Þjóðviljinn - 04.05.1979, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. maí 1979
Georg Hermannsson skrifar:
jAð gefnu tilefni
Sitt hvað kom fram i skýrslu
formannsinsm.a. að félaginuhef-
ur verið falið að kanna fjölda,
aldur, hag og stöðu þroskaheftra
á Suðurnesjum að tilhlutan Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesj-
um. Ernú veriðaðvinnaað þeirri
könnun. ÞáhefurogSSS heimilað
dagheimilisvistun allt aðfjögurra
þroskaheftra barna í Garðaseli i
Keflavik og mun ráða til þess
fóstru eða þroskaþjálfa eftir þörf-
um.
Mikiö rekstrartap Flugleiöa á
siðasta áriog óeining ráðamanna
og starfsfólks, er virðist stofna
framtið félagsins i hættu, er
mörgum áhyggjuefni. Er óskandi
að góðum mönnum megi auðnast
að rétta við hag félagsinsog leiöa
stjórnendur og starfsfólk einhuga
saman til starfa. Farsæll og ör-
uggur rekstur Flugieiða hlýtur að
vera sameiginlegt hagsmunamál
þessara aðila, og um leið þjóðar-
innar allrar.
Er leitt til þess að vita, að svo
mjög skuli að þessum mönnum
sorfið nú, að á nýafstöðnum aðal-
fundi skuli Sigurður Helgason,
forstjóri,gripa til þess að draga
m/s Herjólf inn í umræður um
erfiðleika Flugleiða og kvarta
sérstaklega undan samkeppni
Herjólfs og stuðningi stjórnvalda
við rekstur skipsins.
Tel ég skylt að gera athuga-
semdir viö þessi ummæli.
Ibúar Vestmannaeyja li'ta á
m/s Herjólf sem brú milli lands
og Eyja, er tengir þær við þjóð-
vegakerfi landsins og gerir okkur
kleift að hafa not af bifreiðum
okkar, eins og öðrum landsmönn-
um.
Bifreiðaeign Vestmannaeyinga
hefur vaxið mjög á siðustu árum
og munu beinar tekjur rlkisins
vegna þeirra nema mun hærri
upphæðum ensá rekstrarstyrkur,
sem m/s Herjólfur fær, er gerir
okkur kleift að hafa not af bifreið-
um okkar til jafns við aðra,
a.m.k.aðnokkruleyti, þótt mörg-
um þyki „vegatoHurinn” hársem
greiddur er fyrir flutning bifreiða
með skipinu. Án m/s Herjólfs
hefðu Vestmannaeyingar sáralltil.
notaf þvl fé, er þjóðin ver árlega
til vegamála sinnq, þannig að
stuðningur stjórnvalda við rekst-
ur skipsins er mikið réttlætismál
og skal hér þakkað tyrir aukinn daga vegna veðurs og i 2 daga
skilning ráðamanna i þeim efn- vegna verkfalla. t febrúar 10
um. daga vegna veðurs og 2 daga
Ætti ekki að þurfa. að fara vegna verkfalla. I mars 7 daga
mörgum orðum um hver nauösyn vegna veðurs og 1 dag vegna
Herjólfur. A siðasta ári flutti skipið 40.367 farþega, 9.027 bifreiðar og
8.130 tonn af vörum milli lands og Eyja.
daglegar, Öruggar ferðir skipsins
eru né hverja þýðingu slikt öryggi
I samgöngum hlýtur að hafa fyrir
búsetu þeirra rúmlega 4.700 ibúa,
er Heimaey byggja, svo og fyrir
allt atvinnulif eyjarinnar og þá
um leið fyrir gjaldeyrisöflun
þjóðarinnar. Tala tölur hér skýr-
ustu máli um. en á siðasta ári
flutti skipið 40.367 farþega, 9.027
bifreiðar og 8.130 tonn af vörum
milli lands og Eyja.
Þarf því engan að undra, þegar
langþráðu takmarki Vestmanna-
eyinga um öruggar samgöngur
með skipi til daglegra feröa er
náð, þótt nokkuð dragi úr far-
.þegafjölda Flugleiða hingað, svo
stopular sem flugsamgöngur
hingað oft eru, eins og tölur sið-
ustu þriggja mánaða sýna: 1
janúar féllu flugferðir niður i 10
verklalia. Auk þess voru all-
margar ferðir felldar niður af
öðrum ástæðum, fyrir utan tafir,
sem oftverða ogþykja þreytandi.
Þrátt fyrir ferðir m/s Herjólfs
er eigi að siður full þörf góðra
flugsamgangna milli lands og
Eyja,enda fluttu Flugleiðir um 36
þús. farþega hér á milli á siðasta
ári, auk þess sem minni flugfélög
fljúgamikiö hingað. Er ekki vitað
til að tap hafi verið á flugi til
Vestmannaeyja.
Leyfi ég mér að vona að forð-
ast verði að ala á sundrung og
baráttu milli Herjólfs og Flug-
leiða og verði frekar reynt að
stuðla að aukinni samvinnu
þeirra, öllum til hagsbóta.
Georg Hermannsson,
formaðurHerjólfs.
■ h ■ mm ■ mm ■ mm ■ ■■ ■ mm ■ ■!
Félagið er að koma upp leik-
fangasafni fyrir börn með frávik
£rá eðlilegum þroska. Mun það
hafa að geyma sérvalin þroska-
leikfixig ogverður til húsa I Aðal-
veri i Keflavik. Skrifstofa félags-
ins verður opin frá kl. 3-5 og veitir
nánari upplýsingar. Fram fer og
útláns- og leiðbeiningastarfsemi
og boðið verður upp á einstak-
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Góð afkoma hjá
Frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar.
Aðalfundur
Þroskahjálpar
á Sudurnesjum
Hinn 26. marssl. var aðalfund-
ur Þroskahjálpar á Suðurnesjum
haldinn I Sjálfstæðishúsinu i
Njarðvik, svo sem skýrt er frá i
Suðurnes jatiðindum. Um 60
manns sátu fundinn.
1 fundarbyrjun minntist for-
maöur, Einar Guðberg, látins fé-
lagsmanns, sr. Páls Þórðarsonar,
fyrrv. sókarprests i Njarðvlk, en
hann var einn af stofnendum fé-
lagsins.
Framsögumenn á fundinum
voru beir Magnús Kjartansson,
fyrrv. ráðherra, og Jón Sævar
Alfonsson, varaformaður lands-
samtakanna. Magnús ræddi al-
mennt um málefni fatlaðra en
Jón Sævar um lagasetningu um
málefni þroskaheftra, en hann
var formaður nefiidar, er skila
átti drögum að frumvarpi um þau
mál og hefur nefndin skilað af
sér. Má vænta þess, að frumvarp-
ið verði tekið fyrir á yfirstand-
andi þingi.
A fundinúm barst félaginu gjöf,
kr. 177.300 kr. en það er ágóði af
skemmtun, sem haldin var I
Stapa 23. mars sl. Gefendur eru
skipshafnirnar á loðnuskipunum
Hörpunni, Gigjunni, Keflvikingi
og Guðmundi RE, ogeigamiklar
þakkir skilið fyrir.
lingaheimsóknir, þar sem for-
eldrar og börn geta komið á um-
sömdum tima.
Þá mun félagiö einnig hafa
„opið hús” hálfmánaðarlega eða
annan hvern laugardag, i fyrsta
skipti 28. april n.k., frá kl. 2-4.
Þessu „opna húsi” er ætlað að
skapa tengsl aðstandenda
þroskaheftra og miðla þekkingu
og reynslu. Mun það eflaust gera
þeim, sem eru að hefja barátt-
una, léttara fyrir og má mikils
gagns af þvi vænta. Kristjana
Kjartansdóttir, fóstra, hefur
verið ráðin til aö annast þessi
störf fyrir félagiö.
Stjórn Þroskahjálpar á Suður-
nesjum skipa: Einar Guðberg,
Keflavik, formaður, Asgeir
Ingimundarson, Njarðvik,
Kristin Guðmundsdóttir, Garði,
Reynir Eiriksson, Keflavik, Ing-
þór Geirsson, Keflavik, Sigriður
Eyjólfsdóttir, Keflavik, Ólafia
Lúðviksdóttir, Sandgerði, Asta
Einarsdóttir, Grindavik.
Endurskoðendur eru: Hallur
Guðmundsson, Keflavik, Sigurð-
ur Ingvarsson, Garöi, Maria
Valdimarsdóttir, Keflavik.
—mhg
Mj ólkursamsölunni
Freyr
Okkur hefur borist búnaðar-
blaðið Freyr, nr. 6 þ.á. A siðum
hans er að finna eftirtalið efni:
Forystugreinina Samskipti
sveitafólks og bæjarbúa. Or
skýrslum nautgriparæktarfélag-
anna 1978. Pétur Sigurðsson hjá
Framleiðsluráöi . landbúnaðarins
skrifar grein um Áhrif „bónus” -
kerfisins i Noregi á framleiöslu
mjólkur. Páll Sigbjörnsson, ráöu-
nautur, segir frá samanburði,
sem gerður var á afuröasemi
kálfa undan fjórum holdanautum
og kálfa undan nautum af is-
lensku mjólkurbúakyni, gerðum
á Austurlandi 1975—1976. Magnús
Sigsteinsson, ráöunautur, ritar
greinina: Gulrófnageymsla á
Hrauni I ölfusi og aðra um
Votheyslosun með tallu og
gripkló. Birt er ársskýrsla
Lifeyrissjóðs bænda fyrir árið
1978 fyrir áriö 1978. Grein er um
atvinnusjúkdóma i landbúnaöi,
auk ýmissa smærri frétta.—mhg j
Aðalfundur Mjólkursamsölunn-
ar i Reykjavlk var haldinn 25.
april sl.
Fundinn setti og stjórnaði vara-
foraðurinn Gunn ar Guðbjartsson
I veikindaforföllum stjórnarfor-
manns, Agústs Þorvaldssonar.
Varaformaður gerði grein fvrir
störfum stjórnarinnar á árinu,
m.a. kom fram, að frestað hefur
veriðað (aka ákvöröun um hvort
Mjólkursamsalan hætti þátttöku i
Vinnuveitendasambandinu, en
ákvörðunar er aö vænta á
næstunni. Gunnar lagði áherslu á,
að breyta þyrfti reglum um út-
borgun haustuppbótar á mjólk.
Það væri brýnt hagsmunamál
fyrir bændur að jafna framleiðsi-
una sem mest. Nú væru sveiflur
alltof mikiar. Minnst var mjólkin
á svæði Mjólkursamsölunnar I
febrúar, 3,3 milj. ltr. en mest I
júlf, 7 milj. ltr. Hækka þyrfti
verulega verð til bænda á haust-
mjólkinni en lækka að sama skapi
verðiö á sumarmjólkinni.
Forstjóri Mjólkursamsölunnar,
Guðlaugur Björgvinsson, gerði
grein fyrir rekstri hennar og
reikningum og fara hér á eftir
nokkur atriði úr ræðu hans.
Innvegin mjólk I þau fjögur
mjólkurbú, sem eru á svæði
Mjólkursamsölunnar var 61,3
milj. ltr. á sl. ári og er það 4,8%
aukning frá fyrra ári. Hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna var tekið á móti
42 milj. ltr. Mjólkurstööin I
Reykjavík fékk 5,3 milj. ltr.
Mjólkursamlagiö iBúöardal tóká
móti 3,1 milj. ltr. og Mjólkursam-
lagið I Borgarnesi fékk 10,7 milj.
ltr.
Samtais voru seldir 32,1 milj.
ltr af nýmjólk, eöa 52% af inn-
veginni mjólk. Það var sam-
dráttur um 1,4%. Samdráttur var
einnig I sölu á undanrennu.
Veruleg aukning varö i sölu á jóg-
úrt eða um 21%, söluaukning varö
á skyri um 5.5% og sala á rjóma
var 8,4% meiriáriö 1978 en áriö á
undan. Mjólurframleiðendur á
svæði Mjólkursamsölunnar voru
1273 i árslok 1978 oghafði fækkað
um 22 frá fyrra ári.
Nokkrar nýjar afurðir komu á
markaðinn á s.l. ári. Þar má
nefna melónu- og kaffijógúrt.
Brotið var f blað i sögu mjólkur-
iðnaðarins þegar hafin var á
árinu sala á Floridana appelslnu
safa. En mjög góð sala var á
þessum vörum á árinu, og sala á
appelsínusafanum skilaði
umtalsverðum hagnaöi.
1 árslok voru 232 starfsmenn
hjá Mjólkursamsölunni og hafði
fjölgað um 7 á árinu. Rekstur
brauð- og ísgerðar gekk mjög vel
og var þetta eitt besta árið síðan
hafinn var rekstur á þessum
tveim deildum M.S.
Fjárfesting var með minna
móti, en aöalfjárfestingin var
endurnýjun á átöppunarvél.
Rekstrarkostnaður Mjólkur-
samsölunnar lækkaði hlutfalls-
lega miðað við undangengin ár,
þvi hann reyndist vera 6,5% af
sölu, en áriö 1977varhann 8,5% af
sölu.
Niðurstööutala rekstrar-
reiknings M.S. á árinu var 7322
milj. kr. Fyrningar vorurúmar 29
milj. kr. og um 40 milj. kr. voru
lagðar I byggingarsjóð. Seldar
voru mjólkurvörur fyrir 7109
milj. kr. Grundvallarverð mjólk-
ur fyrir svæði Mjólkursam-
sölunnar var kr. 135,20 á hvern
litra, en útborgunarverð aftur á
móti kr. 135,48.
A fundinum komu fram tvær
tillögur þar sem lagt var til að
reglur um útborgun haustupp-
bótar á mjólk yrðu endurskoð-
aðar og þær greiðslur hækkaðar.
Þessar tillögur voru samþykktar.
(Heim.: Uppl.þjón.landb.)
—mhg