Þjóðviljinn - 04.05.1979, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mal 1979
DIODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
l'lgefandi: L tgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
l msjónarmaöur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson.
Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór GuÖmundsson. íþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: GuÖmundur Steinsson, Hermann P Jónasson. Kristín Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjánsdóttir
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Citkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Kitstjórn, afgreiösla og augiýsingar: Siöumúla 6. Revkjavik. sími 8 13 33
Prentun: Blaöaprent hf.
Listahátíð bamanna
• Þegar dagar eða ár eru helguð einhverjum til-
teknum hluta mannfólks, konum eða sjómönn-
um eða börnum,vaknar jafnan upp viss kviði. Menn
eru hræddir við að þau vandamál sem átti að
vekja athygli á eins og drukkni i hátiðlegum ræðum
og skriffinnsku og hafa óneitanlega ýmissa vondra
fordæma að minnast.
• Þeim mun ánægjulegra er það, þegar barnaár
tengist við jafngott tiltæki og Listahátið barnanna
sem nú er haldin að Kjarvalsstöðum við mikla að-
sókn og áhuga. Sú hátið er eitt af þvi sem getur eflt
mönnum bjartsýni nú um stundir, og mun ekki af
veita — hvað sem liður vili um kreppu og niður-
skurð þá er haldin glæsileg og allt að þvi ótrúleg
hátið. Þessi atburður bætir mönnum i skapi með
fleiri en einum hætti. Hann vekur athygli á þeim
framförum sem hafa orðið á ýmsum sviðum skóla-
starfs, enlátt kemur almenningi i landinu meira við
en einmitt það. Hann vekur athygli á skapandi
kröftum barna, sem vel gætu fyllt marga Kjarvals-
staði, eins og aðstandendur hátiðarinnar hafa tekið
fram. Og siðast en ekki sist ber hann vitni mjög já-
kvæðri viðleitni sem kemur fram i þvi, að á barna-
ári séu það einmitt börnin sjálf sem spurð eru að
þvi, hvað þau vilji helst til málanna leggja.
Fyrirvarar um Nató
• Eins og rakið hefur verið hér i blaðinu öðru
hverju að undanförnu, þá hefur i nokkrum löndum
Vestur-Evrópu gætt vaxandi gagnrýni stjórnmála-
manna á nokkurnveginn óskertri herforingjastjórn
á málefnum Nató. Það eru ekki hvað sist ýmsir
foringjar sósialdemókrata sem hafa ýmislegt við
það að athuga hvernig herstjórarnir, og þá fyrst og
fremst þeir bandarisku, stjórna stjórnmálamönn-
um með þvi að skammta þeim ekki alltaf áreiðan-
legar upplýsingar, upplýsingar sem teyma þá inn á
sjónarmið þau, sem hagkvæm eru þeirri samsteypu
hershöfðingja og iðjuhölda sem mestu ráð um
vopnasmið og vopnasölu.
• öflugast hefur gagnrýnin verið hjá hollenskum
sósialdemókrötum. Þeir sátu einmitt á þingi nú um
siðustu helgi, og voru varnarmál mjög ofarlega á
baugi. Tillaga um að hætta þátttöku i hernaðar-
samstarfi Natórikja var að sönnu felld,enhúnhlaut
engu að siður mikiðfylgi —6.555 atkvæði gegn 7.677.
Gagnrýnendur fyrri stefnu unnu hinsvegar merkan
sigur i atkvæðagreiðslu um aðra tillögu. Fengu þeir
það samþykkt, að flokkurinn féllist þvi aðeins á að-
ild Hollands að Nató, að bandalagið tæki ekki i notk-
un hina umdeildu nifteindasprengju. Þar að auki
var samþykkt tillaga um það, að sósialdemókratar,
sem nú eru i stjórnarandstöðu, ættu að beita sér
gegn öllum kjarnorkuvigbúnaði þegar þeir kæmust
i stjórn.
• Þetta mun vera i fyrsta sinn um langan tima
sem slikir fyrirvarar við vigbúnaðarkapphlaupi eru
samþykktir af hálfu sósialdemókrataflokks i Nató-
riki. Væri ekki ráð að senda utanrikisráðherra
íslands á námskeið til flokksbræðra sinna i Haag?
-áb
k
Fyrirmyndir
íhaldsins
Bjarni P. Magnússon ritar at-
hyglisveröa forystugrein i
Alþýöublaðiö i gær. Þar veltir
hann þvi fyrir sér hvert Sjálf-
stæðisflokkurinn sæki fyrir-
myndir sinar og kemst að hroll-
vekjandi niöurstöðum:
„Sjálfstæöisflokkurinn hefur
á siðustu árum verið að breyt-
ast. Það er athyglisvert að
skoða hvert flokkurinn hefur
sótt fyrirmyndir sinar og frá
hvaða öflum. 1 slðustu kosn-
ingabaráttu var slagorð Sjálf-
stæðisflokksins frelsi eða sósíal-
ismi. Slagorðið varð til 1976 og
sá sem bjó það til var þá for-
sætisráöherra i Baden-
Wuerwnberg i Vestur-Þýska-
landi, maöur aö nafni Hans Fil-
binger. Siðla siöasta sumar
varð hann að láta af völdum
þegar það komst upp aö hann
hafði unniö sem striðsdómari
nasista i Noregi. Franz Josef
Strauss leiðtogi CSU I Vestur-
Þýskalandi gerði slagoröið að
slagorði sins flokks I kosningun-
um 1976 I Vestur-Þýskalandi. Sá
sami Strauss sagði i nóvember
1977 á feröalagi i Chile við ein-
ræðisherranr Augusto Pinochet
„Sjá þú til þess að frelsið verði
varið i þinu landi”. Þannig er
túlkun þessa andlega leiðtoga
ihaldsflokka I heiminum á orð-.
unum frelsi eða sósialismi —
þaö má réttlæta ógnarstjórnir
vegna þess að þær berjast gegn
sósíalisma. Það er ekki siður
áhugavert að hyggja að túlkun
Filbingers á slagorðinu, en hann
sagði 1976 að slagoröið fjallaði
um — lýðræðisriki — eða
socialistiskt riki. Þar með er
það gefiö að allir sem aðhyllast
vinstri kenningar séu fjand-
menn lýðræðis.”
Geir
Beint
samband
„Auðvitað segja menn hér
heima að hér sé ekki um or-
sakasamband að ræða, sjálf-
stæðismenn hafi einfaldlega
dottið ofan á þetta ágæta slag-
orö og svona sé það bara meö
tilviljanir I þessum heimi. En er
þaö svo? Alþýðublaðiö dregur
mjög i efa aö ekki sé samband á
milli hægri afla á Islandi og
annarsstaðar i heiminum. Næg-
ir að benda á þá staðreynd að
yngri menn i Sjálfstæöisflokkn-
um hafa mjög góð samskipti við
skoðanabræður sina i Vestur-
Evrópu og varla eru þeir bara
að tala um daginn og veginn þá
er þeir hittast.”
hafa ekki viljaö opinbera hægri
stefnu sina með þvi að ganga til
liðs við Strauss, má sem dæmi
nefna flokkana i Hollandi og
Belgiu og sennilega á það og við
um Sjálfstæöisflokkinn.”
Þversagnirnar
„En opinberunin á sér stað
með öörum hætti, hugmynda-
fræðingar Sjálfstæðisflokksins
boöa nú Endurreisn i anda
frjálshyggju. Kjarni þeirrar
stefnu felst I þvi að boða frjálst
markaðskerfi sem hvergi er til,
nema þá i hugmyndafræði hag-
fræðikennslubóka. Hið svokall-
aða frjálsa hagkerfi á að
tryggja einstaklingnum frelsi,
frelsi frá stööugum rikisafskipt-
um frelsi undan socialisma.
Þversögnin er hinsvegar sú að
það er löngu sannað að kostir
hins svo kallaöa frjálsa mark-
aöskerfis nýtast ekki án rfkisaf-
skipta þannig að tómt mál er
um það að tala að endurreisn
geti átt sér stað i anda frjáls-
hyggju. Slikar staðreyndir
skipta þá sjálfstæðismenn litlu
máli. Þaö sem máli skiptir er að
vera trúr hugsjóninni um frelsi
hins sterka til þess að deila og
drottna, frelsi fjármagnsins til
þess að ráða yfir mönnum og
þjóðum. Þvi er baráttan gegn
socialisma algjört forgangs-
verkefni jafnt hjá Strauss, Pino-
vhet sem hjá Sjálfstæöisflokkn-
um.” -e.k.h.
Strauss
Samræmd
hægri sveifla
„Alþýöublaðið vill og benda á
þá staðreynd að hægri sveifla
Sjálfstæðisflokksins hvað varð-
ar stefnumótun og slagoröa val
gerist samtimis þvi aö hægri
flokkarnir i Evrópu stofna
Alþjóðasamband hægri flokka
og einkennilegt nokk þá var það
Strauss sem hvaö hatrammast
barðist fyrir þvi að sambandiö
yrði stofnað og notaöi til þess á
fundum slagorðið frelsi eða
socialismi. Alþjóöasamband
hægri flokka var stofnað af sjö
flokkum og tiu áheyrnarflokk-
um i april 1978. Margir flokkar
Pinochet
Leikklúbbur Laxdæla hyggur á suöurför með Saumastofuna nú um
Saumastofan
í Garðinum
og á Seltjarn-
arnesi
Leikklúbbur Laxdæla hefur að
undanförnu sýnt leikrit Kjartans
Ragnarssonar, „Saumastofuna”,i
leikstjórn Jakobs S. Jónssonar
við góðar undirtektir. Sýningar
eru nú orðnar fimm talsins og
hyggur klúbburinn nú á leikför
suðurá bóginn.
Laugardagskvöldiö 5. mai kl. 21
verður sýning i samkomuhúsinu
Garði, og sunnudagskvöldið 6.
mai verður Saumastofan svo
sýnd i FELAGSHEIMILINU Sel-
tjarnarnesi og hefst sú sýning kl.
20.
Þó Leikklúbbur Laxdæla sé
ungur að árum hefur hann afrek-
að mikið á stuttum tima og aöal-
lega fengist við islensk verkefni,
helgina. Myndin er tekin á æfingu.
þ.á.m. Skugga-Svein Matthiasar,
Silfurtunglið* eftir Halldór Lax-
ness, Táp og fjör og Skjaldhamra
eftir Jónas Arnason og nú i ár
Saumastofuna eftir Kjartan
Ragnarsson. Ennfremur hefur
klúbburinn leikið og lesiö úr verk-
um ýmissa skálda á bókmennta-
kvöldum heima I héraði. Leik-
klúbburinn var stofnaör 1971, og
núverandi formaöur er Sigurjóna
Valdimarsdóttir.