Þjóðviljinn - 04.05.1979, Page 5
Föstudagur 4. maí 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Sumarstarf fyrir
börn og unglinga
a vegum
borgarstofnana
Bæklingurinn „Sumar-
starf fyrir börn og ung-
Iingai979" er kominn út og
hefur honum verið dreift
til allra aldurshópa skyldu-
námsstigs í skólum
Reykjavíkurborgar. I
bæklingi þessum er að
finna framboð borgar-
stofnana á starfi og leik
fyrir börn og unglinga í
borginni sumarið 1979.
Um er aö ræða eftirtaldar
stofnanir: Iþróttaráð, Leikvalla-
nefnd, Skólagarða, Vinnuskóla og
Æskulýösráð Reykjavikur.
Starfsþættirþeir, sem um getur
i bæklingnum, eru fyrir aldurinn
2—16 ára. Flest atriöin snerta
iþróttir og útivist, en einnig eru
Innstæðu-
bindingin
i 27%
Innlánsstofnanir
veröa aö greiöa
30% af innistæðu-
aukningu á bund-
inn reikning
1 lögum um stjórn efna-
hagsmála o.fl., sem
samþykkt voru á Alþingi
snemma i þessum mánuði,
var ákveðið, að innstæðu-
binding i Seðlabankanum
mætti vera hæst 28% af inn-
stæðufé hverrar innláns-
stofnunar i stað 25%, sem áð-
ur var I gildi. 1 samræmi við
þetta hefur Seðlabankinn nú
með samþykki rikisstjórnar-
innar ákveðið að hækka há-
marksinnstæðubindingu úr
25% i 27%, en unz þvi marki
er náð, veröur að greiða 30%
af innstæðuaukningu á bund-
inn reikning.
Ákvöröun þessi er tekin
með hliðsjón af batnandi
lausafjárstöðu innlánsstofn-
ana undanfarna mánuði og
meiri aukningu útlána og
peningamagns en gert var
ráð fyrir i lánsfjáráætlun.
Einnig mun þessi ákvörðun
stuðla aö þvi aö bæta hlut-
fallið á milli bundins fjár i
Seðlabankanum og endur-
keyptra afurðalána, en
afurðalán hafa aukist mun
hraðar undanfarin ár en það
fé, sem Seðlabankinn hefur
til ráöstöfunar til útlána.
kynntar reglulegar skemmtisam-
komur ungs fólks. Otgjöld þátt-
takenda vegna starfsþáttanna
eru mjög mismunandi. T.d. er
gjald fyrir opið starf á vegum
Siglingaklúbbsins kr. 300, en þátt-
tökugjald i tveggja vikna nám-
skeiði i reiðskólanum i Saltvík er
kr. 25.000 og er það dýrasti liður-
inn i sumarstarfinu.
betta er i 7. skipti sem
bæklingurinn um sumarstarf fyr-
ir börn og unglinga er gefinn út og
sagði Hinrik Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Æskulýösráðs, að
hann teldi bæklinginn hafa náð
þeim tilgangi sem til var ætlast.
T.d. heföu foreldrar notað
bæklinginn mikið i fyrra til að
skipuleggja sumarið fyrir börnin.
Meðal þess sem kynnt er i
bæklingnum nú er kynnisferð i
sveit. Farið verður um Olfus og
Grafning. Litlar breytingar veröa
á sumarstarfinu frá sl. sumri. Þó
má geta þess, að útistarf fyrir
börn á vegum Bústaða verður nú
samfelldara en áður, þannig aö
börnin þurfa ekki að fara heim I
hádeginu.
Tveir nýir starfsvellir veröa
opnaðir i sumar, við Langholts-
skóla og Alftamýrarskóla. Þá
verður starfsvöllurinn við
Blöndubakka fluttur að Breið-
holtsskóla og starfsvöllurinn við.
Rofabæ flyst að Arbæjarskóla.
Sundnámskeið verða haldin á
fimm stöðum i sumar og verða
kennarar 16. Sundhöllin verður
lokuð i sumar vegna endurbóta.
Fjölmörg Iþrótta- og leikja-
námskeið verða haldin og m.a.
verður krökkunum nú boðið upp á
afbragðs aðstöðu á nýjum
iþróttavelli i Laugardal, sem
lagður er gerviefni. Að sögn
Stefáns Kristjánssonar iþrótta-
fulltrúa borgarinnar er hér um
stökkbreytingu að ræöa miöaö viö
gömlu iþróttavellina.
—eös
Stjórn Fáks, frá v.: Bergur Magnússon framkvæmdastjóri,
Ólafur Magnússon, Jón Björnsson, Ingi Laufdal, Guðmundur
ólafsson, formaöur, Hjördis Björnsdóttir, Valdimar Jónsson og
Gunnar Steinsson.
Hrossum og hestamönnum
fjölgar ört í Reykjavík
Vorstarfsemi Hestamanna-
félagsins Fáks er nú i fullum
gangi. A Iaugardaginn kemur
verður hin árlega firmakeppni
félagsins, og á sunnudag verður
efnt til hópreiðar að Hlégarði, en
i henni hafa að jafnaði tekið þátt
mörg hundruð manns.
Um aöra helgi verða vorkapp-
reiðar Fáks að Viðivöllum. Þar
verður keppt i hefðbundnum
vegalengdum svo sem 250 metra
skeiði, 250, 350 og 800 metra
stökki og 800 metra brokki. 19.
mai verður svo farin hópferð á
hestum upp á Sandskeið, og 24.
mai er fyrirhuguð hópreið i Heið-
mörk ef ástand gróðurlendis leyf-
Skipaverkstöð i Kleppsvik:
Viðræðuhópur frá iðn-
aðarráðuneytinu skipaður
Iðnaðarráðherra hefur skipaö
fjögurra manna viðræðuhóp
samkvæmt beiöni hafnarstjórnar
Reykjavikur tii þess að fjalla um
uppbyggingu skipaverkstöðvar i
Kleppsvik.
I nefndinni eiga sæti:
Guðmundur G. Þórarinsson,
verkfræöingur, Gunnar
Guttormsson, deildarstjóri, Jón
Karlsson og Ólafur Ragnar
Grimsson, þingmaöur. Gunnar
Guttormsson er formaður
nefndarinnar, sem mun skv, bréfi
sem lagt var fram á fundi hafnar-
stjórnar i gær vera reiðubúin til
viðræðna þegar i stað. Hafnar-
stjórn skipaði 5 manna
undirnefnd til að ræða við
stjórnvöld um þetta mál, og er
Björgvin Guðmundsson,
formaður hafnarst jórnar
formaöur þeirrar nefndar.
—AI.
ir. Aö venju verða svo Hvita-
sunnukappreiðar, en þær hafa
farið fram frá stofnun Fáks 1922.
Dregið verður i Happdrætti
Hestamannafélagsins Fáks 4.
júni, og er aðalvinningurinn reið-
hestur, sonarsonur Sörla frá
Sauðárkróki.
Mikil fjölgun félaga hefur verið
i Fáki á sl. ári og gengu 191 i
félagið. Fáksfélagar eru nú 938.
A nýafstöðnum aðalfundi var
aöallega fjallað um fyrirhuguð
kaup félagsins á beitarjörö. Þetta
mál er mjög brýnt fyrir hesta-
menn, vegna þess aö beitarlönd i
nágrenni Reykjavikur eru orðin
alltof þröng og hefur þurft að
leysa vandann með þvi aö bera á
þau áburð. Hestum fjölgar stöð-
ugt á Reykjavikursvæðinu og er
nú verið aö byggja ný hesthús I
Viöidal og viö Selás fyrir 3 — 400
hross. Stjórn Fáks hefur leitað til
borgarráðs um að fá til afnota
jaröirnar Saltvik og Arnarholt á
Kjalarnesi, og er það mál til
athugunar.
t frétt frá stjórn Fáks segir aö
þaö fari mjög I vöxt að yngra fólk
stundi hestamennsku, og starf-
rækir Fákur reiöskóla á veturna
og frá Saltvlk á Kjalarnesi á
sumrin, og hefur Reykjavikur-
borg styrkt reiðskólann. Reið-
námskeiö eru hafin hjá félaginu
og er Reynir Aöalsteinsson kenn-
ari.
—e.k.h.
St. Jósefsspítalinn Landakoti
HJOKRUNARFRÆÐINGAR óskast á
hinar ýmsu legudeildir spitalans, einnig á
gjörgæsludeild og á skurðstofu. Til greina
kemur fast starf, hlutastarf og sumar-
afleysingar.
SJÚKRALIÐAR óskast einnig á hinar
ýmsu deildir spitalans. Upplýsingar veitir
hjúkrunarforstjóri i sima 19600 frá kl.
Reykjavik4. mai!979.
St. Jósefsspítalinn Landakoti
Spitalinn óskar eftir BARNAGÆSLU i
vesturbænum og leitar eftir barngóðri
konu, sem áhuga hefði á að taka að sér
börn á aldrinum tveggja til fjögurra ára
yfir sumarmánuðina.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i
sima 19600 frá kl. 11—15.
Reykjavik4. mai 1979.
Mosfellssveit
Innritun aðfluttra nemenda i allar deildir
grunnskólanna Mosfellssveit næsta vetur,
fer fram i skólunum dagana 7.-6. mai kl.
9—13.
Simi Varmárskóla (6—12 ára nemendur)
er 66267.
Simi gagnfræðaskólans (13—15 ára
nemendur) er 66586.
Skólastjórar
Aðalfundur
Aðalfundur félags landeigenda i Selási
verður haldinn að Hótel Esju laugar-
daginn 5. mai 1979 kl. 14.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál.
Stjórnin.
Staða
f ramkvæmdast j óra
við Háskólabió er laus frá næstu áramót-
um.
Umsóknir er greini menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu Háskólabiós fyrir
15. mai n.k. Háskólamenntun er æskileg.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmda-
stjóri biósins.
Stjórn Háskólabiós.
íbúðalánasjóður
Seltjamamess
Umsóknarfrestur um lán úr Ibúðalána-
sjóði Seltjarnarness er til 1. júni n.k.
Umsóknareyðublöð ásamt reglugerð
sjóðsins fást á bæjarskrifstofunni. Lán
verða afgreidd fyrir 15. júni.
Bæjarstjórinn
Seltjarnarnesi.