Þjóðviljinn - 12.05.1979, Qupperneq 5
Laugardagur 12. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S
Undirskrifta-
söfnun að Ijúka
Þessa dagana gengur fólk I hús
og safnar undirskriftum þeirra
sem styöja vilja kröfuna um næg
og góö dagvistarheimili fyrir öll
börn.
Eins og menn minnast var
myndarleg kröfuganga 24. mars
s.l. til aö vekja athygli á þvl vand-
ræðaástandi sem rikir i þessum
málum. í kjölfarið fylgdi undir-
skriftaherferð sem staðið hefur
undanfarnar vikur.
Að sögn þeirra sem standa að
söfnuninni gegnur hún nokkuð
vel, en það er gríðarlega seinlegt
að fara um hverfi bæjarins og taf-
samt að spjalla við fólk, sem hef-
ur sitt að segja um barnaheimili
og uppeldismál.
t flestum tilvikum er söfnurum
tekiö vel og menn skrifa undir
með glöðu geði .
Aætlaö er að ljúka söfnun um
næstu mánaðamót og veröa list-
arnir þá afhentir borgarstjórn.
Söfnuninni er stýrt frá Sokk-
holti, Skólavörðustíg 12 og er
hægt að fá lista þar alla daga
milli 5 og 7 en á fimmtudögum eru
forsvarsmenn söfnunarinnar þar
tilbúnir til viðræðna.
— ká
JAZZ
í Stúdenta-
kjallaranum
Annað kvöld mun
jasspianistinn Guðmundur
Ingólfsson leika listir sinar i
Stúdentakjallaranum viö Hring-
braut.Ætlun er að hann skemmti
gestum þar á sunnudagskvöld-
um út mánuðinn.
Sýning frétta-
ljósmyndara
sett upp á
Akureyri
Félag áhugaljósmyndara I
Menntaskólanum á Akureyri
gengst fyrir ljósmyndasýningu i
Mööruvallakjallara dagana
11.—16. mai nk.
Sýning þessi er hluti af sýningu
samtaka fréttaljósmyndara sem
haldin var i Norræna húsinu fyrir
skemmstu.
Sýningin verður opin virka
daga frá kl. 20—22 og um helgar
frá kl. 13—22.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
Alþjóðleg undirskriftasöfnun i þágu pólitiskra fanga i DDR:
Ntu ískmkir forystu-
menn í stjóm- og mennta
máhim eru með
Um öll lönd Vestur-Evrópu og víðar f heiminum er
nú að hef jast almenn undirskriftasöfnun undir áskor-
uná stjórnvöld í Austur-Þýskalandi/ Þýska alþýðulýð-
veldinu DDR, að þau lýsi yfir almennri sakaruppgjöf
til handa pólitískum föngum. I áskoruninni eru sér-
staklega nefndir tveir kommúnistar sem hafa verið í
haldi vegna pólitískrar afstöðu sinnar, þeir Robert
Havemann eðlis- og efnafræðingur og Rudolf Bahro
hagfræðingur og heimsepkingur. Sama dag og skipu-
leggjendur greindu fjölmiðlum frá upphafi undir-
skriftasöfnunarinnar, 10. maí sl., bárust fregnir um
það að Havemann væri frjáls ferða sinna, og er það
merki þess að mótmæli vinstri sinna undanfarin ár
gegn meðferðinni á Havemann hafi nú skilað árangri.
Stjórnmálamenn, rithöfundar
og aðrir listamenn, mennta-
menn, vlsindamenn og forystu-
menn verkalýðssamtaka standa
að hinni nýju áskorun um sak-
aruppgjöf i Austur-Þýskalandi,
sem tengd er 30 ára afmæli
Þýska alþýðulýðveldisins á
komandi hausti. Niu Islend-
ingar eru I hópi þeirra sem
undirrituöu áskorunina áöur en
tilkynnt var um hana opin-
berlega. Þeir eru: Ragnar
Arnalds menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson viðskiptaráö-
herra. Atli Heimir Sveinsson
tónskáld, formaður Tónskálda-
félags Islands, Guðmundur J.
Guðmundsson formaður
Verkamannasambands Islands,
Kjartan Olafsson alþingis-
maður, varaformaður Alþýðu-
bandalagsins, Njörður P.
Njarðvik lektor, formaður
Rithöfundasambands Islands,
ólafur R. Einarsson sagn-
fræðingur, formaður útvarps-
ráðs, dr. Páll Skúiason prófess-
or, forseti heimspekideildar
Háskóla íslands, Thor
Vilhjálmsson rithöfundur,
forseti Bandalags islenskra
listamanna.
Þetta er i fyrsta skipti sem
íslendingar mótmæla opin-
berlega fangelsun Havemanns
og Bahros og skora á austur-
þýsk stjórnvöld aö láta þá og
aðra pólitiska fanga lausa. Úti I
Evrópu hefur ekki Jinnt mót-
mælum frá þvi að þeir voru
handteknir fyrir 2—3 árum.
Meöal aðila sem þar hafa látiö
til sin heyra eru þessir:
L’Humanité málgagn
Kommúnistaflokks Frakklands,
L’Unitá málgagn Kommúnista-
flokks Italiu, Carillo formaður
Kommúnistaflokks Spánar,
sagnfræöingurinn Elleinstein og
heimspekingurinn Althusser
fremstu hugmyndafræðingar I
Framhald á 18. siðu
Rudolf Bahro
Robert Havemann.
! Áskorun á ríkisráð DDR i tilefni 30 ára afmælis þess:
j Almenn sakaruppgjöf tíl
handa pólitískum föngum
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
i
■
I
L
Þýska alþýðulýðveldið DDR
er aðili að alþjóöasamningi
Sameinuðu þjóðanna um borg-
araleg og stjórnmálaleg rétt-
indi. Þeim samningi er sérstak-
lega ætlað að tryggja hugsana-
ogtrúfrelsi (18. grein), tjáning-
arfrelsi (19. grein), félagafrelsi
(22. grein), rétt fólks til að safn-
ast saman með friðsömum hætti
(21. grein), svo og frelsi til að
flytjast úr landi (12. grein).
Þessum skuldbindingum full-
nægir Þýska alþýðulýðveldið
DDR ekki, hvorki I löggjöf, rétt-
arfariné viö öryggisgæslu rlkis-
ins. Sum ofangreindra mann-
réttinda eru ekki einu sinni
tryggð I stjórnarskránni.
1 Þýska alþýðulýðveldinu
DDR eru nú 4-6 þúsund pólitísk-
ir fangar, að þvi er alþjóða sak-
aruppgjafarstofnunin Amnesty
International upplýsir. Nægir
aðnefna tvö dæmi um þá starfs-
háttu sem orðnir eru hversdags-
legirhjá dómstólum og öryggis-
lögreglu. Á annan áratug hefur
Robert Havemann sætt lög-
reglueftirliti og stofufangelsi og
honum meinaö aö stunda vls-
indastörf sin. A Hitlerstimanum
satsami Havemann I fangabúð-
um nasista og hætti þá lif i sinu i
baráttu gegn ofureflinu. — I
fyrra var Rudolf Bahro dæmdur
i 8 ára fangelsi fyrir það eitt aö
hafa á marxiskan hátt rannsak-
að aöstæöur sósialismans i landi
sinu, en bók hans um þau efni
nýtur nú viðurkenningar viöa
um lönd.
Aðbúnaöur að gæsluvarð-
haldsfœigum einkennist af þvi,
að visvitandi er leitast við að
buga andlegt þrek fanganna.
Beitt er þjakandi aöferðum viö
yfirheyrslur, iðulega er farið
fram úr úrskuröuöum gæslu-
varöhaldstlma, ekki gefst kost-
urá frjálsu vali á verjendum,
það færist i vöxt að fangar fái
ekki i hendur ákæruskjal og siö-
ar dómsorö, áfrýjunarréttur er i
reynd að engu gerður, og réttar-
höld fara fram fyrir luktum
dyrum.
Aratugum saman, en ekki
sist þegar myrkur fasismans
grúfði yfir, hafa verkalýös-
samtök, sósialistar, lýðræðis
sinnar, trúaðir kristair menn og
kommúnistar barist fyrir tján-
ingarfrelsi og óheftum rétti al-
mennings til upplýsinga, fyrir
funda- og félagafrelsi, fyrir
verkfallsrétti en gegn pólitisk-
um ofsóknum. Formælendur
Þýska alþýðulýöveldisins DDR
og sér i lagi framámenn hins
sósialiska eini ngarflokks
Þýskalands SEDsegjastbyggja
á þessari andfasisku hefð og
skipa sér undir merki alþjóð-
legrar verkalýöshreyfingar.
Fyrir þvi skorum við undirrit-
uö á rikisráðiö
— að standa við skuldbindingar
alþjóðasamnings Sameinuðu
þjóðanna um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi
— að láta af gerræöinu gagn-
vart Robert Havemann og
öðrum þegnum
— að ógilda dóminn yfir Rudolf
Bahro
— að lýsa tafarlaust yfir al-
mennri sakaruppgjöf til
handa öllum pólitiskum föng-
um.
Við sem stöndum að þessari
áskorun erum andvig hvers
kyns politiskri kúgun og at-
vinnubanni. Við viljum stuðla
að þvi að mannréttindi séu
hvarvetaa i heiöri höfð. Þess
vegna þolum við þaö ekki þegj-
andi, að fólk sé haft I haldi i
Þýska alþýöulýðveldinu DDR á
grundvelli skoðana sinna einna,
og aðbúnaöur þessa fólks er mál
sem við látum okkur varða.
Ráðstefna um arðsemi
heilbrigðisþjónustu
„Hvaöa áhrif geta heflbrigöis-
stéttir haft á kostnaö og arösemi
h ei Ibrigöisþjónustu ? ”, er
umræöuefni á ráöstefnuum heil-
brigöismál sem haldin veröur 12.
mai n.k. I Norræna húsinu kl.
13-17. Þar veröa flutt nokkur stutt
framsöguermdi og slöan veröa
hr ingborösum ræöur . öllum
áhugamönnum er heimil þátt-
taka.
Olafur ólafsson landlæknir
talar um útgjöld vegna heil-
brigðisþjónustu, Davíð A.
Gunnarsson frkvstj. rikisspital-
anna um heilsuhagfræði — arö-
semismælingar, Oddur ólafsson
alþm. um breytta heilsugæslu —
meiri arösemi. Gréta Aðalsteins-
dóttir hjúkrunarkennari um áhrif
verkaskiptingar heilbrigöisstétta
áarðsemi, Skúli Johnsen borgar-
læknir um áhrif lækna á arðsemi
heilbrigðisþjónustu, Ragnheiður
Haraldsdóttir BSc hjúkrúnar-
fræðingur um menntun hjúkr-
unarfræðinga með tilliti til arð-
semi og árangurs heilbrigðis-
þjónustu, Ella Kolbrún Kristins-
dóttir sjúkraþjálfarakennari um
arðsemi endurhæfingar i nútima
þjóðfélagi, Kristján Ingólfsson
form. Tannlæknafélagsins um
hvernig má lækka kostaaö við
tannlækningar og Jón Grétar
Ingvarsson lyfjafræðingur um
hvernig má lækka lyfjakostnaö.
Aö lokum þessum framsögu-
erindum verða hringborðs-
umræður með fyrirspurnum og
svörum og stjórnar þeim Arin-
björn Kolbeinsson yfirlæknir.
Aðrir þátttakendur eru Haukur
Benediktsson frkvstj. Borgar-
spítalans, Bragi Nielsson alþm.
Ingibjörg Agnarsdóttir sjúkraliöi
Vigdfe Magnúsdóttir hjúkrunar-
forstjóri, Brynjólfur Sigurðsteon
hagsýslust jóri, Bergljót
Halldórsdóttir meinatæknir,
Adda Bára Sigfúsdóttir borgar-
fulltrúi og Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri.
Samtök heilbrigöisstétta
gangast fyrir ráðstefnunni og
mun Maria Pétursdóttir for-
maður þeirra setja hana. —GFr