Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6, júnl, 1979 KOSNINGARNAR A ITALIU: Stjórnarkreppa áfram í gær varð ljóst að þingkosningarnar á ítaliu á mánudag höfðu sáralitlu breytt um stöðu stjórn- mála þar i landi og styrkleikahlutföll flokkanna. Mesta fylgisbreytingin varð hjá kommúnistum sem töpuðu 4%, mestu að likindum til Radikala (róttæka) flokksins. Kosningaþátttaka var 90.4%, 3% minni en I síðustu þingskosn- ingum i júni 1976. Fylgi helstu flokka i kosningunum til neðri deildar þingsins varð sem hér segir (innan sviga úrslitin 1976): Kristilegir demókratar 38,3% (38.7%), Kommúnistaflokkur Verkfall í Nicaragua Hvað gera Bandaríkjamenn? Allsherjarverkfall lamaöi nær alla starfsemi i helstu borgum Nicaragua á mánudag. Mikilvægustu samgöngutæki stöðvuðust og þorra verslana var lokaö. Þaö voru skæruliöasamtök Sandinista (FSLN) sem hvöttu til þessa verkfalls gegn stjórn Somozas forseta. Sandinistar hófu sókn i suðurhluta landsins i siðustu viku og var allsherjarverkfallinu ætlaö að vera liöur i þeirri sókn. Samhliða verkfallinu kom til vopnaöra átaka milli skæruliöa og svonefndra „þjóövaröliöa” Somozas i útborgum höfuöborg- arinnar Managua, næststærstu borg landsins Leon, og viöar. Atökin héldu áfram i gær. Somoza sjálfur, sem haföi skoraö á verkamenn aö taka ekki þátt I verkfallinu, lýsti þvi yfir aö núverandi sókn Sandinista sé enn umfangsmeiri en sú sem gerö var i september I fyrra, en henni lauk meö allsherjar uppreisn sem þjóövaröliöarnir böröu niöur af fádæma hörku. Sandinistar hafa skoraö á Evrópuriki aö slita tafarlaust öllu sambandi viö stjórn Somozas. 1 viötali sem Information (3.6) átti viö einn talsmanna Sandinista kemur fram aö þeir óttast aö bandarisk ihlutun kunni aö veröa Somoza til bjargar, en hann hefur um langt skeiö haldiö völdum sinum meö stuöningi Bandarikj- anna. Sandinistar telja aö takist aö fá riki Evrópu til aö slita sambandi sinu viö Nicaragua muni þaö gera Bandarikjamönnum erfiöara fyrir aö koma Somoza til hjálpar. stjórn kristilegra demókrata, sósialdemókrata og lýöveldis- sinna (Slík stjórn hlaut ekki traust þingsins fyrir kosningar), en sú stjórn yröi að reiöa sig á stuðning sósialista eða kommún- ista i þinginu. Fyrr i vetur neitaöi Andreotti kommúnistum meö öllu um þátttöku i rikisstjórninni, og sú afstaöa varö honum aö falli að lokum. Fyrirfram haföi veriö búist viö nokkru fylgistapi kommúnista, og á siöasta flokksþingi þeirra i vor kom fram talsverö óánægja meö þá stefnu (söguleg málamiölun) sem flokkurinn lagði alla áherslu á eftir kosningarnar '76. Virtist sem flokksforystan hyggöist i vaxandi mæli biöla til sósialista um samstarf. Ljóst er að þessar þingskosn- ingar hafa litlu breytt um mögu- leika italskrar rikisstjórnar til aö leysa vandamál auðvaldsþjóðfé- lagsins þar — mikla óreiöu I efna- hagsmálum, slæma stöðu gagn- vart EBE og gífurlegt atvinnu- leysi einkum meöal ungs fólks. — hg Giulio Andreotti: Enn viö sama vanda aö giima. italiu 30.4% (34.4%), sósialistar 9.8% (9.6%), MSI (fasistar) 5.3% (6.1%), sósialdemókratar 3.8% (3.4%), Róttækir 3.4% (1.1%), Lýöveldissinnar 3% (3.1%), frjálslyndir 1.9% (1.3%). Kristilegir demókratar fá 262 af 630 sætum i neöri deild þingsins, tapa einu þingsæti, en kommún- istar fá 201 sæti, tapa 26. Þetta er i fyrsta skipti frá lokum siðari heimsstyrjaldar sem Kommún- istaflokkur Italiu tapar fylgi i þingkosningum. Þaö er Róttæki flokkurinn sem eykur mestu viö sig, en sá flokkur hefur á oddinum ýmis lýöréttindabaráttumál og stefnumiö kvenfrelsis- og um- hverf isverndarsinna. Enginn starfhæfur meirihluti kom út úr þessum kosningum, og eitt helsta deilumál italskra stjórnmála, hvort hleypa eigi kommúnistum i stjórn, er eftir sem áöur óleyst. A samstarfsvilja flokkanna mun reyna 20. júní, en þá kemur þing saman til aö kjósa sér forseta og formenn þing- nefnda. Kommúnistar itrekuðu i gær kröfu sina um sæti i rikis- stjórn. Búist er við þvi að Giulio Andreotti foringi kristilegra og forsætisráðherra til bráðabirgða sitji áfram eitthvað fram eftir sumri. Andreotti hefur stungiö upp á OLÍUMÁLIN: Mikil óánægja er með niður greiðslur Bandaríkjamanna Helmut Schmidt kansiari Vestur-Þýskalands mun hitta Carter forseta aö málum i Bandarikjunum I dag og er búist viö aö viöræöurnar veröi helgaöar orkumálum. Mikil óánægja er meöal forystumanna rikja V-Evrópu meö viöbrögö Bandarrikjastjórnar viö oliu- kreppunni. Einkum hefur sú ákvöröun Bandarikjastjórnar aö greiöa niöur innflutta oliu til hitunar um 5 dollara tunnuna vakiö óánægju vestrænna stjórnmálaforingja. Forysturiki evrópsks kapitalisma lita á þessa ákvöröun sem tekin var algerlega án samráös viö þau sem tilraun Bandarikjamanna til aö auka enn RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumarafleysinga i Recovery á skurðstofu Landspitalans og skurðstofu Kvenna- deildar — eingöngu dagvaktir. Einnig vantar HJÚKRUNARFRÆÐINGA til sumarafleysinga á Barnaspitala Hringsins og endurhæfingadeild 13. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 29000 . Reykjavik, 6. júni, 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 sinn hlut i oliu heimsins. Utanrikisráöherra Frakka Poncet hefur þegar lýst óánægju stjórnar sinnar meö þessa ákvöröun og aö sögn Reuter eru ráöamenn i Bonn einnig reiöir Carter fyrir tiltækiö. Lengi hefur verið nokkur ágreiningur um utanrikismál milli Schmidts og Carters, þar sem þeim fyrrnefnda hefur fund- ist mannréttindaherferð hins siö- arnefnda tilgangslítið gaspur sem ekki sé til þess falliö aö bæta samskipti austurs og vesturs. Schmidt hefur llka látið þá skoöun i ljós aö Carter-stjórnin sé ekki nógu ábyggileg, ákvarðanir hennar séu oft teknar i skyndingu án samráös við bandamenn USA. Akvörðunin um niðurgreiöslu oliunnar viröist dæmigerð I þvi sambandi, en bendir jafnframt til þess að innbyrðis samkeppni auðvaldsríkjanna um oliu muni fara vaxandi á næstunni. — hg Kínverjar selja Egyptum vopn Anwar Sadat forseti Egyptaiands sagöi I ræöu sem hann héit yfir hermönnum I gær aö stjórn sin væri búin aö gera samning viö Kfnverja um vopnakaup. Sadat tilkynnti ekki nánar um innihald samningsins, en Reuter hefur eftir vestrænum sendiráösstarfs- mönnum í Egyptalandi aö Kinverjar hafi skuldbundið sig til aö selja Egyptum aö minnsta kosti 60 Mig-19 orustuflugvélar sem smlö- aöar eru I Kina. Sadat kvaðst mjög ánægöur meö þetta samkomulag viö Kinverja sem hann sagöi gert af þeirra hálfu án nokkurs pólitisks þrýstings á stjórn hans. Sovétrikin settu vopnasölu- bann á Egypta 1974 vegna aivarlegs ágreinings sem samkomulagiö viö Israel I vor jók enn á. Siöan Sovétmenn tóku þessa afstöðu hafa Frakkland, Bretland og Bandarlkin selt Egyptum vopn, og bætist Kina nú I þann hóp. AKUREYRI: Fímm manna íjölskylda á götunni eftir bruna Nýtt einbýlishús aö Reynilundi 1 á Akureyri brann tii grunna snemma á laugardagsmorguninn sl. Björguöust ibúar naumlega út, en ailir innanstokksmunir og aör- ar eigur fólksins brunnu. Þaö var húsbóndinn i næsta húsi sem kallaöi á slökkviliöiö um hálfáttaleytið um morguninn er hann vaknaöi viö aö rúöa I svefn- herbergisglugga hans sprakk viö hitann af brennandi húsinu. Stóð þá eldurinn útúr stofuglugganum á Reynilundi 1. Þar bjuggu Her- steinn Tryggvason, kona hans og þrjú börn og vaknaði dóttir hjón- anna um sama leyti og gat vakiö foreldra sina og systkini. Foröaöi fólkiö sér út á náttfötunum. Eldsupptök voru ekki ljós eftir rannsókn I gær, en giskaö á, aö kviknaö hafi I útfrá ofni I stof- unni, en hún var ekki enn fullfrá- gengin og ekki fariö aö nota hana. Aö sögn varöstjóra slökkviliösins barst eldurinn glfurlega hratt um allt húsiö og vildi hann ekki slst kenna þaö einangrun úr frauö- plasti. — Húsiö var byggt úr steyptum einingum, en timbur- klætt innan. Telur varöstjórinn varasamt aö nota þessa tegund einangrunar nema múraö sé yfir Innbú fjölskyldunnar var lágt vátryggt og lág trygging á hús- inu, þar sem það var enn ekki tal- iö fullbyggt. — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.