Þjóðviljinn - 28.03.1979, Page 9
Miðvikudagur 28. mars 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9
Umsjónarmenn Sunnudagsblaðsins siðan útgáfa þess hófst I október 1974. E.v. Arni Bergmann sem sá
um blaðið 1975-1979, Ingólfur Margeirsson sem nú tekur viö þvi og Vilborg Harðardóttir sem sá um blað-
ið 1974-1975 (Ljósm.: Leifur)
Sunnudagsblad
Þj óövilj ans
Þegar núverandi Sunnu-
dagsblað Þjóðviljans hóf
göngu sína í nóvember 1974
undir umsjón Vilborgar
Harðardóttur þótti það
nokkur nýjung í íslenskum
blaðaheimi og hefur síðan
sannað gildi sitt sem f jöl-
breytt og vandað helgar-
lesefni. Næsta sunnudag
mun Ingólfur Margeirsson
formlega taka við umsjón
þess af Árna Bergmann
sem hefur haft hana með
höndum síðan í júní 1975.
Þá verður fitjað upp á
ýmsum nýjungum í efnis-
vali, en þó innan þess
ramma sem blaðið hefur
verið í frá upphafi. Hér á
eftir fer stuttspjall við þau
Vilborgu, Árna og Ingólf
um Sunnudagsblaðið fyrr
og síðar og fyrirhugaðar
breytingar á því.
Þrjár fyrri tilraunir
— Var sunnudagsblaðið 1974
fyrsta tilraun Þjóðviljans til aö
hafa sérstaka helgarútgáfu,
Arni?
— Nei, áður höfðu verið geröar
3 tilraunir með útgáfu fylgirits
sem nefnt var Sunnudagur. Hin
fyrsta var gerð árið 1939 og var i
lesbókarformi, yfirleitt 8 siður
hverju sinni. 1 þvi voru smásög-
ur, öreigaskáldskapur og fleira i
þeim dúr og yfirleitt stefnt að þvi
að hafa eitt ljóð i hverju blaði.
Þau ortu t.d. Jóhannes úr Kötl-
um, Ólafur Jóh. Sigurðsson,
Kristinn Reyr o.fl. Þaö er lika rétt
sem Þórarinn Eldjárn segir i
Disneyrimum aö þá tók Þjóðvilj-
inn að sér i fyrsta sinn á Islandi
að kynna Disneyveldiö. í aðal-
biaðinu var Mikki mús fram-
haldsmyndasaga en i Sunnudegi
var Mjallhvit og dvergarnir sjö I
heilli opnu og m.a.s. með rauðum
lit felldum inn í.
— Þessi fyrsti Sunnudagur
lognaöist tiltölulega fljótlega út
af?
— Já, hann entist ekki nema I
um hálft ár. Sunnudagur var svo
endurvakinn I júli 1945 og kom þá
út fram i mars 1946 meö svipuðu
formi og áður. Meðal efnis voru
smásögur, frásagnir úr hvers-
dagslifinu, feröasögur og viðtöl.
Ég man t.d. eftir viðtali við Leif
Möller, íslending sem hafði veriö
I fangabúðum nasista. Þriðja og
siðasta tilraunin með Sunnudag
var gerö á árunum 1964-1965 og
var blaðið þá áfram I þessum
dæmigerða lesbókarstil. Jón
Bjarnason sá um blaöiö að þessu
sinni og voru m.a. I þvi mörg löng
viðtöl sem hann tók. Þá var ég
sjálfur farinn að starfa við Þjóð-
viljann og skrifaði sunnudags-
pistla I þetta fylgirit hans.
Sunnudagsblaðið sló í gegn
— Þegar Sunnudagsblað Þjóð-
viljans, eins og við þekkjum það
núna, fór að koma út var það i allt
öðru formi. Er það ekki rétt,
Arni?
— Jú, Sunnudagur hafði verið
fylgirit með sunnudagsblaöinu og
t.d. ekki gert ráð fyrir neinum
auglýsingum I þvl en nú var um
að ræða breytingar á sjálfu
sunnudagsblaðinu. Hætt var að
hafa dagbundnar fréttir I þvi að
mestu leyti og reynt þess i stað að
byggja upp fjölbreytt blað með
föstum þáttum.
— Hvers vegna, Vilborg?
— Við gerðum okkur grein fyr-
ir þvi að fólk hafði meiri tima til
lesturs um helgar og við reyndum
að koma til móts við þessa þörf
með þvi að hafa meira og vand-
aðra efni i sunnudagsblaöinu en
öörum blööum. Við fengum ýmsa
ritfæra menn til liðs við okkur i
þessu skyni.
— Og þessu hefur verið vel tek-
ið?
— Blaðið vakti strax mikla at-
hygli og áhuga. Fólk tók þvi
óskaplega vel og árangurinn sést
kannski best á þvl að önnur dag-
blöð hafa fylgt I fótspor okkar
með slika útgáfu, t.d. Visir og að
nokkru leyti Timinn. og fleiri
munu vera að hleypa helgarblöö-
um I þessum dúr af stokkunum.
Átti þátt i að ef la pólitíska
list
— Forsiður sunnudagsblaðs
Þjóðviljans hafa alltaf verið með
•sérstökum hætti.
— Já, þegar við hófum útgáfu
þess ætluðum við ekki bara að
hafa forslðuna til skemmtunar
heldur fengum við ungt myndlist-
arfólk til liðs við okkur einkum til
að örva svokallaða baráttulist og
efla baráttuhug. Þetta var
skemmtilegt framtak og átti ör-
ugglega þátt i að efla pólitiska list
t.d. I Myndlista- og handiöaskól-
anum. Fyrst i stað pöntuðum við
slikar myndi^ en brátt fóru okkur
að berast myndir óbeðið frá lista-
mönnum og borguðum við fyrir
þær.
Miðaðviðalla fjölskylduna
— Var blaðiö kannski fyrst og
fremst miðað við ákveðinn hóp
manna?
— Nei, við höfum reynt að miða
það sem mest við alla fjölskyld-
una og sem viðast svið. Vilborg
Dagbjartsdóttir hefur frá upphafi
séð um Kompuna fyrir börn, og
unglinga tókum við t.d. upp
kennslu I gltargripum sem varð
svo vinsæl að krakkar stóðu i bið-
röö við afgreiösluna á sunnudög-
um til að fá blaðið. Þar voru bæði
kennd venjuleg vinsæl lög, nýj-
ustu dægurlögin og svo baráttu-
lög. Þetta er aðeins dæmi um efn-
isvalið.
Ný myndröð og nýir dálka-
höfundar
— Nú ert þú að taka við blaðinu
I þinar hendur, Ingólfur. Mér
skilst að þú hafir ýmsar nýjungar
á prjónunum?
— Já, það standa fyrir dyrum
ýmsar breytingar en þó innan
þess ramma sem blaðið hefur
byggst á og gefiðhefur góða raun.
Við höfum t.d. samiö viö mynd-
listarfólk úr Islenskri grafik um
að birta myndir eftir þá á forsiðu
næstu 10 sunnudaga og verður þá
einnig kynning á viðkomandi
listamanni f blaðinu. Þessi mynd-
röð byrjar á sunnudaginn með
mynd eftir Björgu Þorsteinsdótt-
ur.
— Þá munu nokkrir nýir dálka-
höfundar skiptast á að skrifa i
blaðiö á næstunni?
— Já, við erum að semja við
alimarga menn um slik skrif og
þegar hafa gefið samþykki sitt
m.a. þau Guðlaugur Arason, Jóna
Sigurjónsdóttir, Olafur Haukur
Simonarson, Steinunn Jóhannes-
dóttir og Sigurður Blöndal.
— Hvað um útlitsbreytingar?
— Þær verða ekki miklar að
undanskildu þvi að blaðið fær nýj-
ar haus. Aðaltitill þess verður
Sunnudagsblaðið, en undirtitill
Þjóðviljinn.
Helgi óiafsson meö skák-
þátt á heilli sfðu
— Verða hinir föstu gömlu
þættir áfram?
— Þeir verða flestir áfram en
nokkra ætlum við að reyna að efla
t.d. ætlum við að reyna að hafa
meira efni fyrir unglinga og efla
myndlistarskrif sem fallið hafa
niöur að miklu leyti að undan-
förnu. Afram verður poppþáttur,
helgarviötalið, grein um erlend
málefni, stjórnmál á sunnudegi,
sunnudagspistill Arna Berg-
mann, Músik og mannlif, Visna-
mál Adolfs J.E. Petersens,
Kompan og hin sivinsæla verö-
launakrossgáta. Svo verða að
sjálfsögðu ýmis konar viðtöl og
frásagnir áfram. Þá verður Helgi
Ölafsson, skákmeistari tslands,
með skákþátt á heilli siðu á
sunnudögum og er það nýjung.
— Or almanakinu heitir einn
hinna föstu þátta. Verður hann
áfram?
— Já, hann er hugsaður þannig
aö þar eigi aörir starfsmenn
blaðsins en ritstjórar vettvang til
að fyigja eftir eigin fréttaöflun
meö persónuiegum skrifum elieg-
ar skrifa um eitthvert efni sem
þeim liggur á hjarta eða dettur I
hug.
— Ekki má gleyma Þinglyndi
og Rósagarðinum?
— Nei, við byrjuöum með þetta
sem fasta dálka fyrstir hér á
landi og eru önnur blöð nú byrjuð
aö apa þetta eftir.
— Er þá ekkert fleira á döfinni,
Ingólfur?
— Þetta er nú aðeins lauslegt
yfirlit og sjálfsagt hef ég gleymt
einhverjuen viðerum meö ýmsar
hugmyndir á döfinni sem væntan-
lega munu komast til fram-
kvæmda á næstu vikum og mán-
uöum.
— GFr
Fyrsta sunnudagsforslðan 13.
október 1974. Myndin er eftir Þor-
björgu Höskuldsdóttur.
'■Sunmi
10. nóvember 1974: Mynd eftir
Messiönu Tómasdóttur.
17. nóvember 1974: Mynd eftir
Gylfa Gislason.
24. nóvember 1974: Mynd eftir
Kristján Kristjánsson.
n SUNNU-
! t.
DAGUR
29.desember 1974: Myndeftir Jón
Reykdai.