Þjóðviljinn - 06.06.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6, júni, 1979 ,,Iðna5uriiin verður vaxtar- broddur atvinnulífsins” Pétur Sæmundsen, bankastjóri, í samtali um skýrslu samstarfsnefndar um iðnþróun Helsta vandamál is- lensks iðnaðar í dag er hin lága framleiðslujfram- leiðni sem hefur þær af- leiðingar að hann er ekki samkeppnisfær og þar af leiðandi getur ekki borgað sinu starfsfólki betur en nú er. Við getum ekki gert þvi skóna, að iðnaðurinn verði sá vaxtarbroddur í at- vínnulifinu, sem oft er tal- að um, nema að sjá jafn- framt til þess að hann verði ekki lág-launa at- vinnugrein. Þannig mæltist Pétri Sæmund- sen bankastjóra i Iðnaðarbank- anum er Þjóðviljinn spjallaði við hann morgunstund eina um mál- efni iðnaðarins og þá sérstaklega það sem viðkemur gengismálum og lánamálum hans. Pétur er jafnframt formaður stjórnar (Jt- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins og átti sæti i samstarfsnefndinni um Iðnþróun. Aukið rekstrarf jármagn Pétur var spurður fyrst að þvl hvernig ætti að auka framleiðn- ina og bæta aðbúnað iðnaðarins. — Hvað viðvikur iðnaðinum al- mennt þá skiptir auðvitað megin- máli að hinn almenni aðbúnaður iðnaðarins i efnahagskerfinu. sé ekki lakari en aöbúnaður annarra atvinnuvega. Það verður að taka mið að þvi hvernig búiö er að iðn- aðinum i samkeppnislöndunum og kemur i þvi sambandi inn á mörg mál svo sem styrki, lána- mál o.fl. Ég tel mjög brýnt að iðnaðurinn fái aukið rekstrarfjármagn og var nefndin þeirrar skoðunar og leiðir rök að þvi að framleiðslu- geta iðnaðarins er ekki fullnýtt öðrum þræði vegna skorts á rekstrarfjármagni. Þá fer það eðlilega ekki á milli mála að fyr- irtækin sjálf þurfa að fylgjast með framvindunni i tækni og framleiðsluháttum. Þetta snýr að starfsfólkinu einnig þar sem það hefur ekki átt kost nema á mjög takmarkaðri fræðslu, fyrst og fremst vegna þess að fyrirtækin hafa ekki haft ráð á þvi aö veita slikt. Jöfnunargjaldið — Nú er I skýrslu nefndarinnar lagt til að jöfnunargjaldið svo- nefnda verði hækkað um tima úr 3% I 6%. Hvaða áhrif hefur það á þróun iðnaðarins? — Það er rétt niðurstaða, sem kemur fram i nefndarálitinu að aðlögunartiminn gagnvart EFTA og Efnahagsbandalaginu hefur ekki nýst sem skyldi. 1 sumum greinum iðnaðar er staðan jafn- vel verri en hún var fyrir 1970, þegar Island gerðist meðlimur i EFTA. Skýringar ber að leita i skorti á fjármagni og opinberum stuðningi, en á sínum tima sam- Rætt við tvo nefndarmenn úr samstarfsnefnd um iðnþróun um málefni iðnaðarins þykkti Félag islenskra iðnrek- enda inngönguna vegna þess að loforð var gefið fyrir þvi að geng- ið yrði að kröfum iðnrekenda ef á móti kæmi stuðningur og auknar fjárveitingar til iðnaðar. 1 fyrra var siðan sett á jöfnunargjald sem tekið er af innfluttum iðnað- arvörum, sem tollar voru lækkaö- ir á eða felldir niður samkvæmt samningi Islands við EFTA. Jöfnunargjald þetta var 3% og var þvi miður ekkiákveðið að þvi skyldi öllu varið til iðnþróunar. Akveðið var að um það bil 1/3 hluti þess skyldi ganga til rikis- sjóðs, vegna reiknaðrar útgjalda- aukningar, sem álagning gjalds- ins hefði fyrir rikissjóð. Þá var ákveðið að stórum hluta gjaldsins skyldi varið til þess að endur- greiða útflytjendum iðnaðarvara „uppsafnaðan söluskatt”, sem samkvæmt núverandi söluskatts- kerfi hleðst upp á ýmsum aðföng- um og orku ofl. Það má á hinn bóginn segja, að þessum fjárhæðum hefði rikis- sjóður átt að skila iðnaðinum á sama hátt og hann t.d. endur- greiðir tolla eftir ákveðnum regl- um, sem ofteknir hafa verið, án þess að fá til þess sérstakan tekjustofn. Þessi uppsafnaði sölu- skattur i kerfinu var lika aðalrök- semdin fyrir þessu gjaldi. Og á hana var fallist. Um aðlögunar- gjaldið, sem hefur nýverið verið samþykkt, gegnir öðru máli. Þvi á eingöngu að verja til sérstakra iðnþróunaraðgerða. Rökstuðningur okkar i þessu Pétur Sæmundsen máli var upphaflega sá, að hér væri um mótvægi af okkar hálfu alls konar styrkja og annarrar fyrirgreiðslu við iðnað i sam- keppnislöndunum. Á þetta atriði vil EFTA-EBE ekki fallast en munu væntanlega sætta sig við gjaldið, sem almennan stuðning Framhald á 18. siðu 31.12.77 31.12.78 Aukning Aukning Hlutfallsl. skipting Staða (m.kr.) (m.kr.) (m.kr.) (%) aukningar (%) Landb 9.818 15.966 6.149 62,6 46.5 Sjávarútv.. 13.856 18.428 4.571 33.0 34,5 Iðnaður.... 2.566 4.092 » 1.526 59,5 11,5 Annað 260 1.252 992 381.5 7,5 26.499 39.738 13.238 50,0 100,0 Hlutfalls- skipting Landbúnaður Sjávarútvegur Iðnaður Annað 31.12.77 ..(%) . .37,1 . . 52,3 .. 9,7 .. 0,9 100,0 31.12.78 ' (%) 40.2 46,4 10.3 3,1 100,0 Tafla þessi sýnir endurkaup Seðlabankans á afurðarlánum I árslok 1978. Þar sést hvernig iðnaðurinn er með mikiu iægra hlutfall f saman- burði við sjávarútveg og landbúnað. Guðmundur Þ. Jónsson formaöur Landssambands iðnverkafólks: ,Forysta ríklsvalds forsenda iðnþróunar „Séð frá bæjardyrum iðnverkafólks er megin- vandinn í íðnaði nú sú mannaf laþróun sem dregin er upp í skýrslu samstarfsnefndarinnar. Þar kemur fram að iðn- aðurinn mun væntanlega þurfa að taka við um 3000 nýliðum í arðbær störf fram til ársins 1982 miðað við óbreytta þátttöku kvenna. Haldi hlutur þeirra hins vegar áfram að vaxa, sem verið hefur, þá verður þessi tala 3900. Ef hins vegar er horft aðeins til lengri tíma t.d. til ársins 1987 þá hækkar talan um 2400 og verður 6300 störf, sem skapa þarf." Þannig mæltist Guðmundi Þ. Jónssyni formanni L.andssam- bands iðnverkafólks i uþphafi viðtals sem Þjóðviljinn fór fram á að taka við hann vegna útkomu skýrslu samstarfs- nefndar um iðnþróun, en Guðmundur sat i þeirri nefnd og vegna þingsályktunartillögu i ð n a ð a r r á ð h e r r a um framkvæmd iðnaðarstefnu, sem lögð var fyrir Alþingi nokkru fyrir þingslit. — Ég vil gjarnan að það komi fram, sagöi Guðmundur, að nefndarmenn I samstarfsnefnd- inni lögðu sig mjög fram um að skila sameiginiegu áliti og nefndarstörf einkenndust ekki af verulegum ágreiningi, þó svo að mismunandi skoðanir væru kynntar. Nefndarmenn voru sammála um að það sem menn væru sammála um skipti meira máli en ágreiningurinn. — Nú hefur þú nefnt hver er helsti vandinn sem steðjar að iðnaðinum, séð frá sjónarhóli iðnverkafólks, með fullri virðingu fyrir öðrum mikilvæg- um vandamálum. Hverjar eru lausnirnar á þessum vanda. Hvernig á að búa iðnaðinn undir að taka við þessum fjölda nýliða? Forysta ríkisvalds nauðsynleg — 1 skýrslunni eru sett fram ákveðin markmið, sem þegar hafa veriö kynnt I Þjóðviljan- um. Þessum markmiðum verður ekki náð nema til komi veruleg forysta af hálfu rikis- valdsins. 1 þvi sambandi ber að leggja áherslu á að iðnaðurinn njóti sambærilegrar fyrir- greiðslu og litið sömu augum á hann og qörar greinar atvinnu- lifs i islenska efnahagskerfinu. Það er staðreynd að það hefur aldrei verið gert neitt sérstakt fyrir iðnaðinn i þessu landi. hann hefur verið hálfgerö horn- reka og efnahagsráðstafanir stjórnvalda hafa ekki miðast við þarfir hans, þótt hann hafi hins vegar notið góðs af sumum að- gerðum sem framkvæmdar hafa verið i þágu annarra atvinnuvega. Ástandið er nú orðið þannig aö ekki verður lengur hjá því komist að taka breint tillit til þarfa hans. Sterkust rök fyrir þessu er aö sjálfsögðu sú staöreynd að eng- inn atvinnuvegur getur tekið við Guðmundur Þ. Jónsson fjölguninni á vinnumarkaðinum nema iðnaðurinn. Tollamál og f járveiting íólestri — Hver eiga þá aö verða fyrstu skrefin til að jafna þennan aðstöðumun? — Ég vil nefna tvennt sem ég tel mjög brýnt, þótt hér þurfi að koma til ákafíega margar og flóknar aðgerðir, en það eru tollamál og fjárveitingar til iðn- aðarins. Þar stendur iðnaðurinn mjög höllum fæti. Það er ekkert launungamál að tollar á aðföng iðnaðarins, s.s. hráefni, hjálparefni, rekstrar- vörur, umbúðir, vélar, tæki o.s.frv. er þróun samkeppnis- iðnaðarins fjötur um fót. Nefnd- in leggur brýna áherslu á að hér komi til niðurfelling. A sama hátt þá er ekki hægt aö búast við neinni iðnþróun á meðan iðnaðurinn er látinn sitja i fjársvelti. Þegar taldar eru allar fjárveitingar sem varöa þróun atvinnuveganna þá hafa framlögin meir en tifaldast frá árinu 1973 hjá sjávarútvegi, meir en áttfaldast i landbúnaði, en ekki nema 6-faldast í iðnaði þrátt fyrir tilkomu jöfnunar- gjaldsins. — Þarfekki að taka verðlags- málin til einhverrar endur- skoðunar aö þinu mati? — Verölagslöggjöfin þarf að vera þannig úr garði gerð að islenskar iðnaðarvörur geti verið samkeppnishæfar við innfluttar samskonar vörur. t mörgum iðngreinum er þetta nokkurt vandamál. Kaupendur iðnaðarvara festa frekar kaup á innfluttum vörum, en þeim sem framleiddar eru i landinu, og þarf að haga verölagslöggjöf- inni þannig aö kaupum er frekar beint að innlendum vörum. Mikilvægi menntunar — Nú er I skýrslunni lögð mikil áhersla á að framkvæmd heildarstefnu I iðnaði geti ekki komið til nema með breyttri menntastefnu. Hver á aö vera sú menntastefna sem styöur við bakiö á iðnþróuninni? — Hér kemur einkum tvennt tii að minu mati. I fyrsta lagi þarf aö auka og endurbæta starfsþjálfun á vinnumarkaðin- um sjálfum. Sérhæfing I iðnaði hefur aukist mikið á undanförn- um árum, sem krefst sérmennt- aðs starfsliðs. Við hjá Lands- sambandi iðnverkafólks Iiöfum rætt mikiö um þetta og ályktað á þingum. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að koma til og endur- mennta sitt starfslið meö námskeiðahaldf, I samvinnu við samtök iönverkafólks. I öðru lagi þarf að aðlaga núverandi framhaldsskólakerfi meir að þörfum atvinnu- veganna og þá eðlilega iönaðar- ins til þess að það unga fólk sem er á leiö út úr skólunum sé betur I stakk búið til að taka við sérhæfðum verkefnum i iðn- aðinum. — Að lokum, Guðmundur. Nú er i skýrslunni lögð megin- áhersla á að auka framleiðni i iðnaði. Hvernig snertir það hagsmuni iðnverkafólks? — Það er staðreynd að framleiðni i islenskum iðnaði er lág i samanburði við nágranna- löndin. Það er hins vegar mis- skilningur að aukin framleiðni þýði aukið álag á einstakling- inn. Með þvi að auka framleiðn- ina þá verða fyrirtækin að bæta skipulag og vélakost sinn, svo og stjórnun sem I mörgum til- fellum er mjög ábótavant. Hins vegar er fyrirtækjunum gert kleift að borga hærra kaup með aukinni framleiðni og það eitt varðar hagsmuni iðnverkafólks stórlega. Iðnverkafólk tekjulægst Ég vil koma þvi að hér að tekjur iðnverkafólks eru lægri en annarra þjóðfélagshópa. Þó svo að launataxtinn sé sam- bæriiegur við það sem gengur og gerist, þá eru möguleikar á yfirvinnu I iðnaði nánast engir og yfirborganir þekkjast þar ekki I samanburði við aðrar at- vinnugreinar. Iönverkafólk kemur þvi út sem tekjulægsti þjóðfélagshópurinn á Islandi. Þessum vanda verður að okkar mati ekki mætt með þvi aö auka yfirvinnu og helgarvinnu, ’heldur aðeins meö þvi að bæta aðbúnaö fyrirtækjanna svo þeim verði mögulegt aö greiða hærra kaup. Þó er ég ekki með þessu að segja að iðnaðurinn geti ekki borgað hærra kaup en hann gerir i dag. Að lokum vil ég segja þetta: Ég legg mikla áherslu á það þegar nýiðnaðarverkefni eru valin, þá á það val að miðast við aö sá iðnaður geti boðið upp á góö kjör þannig að starfsfólk i iðngreinum þurfi ekki að vera eftirbátar annarra hvað varðar kaup og kjör.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.