Þjóðviljinn - 06.06.1979, Side 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6, júni, 1979
Páfi fer
sigurför um
Pólland
Jóhannes Páll páfi hefur veriö i
heimsókn i Póllandi undanfarna 5
daga og hefur honum veriö mjög
vel tekiö bæöi af yfirvöldum og
almenningi.
í fyrradag sóttu 500 þúsund
manns helgiathöfn páfa viö
klaustriö Czestochowa sem er
einhver helsti pilagrimsstaöur
pólskra kaþólikka.
í ræöum sinum hefur páfi lagt
áherslu á frelsi kirkjunnar undan
afskiptum rikisvaldsins. Hann
mun þinga meö kaþólskum
biskupum i Póllandi, en
kaþólskra kirkjan hefur verið
mjög sterk þar og er heimsókn
páfa álitin sigur fyrir hana.
Af móttökunum sem páfi hefur
fengiö hafa fréttaskýrendur
viljað ráöa aö ráöamönrum i
Póllandi sem mikiö i mun aö
halda vinsamlegum samskipum
við kirkjuna.
Truflanir á
innanlands-
flugi í gær
Truflanir uröu á innanlands-
flugi i gærmorgun vegna veikinda
flugumferöarstjóra. Sex feröir
féllu niöur þar sem veöur leyföi
ekki sjónflug. Eftir hádegi birti til
og þá hófst fiug aö nýju.
Enn situr allt viö þaö sama i
deilum flugumferðarstjóra og
fjármálaráðuneytisins vegna
skipunarbréfa flugumferðar-
stjóra.
Að sögn Páls Gestssonar sem
sæti á i stjórn félags flug-
umferðarstjóra hefur
fjármálaráðherra bannað aö
fariö sé eftir bréfunum. „Algjört
áhugaleysi viröist meöal
ráöamanna um aö leysa deiluna
og er þaö einkar bagalegt nú þar
sem leyfi eru hafin og ekki fást
menn til afleysinga”, sagði Páll
aö lokum.
—ká
Glæsimark
Framhald af bls.15
handarbrotinn, örn og Siguröur 1
leikbanni og Stefán og Guömund-
ur þurftu aö yfirgefa vÖUinn i
fyrri hálfleik vegna meiösla.
Þrátt fyrir þetta böröust þeir vel
aö vanda, en misstu einbeitnina i
lokin ogtöpuöu. Einhvern veginn
fannst manni, aö vörnin og mark-
vöröurinnheföuátt aö geta komiö
i veg fyrir tvö þessara marka.
Bestan leik áttu Vilhelm og Sæ- !
björn, en annars var liöiö ákaf-
lega jafnt. Nokkra athygli vakti
ungur strákur, Jósteinn Einars-
son, sem tók stööu Ottós.
Skagamenn áttu ekki góöan leik
i gærkvöldi og einhvern veginn
var búist viö meiru af þeim.
Framlina þeirra var ákaflega
slöpp og þaö þurfti tengiliö til
þess aö skora mörkin. Vörnin var
betri hluti liösins meö Jón Gunn-
laugs sem besta mann. Einnig
áttu Sveinbjörn, þriggja marka
og Kristján ágæta spretfi.
Dómarinn, Hjörvar Jensson,
var slakur I fyrri hálfleiknum, en
lagaðist i þeim seinni og
skemmtilegt var aö sjá þaö
hvernig hann meöhöndlaöi vælu-
kjóaháttinn I Sveinbirni eitt sinn.
Hann hreinlega lét leikinn halda
áfram.
Staðan i 1. deild er nú þessi:
Akranes 3 2 1 0 6—3 5
Keflavik 3 1 2 0 4—0 4
Valur 3 1 2 0 5—2 4
IBC 2 1 1 0 2—0 3
Fram 2 1 1 0 4—2 3
KR 2 1 1 0 2—1 3
KA 2 1 0 0 5—4 2
Vfldngur 3 1 0 2 3—8 2
Þróttur 2 0 0 2 1—4 0
Haukar 3 0 0 3 1—7 0
Allsherjarverkbann
Framhald af bls. 1.
þjónustu viö þá er slika flutn-
inga annast.
4. Vélgæslu og vörslu fasteigna,
framleiöslutækja, afuröa og
annarra verðmæta.
5. Verslunar meö bensin, oliur og
oliuvörur, afgreiöslu oiiuskipa
og oiiufiutninga.
6. Smásöluverslunar meö mat-
vörur.
7. Vinnu viö útgáfu, prentun og
dreifingu dagblaöa.
8. Dreifingu áburöar og fóöurbæt-
is.
9. VSt veitir undanþágur vegna
nú ðfyrirséöra knýjandi nauö-
synja og ótalinna þjóöfélags-
legra mikilvægra starfa eftir
nánari ákvöröun á hverjum
tima.”
Herbragð
Framhald af bls. 20.
Af deilunni sem slikri er það
hins vegar að frétta aö engin
hreyfing er sjáanleg og ekki hefur
verið haldinn fundur I meir en
í viku. Ekki heföi heldur verið boö-
I aður neinn fundur enn og sæti þvi
! allt klossfast, sagöi Gissur aö lok-
um.
Þjóöviljinn reyndi árangurs-
laust aö ná tali af Guölaugi Björg-
vinssyni forstjóra Mjólkursam-
sölunnar, til aö bera undir hann
þessar staöhæfingar mjólkur-
fræöinga.
— Þig
Iðnaðurinn
Framhald af 6. isiðu.
viö ísl. iönaö, sem eigi i erfiöleik-
um.
Þótt hér sé ekki um stóra fjár-
hæö aö ræöa þá tel ég þetta vera
þýöingarmikiö iðnaöarpólitiskt
mál og viöurkenningu á þvi aö
iönaöurinn hefur ekki notiö sam-
bærilegra kjara á við aöra at-
vinnuvegi.
— 1 skýrslu nefndarinnar er
lagt til aö gengi veröi miöaö viö
þarfir iönaðarins. Hver er skoöun
þin á þessu?
Gengi miöað við iðnað?
— Ég tel ekki raunhæft aö
gengiö veröi skráö I samræmi við
hagsmuni iönaöarins. Hins vegar
er þaö annaö mál aö tekiö sé tillit
til hagsmuna iönaöarins þegar
gengi er skráð. Viö erum ekki aö
fara fram á aö hagsmunir iönaö-
arins veröi teknir fram yfir hags-
muni annarra atvinnugreina. Við
bendum hins vegar á aö gengið er
oröiö iönaöinum jafn mikilvægt
og þaö er sjávarútveginum. Þess
vegna veröur aö taka tillit til okk-
ar þarfa einnig. Sem dærpi má
nefna aö I fyrra geröi rikisstjórn-
in samkomulag viö útflytjendur
sjávarafuröa um aö tryggja þeim
hærra verð fyrir afuröir sinar, en
gengiö var skráö á. A sama tima
___&
SKtPAUTGCRB RIKISINS
Ms. Baldur
fer frá Reykjavik þriöjudag-
inn 12. júni til Breiöafjaröar-
hafna. Vörumóttaka á
mánudag og til hádegis á
þriöjudag. Rlkisskip.
Pípulagnir
Nylagnir, breyting-
ar, hitaveitutenging-
ar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin)
DIOOVIUINN
Auglýsmgasimi
Þjóðviljans er
8-13-33
Blaðberar
óskast
AUSTURBORG:
Skriðustekkur (sem
fyrst)
VESTURBORG:
Tjarnargata (sem fyrst)
DJOÐVIUINN
Siðumúla 6, simi 8 13 33
• Blikkiðjan
Asgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
t
Inniiegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö
andlát og útför
Aðaibjargar Guðnadóttur Kúld
Fyrir hönd vandamanna
Arinbjörn Kúld
varö útflutningsiönaöurinn aö
sætta sig viö hiö skráöa gengi.
Til skýringar má nefna þaö
dæmi, aö þær aöstæður séu fyrir
hendi, ab laun og innlendar kostn-
abarhækkanir hafi valdiö þvi, aö
fiskvinnslan sé komin I þrot og i
ráði sé aö lækka gengiö þess
vegna. En i sama mund veröur
verðhækkun á fiskafuröum er-
lendis, sem leysir vanda sjávar-
útvegsins. Genginu er haldiö
óbreyttu, en útflutningsiönaöur-
inn situr uppi með fyrirsjáanlegt
tap og óleyst vandamál.
Breytt útlánastefna
— Af skýrslu samstarfsnefnd-
arinnar má ráöa aö ein af mikil-
vægustu aðgeröum sem þörf er á
er breytt útlánastefna bankanna.
1 hverju fælist þessi breytta
stefna?
— Nú þegar er nefnd starfandi
á vegum iönaöarráöuneytisins
sem fjallar um þessi mál, en
þetta lýtur fyrst og fremst aö
rekstrarlánum til iönaöar. Hins
vegar þá er núverandi afuröa-
lánakerfi mjög óhagsætt iönaðin-
um. Þaö hefur valdiö þvi aö sifellt
stærri og stærri hlutur af útlána-
aukningunni ár hvert hefur veriö
endurkeypt af Seölabankanum,
sem þýöir sifellt minna og minna
sem fellur i hlut iönaöarins, en
aukningin oröiö meiri hjá land-
búnaði og sjávarútvegi.
Ég vil nefna nokkrar tölur
þessu til staðfestingar. t árslok
1978 námu heildarendurkaup
Seölabankans um 40 miljörðum
króna. Hlutur iönaöar var um
10%, landbúnaðar 40% og sjávar-
útvegs 46% og vegna sivaxandi
þunga endurkaupanna i heildar-
útlánum bankanna eins og ég gat
um áöur, hefur hlutur iðnaðar i
þeim minnkaö úr 12% árib 1971 i
11,2% áriö 1978 þ.e. á aðlögunar-
timanum. Á hinn bóginn hefur
hlutur landbúnaöar vaxiö úr 9,9%
116,9% og sjávarútvegur úr 14,5%
i 23,5%.
Fyrsta skrefið er þvi ab breyta
hlutfallinu milli atvinnugrein-
anna hvaö varöar endurkaup
Seölabankans.
— Aö lokum Pétur, hvert á aö
vera hlutverk Ctflutningsmiö-
stöövarinnar i þróun iönaöar á
íslandi?
útf lutningsmiðstöðin
— Samstarfsnefnd um iönþróun
leggur rika áherslu á, aö Cltflutn-
ingsmiðstöð iðnaöarins veröi efld
i samræmi við það hlutverk, sem
henni er ætlaö aö sinna og aö
rekstrarkostnaður hennar veröi
greiddur af fjárlögum. Ennfrem-
ur leggur nefndin til, aö hlutverk
stofnunarinnar veröi vikkaö og
henniheimilaö aö veita eftir föng-
um aöstoð viö innlenda markaös-
starfsemi iönfyrirtækja og iön-
lÍÞJÓDLEIKHÚSIfl
A SAMA TIMA AÐ ARI
fimmtudag kl. 20
laugardag kl. 20
Fáar sýningar eftir.
STUNDARFRIÐUR
föstudag kl. 20
sunnudag kl. 20.
greina, sem hafa möguleika til
útflutnings, þannig aö byrjaö sé
meö abgeröum á heimamarkaöi.
1 þessu sambandi vil ég sér-
staklega benda á, hve nágranna-
þjóðirnar hafa aö undanförnu lagt
gifurlega aukna áherslu á mark-
aðsstarfið og uppbyggingu mark-
aðsstofnana sinna og þá fyrst og
fremst á siöustu 5 árum, eftir aö
breytinga á samkeppnisaöstöö-
unni fór aö gæta fyrir alvöru i
kjölfar oliukreppunnar. A sama
tima og efling markaösviöleitni
fyrir iðnaðinn á erlendum mörk-
uðum hafa tæplega veriö til um-
ræðu hér á landi, og fjárveitingar
til Otflutningsmiöstöövar iönaö-
arins hafa staöið svo til i staö i
krónutölu, þrátt fyrir óöaverö-
bðigu og rekstur einkennst af si-
felldum fjárskorti, hafa framlög
til sambærilegrar starfsemi t.d. á
Noröurlöndum margfaldast, auk
margvislegrar annarrar fyrir-
greiöslu viö útflutning.
Hér þarf þvi að veröa breyting
á.
Mótmæla
Framhald af 5. siðu.
harðlega. Einnig mótmælir
fundurinn harölega þeirri
fáránlegu reglugerðarsetningu
sem nýlega hefur veriö kynnt af
forsætisráðuneytinu um fram-
kvæmd á greiöslum visitölubóta
skv. Ólafslögunum,en þar er fólki
mismunaöum bótagreiöslur, ekki
abeins eftir launaupphæöum eöa
launakerfum sem þaö tekur laun
samkvæmt, heldur einnig eftir
þvi hvaöa launamannasamtökum
þaö tilheyrir. Auk þessa ranglæt-
is, veröur heldur ekki séö aö
launaútreikningur skv. reglugerb
þessari sé framkvæmanlegur.
Enda lögin og reglugerðin
unnin af hinum sömu sérfræö-
ingum og embættismönnum sem
mótaö hafa efnahags- og kjara-
mál fyrri rikisstjórna.
Fundurinn varar stjórnvöld
alvarlega viö slíkri valdnlöslu og
hvetur félög innan SBM að vera
viö þvi búin aö þurfa innan tiöar
að verja kjör sin eftir hinum
gömlu heföbundnu leiðum, ef
stjórnvöld og atvinnurekendur
sverjast aö nýju i fóstbræöralag
um aö rýra kaupmátt almennra
umsamdra verkalauna.”
Aðalfundur útgáfu-
félags Þjóðviljans
Aöalfundur Utgáfufélags Þjóö-
viljans hefur veriö boöaöur og
veröur hann haldinn þriöjudaginn
12. júni 1979.
Aöalfundurinn veröur haldinn
aö Grettisgötu 3 og hefst kl. 17.
Fundarboð veröur sent félags-
mönnum meö bréfi ásamt úr-
dráttum úr reikningum blaösins.
Minnum á mið-
st j órnarf undmn
Miöstjórn Alþýöubandalagsins
hefur veriö kölluö saman föstu-
daginn 8. jdni aö Grettisgötu 3.
Fundurinn hefst kl. 17 á föstudag
og veröur fram haldib á laugar-
dag.
A dagskrá miöstjórnarfundar-
ins eru fjórir liöir. Svavar Gests-
son heldur framsöguræöu sem
hann nefnir „Vegamót I stjórnar-
samstarfinu”. Hjörleifur
Guttormsson hefur framsögu um
iönaöar- og orkumál. Þá veröur
rætt um flokksstarfiö og loks er
liöurinn önnur mál.
alþýöubandalagiö
Tilkynning til styrktarmanna Alþýðubandalagsins.
Styrktarmenn ABL eru vinsamlega minntir á aö greiöa giróseöiana
fyrir mánaöamótin. — Alþýöubandalagiö.
Alþýðubandalagið i Reykjavík
FLOKKSFÉLAGAR
Nú liöur aö aöalfundi og enn eru nokkrir, sem ekki hafa greitt félags-
gjöld fyrir áriö 1978. Hafiö samband viö skrifstofuna Grettisgötu 3 hiö
fyrsta. Opiö milli kl. 9—17 slmi 17500. — Gjaldkeri og starfsmaöur.