Þjóðviljinn - 12.05.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 12. mal 1979 „Það geta allir unnið í fiski” Þaö þjóðfélag sem viö búum i kallar á konuna til starfa. Er það vegna þess að við viljum ekki vera heima og sinna okkar aðal viðfangsefni sem sé barna- uppeldi og heimilisstörfum að viö förum út á vinhumarkaö- inn? Nei, það er ekki vegna þess. Það er vegna þess i fyrsta lagi, að rekstur heimilis við nútírna aðstæöur krefst þess að tveir aðilar, konan og maöurinn, afli heimilinutekna. I öðru lagi vilj- um við geta ráðiö þvi sjálfar hvort við vinnum utan heimilis eða ekki. Það varðar efnahags- legt sjálfstæði okkar. Þegar ég taldi mig hafa möguleika til að fara að vinna frá mi'nu stóra heimili, varð mér fyrst hugsað til frystihús- anna ibænum, en þangað leitum við mest konurnar þegar við byrjum að vinna frá heimil- unum. Þegar ég bað um vinnu sagði ég verkstjóranum að ég hefði aldrei unniði frystihúsi, en hannsvaraðium hæl: „Þaðgeta allir unnið i fiski.” Annað dæmi: Kona sem aldrei haföi unnið i fiski mætti til vinnu og bað verkstjóra að sjma sér hvað hún ætti að gera. Verkstjórinn þreif eitt flafcskar úr þvi og sagöi: „Hún Gunna kemur á eftir og sýnir þér þetta.” Siðan er liðið ár og dag- ur og ekki er Gunna komin enn. Þannig er nú verkkennslan i flestum tilfellum i frystihúsun- um. Svörin sem mér voru gefin voru öll á sömu lund: Allir geta unnið 1 frystihúsi, þaö er einfalt og vandalaust. Auk þess er maður ekki alveg eins bundinn i þeirri vinnu ef eitthvað ber upp á með börn og heimili. Allar þekkjum við þau vanda- mál sem skapast þegar maður hefur ráöið sig l vinnu og las- leiki verður á börnum og heim- ilisfólki yfirleitt. En i frystihúsi er ekki alltaf samfeld vinna. Þaðer hægt aö segja okkur upp með litlum fyrirvara ef ekki er til hráefni og við getum óskað eftir aö<f á fri, sem oftast er veitt ef nauðsyn krefur af oftast nær velviljuðum verkstjórum. Enginn lifir af þeim launum Er ég hafði unnið um hríð i frystihúsi hitti ég kunningja- konu mlna sem vann hjá Pósti og si'ma, og fór ég að bera sam- an kaup, vinriutlma og fríðindi okkar. Bar þar mikið I milli og hafði ég orð á því við hana aö mér finndist munurinn of mikill. Þá segir hún: „Þú veröur að at- huga hvað miklir peningar fara um hendurnar á mér.” Mér varö á aö spyrja: „Hvað heldur þú að ég sé með i hönd- unum? Aöal útflutningsvöru okkar.” Þaö virðast þvl miöur vera miklu fleiri en kunningja- kona mln sem hugsa ekki út i það hversu vandamikil vinna okkar er, sem vinnum að fram- leiðslustörfum I fiskiðnaöinum og að það erum við sem sköpum Umsjóni Guðrún Ögmundsdóttir Hildur Jónsdóttir Hjördís Hjartardóttir Kristín Ástgeirsdóttir Sólrún Gísladóttir „Það geta allir unnið i fiski” var sagt við Sigrúnu Clausen þegar hún hóf störf í frystihúsi á Akra- nesi. Annað kemur i ljós þegar að er gáð. í þessu ávarpi sem flutt var 1. mai segir frá kjörum verkakvenna i fiskiðnaði og refsibónusinn ill- ræmda. Vinnan er mikil og vandasöm og launin eru lág, þótt unnið sé við sjálfa gjaldeyrislindina. þau verðmæti (ásamt sjómönn- um okkar) sem afla þjóðinni mests gjaldeyris. Hvernig er okkur svo greitt fyrir vinnu okkar? Þvl er fljót- svaraö: Launin eru svo lág að enginn getur lifað af þeim og þess vegna kjósum við aö vinna I akkorði sem á flnu máli er nefnt bónus. Þetta bónuskerfi er þannig i útrákningi, að til að reikna út kaupið sittverður kona að læra bónusdæmið sem er i 12 liðum. Reynslan er sú aö aðeins örfáar konur á hverjum vinnustað geta reiknað út kaupið sitt. Sumt af þvi fólki sem vinnur fyrir verkalýðsfélögin hefur ekki lagt það á sig að læra að reikna út bónusdæmið. Getur nokkur bent á hliðstæöu i launagreiðslum? Það er ekki eins einfalt og vandaiaust og ýmsir vilja vera láta að vinna fiskinn gallalaus- an á okkar ágætu erlendu mark- aði. 1 fiskinum eru sem sé orm- ar ogbein sem ekki mega fyrir nokkurn mun fylgja flökunum til erlendra þjóða. Þau eru höf- uðsyndin. En margt margt ann- að þarf einnig að athuga i flök- unum og við pakkningu þeirra, sem til galla er talið þegar til af- hendingar kemur á erlendum markaði. Þetta er vandasöm vinna, svo vandasöm að ég tel að viö verkakonur i frystihúsum séum meðdýrmætari verðmæti og ábyrgðarmeiri en peninga- hrúgan sem fór i gegnum hend- ur vinkonu minnar á pósthús- inu,sem égvilþóekki geraneitt litið úr. Við fáum REFSIBÓNUS Fáum við nú ekki álag fyrir ábyrgðina sem á okkur hvílir? Fáum viöekki viðurkenningu og virðingu? Nei og aftur nei. Viö fáum REFSIBÖNUS. Hvað er refsibónus? Er það eitthvaö sem þær á Akranesi hafa f undið upp til aö gera veður út af? Það er að vlsu rétt að viö höfum þorað að segja frá þvi og viljum vekja á þvi athygli að i staö viröingar fyrir okkar vandasömu störf i fiskiðnaðin- um höfum við fengið refsibónus. Mig langar til að segja ykkur frá þvi hvernig þetta allt hangir saman. Eins og ég sagði áðan eru laun verkafólks lægstu laun I landinu. Engir möguleikar eru á hærra kaupi nema með þvi aö bæta viö sig nætur- og helgi- dagavinnu. A undanförnum ár- um hefur mjög verið rekinn áróðurfyrir bónusvinnul frystí- húsunum, þessu flókna, marg- slungna bónuskerfi sem hefur dæmimargþætt og snúið 1 12 liö- liðum (eins og ég gat um áðan) til útreiknings á kauþi'fólksins. Nú, við höfum valiö okkur ao vinna eftir þessu kerfi I von um meiri tekjur. Og margir hafa náð sér i meira kaup með botn- lausu vinnuálagi, kappi og stressi. Við konur sem vinnum að pikkun og snyrtingu á borð- unum höfum ekki fengið kaup okkar fyrir litið vinnuframlag. Við verðum að dansa með Vegna þessa höfum við fengið ákvæðisvinnustað þar sem allir keppa viösjálfan sig og aðra um meira kaup. Kannski bara vegna þess að við erum I kerfinu og veröum að dansa með. Viö erum á vinnustað þar sem hlát- ur heyrist tæpast lengur, allir eru I kapphlaupi við ormana, Sigrún Clausen verkakona frá Akranesi: Hvað er refsibónus? Ávarp sem flutt var á fundi Rauð- sokkahreyf - ingarinnar 1. maí s.l. beinin, gallana og timann. Fyrir allt þetta höfum við fengið bónus, að visu mismik- inn. Sumar dálltið mikinn, aðr- ar minna, aUa vega nokkuð meiri peninga. En við höfum llka uppskoriö REFSIBÓNUS. Oghvaðer þaðeiginlega? Jú, þaðer það, að þessi vandalausa vinna sem mér var I upphafi tjáð að allir gætu unniö, hún er þá svo vandunnin að þau viður- lög hafa verið sett að fella skuli niður bónuskaupiö ef við skilum ekki þvi sem Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna og Sambandið kalla gallalausa vöru. Þetta er sá refcibónus sem hangir yfir höfði hverrar konu sem ekki tekst að vinna sam- kvæmt ákvæðum Sölusamtak- anna. Hvaö teljast gaHar og hvað mega þeir vera margir? Ormur sem er minna en 1 cm. kallast einn galli, en ef hann er stærri en 1 cm. kallast hann 2 gallar; sama gildir um bein. Tekin eru 5 pund af snyrtum fiski og skoðuð. Ef meira en einn galli finnst, endurvinnum við 20 pund og finnst okkur það alveg sjálfsagt. Siðan eru gall- arnir taldir að kvöldi hjá hverri konu. Ef gallar fara yfir leyfileg mörk á 3 dögum er bónusinn tekinn af á 4. degi þrátt fyrir aö við höfum endurunniö 20 pund fyrir hver gölluð 5 pund alla 3 dagana. A hverjum degi vofir þvl yfir konum sú hneisa og refsing sem alla getur hent að galli finnist i oft vondu hráefni. Konumar vilja vinna vel Vegna starfs mlns sem trún- aðarmaður á minum vinnustað hefur f jöldi kvenna tjáð mér llð- an slna og langar mig aðeins að geta 2ja til 3ja. Ein kona kom til mtn að morgni og sagði að sig hefði dreymt um nóttina að hún hefði haft lOgalla daginn áður. önnur sagöist hafa sofiö illa af þvl að henni gekk illa daginn áður. Nú, sú þriðja sagði: „Ef ég hefi haft gaila er ég alltaf öðru hvoru að hugsa um það þegar ég kem heim.” Sýnir þetta ekki betur en alit annað hvað konur vilja vinna vel? Jú, ég fullyrði það að við leggjum okkur fram um að vinna vel. Það er ekki viljandi að slikt hendir sem fýrir er refs- aö. Við viljum hag frystihússins okkar og við viljum vinna að góðri og óaðfinnanlegri fram- leiðslu fyrir þjóöarbúið. Þetta er bara svo vandasamt. Þetta kallar á svo geysilega ná- kvæmni, að ég er þess fullviss að hver raunsæ kona i borða- vinnu i' frystihúsi er með sjálfri sér þess fuliviss að hafi hún ekki fengið refeibónus I dag, þá er enginn viss um annað en að hann getí átt hann vfean á morgun. Refsibónus samþykkjum við aldrei Hver þekkir annað eins á Is- landi og yfir konurnar hefur veriðsett? Fá verkstjórar refsi- bónus fyrir að láta vinna súran og skemmdan fisk, eins og oft og mörgum sinnum hefur komið fyrirogermunminnagertúr en þó ormur eða bein finnist I flaki og skrifaðer á verk kvennanna? Eða þeir sem reikna bónusinn stundum vitlaust út, er þeim refsað? Við risum upp frystihúsakon- ur á Akranesi þegar okkur varð ljóst hvernig átti að beita okkur refeibónus og mótmæltum á fundi þvílíkum vinnubriögöum, sem okkur var vel kunnugt um aðekki varbeittl öllum stærstu frystíhúsum á landinu svo sem á Akureyri, Isafirði, Vestmanna- eyjum og Neskaupstað. Með samtakamætti kvenna hefur nú tekist að fá frystihúa- eigendur á Akranesi aö einum undanskildum til að láta af þessum ósvifnu vinnubrögðum. Haldi þvi svofram hversem vill að konur geti ekki staöið saman um réttindamál sln. Að lokum: Ég endurtek það einu sinni enn að við viljum vinna vel. En refsibónus, þvi REFSIBÓNUS er það og ekkert annað, samþykkjum við aldrei. l.mal 1979 (Milliíyrirsagnir eru blaöa- manns)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.