Þjóðviljinn - 06.05.1979, Síða 23

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Síða 23
Sunnudagur 6. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Svona gerum viö /,Svona gerum viö" eru einkunnarorð Lista- hátíðar barnanna, sem barnaársnefnd fræðslu- ráðs Reykjavíkur og Félag íslenskra myndlistakennara hefur skipulagt í tilefni barna- ársins. Megin markmið hátíðarinnar er að örva skapandi skólastarf, sem gefur börnum og ungling- um tækifæri til að tjá sig um hugðarefni sín, reynslu og umhverfi og skapa vettvang fyrir verk þeirra. Strákarnir á myndinni eru í 8.D.Þ. í Austur- bæjarskóla. Þeir eru í matreiðslutíma í eldhúsi skólans, en það er mjög fullkomið kennslueldhús. Á síðustu árum hefur átt sér stað mikil breyting á skólastarfi og kennslu- háttum og tvímælalaust hafa orðið miklar fram- farir, þar má nefna kennslu í heimilisfræðum sem er jafnt fyrir stráka og stelpur. Listahátíð barnanna lýkur í dag Listahátíð barnanna, sem hóf st á Kjarvalsstöð- um 28. apríl, lýkur í dag sunnudaginn 6. maí. Kompan birtir dagskrá þessa síðasta hátíðisdags og hvetur alla sem vettlingi geta valdið til þess að fara að Kjarvals- stöðum og skemmta sér. Kannski hafa einhverj- ir af lesendum Kompunn- ar búið sér til flugdreka eftir uppskriftinni, sem birtist í blaðinu 22. april? Það er einmitt nú um helgina sem flugdrekarn- ir eiga að fljúga. Kompan óskar öllum gleðilegrar hátíðar, líka krökkunum úti á landi, þó þau komist ekki að Kjarvalsstöðum eru þau áreiðanlega að gera eitt- hvað skemmtilegt. Svona hátið eins og staðið hef- ur í Listasafni Reykja- víkurborgar hef ur áhrif á alla. Þeir sem komast ekki lesa um hana og sjá fréttamyndir af því sem er að gerast og það verður þeim hvatning til dáða. Dagskráin Sunnudagur 6. mai Klukkan ló.OOrFrá Mela- skóla: Lúðrasveit leikur. Stjórnandi Páll P. Páls- son. Kórsöngur, yngri og eldri nemendur, stjórn- endur Helga B. Gunnars- dóttir og Magnús Péturs- son. Þættir úr söngleikn- um ,, Litla stúlkan með eldspýturnar" eftir Magnús Pétursson. Klukkan 20.30: Frá Alfta- mýrarskóla: Kynning á verkum Guðrúnar Helga- dóttur. Frá Víghólaskóla: Víg- hólaflokkurinn flytur „Sálin hans Jóns míns" í tali og tónum. Nemendur úr Dansskóla Sigvalda sýna nokkra dansa. Klukkan 20.30:Frá Hlíða- skóla: Yngri nemendur kynna verk eftir Tómas Guðmundsson. Frá Heyrnleysingjaskól- anum: Látbragðsleikur. Stjórnandi Berglind Stefánsdóttir. Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna nokkra dansa. Klukkan 20.30: Frá Tón- skóla Sigursveins: Ein- leikur, samleikur. Blokk- flautukór og strengja- sveitf lytja Sólarstef eftir Pétur Pálsson með til- brigðum eftír Sigursvein D. Kristinsson. Hljóm- sveit yngri nemenda leikur undir stjórn Sigur- sveins Magnússonar. Almennur söngur með strengjasveit. Klukkan 20.30: Frá Tón- listarskóla Hafnarfjarð- ar: Söngur, einleikur, samleikur, dans. Flutt verðlaunalag Kára Þórmars, 10 ára, frá tón- verkasamkeppni skólans. Frá Valhúsaskóla: Dans- atriði. Frá ölduselsskóla: Leik- þættir úr þjóðsögunum. Stjórnandi Þórunn Sigurðardóttir. Klukkan 20.30 „Svona föt gerum við". Nemendur úr ýmsum skólum sýna fatnað sem þeir hafa unnið. Frá Réttarholtsskóla: Úr leikritinu „Sandkassinn" eftir Kent Anderson. Leikstjóri Guðmundur Þórhallsson. Lúðrasveit Laugarnes- skóla leikur. Stjórnandi Stefán Þ. Stephensen. Útitafl á stóru taflborði Júlíusar Sigurbjörns- sonar; afnot fyrir sýningargesti. Mennina smíðuðu nem- endur í Hvassaleitisskóla undir leiðsögn. Ýmsir skákmeistarar úr skólun- um tefla. Þess á milli frjáls nemendavinna við smiðar, vefnað, handa- vinnu og verkefni tengd heimilisf ræði daglega. Vinnu- brögð við skriftir Nýlega kom út í Sviþjóð >ók eftir hinn kunna barnabókahöfund Svend Wernström. Bókin heitir Skrivandets hantverk, sem gæti útlagst vinnu- jrögð við skriftir. I bók- nni lýsir Svend Wern- ström aðferðum sínum við að semja bækur og eiðbeinir þeim sem vilja eggja fyrir sig ritstörf. Á kápusíðu er sagt að höfundurinn snúi sér til verðandi alþýðuhöfunda, jví aðeins þeir sem sjálf- r vinni í framleiðslunn geti gefið nútímabók- menntunum það sem þær skorti helst: lýsingar á vinnunni, stétta- Skrivandets HANTVERK SVEN WERNSTRÖM bcrlltar om sina rgna arbrtsmctodrr och grr rád till dig vom »111 skrita | Gidlunds baráttunni, firringunni atvinnulífinu og skólun um, hversdagslíf alþýðunnar, sögu verka lýðsins — allt þetta sem er menning okkar en er svo sjaldan lýst bókmenntunum. Tvær bækur eftir Svend Wernström komu út íslenskri þýðingu 1978 Leikhúsmorðið og Félag Jesús. Þórarinn Eldjárn þýddi báðar bækurnar o fórst það svo vel úr henc að hann fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir besta þýðingu barnabók 1978. Verðlaun in hlaut hann fyri þýðingu sína á Leikhús morðinu. Bókin um félaga Jesú er auðvitað ekkert síður vel þýdd og engin bók vakti meir athygli en hún. Kompan vill vekj athygli á þessari nýjustu bók Wernströms og vonar að hún verði sem snaras þýdd og gefin út islensku.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.