Þjóðviljinn - 12.05.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mai 1979 «Jið íslenzka prentarafélag AÐAL- FUNDUR Hins íslenzka prentarafélags 1979 verður haldinn i dag, laugardaginn 12. mai 1979 i félagsheimilinu, Hverfisgötu 21 og hefst kl. 13.15. Dagskrá: 1. Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins. 2. Skýrsla stjórnar og nefnda um liðið starfsár. 3. Stjórnarskipti. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Kosning ritnefndar Prentarans. 6. Nefndakosningar. 7. Lagabreytingar. — Tillaga um úrsögn úr Alþýðusambandi Islands. 8. önnur mái. — Ráðning eftirlitsmanns i Miðdai? — Sameining bókageröarfélaganna og hugsanleg félagsslit. — Annaö, ef fram kemur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þannig virkan þátt i af- greiðslu og umræðum um sin eigin mál- efni. Stjórnin RITARI Óskum eftir að ráða ritara til starfa i u.þ.b. fjóra mánuði. Umsóknum er greina menntun, fyrri störf og aldur skal skilað fyrir 17. mai 1979. SKÝRSLUVÉLAR RÍKISINS OG REYKJAVÍKURBORGAR Háaleitisbraut 9 Simi: 86144 E LANDSVIRKJUH HAALEITISBRAUT 68 108 REYKJAVÍK ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i að undirbyggja og mölbera um 13 km veg frá Sprengisandsleið við tengingu vegaslóðar að Haldi i Tungnaá að væntanlegri brú yfir Tungnaá neðan við Hrauneyjafoss. ÍJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavik, frá og með mánudeginum 14. mai 1979 að telja, og kostar eintakið 10.000,- kr. Tilboðsfrestur er til 25. mai 1979, en þá verða tilboð opnuð kl. 14:00 i skrifstofu Landsvirkjunar. Reykjavík, 12. mai 1979 LJÓSMYNDASÝNING Á LOFTINU Skólavöröustig 4 JÓN HÓLM sýnir 45 myndir Opiö kl. 14—18 Blindrafélagið 40 ára A þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Blindrafélagsins, en þann 19. ágúst 1939 kom saman um tug- ur blindra og þrlr sjáandi og stofnuðu með sér félagið. Blindrafélagið er landsfélag meö aðsetri i Reykjavik og eru i þvi bæði aðalfélagar, sem hafa sjón sem nemur 6/60 eða minna,og styrktarfélagar sem hafa betri sjón eða fulla. Stjórn félagsins hefur ákveðið að nýta þetta afmælisár til að upplýsa almenning um helstu hagsmunamál blindra, sem ásamt atvinnumálum eru menntunarmálin sérstaklega á framhaldsskólastiginu. Nýlega er kominnút hjá félaginu bæklingur, sem ber heitið „Hvernig aöstoðar þú sjónskerta?”.Bæklingurinn er fysrt og fremst ætlaður sjáandi fólkitilaöauðvelda þvi samskipti við blint ogsjónskert fólk. Verður honum dreift á næstunni ásamt fréttabréfi félagsins, sem nú tek- ur mið af afmælinu og er i þvi yfirlit yfir starfeemi félagsins og aðra starfsemi sem er innan veggja I félagsmiöstöðinni að Hamrahlið 17. I félaginu eru nú um 100 aðal- félagar og hafa þeir einir at- kvæðisrétt og hafa málfrelsi og tíllögurétt á fundum. Aðsetur félagsins er i Hamrahlið 17, sem raunar eru tvö sambyggð hús, og var eldri hlutinn tekinn I notk- un 1961 en sá yngri 1973. 1 þvi húsi eru skrifstofur félagsins, félags- miðstöð, íbúðir og atvinnu- rekstur. Þar hefur Fransiska Gunnarsdóttir blindraráðgjafi aðsetur sitt, en formaður félags- ins, Halldór Rafnar.hefur einnig viðtalstima vikulega á sama stað. Hljóðbókasafn og blindraletur Þá er I Hamrahliðinni blindra- letursbókasafn og veitir Rósa Guömundsdóttir, varaformaður félagsins, þvi forstöðu. Þar fer fram f jölritun á efni á blindraletri og er það nokkurt safn bóka á is- lensku og öðrum Norðurlanda- málum sem lánaðar eru þeim sem þess óska. Hljóðbókagerð er einnig I húsinu, en með þeirri tækni hefur aðgangur blindra að bókakosti verið auðveldaður verulega. Bækur á blindraletri eru mjög fyrirferðarmiklar, og hljóðritaðar bækur I hljóðbóka- safni eru nú 460 talsins. Hljóð- bókasafnið er rekið I samvinnu Blindrafélagsins og Borgarbóka- safns Reykjavikur og sér Blindra félagið um framleiðslu bókanna, en Borgarbókasafnið um skrán- ingu þeirra og dreifingu. Allur lestur á hljóðbókum er unninn i sjálfboðavinnu. Dreifingin er hjá þeirri deild Borgarbókasafiisins sem nefnist „Bókin heim” og er aðsetur hennar i Sólheimum 25. A siöasta ári voru lánþegar um 330, enda geta ótrúlega margir ekki hagnýtt sér venjulegt lesefrii. Á blaðamannafundi I siðustu viku kom fram að framtiðarverk- efni félagsins eru helst á sviði menntunar-,endurhæfingar- og atvinnumála. Endurhæfingu hafa blindir sótt til Norðurlanda og til Englands og fengið þar kennslu I notkun hvita stafsins og annarra hjálpartækja svo sem úra, sem sérstaklega taka mið af þörfum þeirra. Almenn menntun bundin við grunnskólastig Hvað almenna menntun varðar eru blindir og sjónskertir mjög afskiptir. Blindraskólinn var lengst af rekinn af félaginu, en nú er hann kominn inn i skólakerfið. Sérstök blindradeild er starfrækt viðLaugarnesskólann, og eruþar nú4nemenduráaldrinum 11—18 ára sem háðir eru þvi að hafa námsefni á blindraletri. Halldór Rafnar formaður Blindrafélags- ins sagði að framhaldsskóla- menntun blindra væri i algerum ólestri, en nú er starfandi á veg- um menntamálaráðuneytisins nefiid sem gera á tillögur um til- högun náms fyrir blinda á fram- haldsskólastigi. Atvinnumál blindra eru að sögn Halldórs i'betra horfi hér á landi en viðast annars staðar, en þó má betur gera. Blindrafélagið leggur Framhald á 18. siðu. Hamrahlið 17 er félagsmiöstöð blindrafélagsins og þar eru fbúðir, söfn og skrifstofur, auk þess sem fjölmargir blindir stunda atvinnu sfna f húsinu. Þrír stjórnarmanna Blindrafélagsins, frá vinstri: Halldór Rafnar, for- maður, Rósa Guðmundsdóttir, varaformaður, og Eggert V. Kristins- son meðstjórnandi. Ljósm. — Gerður. V íkingslækjar ætt heldur ættarmót á þriggja alda afmæli ættfödurins Vfkingslækjarætt ætlar að efna til ættarmóts i sumar, en við Vik- ingslæk kenna sig niðjar Bjarna hreppstjóra Halldórssonar og Guðriðar Eyjólfsdóttur konu hans. Þetta er mikil ætt og stend- ur fé hennar viða fótum. Gt eru komin fimm bindi af ættartölunni og þrjú til viðbótar eru tilbúin i handriti. Ættarmótið er haldið á Jónsmessu, þann 24. júni. 1 ár eru þrjár aldir liðnar frá fæðingu Bjarna Halldórssonar. Á leiði þeirra Vikingslækjarhjóna er svofelld áletrun: Her hvila siðpruð sæmdar hion sálugi Bjarne Halldorsson Góð dæmi öðrum gáfu af sier og sæl Guðriður Eyjolfsdotter og fylgja upplýsingar um að þau hafi gifst árið 1709, átt 17 börn. Guðriöur lést árið 1756, en Bjarni ári siöar. Ættarmótið fer þannig fram aö komið verur fyrst saman um há- degisbilið 24. júni I garðinum Gunnarsholti, þaðan sem haldið verður laust fyrir klukkan 2 um skamman veg aö Keldum, þar sem fram fer stutt minningarat- höfn i Keldnakirkjugarði, en þar hvila þau hjónin Bjarni og Guð- riður. Að lokinni athöfn að Keldum verður farið aftur að Gunnars- holti og efnt þar til skemmtidag- skrár, en áður en hún hefst verður kaffihlé. Er þess vænst, að menn hafi nesti með sér, þar sem ekki er gert ráö fyrir veitingum á staðnum. 1 góðu veðri verður samkoman haldin i garðinum i Gunnarsholti, en að öðrum kosti i hinni rúmgóðu birgðageymslu heykögglaverk- smiðju staðarins. Meðal skemmtiatriða verður einsöngur Ellýar Vilhjálms og Kristins Hallssonar, en jafnframt syngur kór, og lltil strengjasveit leikur. Nokkur ávörp verða flutt, en siðan verður ætlaður rúmur timi til að hittast og ræðast við. Þeir, sem langt eiga að sækja og kjósa að fara hópferð að Gunn- arsholti og Keldum, geta pantað far með Austurleiö i siðasta lagi 22. júni I afgreiðslu hennar i Umferðarmiðstöðinni i Reykja- vik og Fossnesti á Selfossi. Lagt verður af stað úr Reykjavlk kl. 11 f.h. og frá Selfossi kl. 12. Heim- ferð er áætluð kl. 18-19.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.