Þjóðviljinn - 04.05.1979, Qupperneq 7
Föstudagur 4. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
J Vissulega er krafan um „samningana i gildi” til merkis
um vaxandi baráttuhug verkalýðsins. En jafnframt er
hún til merkis um að verkalýður og skipulagsbundin
hreyfing hans eru enn um sinn
fangar í grilluneti kapitalísks rikisvalds.
Gestur Guö-
mundsson
Að villast í þokunni
Mórallinn er sértu stéttvís & stoð undir styrka og
dugmikla alþýðustjórn
—megas.
I staö þess aö reka klasslska
útskúfunarstefnu stalinismans
gagnvart vinstri villum, er
viöbrögðum Þjóövilja og
Alþýðubandalags við vinstri
gagnrýni siöustu missera betur
lýst sem þrúgandi umburðar-
lyndi. Undirritaður hefur birt
nokkra ganrýnispistla á þessum
tima, og eina skiptið sem
Þjóðviljinn hefur svarað, var
þegarbæði Moggi og Timi höfðu
endursagt gagnrýnina. — Menn
gæta þess af kappi að ekki halli
á þá i umræðum borgaralegra
fjölmiðla, en sú innri umræða
um baráttufræði, sem nauösyn
er hverri lýðræöislegri hreyf-
ingu sósialista, er Alþýðu-
bandalagsfólki framandi.
1 janúarlok birti ég dagskrár-
grein, þar sem leidd voru aö þvi
rök, að enginn eðlismunur væri
á stefnu Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags, þær væru
jafn ónýtar fyrir verkalýðinn.
Náttúrlega varð enginn Alþýðu-
bandalagsmaður fyrir svörum,
en hins vegar tóku þrir
trotskistar upp þráðinn (Einar
Baldvin Baldursson, Gylfi Páll
Hersir og Vilhelm Norðfjörð, á
dagskrá 27.3.). Þeir voru sam-
mála greiningu minni, en gagn-
rýndu mig fyrir uppgjöf, að
benda verkalýðnum ekki á
baráttuleiöir fram á við. Þeir
töldu kröfu ASl um samningana
i gildi vera einhverja róttækustu
stefnumótun verkalýðssam-
takanna um árabil. Henni bæri
að fylgja eftir og efla þær kröfur
verkalýðshreyfingarinnar að
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag myndi raunverulega verka-
lýðsstjórn. 4. Fylkingarfélag-
inn, Asgeir Danielsson, tekur i
sama streng i Neista 19. mars
óg telur að stefnuskrárkjarni
slikrar verkalýðsstjórnar yrði
þjóðnýting stórfyrirtækja i
sjávarútvegi og innflutnings-
verslunar, auk stórfelldrar
tekjujöfnunar og verkalýös-
eftirlits með fyrirtækjum og
riki.
Það sem mér datt fyrst i hug
við lestur þessarar stefnuskrár,
var hversu lík hún er stefnuskrá
Alþýðubandalagsins, — munur-
inn er fremur stigs en eðlis. Hitt
er þó ljóst, aö samtökin ætla sér
ekki það sama. Fylkingin
hyggst efla sjálfstæða baráttu
verkalýðs, en Alþýðubandalag-
ið safna kjörfylgi.
Hér held ég að Alþýðubanda-
lagið sé raunsærra en Fylking-
in. Kröfur um að hagræða auð-
valdsbúskapnum litiö eitt
verkalýðnum i hag eru vænleg
atkvæðabeita meðal alþýðu-
fólks. En það kveikir enginn
fjöldabaráttu meö þvi að segja
verkalýðnum að setja fram enn
harðari kröfur, svo haröar aö
þær ofbjóöa bæöi borgaralegu
raunsæismati og öllum
marxiskum skilningi á eðli
kapitalisks rlkisvalds.
Þessi misseri erum viö vitni
að þvi, aö islensk stéttasam-
vinna er að falla i fastari
skorður en fyrr. Samræmdir
kjarasamningar og stefnumót-
un i efnahagsmálum eru aö
færast inn i sama herbergi,
enda eru málin skyld, þar eð i
báðum tiivikum er fjallað um
tekjuskiptinguna.
1 þessum heimi samninga-
borða og talnaleiks mætast
fulltrúar megin tekjustofna
samfélagsins, launavinnu og
auðmagns. Báðir þessir tekju-
stofnar eru virtir sem slikir,
slagurinn stendur um skipting-
una. Rikisvaldið gegnir þvihlut-
verki að sjá til þess, að með
skiptingunni sé báðum tekju-
stofnum viðhaldið, að þeim falli
hvorum um sig það i hlut sem
best tryggir hagvöxt og jafn-
vægi efnahagsmála, sem stækk-
ar kökuna til næstu lotu i skipt-
ingunni.
A sviöi samfélagslegrar
tekjuskiptingar er það þoku hul-
ið, hvað myndar hina óliku
tekjustofna. Þar dylst þaö, að
arðrán á launavinnu er upp-
spretta auðmagnsins. Þessi dul-
gerving verður ekki rofin meö
baráttu fyrir „réttlátri” tekju-
skiptingu, i kapitalismanum er
það eitt réttlæti sem tryggir við-
gang kerfisins og beggja tekju-
stofna.
En arðrániö er engin
óhagganleg stærð og þekkingin
á þvi ekki frátekin fyrir skrift-
lærða. Verkalýðurinn kennir
hinna ýmsu birtingarmynda
þess I framleiðslunni og eigin
endurframleiðslu. Vinnuáiag
eykst, atvinnuleysi skapast
hvað eftir annað, störfin verða
einhæfari, leiðinlegri og oft
hættulegri. Um leið nægir kaup-
ið aldrei til að fullnægja þeim
vaxandi þörfum sem
kapitalismanum fylgja. Hvaö
eftir annað er verkalýðurinn
knúinn til baráttu. Baráttan
verður sá skóli sem stéttar-
vitundin sprettur upp af, hinum
ýmsu hópum lærist samstaða og
þeir læra að þekkja óvininn.
Skilningur á arðráninu sprettur
fram úr baráttunni og þoku-
hjúpnum léttir af deilunum um
skiptingu kökunnar. Stéttar-
barátta verkalýðs er ávallt fyrir
hendi, en hún á sér hæðir og
lægðir, og samfélagsskilyrði
byrgja henni ýmist sýn eða opna
möguleika á að sækja fram til
nýrra sigra og betri vitneskju
um sjálfa sig og andstæðinginn.
Vissulega er krafan um
„samningana i gildi” til merkis
um vaxandi ’baráttuhug verka-
lýðs. En samtimis er hún til
merkis um að verkalýður og
skipulagsbundin hreyfing hans
eru enn um sinn fangar á grillu-
neti kapitalisks ríkisvalds.
Baráttuviljanum á einstökum
vinnustöðum er jafnskjótt beint
upp á þokuhiminn deilna um
tekjuskiptingu, og um siðar
hneigjast menn til að viöur-
kenna tilvist þokumyndanna.
Viðskiptakjörin hafa reyndar
farið versnandi, kaupmáttur
vaxið meir en framleiðsluverð-
mætiö og verðbólgan ætlar alla
að drepa. Þeir sem lagt hafa
traust sitt á umbótamöguleika
rikisvaldsins yppa öxlum og
segja aö nú verði menn aö taka
á sig timabundnar fórnir. —
Þótt „stjórn vinnandi stétta”
sitji við stjórnvölinn getur hún
ekki haggað viö þvi grund-
vallaratriði tekjuskiptingar-
innar aö það er upphleösla
auðmagns sem er upphaf og
endir þjóðarbúskaparins.
1 þessari stöðu bregst Fylk-
ingin hlutverki sinu sem
vinstrigagnrýnandi umbóta-
hyggjunnar. 1 stað þess að
afhjúpa tálsýnina um verka-
lýðsstjórn i auðvaldssamfélagi,
kyrjar hún sinni hjárómarödd
með I söngnum um vinveitt
rikisvald.
Fylkingin krefst styrkrar og
dugmikillar alþýðustjórnar, en
Alþýðubandalagið er skólaö i
leikreglum kapitalismans, og
Gvendur Jaki og félagar færðu
stórsóknarfórn að vanda.
Verkamannasambandið hafði
frumkvæði að sáttum um
siðustu kjaraskerðingu, og sýnir
það, ásamt viðbrögöum ann-
arra verkalýðsforingja, hve
djúpum rótum umbótahyggja
situr i verkalýðshreyfingunni og
hve miklar „fórnir” menn taka
á sig i hennar nafni. Einn
baráttuglaður verkalýösforingi,
Jón Kjartansson i Eyjum, var
þó ekki hrifinn, en taldi sig
breyta aö vilja umbjóðenda
sinna og leggja kjaraskerðing-
unni lið. Hann gerir sér þó betri
grein fyrir þvi en Fylkingar-
félagarnir, að fjöldabaráttan á
ekki upphaf sitt i samninga-
herbergjunum.
Siðan berst nokkur Ijósglæta
inn I svartnættismyrkur
Þjóðviljalestursins, þegar
húsmóðir á Vopnafirði baöst
undan blessun yfirvinnunnar og
sagöi vinnuálag siðustu ára
vera að ganga af verkafólki við
sjávarsiðuna dauðu. A meðan
Alþýöubandalagið vill færa
hverju krummaskuði skuttog-
ara og ómælda aukavinnu,
mátti hér sjá eitt merki þess að
vinnandi fólk vill önnur og hald-
betri verðmæti.
Kaupmannahöfn, 18.4.1979
Gestur Guðmundssson
BSRB, 3%
og Þióðviljinn
Þar sem ég er opinber starfs-
maður og þátttakandi i Andófi ’79
ogþarsem Þjóðviljinn hefur gert
málefni okkar aö umtalsefni i
leiðara 27.4. s.l. óska ég eftir að
eftirfarandi veröi birt.
— ekh (leiðarahöfundur) kallar
það vafasaman áróður h já Andófi
’79 að segja þaö vist að fullur og
óskoraöur samningsréttur til
handa BSRB náist fram i næstu
kjarasamningum. Mér vitanlega
hefur Andóf ’79 aldrei slegið
þessu föstu, en það er ekki merg-
urinn málsins, heldur hitt sem
ekh og hans liðsmenn gætu e.t.v.
svarað. Hvað á eftir að breytast
svo mikið frá þvi nú og þar til i
sumar sem veldur þvi að erfiðara
verður að ná bættum samnings-
rétti? Og — hvers vegna skyldu
þeir flokkar, sem lofuðu opinber-
um starfsmönnum fullum samn-
ings- og verkfallsrétti 1971 og
sitja nú með meirihluta i rikis-
stjórn eins og þá, ekki efna þaö
ioforð i staö þess að ætla nú að
selja okkur þessi réttindi?
Allar krúsendúllurnar um það
hvernig þrjú prósentin eru komin
innísamninginneruskritnar. Þvi
eiga félagar i BSRB að blæöa
fyrir linku og stéttasamvinnu
ASl-forystunnar? Auðvitað eig-
um viðað halda okkar samninga
og efla baráttuna fyrir þvi sem
ófengið er.
— ekh lofar okkur i BSRB að viö
veröum að sækja aukinn samn-
ingsrétt með allsherjarverkfalli
ef við fellum samkomulagið. Það
er ekkert nýtt að launafólk þurfi
að sækja aukin réttindi meö verk-
fallsaðgerðum, og launahækkanir
lika. Það sem við höfum af samn-
ings- og verkfallsréttindum
sóttum við I hendur ihalds-
stjórnarinnar 1976 — og keyptum
ekkert. Við sóttum það sem
,,vinstri”-stjórnin 1971-74 sveik.
Að tala um lélega siðferðislega
stöðu BSRB til aö auka enn á mis-
ræmi milli ASl-taxa og
BSRB-taxa á ekki upp á pallborö-
iðhjáþeim sem berjast réttmætri
baráttu. Hver er það sem eykur
misræmið? Eru það félagar BSRB
sem gera það meðkröfum sinum
um aö samningar verði haldnir?
Nei, það er forysta ASl sem gerir
það meö undanslætti sinum, en
fyrst og fremst er það rikisvaldið
sem gerir það með kjararáns-
stefnu sinni.
Um lýðræðið
— ekh andmælir gagnrýni
Andófs á vinnubrögðum forystu
BSRB og telur sjálfur að vinnu-
brögðin séu þvertá mótí tíl fyrir-
myndar. Ég ætla ekki að eltast
hér viö einstök atriði, en i staðinn
að koma með dæmi.
Sjálfsagt telur ekh það ósæmi-
leg vinnubrögð ef t.d. meirihluti
Alþingis samþykkti að láta fara
fram þjóöaratkvæði um her-
stöövarnar og skipulegöi fundar-
herferð um allt land til aö kynna
málið og fæli fulltrúum Varö-
bergs eða „Varins lands” að sjá
um málflutninginn. Sú herferð
yröi auövitað dæmd einhliöa
áróður þar sem engin andmæli
fengju að komast að hjá máls-
hefjendum
Þetta er sambærilegt sem
dæmi um vinnubrögðin.
Tiikoma Andófs ’79 varö vegna
þess aö a) engin umræða hafði
farið fram um samkomulagiö i
félögunum og b) nauðsynlegt var
að skipuleggja andstöðuna gegn
samkomulaginu á einhvern hátt,
Fylgjendur samkomulagsins
voru þegar frá upphafi skipu-
lagðir i forystu BSRB og nota auk
þess heildarskipulag bandalags-
ins máli sinu til framdráttar. Að
gefa andstöðunni ekkert tækifæri
er oröin gömul hefö i t.d. ASl.
Þetta viljum við ekki hafa I BSRB
og þess vegna gagnrýnum við
ólýðræðisleg vinnubrögð foryst-
unnar, sem ekki tekur tillit til
þess aðandstaða var fyrir hendi
þegar frá upphafi.
Albert Einarsson,
kennari.
Ritari óskast
Landbúnaðarráðuneytið óskar að ráða rit-
ara. Góð vélritunarkunnátta áskilin.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 10.
mai n.k.
Landbúnaðarráðuneytið,
30. apríl 1979.
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboö
SÍMI53468
Tökum að okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum.
Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við-
gerðir á eldri innréttingum. Gerum við
leka vegna steypugalla.
Verslið við ábyrga aðila
trésmiðaverkstæðið
Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613