tengda honum svo
| sem efnahags- og hernaðarað-
| stoð og lán til beggja aöila og
■ oliuaöflutninga Israels. Þeir
| taka lika að sér að koma á fót
■ „gæslusveitum” á hlutlausu
I belti milli rikjanna ef Samein-
■ uöu þjóöirnar fást ekki til þess.
Akvæöin i viðaukum samn-
I inganna um réttindi Palestinu-
■ araba eru afar óljós og i „stefnt
| skal að” stilnum, en Egyptar og
■ Israelsmenn eiga að reyna að
| ná samkomulagi um herteknu
■ svæðin Gaza og vesturbakka
■ Jórdanár innan árs. Skuli þá
■ fara fram kosningar til heima-
. stjórnar á þessum svæðum
I „sem fyrst”. Hins vegar hafa
■ ísraelsmenn þegar lýst þvi yfir
| að sjálfstætt riki Palestinu-
■ manna á þessum svæðum komi
I aldrei til greina.
| Viðbrögð Arabarikja
J Hvað er sögulegt við þetta
j samkomulag? Fyrst og fremst
I að I fyrsta sinn frá stofnun Isra-
■ elsríkis 1948 hefur arabiskt
| grannriki viðurkennt það — og
■ þaö án þess að um neins konar
1 lausn á vanda Palestinuaraba,
[ sem hraktir voru frá heimkynn-
I um sinum þegar til þessa rlkis
I var stofnað, sé aö ræða.
Oll Arabarikin sem hlut eiga
| að þessu máli hafa tekið samn-
■ ingunum illa. Sú röksemd að
| samningar þessir séu þó fyrsta
■ skrefið á ekki fylgi að fagna I
■ þessum löndum. Stjórnvöld
| Saudi-Arabiu, sem allra sist
Iverða sökuð um róttækni eöa
fjandskap I garö Vesturlanda,
■ segja sem svo að auövitaö sé
| Egyptum frjálst aö gera hverja
■ þá samninga sem þeim sýnist.
| Svo lengi sem þeir varða þá
eina. En þessir samningar
Ivarða réttindi Palestinuaraba,
og þau eru mál allra grannrikj-
■ anna. Þaö vita Israelsmenn
lika. Jafnvel i þessum samn-
ingamánuði geröu þeir stór-
skotaliðsárásir á Libanon.
Einmitt þess vegna kom til
verkfalla I mörgum Arabarikj-
um daginn sem samningurinn
var undirritaður. Þetta eru svik
við málstaö allra Araba, var
viökvæðiö. 18 Arabariki þinga
nú i Baghdad til að ræða refsi-
aðgeröir gagnvart Egyptum.
Palestínuarabar
Séu Israelsmenn og Banda-
rikjamenn sigurvegararnir I
þessari samningagerð biða
Palestinumenn ósigur. Þeir eru
þriggja og hálfrar miljónar
talsins. Tæp 700 þúsund þeirra
búa á Vesturbakkanum, rúm
400.000 búa á Gaza-svæðinu.
Nær miljón Palestinuaraba hýr-
ist ennþá i flóttamannabúöum.
Palestinuaröbum fjölgar ört
og engin önnur arabisk þjóð á
sér jafn hátt hlutfall mennta-
manna. Hugsjónin um aö snúa
aftur, um sameiginlegt riki
Araba og Gyðinga á jafnréttis-
grundvelli á sér mikið fylgi. Og
fáir þeirra eru hrifnir af þeirri
hugmynd að Palestinumönnum
sé úthlutaður einhver landskiki
til aö stofna sjálfstætt riki á.
Enn minna fylgi eiga þó hug-
myndir þær um takmarkaða
heimastjórn á herteknu svæð-
unum sem Israelsmenn og
Egyptar hafa verið að bræða
meö sér. Jafnvel á Gaza-svæð-
inu, þar sem leiðtogar
Palestinumanna eru þó sagöir
hvað „hófsamastir” njóta
sjálfsstjórnartillögurnar ekki
stuönings. Þvert á móti segja
talsmenn Ibúanna aö samning-
arnir þýöi I raun aöeins að
Israel tryggi enn frekar yfirráð
sin á þessum svæöum.
Það styður þessar fullyrðing-
ar aö i samningunum fengust
Israelsmenn ekki til að hætta
viö að flytja fólk til herteknu
svæðanna til aö setjast þar að.
Þvert á móti hyggjast þeir
halda þvi áfram.
Afstaða Egypta æt'ti að
sannfæra Palestinuaraba end-
anlega um hversu hæpið sé að
binda trúss sitt við eitthvert
Arabarlkjanna, sem jafnan eru
reiðubúin til aö fórna málstað
þeirra 1 diplómatisku brölti
sinu. En Palestinumenn eiga
ekki viða griöastaö: Skemmst
er að minnast atlagna að þeim i
Jórdaniu og Libanon.
Bandaríkjamenn
Eins og við er að búast gengur
Bandarikjamönnum annað til
en eintóm friðarástin. Þeir
styrkja hagsmuni sina i
Egyptalandi, stórauka hernað-
araðstoö viö Israel og eygja
möguleika á herstöðvum á
Sinai-skaga. Um leið stefna þeir
aö stofnun nýs flota I Indlands-
hafi, auka vopnaflutninga til N -
Jemen og hernaðarsamvinnu
viö Saudi-Arabiu.
Bandarikjamenn eru fyrst og
fremst að tryggja itök sln i
hinum olluauðugu Miöaustur-
Framhald á blaðsiðu 14