Þjóðviljinn - 26.05.1979, Side 4

Þjóðviljinn - 26.05.1979, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mal 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sóslalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l'tgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar. Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir l msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson AfgreiOsiustjóri: Filip W. Franksson Klaóamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaður: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ilandrita- og profarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Hermann P. Jónasson. Kristín Pét- ursdóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir IlúsmóÖir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Revkjavlk. sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Hermangshagsmunir • Þingmenn Sjálf stæðisf lokksins og Fram- sóknarflokksins felldu með rökstuddri dagskrá sl. mánudag tillögu til þingsályktunar um að f ela utanríkis- málanefnd þingsins aðgera ýtarlega úttekt á starfsemi íslenskra Aðalverktaka. Meirihluti utanríkismála- nefndar, Alþýðuf lokksmenn og Alþýðubandalagsmenn, höfðu gert þessa tillögu um að fela nefndinni rann- sóknarvald á þessu huldusviði hermangsins. • íslenskir Aðalverktakar hafa lengi verið ríki í ríkinu. Alltfrá árinu 1954 hef ur fyrirtækið hafteinokun á verkefnum fyrir herinn, sem nú skipta miljörðum króna á ári. öll tæki og vinnuvélar í þau verk hafa verið f lutt tollfrjáls inn í landið, auk þess sem fyrirtækið er bak- tryggt fyrir áföllum með samningi við Bandaríkjamenn. • Sú rannsókn sem nú er í gangi á vegum utanríkis- ráðuneytisins beinist eingöngu að því hvort hleypa eigi fleiri að kötlunum á Keflavíkurflugvelli. Út úr því nefndarstarfi kemur væntanlega ekki annað en sam- komulag um að hleypa Keflavíkurverktökum, Suður- nesjaverktökum og hugsanlega einhverjum öðrum aðilum inn í verkþætti á vegum hersins. Eftir miklu er að slægjast því að til nýf ramkvæmda á Kef lavíkurf lugvelli verður veitt á komandi f járhagsári Bandaríkjanna sem svarar um 8 miljörðum íslenskra króna, eða fjórum sinnum meira féen verið hefur sl. tíu ár. • Sú rannsókn sem ætlunin var að fela utanríkis- málanefnd átti að vera heildarúttekt á verktaka- starfsemi f yrir herinn. Þ jóðin á rétt á að vita hvernig því fé sem rennur inn í landið gegnum verktakastarfsemina á Vellinum er varið, hverjir hagnast af starfsseminni, hvernig gróðanum er varið, og hvort um eins stórfellda f jármálaspillingu er að ræða í sambandi við þessa starf- semi alla eins og orð er á gert. Svarið við þessum spurningum er ekki það að hleypa fleirum í hermangið. • Samsetning íslenskra aðalverktaka segir alla sögu um það hversvegna Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur vilja ekki eðlilega og sjálfsagða rannsókn á þessari miljarðastarfsemi. Ríkið á (slenska aðalverk- taka að einum f jórða, jafn stór hluti er í höndum Regins h.f.., hermangsfyrirtækis Sambandsins, og helmingur hlutaf jár er í höndum Sameinaðra verktaka, þar sem margir burðarásar Sjálfstæðisf lokksins eru sameinaðir. Eigin hagsmunir flokksforystunnar í Framsókn og Sjálfstæðisflokki banna innsýn almennings í starfsemi íslenskra aðalverktaka. Hámark hræsninnar Samsœriskenning Þaö er aö sönnu rétt aö taka samsæri skenningum meö nokkrum fyrirvara. Engu aö siöur eru margir hlutir þannig vaxnir, aö erfitt er aö komast alveg af án samsæriskenninga til aö fá einhvern botn I þá. Eitt þessara fyrirbæra er hegöun Al- þýöuflokksins nú á seinni vik- um, meöal annars hin merki- lega hlédrægni flokksins i kjaramálum, sem fellur nákvæmlega saman við formúl- ur Morgunblaösins um aö ríkis- Vilmundur: Timinn segir aö enginn þori aö andæfa málflutn- ingi hans hjá Alþýöuflokknum. stjórnir eigi ekki aö hafa af- skipti af launamálum. Þvi er þaö, aö viö teljum eöli- legt, lesendum til fróöleiks, aö kynna þeim samsæriskenningu sem Timinn birti á baksiöu sinni aö rýja rlkisstjórnina öllu trausti og knýja fram stjórnar- slit. — Viö stjórnarslit og þær kosningar, sem aö öllum lik- indum myndu fylgja strax á eft- ir, er þaö meginatriöi I „Stóra planinu” aö málflutningur krat- anna veröi á þessa lund: Þetta er allt saman öllum hinum aö kenna! Þetta er allt saman vegna þess, aö þaö var ekki hlustaö á okkur! Þetta er allt saman vegna þess, aö viö feng- um ekki allar okkar kröfur sam- þykktar!,,Stóraplaniö” byggist á þvi aö upplausnin veröi oröin Benedikt; hann þvælist fyrir og lætur gabba sig. nægilega alger, og óánægja og hræösla fólksins aö sama skapi, til þess aö upphrópanir af þessu tagi nái árangri, og til þess aö fólki gleymi aöild og ábyrgö Al- þýöuflokksins I rlkisstjórninni raunar aörir þingmenn Alþýöu- flokksins hafa tekið þessu. Benedikt á höggstokkinn — Þáttur i þessum innan- flokkskafla I „Stóra planinu” er prófkjik-1 Reykjavik sem I þetta sinn á aö veröa höggstokkur Benedikts Gröndal utanrlkis- ráöherraogformanns flokksins, en honum hefur ekki veriö fyrir- gefiöaöhann þvældist fyrir síö- ast ogtók efsta sætiö af Gylfa Þ. Glslasyni aö þeim feögum forspuröum. 1 kosningabarátt- unni, sem siöan myndi fylgja, segir „Stóra planiö” aö mál- flutningurinn verði þessi um þá Benedikt, Magnús og Kjartan: Þeir létu gamla og spillta at- vinnupólitikusa gabba sig i fyrra! Þeir sáu ekki viö öllum þessum refum! Þeir eru bestu skinn en kunna ekkiað vara sig! Þeir drógust inn I vitleysuna og héngu þarfastir! Þess vegna er þetta ekki okkur aö kenna! Viö vöruöum viö þessu öllu! / Eg á þingsœtin Þaö er athyglisvert, aö Vil- mundur Gylfason mun hafa náö öllum völdum I forystuliöi Al- þýöuflokksins nú aö undan förnu, og leika aörir þar eftir hans plpu i einu og öllu aö þvi er viröist. A fundum þingflokks Al- þýðuflokksins segja heimildir blaðsins, aö Vilmundur beri al- geran ægishjálm yfir aðra og ráöi fundunum gersamlega. Sagter,aöenginn leggi I aö leiö- rétta orö hann eöa andæfa mál- flutningi hans. Háttsettur maö- ur sagöi, aö svör Vilmundar viö tilraunum til sliks værueinfald- iega eitthvað þessu lík: Þegiö þiö bara! Ég á þingsætin ykkar! Ég kom ykkur öllum á þing! • Guðmundur H. Garðarsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur boðað/ að á það verði látið reyna fyrir dómstólum hvort það ákvæði í lögum um lánsf járáætlun fái staðist, að lífeyrissjóðir á samningssviði ASÍ skuli verja 20% af ráðstöf unarfé sínu til kaupa á skuldabréf um Byggingarsjóðs ríkisins. Telur varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins þetta ákvæði bera vott um valdníðslu vinstri manna á þingi og f ósamræmi við stjórnarskrárbundna vernd eignaréttarins. Morgun- blaðið tekur heilshugar undir og bendir á að ríkisvaldið haf i gert margar atrennur að þeim frjálsa sparnaði ein- staklinga sem bundinn er í lífeyrissjóðum verkalýðs- félaga. Síðan úthúðar blaðið þingmönnum Sjálfstæðis- f lokksins fyrir að hafa ekki hreyft legg né lið til að verja rétt einstaklingsins fyrir krumlum rikisvaldsins. • Á þessari af stöðu Sjálf stæðisf lokksins á þingi er ein- föld skýring. Akvæðið um að lífeyrissjóðir skuli verja 20% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs er til komið á stjórnartíma Geirs Hallgrímssonaar og Sjálfstæðisf lokksins. Á árinu 1977 er það var í lög leitt var Guðmundur H. Garðarsson, órnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og greiddi atkvæði með því að ,,ríkisvaldið teygði krumlur sínar inn í lífeyrissjóðina með þessum hætti". Er það mjög í samræmi við afstöðu Sjálfstæðisf lokksins á Alþingi gegnum árin að láta sjóði verkafólks standa undir kostnaði af ýmiskonar félags- legum framförum sem stjórnvöld hafa heitið launafólki í tengslum við samninga, og nægir þar að nefna byrði Atvinnuleysistryggingasjóðs af fæðingarorlofi, sem Sjálfstæðisf lokkurinn lagði á hann. En afstaða Guðmundar H. Garðarssonar og Morgunblaðsins nú, þegar Alþingi itrekar stefnu þá sem Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér f yrir, er hámark hræsninnar. Eitt með öðru sýnir það stjórnarandstöðu Sjálf stæðismanna í hnotskurn: Hið fullkomna ábyrgðarleysi. —e.k.h. „Stóra plan” Vllmundar: „Allt hínum að kenna”! . I fyrradag. Þar segir aö Vil- I mundur Gylfason og þeir sem ■ standa honum næst hafi sett | saman „stórt plan” um fram- ■ þróun stjórnmála á næstunni. ■ Blaöiö telur sig hafa heimildir B fyrir þvl aö helstu atriöi áætlun- ■ ar þessarar séu sem hér segir: ! Knýjafram ! stjórnarslit — Meö andstööu viö allar m hugsanlegar aögeröir rlkis- I stjórnarinnar vegna efnahags- ■ og atvinnudstandsins hyggst I Vilmundur Gylfason og liö hans ■ ýta undiralgertófremdarástand I og upplausn á vinnumarkaöin- 5 um ogiefnahagsllfinu yfirleitt á ■ sem skemmstum tfma. Meö þvl ■ aö beita Alþýöuflokknum til í þess aö hindra allar aögeröir á L._........... sem Vilmundur ogliö hans hata svo mjög. Grýtum ráöherrana — En „Stóra planiö” á sér aöra hliö sem snýr inn á viö i Al- þýöuflokknum. Þaö felur I sér áætlun um aö ryöja ráöherrum flokksins úr vegi. Vilmundur hefur staöiö fyrir þvi nú aö undanförnu aö auömýkja ráö- herra Alþýöuflokksins meö svo ósvifnum og ótrúlegum hætti aö , einsdæmi veröur aö telja. Þeir sem fylgjast meö I stjórnmálun- um eru furöu lostnir yfir þvl annars vegar hvlllk heift viröist fylgja atgangi Vilmundar gegn ráöherrum og leiötogum flokks- ins, og þó ekki siöur hins vegar yfir þvl meö hvlliku langíundar- geöi ráöherrarnir sjálfir og Eyða í planiö Þetta segir Sérlákur Timans og getur hver og einn dregiö af sögunni slnar álykltanic, Oneit- anlega er viss innri rökvlsi I sliku „plani”. Þaö er og mjög líklegt aö Vilmundur Gylfason teljisig eiga verulegan siöferöi- legan rétt til aö raöa stefnu Al- þýöuflokksins vegna þess hlutar sem hann átti vissulega i kosn- ingasigri flokksins I fyrra. En eitt er þaö sem áberandi eyöa er fyrir I hiriu „stóra plani”. Hvernig gætu aöstandendur sliks plans fariö aö því aö sýna kjósendum fram á þaö, aö þaö væri ómaksins vert aö styöja áfram Alþýðuflokkinn — og er þá einkum átt viö þá kjósendur sem færöust yfir á flokkinn frá Sjálfstæöisflokkinum I fyrra og kynnu nú aö vera á leiö heim á höfuðbólið aftur? - áb

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.