Þjóðviljinn - 16.06.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 16. júní 1979 Af morgundeginum Ámorgunerþjóðhátíðardagur tslendinga. Á morgun er afmælisdagur Jóns forseta. Á morgun verður það— líkt og á fæðingarhátíð frelsarans, jólunum — að einhuga þjóð horfir vonglöð framá veginn þó illfær sé um þessar mundir, aurbleyta víða og — eins og sveita- maðurinn sagði í sjónvarpinu á dögunum — „ekkert hægt að komast fyrir drullu '. Á morgun er 17. júní. í fréttatilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd er það tekið fram að hátíðahöldin muni fara f ram með sigildum hætti sem endranær, „með nokkrum útúrdúrum þó". Reynslan sýnir að það er grundvallaratriði, þegar efnt er til þjóðhátíðahalds, að velja þá , staði til gleðinnar er líklegir eru til að laða að sér áhorfendur að gríninu, sem fremja á, því eins og meðhjálparinn sagði forðum þegar að- eins ein kelfing mætti til messu, en söfnuður- inn, organistinn og presturinn létu ekki sjá sig: „lllt er að messa þegar enginn mætir, en messum samt". Þjóðhátíðarnefnd setti því á laggirnar þessu sinni sérstaka nefnd til að kanna það hvert fólk, og þá einkum unglingar, hefðu helst sótt á umliðnum öldum þegar til stóð að gleðjast á góðri stund. Fljótlega kom í Ijós að veruleg orsakatengsl voru milli staðavals og þess fyrirbrigðis í mannlíf inu, sem kallað hef ur verið ást. M.ö.o. unglingarnir virtust helst vilja dvelja þar sem þau gátu sem óáreittust látið sér þykja vænt um hvert annað. Og þá var að finna þessa staði. Eftir yfirgripsmiklar rannsóknir komst nefndin að þeirri niðurstöðu að í aldaraðir hefði „Rúnturinn" í Reykjavík, gamli kirkju- garðurinn og Nauthólsvíkin verið kjörstaðir elskenda, en auk þess fjölmörg íbúðarhús innan borgarmarkanna og heyhlöður hesta- manna á vegum Fáks í Víðidal. Ég hef þá sérstöðu að búa á þeim stað í mið- borg Reykjavíkur, sem hægt er að fylgjast náið með þróun utandyra-ástarlífs miðbæjar- ins. Það blómstrar helst á Tjörninni og svo að sjálfsögðu í gamla kirkjugarðinum, eins og áður er getið. Sá sem f yrstur vakti á prenti at- hygli á notagildi kirkjugarðsins til samdráttar er vafalaust Þórbergur, enda eru þar öll skil- yrði fyrir hendi til að „gera hitt" eins og meistari Þórbergur kallaði það. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er til fólk, sem lítur umsvif náttúruunnenda í kirkjugarðinum hornauga, og dettur mér í því sambandi í hug bókað svar tveggja unglinga, sem lögreglan færði til yfirheyrslu vegna „þessa athæfis" í umræddum kirkjugarði: Húsnæðis í neyðunum nauðsyn er að kætast. Þegar liggjum við á leiðunum, lífið og dauðinn mætast. En hvað um það, þjóðhátíðarnefnd ákvað sem sagt með hliðsjón af því hvað gamli kirkjugarðurinn hefur alla tíð notið ómældra vinsælda meðal æskufólks Reykjavíkurborg- ar, að láta hátíðahaldið á morgun hefjast í gamla kirkjugarðinum strax í fyrramálið. Síðan verður slóð ástarinnar þrædd suður í Nauthólsvík, en þar munu í „læknum góða" valdir einstaklingar úr tveim þrýstihópum til að leika listir sínar eins lengi og úthald leyfir. Um kvöldið verður síðan farið á þann hluta gamla Rúntsins, sem nefndur hefur verið Hallærisplan og þarf ekki að efast um að þar verður, ef að vanda lætur, góð gleði í þjóðhá- tíðaranda. Til stóð að hafa messu í einni af hesthús- hlöðum Fáksmanna í Víðidal, en frá því var horfið vegna þess að heybirgðir voru þrotnar og skilyrði því ekki nægilega góð. Hátiðahöldin munu án efa rísa hæst með flutningi á Ijóði dagsins í hefðbundnum stíl. Þetta Ijóð er jafnaðarlega ort af einhverju af góðskáldum þjóðarinnar, sem er innundir hjá nefndinni og er borgað ríflega fyrir. Þessi Ijóðalestur er nefndur „Ávarp Fjall- konunnar", og verður Ijóð morgundagsins ein- hvernveginn svona: ÉG ELSKA ÞIG tSLAND ó island, ó land mitt, mín kæti, min kvöl, min köllun, minn draumur, sem ætlar að rætast, mitt hjarta, minn hugur, minn bikar, mitt böl, min básúna og harpa í hjartanu mætast. ó hæðir, ódalir, ó firðir, ó fjöll, ó fossar og jöklar með hátignar skalla, ó klettur, ó drangur, þér trygglyndu tröll, með trega ég sæll mér í skaut yðar halla. Og óp mitt í fjarska, sem bergmálar blítt mót bláhvitum himni í þögn sinnar stærðar mun óma til baka sem notað og nýtt, ég nýt þess við eld vorrar heilögu mærðar. Já, nú verður fagnað á feðranna slóð, vér förum á skallann þótt landsbúar svelti, og æskan mun gleðjast svoástrík—og óð æða um bæinn með veigar i belti. En eftir að hátíð er gengin um garð vér gáum til skýja og þungbúnir hugsum. Hvað fengu þeir nýfæddu aftur í arð? Ef til vill barasta kúkinn í buxum? Flosi Fréttaskyring Á mánudag undirrita Carter og Brésnjef SALT-2 samkomulagið i Vínarborg. Samkomulaginu hefur verið misjafnlega tekið, en stuðningsmenn slökunar- stef nu og f riðsamlegrar sambúðar haf a yf irleitt tekið því vel. SALT er skammstöf un á Strategic arms limitations treaty eða samkomulag um takmörkun langdrægra vopna. Núverandi samkomulag er annað í röðinni undir þessu heiti, það fyrra var gert 1972. SALT-2 og vígbúnadur Bandaríkjanna Draumsýn 1 raun er sú takmörkun sem felst I samkomulaginu mjög lit- il, i þaö minnsta hvaö Bandarik- in varöar. Bandarikjastjórn er um þessar mundir aö auka út- gjöld sin til hermála og yfirlýs- ingar hennar veröa æ herskárri þegar taliö berst aö vörn „bandariskra hagsmuna”. Meginatriöi samkomulagsins eru: — Báöir aöilar lofa aö tak- marka fjölda skotpalla fyrir langdræg flugskeyti og sprengjuflugvélar viö 2400 fram aö áramótum 1981. Eftir þaö, og þar til samningurinn gengur úr gildi 1985 á talan aö vera 2250. — Innan þessa heildarramma eru ýmis ákvæöi um fjölda ein- stakra geröa flugskeyta (eftir þvi hvort þeim er skotiö af landi, úr kafbátum eöa flugvélum). — Sprengjuflugvélar mega ekki bera fleiri en 28 flugskeyti (cruise missiles) hver. — Flugskeyti á landi megi ekki bera fleiri en 10 kjarnaodda hvert og flugskeyti um borö i kafbátum ekki fleiri en 14. — Meöan samningurinn er i gildi leyfist hvorum aöilanum um sig aö þróa eina nýja tegund flugskeyta sem skotiö er af þurru landi. Engin hliöstæö ákvæöi gilda um ný flugskeyta- kerfi i kafbátum. Augljóst er aö samkomulagiö nær mjög skammt i þá átt aö takmarka vigbúnaöarkapp- hlaupið eða fjölda kjarnorku- vopna. Þykir sumum sem sam- Vance utanrikisráöherra og Brown varnarmáiaráöherra kynna efni samkomulagsins. samkomulagi eða búast viö of miklu af þvi. Frá þvi fyrra SALT- samkomulagiö gekk i gildi og til þessa árs fjölgaöi kjarnaoddum Bandarikjahers úr 4600 i 9000. Samkvæmt nýja samkomulaginu er fjöldi þeirra „takmarkaöur” viö 17000. Þó SALT-2 samkomulagiö gangi ekki lengra en þetta mun Carter eiga erfitt meö aö fá staöfestingu þingsins á þvi. Þaö eru haukarnir i öldungadeildinni sem kunna aö reynast honum skeinuhættir. Þeir ráöa 1/4 at- kvæöa i deildinni og þurfa litlu aö bæta við sig til aö geta komið i veg fyrir aö stjórnin fái þá 2/3 hluta atkvæöa sem hún þarf til aö samkomulagið öölist gildi. Ötti þeirra viö samdrátt i bandariskum vigbúnaöi og vax- andi yfirburöi Rússa viröist al- gerlega úr lausu lofti gripinn. Bandarikjamenn eru þegar teknir til viö aö þróa þaö nýja flugskeytakerfi sem samkomu- lagiö leyfir þeim. Þaö nefnist „MX blockbuster” og mun kosta komulagiö miöi yfirleitt ekki i þá átt. Og veruleiki Af þeim vigvélum sem nefnd- ar eru i fyrsta liö ráöa Banda- rikjamenn nú yfir 2058 (auk 224 sprengjuflugvéla sem hefur ver- iö lagt). Samkvæmt samkomu- laginu geta Bandarikjamenn þvi beiniinis bætt viö sig fram til 1981. Þá þurfa Bandarikin aö- eins aö losa sig viö 32 þeirra sprengjuflugvéla sem hvort eö er hefur veriö lagt. Þá má og benda á aö þó sam- komulagiö takmarki fjölda flug- skeyta i sprengjuflugvélum viö 28, geta núverandi vélar aöeins borið 20. Þaö er þvi óþarfi aö fyllast neinni bjartsýni yfir þessu 40 miljarða dollara. Banda- rikjaher er lika aö flýta smiöi kjarnorkuknúinna kafbáta af geröinni Trident og þeirra Trident-II flugskeyta sem viö á aö éta. Tíðindi af Austurvíg- stöðvum? Samkvæmt fjárlögum Carters fyrir 1980 eru útgjöld til varnar- mála aukin um 10 miljarða doll- ara. Þaö er lika veriö aö þróa ný tæki til „heföbundins striös- reksturs”, þ.á m. nýja orustu- þyrlu, Pershing-II flugskeyti, þyrlu sem ætlaö er aö vinna á kafbátum, og svonefnda X-M skriödreka og fallbyssur. Harold Brown varnarmála- ráöherra spáir þvi, aö þaö fé sem Pentagon fær til ráöstöfun- ar veröi komiö upp i 178 milj- aröa dollara eftir 5 ár, sem er 44% aukning miöað við 1979. Það á aö heita svo aö meö þessu sé veriö aö framkvæma nauösynlega epdurnýjun. En Bandarikjaher ætlar ekki aö láta þar viö sitja. Hann ætlar aö koma sér upp nýrri flotadeild á Indlandshafi til að gæta hags- muna Bandarikjanna i Miðaust- urlöndum. Á flotadeild þessi aö hafa aðsetur á eyjunni Diego Garcia. Þaö stendur lika til aö koma upp herútboöskerfi sem haft væri til taks ef meö þyrfti eöa ef innleiða ætti herskyldu aö nýju. Hefur Carter fariö fram á 5 miljónir dollara frá þinginu til aö undirbúa þaö. Hvaö sem liöur afvopnunar- ræöum I Vin þessa helgi er þvi ljóst að Bandarikin eru aö auka vigbúnaö sinn til mikilla muna. Og þráfaldlegar yfirlýsingar bandariskra ráöamanna þess efnis aö Bandarikin muni ekki „þpla annaö tran” sýna lika hvert markmiö þess vigbúnaöar er. (Heim.: Intercontinental Press,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.