Þjóðviljinn - 28.03.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. mars 1979 VOf Umsjón: Magnús H. Gíslason F 1 Þorradægur Að f jallabaki er falin sól — fer þó senn að skína teigir yfir tindaból töfrasprota sína. Leikur skin og skuggafar um skúta og klettaraðir. Augum dyljast uppi þar — yfirskyggðir staðir. Yfir vetrarhjarnið hart — hugurinn reikar tíðum, minnist þess er blómskrúð bjart — blærinn strauk í hlíðum. Klakabundinn kúrir foss krepptur uppi í gili. Nú fær enginn úðakoss undir hamraþili. Þó að versni veðurfar og vetur byrgi glugga — liggur í dvala og leynist þar lítil fluga í skugga. Þó í hnúka hrifsi enn — hríðar kaldar mundir, veit ég eitt hún vaknar senn vorsins fána undir. Einar H. Guðjónsson. Kvenfélögin keppa Ungmenna- og Iþróttasamband Austurlands efndi til spurninga- keppni á Seyöisfiröi 24. febr. sl. Keppt var á fimm stööum: A Reyðarfiröi, i Staöarborg, Iöa- völlum, Hjaltalundi og á Seyöis- firöi. Þátttakendur voru frá fjór- um kvenfélögum: Kvenfélaginu Dagsbrún f Feilahreppi, Kvenfé- lagi Eiöaþinghár, Kvenfélaginu Kvik og Kvenfélagi Seyöisfjarö- ar. Stjórnandi þáttarins á Seyöis- firöi var Jóhann Hansson, Pétur Böövarsson timavöröur, Jóhann Jóhannsson dómari og Guömund- ur Þóröarson stigavöröur. I hléi var spilað bingó og sýndar kvikmyndir frá Austurlandsmóti á skiöum, sem haldiö var 1968. Orslit keppninnar uröu þau, aö Kvenfélag Seyöisfjaröar vann meöl4 stigum, Kvenfélagiö Kvik hlaut 13 stig, Kvenfélagiö Dags- brún 12 stig og Kvenféiae Eiöa- þinghár 10 1/2 stig. Pj/mhj Aðstoð til súgþurrkunar Fyrir Búnaðarþingi iá erindi frá stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands um aukna aðstoð til súgþurrk- unar. Þingið afgreiddi er- indið með eftirfarandi ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags islands að beita sér fyrir eftirgreind- um aðgerðum til þess að örfa bændur tii þess að taka í þjónustu sína fuil- komnari súgþurrkun en nú er víða: 1) Bændum, sem setja upp hjá sér fullkomna súgþurrkun, veröi gefinn kostur á þvi, aö fram- kvæmdin veröi tekin út, þegar er hún er fullfrágengin, og jafn- framt yrði styrkur út á þessa framkvæmd greiddur ekki siöar en 6 mánuöum eftir úttekt. 2) Kannaö veröi um möguleika á þvi aö fá tvennskonar lán til þessara framkvæmda. a) Vlxillán til 6 mánaöa, er greiddist meö jaröabótastyrkn- um. b) 2ja ára lán fyrir 2/3 kostn- aöar aö frádregnum styrknum. 3) Leitaö veröi eftir hjá Raf- magnsveitum rikisins um mögu- ,leika á ódýrara rafmagni til súg- þurrkunar en nú er. 4) Hertur veröi áróöur fyrir uppbyggingu þriggja fasa raf- magnslina meö aukinni flutnings- getu um byggöir landsins. 5) Jafnframt veröi búnaöar- samböndunum falið aö kanna, hverju á sinu svæði, ástand I súg- þurrkunarmálum og gera tillögu til úrbóta, þar sem ástæöa er til. I greinargerö segir: Þaö mun samdóma álit flestra, er til þekkja, aö bætt heyverkun sé mjög áriöandi til hagsbóta fyrir landbúnaöinn. Þaö er skoö- un þingsins, að vönduö súgþurrk- un geti þar miklu góöu komið til leiöar. En sú framkvæmd er nokkuð fjárfrek I stofnkostnaöi, en ætti hinsvegar aö geta skilaö sér fljótt i betra fóðri og minni fóöurbætiskaupum á stuttum tima. Veittur hefur veriö nokkuö góöur styrkur til súgþurrkunar gegnum jaröræktarlögin, en reynslan sýnir þó, aö alltof fáir bændur hafa notfært sér þann möguleika til fullkomnari fram- kvæmda. Um leið og fariö er fram á könnun til útvegunar fjármagns til þessara nauðsynlegu fram- kvæmda, telur þingið rétt að minna á þá staöreynd, aö raf- magn, sem notaö er til súgþurrk- unar, er yfirleitt afgangsorka yfir sumarmánuöina. Þá minnir þingiö einnig á þá staöreynd, aö viöa um sveitir eru ennþá einfasalínur, sem tæpast bera þá orku, sem notendur óska aö fá, og þvi mikil nauösyn aö hefja nú þegar mikiö átak i þvi, aö koma upp þriggja fasa raflin- um með nægri flutningsgetu. -mh§ Svipmynd úr Gift eöa ógift. Gift eða ógift að Logalandi Laugardaginn 3. mars frumsýndi Ungmennafé- lag Reykdæla leikritið Gift eða ógift, eftir J. B. Priestiey í þýðingu Boga Ólafssonar. Var frumsýn- ingin að Logalandi, fyrir fullu húsi og var sýning- unni mjög vel tekið. Alls komu viö sögu 14 leikarar og skiluöu þeir hlutverkum sinum yfirleitt ágæta vel. Var og raunar ekki annars aö vænta þvi flestir eru þeir gamalreyndir leikarar af fjölum Logalands og hafa fyrir löngu sýnt og sannað hæfni sina á leiksviði. Leikstjóri aö þessu sinni er Andrés Jónsson. Hefur hann um margra ára skeið veriö virkur þátttakandi I leikstarfsemi Ung- mennafélags Reykdæla, bæöi sem leikari og leikstjóri. Hiö þróttmikla leiklistarlif á Logalandi skipar nú veglegan sess í menningarlifi Borgfirðinga. En þvi miöur á þessi merka starf- semi vlöa erfitt uppdráttar vegna fjárskorts, enda þótt mikiö sé ávallt unniö I sjálfboöavinnu. Er þvi ekki aö undra þótt þaö valdi forystumönnum áhugamanna- leikfélaga nokkrum áhyggjum hversu til tekst meö aösókn aö sýningum hverju sinni þvf hún ræöur mestu um hinn efnalega grundvöll starfsins. þp/mhg Jenni R. Ólason skrifar: Verjendur veröbólgunnar Eftirfarandi grein birt- ist í síðasta tbl. Röðuls og leyfir Landpóstur sér að hnupla henni: Þrátt fyrir ágreining \ nánast öllum málum, virð- ast stjórnmálamenn á ís- landi sammála um eitt: Verðbólgan er alvarleg- asta meinsemd og skað- valdur þjóðfélags okkar, og hana verður því að kveða niðúr. Til þess hafa stjórn- málamennirnir fullt um- boð allrar þjóðarinnar. Ætla mætti því að þessi meinsemd yrði einfaldlega numin burt, og ekkert ætti að vera auðveldara fyrst f ull samstaða er um málið. En málið er ekki svona einfalt. Það er nefnilega ekki full sam- staöa um aö stööva veröbólguna. Ástæöan er sú, aö hún er ekki I eðli sínu sjúkdómur, heldur meö- vituö aöferð til aö færa fjármuni á milli þjóöfélagshópa. Þaö sem gerist er, aö þeir, sem nota innlent lánsfé, endurgreiöa þaö aldrei meö sama verömæti og þeir fengu lánaö. Þannig er fé opinberra sjóöa og sparifé alls almennings stoliö á skipulegan hátt, og til þess er beitt stjórnarfarslegum ráöstöf- unum eins og skattalöggjöf, endurteknum gengisfellingum og vaxtastefnu, svo eitthvaö sé nefnt. Þaö eru sem sé veröbólgu- braskarar sem mestu hafa ráöiö I þessu þjóöfélagi sföustu áratugi og þeir eru staöráönir I aö beita þessari aöferö sinni, veröbólg- unni, áfram til aö raka aö sér fjármunum meö auöveldum hætti. Einhvernveginn vefst fyrir fólki aö gera sér grein fyrir hvar þessa menn er aö finna, og raunar hefur fjölda venjulegs fólks, þar á meöal þeim, sem eru aö koma upp húsnæöi yfir sig og fjölskyld- ur slnar, veriö talin trú um aö þaö væri sjálft I hópi veröbólgubrask- aranna og græddi á fyrirbærinu. Hér er þó aö sjálfsögöu um blekkingu aö ræöa, en um leiö aö- ferö til aö skapa tilfinningu fyrir samsekt. Hinir raunverulegu veröbólgu- braskarar fást viö miklu stærri hluti en aö koma sér upp ibúöum, og einmitt þessvegna er auövelt aö komast aö hverjir þeir eru. Þeir fást sem sé viö stórfellda fjárfestingu, nota til þess lánsfé I stórum stil og hiröa ekkert um möguleika til aö ávaxta þetta lánsfé I rekstri. Veröbólgan færir þeim gróöann. Þaö er ljóst, aö veröbólgan skaöar allan almenning og þvl skyldi hann gera sér ljóst, hverjir þaö eru, sem halda henni viö. Þessa athugun skulum viö gera hvert I sinni heimabyggö, þvi veröbólgunni er ekki bara stjórn- aö frá Reykjavik, þótt sök þeirrar Gómorru sé mikil. Hér I Borgarnesi rekumst viö þegar á mörg dæmi þessa, en eitt er þó sérlega glöggt, en þaö er viöbyggingin viö hóteliö okkar gamla. Sú bygging kemur til meö aö kosta a.m.k. 300-400 milj. kr., hana á aö reisa aö langmestu leyti fyrir lánsfé og engin leiö veröur aö reka þetta fyrirtæki fyrr en veröbólgan hefur afskrif- aö lánin, sem notuö eru til aö byggja þaö. Og þá höfum viö gert okkur grein fyrir hverjir fara fremstir I friöri fylkingu veröbólguhöfund- anna I okkar heimabyggö. Þaö eru ráöamennirnir I eigendafélagi Hótel Borgarness, Jenni R. Ólason: Veröbólgan er „meövituö aöferö til aö færa fjár- muni á milli þjóöfélagshópa”. þ.e.a.s. sveitarstjórinn, kaupfé- lagsstjórinn, sýslumaöurinn og svo hann Björn Arason, sem ekki mátti til þess hugsa aö Framsókn missti hreppsnefndarmeirihlut- ann I Borgarnesi I vor. Alþýðan er ósigrandi afl, ef hún sameinast, en til þess að hún geti beitt þvl afli veröur hún aö þekkja fjendur slna. Alþýöu manna er þaö stórkost- legthagsmunamál aö kveöa niöur veröbólguna og nú veit hún hverja viö er aö etja. Ef alþýöan skynjar sinn vitjun- artima, mun veldi veröbólgu- braskaranna hrynja eins og spila- borg. Jenni R. Olason. Vélsleda- keppni í Mývatns- sveit Laugardaginn 24. mars s.I. fór fram vélsleöakeppni þar sem heitir Krossdalur viö Reykjahliö I Mývatnssveit. Veöur var hiö feg- ursta, hægviöri, heiöskirt og 10 stiga frost. Keppendur voru átján og komu þeir af Jökuldal, Húsavlk, Reykjadal og Akureyri, auk heimamanna. Lengd brautar var 2,4 km og fjöldi hliöa 26, auk tveggja þrauta: stöövunar- og hringakstursþrautar. Keppt var í tveimur stærðarflokkum sleöa. 1 flokki sleða yfir 35 hestöfl uröu fyrstir: Tómas Eyþórsson, Hörö- ur Sigurbjarnarson og Jósep Sig- urösson. í flokki sleöa undir 35 hestöfl.uröu fyrstir: Ingvar Grét- arsson, Hrinrik Árni Bóasson og Haraldur Bóasson. Ein kona var meöal keppenda, Helga Sigur- björnsdóttir, og náöi hún góöum árangri. Starfsmenn mótsins voru 30 talsins, allt félagar úr björgunar- svéitinni Stefáni og IF Eillfi, en þessifélög stóöu saman um fram- kvæmd mótsins. Ahorfendur voru yfir 200 og skemmtu sér konung- lega. Mótinu lauk meö kaffisam- sæti og verölaunaafhendingu I Hótel Reynihllö. A.formaö er aö mót sem þetta veröi framvegis árlegur viöburð- ur I Mývatnssveit. Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og I og eftir kl. 7 á kvöldin).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.