Þjóðviljinn - 16.06.1979, Page 12

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. jtinl 1979 Hljómleikar í Höllinni á þriöju- daginn Magnús og Jóhann tóku upp gamla þráöinn FINGRARÍM Umsjón: Jónatan Garðars^.. Egill stýrir Þursunum á sannfærandi hátt. Þursaljós í bænutn í vikunni var all- nokkuð um dýrðir i tón- listarlifi borgarbúa. Á þriðjudagskvöldið héldu Þursaflokkurinn Ljósin i bænum og Magnús og Jóhann tón- leika i Höllinni og á miðvikudagskvöldið héldu jazzmeistarar- inrir i Musica Quatro tónleika í Norræna hús- inu, fyrir utanför sina til Færeyja. I Laugardalshöll var ágæt aö- sókn, en þó munu ekki hafa ver- ið seldir nema 1500-1700 miðar, sem er svipað og var á tónleik- um H.L.H. flokksins nú um dag- inn. Tónleikarnir hófust nokkuð eftir áætlaðan tima eins og hefö viröist vera orðin með islenska popptónleika, þó svo að allir listamennirnir séu löngu tilbún- ir baksviðs. „Við megum ekki svíkja áhorfendur okkar með þvi að byrja á rðttum tima”, sagði einh'ver úr hópnum. „Fólk er svo vant þvi að góðir tónleik- ar hefjist of seint, svo við ætlum ekki að æsa okkur fyrr en svona 5-10 minútur yfir 9.” Ahorfendurnir, sem flestir voru á aldrinum 14-25 ára, þó nokkrir eldri og yngri hafi fund- ist meðal þeirra, voru þegar farnir að klappa er Þorgeir Ast- valdsson kom inná sviðið og kynnti Magnús og Jóhann. Þeir náðu strax upp ágætri stemmn- ingu, þó lögin þeirra séu ekki þeir siöastir á dagskránni og búið að laga flesta tóngalla er þeir stigu á sviöið. Þó er einsog aldrei sé hægt að losna alveg við einstakt væl og pip úr hljóm- tækjum á islenskum tónleikum. Það smýgur alltaf einhvers- staðar smá stuna i gegnum þessi tæki. Tónleikarir i Höllinni voru i alla staði vel heppnaðir á is- lenskan mælikvarða. Þarna var flest það athyglisverðasta i is- lensku poppi i dag á ferli, þó ávallt megi deila um slikar full- yrðingar. En eitt er dæmalaust skrýtið. Loksins þegar eitthvert lif virð- ist vera að færast i tónleikahald hér á hjara veraldar, virðist fólk kæra sig kollótt. Það er ekki svolitiðsem kvartað og kveinaö hefur verið i gegnum árin um deyfðina og ómegið i popptón- listarlifi landans. Almenn skemmtun, tónleikar með dæg- urtónlist og annað álika hefur verið grátið meöan það vantaði. En sjáum til, þegar áhuga- mannafélög fara að flytja er- lenda listamenn inni landið á tveggja mánaöa fresti i nokkurn tima, er strax farið að tala um offramboð. Og þegar islenskar hljómsveitir leggja það á sig að halda tónleika er sama upp á teningnum. Getur það verið að það sé of- framboð á dægurskemmtun fyrir landann þessa stundina? Ef svo er, má búast við 1500-2000 manns i Laugardalshöll á næst- komandi vori þegar Bob Marley kemur á Listahátið? Það væri nú saga til næsta isjaka. Eða eins og Egill þurs sagði: „Setjist nú á klakann, elskurnar minar. Það eru rómantiskir timar i nánd. Blúndur og...” mikið frábrugðin þeim sem þeir voru að leika saman fyrir nokkrum árum. Eftir að Magnús og Jóhann höfðu lokið sinu prógrami, komu Ljósin i bænum fram. Léku þeir félagar nokkur „instrumental” lög til að byrja með, en kynntu siðan söngkon- una Ellen Kristjánsdóttur, og siðan söng Jóhann Helgason með þeim. Fluttu Ljósin efni af plötunni Disco Frisco sem kom i verslanir i vikunni. Var Ljósunum i bænum vel tekið, og þau klöppuð upp, einsog reyndar Magnús og Jó- hann. Eftir leik Ljósanna i bænum var gert nokkurt hlé, og virtist fólk almennt vera ánægt með það sem á boðstólum var. Eftir hlé steig Hinn islenski Þursaflokkur á sviðið. Voru meðlimir flokksins allir klæddir islenska búningnum að sið em- bættismanna 17. og 18. aldar. Léku þeir Þursar efni af hljóm- plötu sinni Þursabiti sem einnig kom út nú i vikunni. Egill Þursahersir sá um kynningar af mikilli innlifun og leikrænni tjáningu eins og honum er tamt. Náðu orð hans vel til áhorfenda sem kunnu að meta þá sérstæðu kímni sem felst i kynningum Egils. Skiluðust lög þeirra Þursa einna best i gegnum hljómboxin á þessum tónleikum, enda voru Ljósin I bænum lýstu upp sviöið Arrrgggg... „hulduherinn fer meö ströndum”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.