Þjóðviljinn - 26.05.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN ÍLaugardagur 26. mal 1979 ■ *1 Félagsmalastofnun Reykjavikurborgar ’Vonarstræti 4 sími 25500 „Húsvörður óskast” Húsvörður óskast i fullt starf fyrir sam- býlishús i Breiðholtshverfi. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með um- gengni og ræstingum. Góð ibúð fylgir starfinu. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist húsnæðisfulltrúa fyrir 5. júni n.k., sem einnig gefur allar nánári upp- lýsingar um starfið. V___________________________________V 1*1 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar q | j Vonarstræti 4 sími 25500 z'" : x Leiguíbúðlr fyrir aldraða Borgarráð Reykjavikur hefur ákveðið að auglysa eftir umsóknum um leiguibúðir við Dalbraut. íbúðir þessar eru 46 ein- staklingsibúðir og 18 hjónaibúðir, sérstak- lega ætlaðar öldruðu fólki. Áætlaður afhendingartími er i september n.k. Um úthlutun ibúða þessara gilda eftir- taldar reglur : 1. Þeir einir koma til greina, sem náð hafa ellilifeyrisaldri. 2. Leiguréttur er bundinn við búsetu með lögheimili i Reykjavik s.l. 7 ár. 3. Að öðru leyti skal tekið tillit til heilsu- fars umsækjanda, húsnæðisaðstöðu, efnahags og annarra félagslegra aðstæðna. Nýjar umsóknir og endurnýjun eða itrekun eldri fyrirliggjandi umsókna, ásamt læknisvottorði um heilsufar umsækjanda, skulu hafa borist húsnæðis- fulltrúa Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar, eigi siðar en miðvikudaginn 20. júni n.k. Arður til hluthafa A aðalfundi H.f.Eimskipafélags tslands, 23. mai 1979 var samþykkt að greiða 10% — tiu af hundraði — i arð til hluthafa fyrir árið 1978. Arðsgreiðslur fyrir árið 1978 verða á aðal- skrifstofu félagsins i Reykjavik frá 11. júni n.k., en hluthafar, sem ekki vitja arðsins innan þriggja mánaða fá hann sendan i pósti. Með þvi að lagðir eru niður arðmiðar við arðsgreiðslur frá árinu 1978, eru hluthafar beðnir að framvisa persónuskilrikjum er þeir vitja ársarðsins. Hluthöfum skal bent á, að ógreiddur arður frá fyrri árum verður greiddur á aðal- skrifstofu félagsins i Reykjavik og á afgreiðslum félagsins úti á landi gegn framvisun arðmiða, eins og verið hefur. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS er þaö afsökun, nema siöur sé, að hann er fyrrverandi þingmaður og ráðherra, prófessor, og heitir dr. Gylfi b. Gislason. Eitthvað virðist hann vera orðinn vondaufur með að hafa erindi sem erfiði að ritsmlðar hans og röfl beri þann ávöxt, sem hann ætlast til, svo hann dregur kjarna kenningarinnar saman I eftirfarandi setningu I VIsi 21. sept. 1978: ,,A þessu ári munu islenskir skattgreiöendur greiða út- lendingum a.m.k. 3 miljarba króna fyrir að borða Islenskar landbúnaðarvörur’ ’. Þetta skrivelsi hef ég borið undir allmarga skýrleiksmenn og enginn treyst sér til að útskýra hversvegna dr. Gylfi gefur alþjóö svo spaugilega mynd af gáfnafari sinu og starfsaðferöum. Vafalaust er hér á ferð mikið og vlsindalegt verkefni fyrir sál- fræðinga að skilgreina hverslags meinloka liggur að baki, þegar sprenglærður doktor, I skjóli lærdóms slns og embættis- frama ætlar sér þá dul að bjóða háttvirtum lesendum upp á það að snúa einföldustu staö- reyndum við og meðhöndla þá eins og dómgreindarlaus flfl. Frá minu sjónarmiði hins venjulega ólærða Islenska bónda er málið mun einfaldara, þá skrökvar dr. Gylfi Þ. Glslason þessum ummælum upp einsog hann er læröur og langur til. Það vita allir fulltlða menn, flestir unglingaskólanemendur, og börn langt niöur I raöir barna- skólanna, að útlendingar borga fyrir þá vöru, sem þeir kaupa af íslendingum, en viö greiöum eng- ar fjárhæöir til þeirra. Hinsvegar greiða Islendingar útlendingum peninga fyrir þær vörur sem við kaupum af þeim. Eðlilegra væri aö ég þyrfti aö útskýra þetta fyrir dótturdóttur minni á 4. ári, en aö það sé sprenglærður hagfræðingur sem þurfi á svona upplýsingum að halda. Samkvæmt grein hans I Visi 25. sept. 1978 er ekki nema tvennt til: Annaö hvort kann hann ekki skil á einföldustu atriöum milli- ríkjaviðskipta, eöa þá hitt, að það er eitthvaö áfátt með dreng- skapinn. „Allir dæma sjálfa sig með slnum eigin verkum”. Nú má gera þvi skóna að ég hafi rangt fyrir mér með að dr. Gylfi sé aö skrökva að þjóðinni þegar hannsegir: „A þessu ári munu islenskir skattgreiðendur greiöa útlendingum a.m.k. 3 miljaröa fyrir að borða Islenskar land- búnaðarvörur”. Hann sé bara þessi blessaður einfeldnings auli að hann trúi sjálfur þvl sem hann talar og skrifar. Ef sú skýring væri rétt, er það ekki minna vandamál en islenskur landbúnaður, að þjóðin skuli hafa notast við sltkan starfs- kraft um langt árabil. Hafi hann ekki hugmynd um lög og reglur sem gilda um þessi mál, og unniö er eftir, væri skynsam- legra og skemmtilegra að þegja. Eða veit hann ekki að Hag- stofan reiknar út eftir út- flutningsskýrslum og sendir gögnin til landbúnaðarráðu- neytisins sem sendir Fram- leiðsluráöi ávlsun á rlkissjóð. Framleiösluráð deilir fénu til hinna ýmsu útflytjenda. Allt er þetta gert samkvæmt lögum. Þetta eru ekki nein launungar- Ef tekin væru númer af seölunum sem útflutnings- bæturnar eru greiddar með, eru meiri llkur á að eitthvað af þeim fyndust I launaumslagi dr. Gylfa en I vasa okkar I útlöndum. Mikla trú þarf á mátt heimsk- unnar að búa til miljaröa lyga- sögu málstað slnum til fram- dráttar. Vellygni Bjarni er frægur I þjóðsögum, fyrir skemmtilegar ýkjusögur, sögur af flyðru sem var svo stór, að nautpeningur frá Mosfelli sem hrakti til sjávar hamaði sig undir öðru rafabelt- inu. Sögur af jörpu merinni sem var svo fljót aö kaffibolli settur á lend hennar I Reykjavik kólnaði ekki meira á leiðinni að Kalmans- tungu en svo, að hann var rétt drekkandi þar á hlaðinu. Miöað við miljaröa lygasöguna sem ég las i VIsi 25. sept. 1978 veit ég ekki hvort Bjarni hefur veriö lyginn. Grimur S. Norðdahl Kirkjuvígsla í Kálfholti 27. mal, vigir Biskup islands, herra Sigurbjörn Einarsson, Kálfholtskirkju I Kirkjuhvols- prestakalli. Kirkja hefur staðið I Kálfholti frá 13. öld. Kirkjusmlð- ina nú önnuðust þeir Ólafur Sigurjónsson frá Forsæti I Villingaholtshreppi, Kristján Gestsson og Albert Sigurjónsson en safnaðarfólk hefur margt lagt fram vinnu viö kirkjubygging- una. Sóknarnefnd skipa Jónas Jóns- son I Kálfholti sem er formaöur, ölvir Karlsson I Þjórsártúni og Trausti Runólfsson á Berustöð- um. Sóknarprestur I Kálfholti er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og orgelleikari Eiríkur Isaksson. Vlgsluvottar við kirkjuvigsluna veröa séra Sváfnir Sveinbjarnar- son prófastur i Rangárvalla- prófastsdæmi, Nanna Sigurðar- dóttir, ölvir Karlsson og séra Hannes Guðmundsson i Fells- múla. Tekið verður i notkun nýtt orgel i krikjunni, gefið til minningar um hjónin i Ásmúla, Ólöfu Guð- mundsdóttur og Jón Jónsson. Börn þeirra hjóna gefa orgeliö. Haukur Guðlaugsson söngmála stjóri Þjóðkirkjunnar leikur á orgelið I vlgsluguöþjónustunni. Vlgsluguðþjónustan hefst klukkan 2 siödegis en aö henni lokinni býður kvenfélagið I Kálf- holtssókn til kaffidrykkju I Asi. Auður Eir boðin velkomin Á 51. ársfundi Sambands sunn- lenskra kvenna á Borg I Grlms- nesi nýlega var samþykkt að senda séra Auöi Eir Vilhjálms- dóttur simskeyti þar sem henni er óskað til hamingju meö prests- embættið og hún boðin velkomin I samtök sunnlenskra kvenna. Þaö bar til I Reykjavik nokkru fyrir siðasta strið, aö einn sóma klerkur hóf kaffiborðsumræöur að lokinni barnsskirn á þá leið, að eiginlega vantaði okkur hér á landi ekkert nema almennilega menn, svona á borð við Hitler eða Mússólini. Einn nærstaddur svaraði að bragöi, að það væri alls ekki af þvi að hann væri prestur, nema siður væri, heldur af því að þeir væru gestir hér, þá svaraði hann honum ekki eins og hann ætti skilið. Þar með datt þetta tal niöur. Nú hefur þaö endurtekið sig um árabil, aö einn mektarmaður hefur þráfaldlega vakið umræður á máli, þar sem hann virðist állka glámskyggn á rétt mat, og prest- urinn á þá kumpána Hitler og Mússólini. Þessi málaflutningur hefur flætt inn á heimili mitt sem ann- arra Islendinga I blööum, eða beint gegnum loftið með nýtlsku tæknibrögðum og komiö fram sem myndir og tal inni I stofu. Ekki get ég skoðað hann sem gest, svo það hllfi honum frá svörum sem hann á skiliö, og ekki Hvert fara útflutnings - uppbæturnar? mál. Allar þessar stofnanir eru fúsar að gefa upplýsingar. Reikn- ingar þeirra eru endurskoðaðir. Mergur máisins er að ekki einn einasti eyrir af útflutningsupp- bótum er greiddur útlendingum. Hver einasti eyrir rennur beint inn I æðar Islensks atvinnullfs, eða eins og Ólafur Thors orðaði bað „tekinn úr einum vasa og látinn í hinn.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.