Þjóðviljinn - 16.06.1979, Side 13

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Side 13
Laugardagur 16. jlinl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13 Um helgina Vortónleikar Skagfirsku Söngsveitarinnar Hinir árlegu vortónleikar Skagfirsku Söngsveitarinnar veröa aö þessu sinni haldnir laugardaginn 16. júnl kl. 3. i Austurbæjarbió. Efnisskrá er fjölþætt. Frumflutt eru m.a. lög eftir Jón Björnsson frá Hafsteins- stööum og Skúla Halldórs- son, sem sérstaklega eru tileinkuö Söngsveitinni. Einnig flytur hún Astarljóöavalsa Op. 52 eftir Jóhannes Brahms. Einsöngvarar eru Margrét Matthlasdóttir, Guörún Snæbjarnardóttir, Sverrir Guömundsson og Bjarni Guöjónsson, en þau eru öll meölimir kórsins. Guörún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson leika meö á píanó. Söngstjóri er frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir. I júlibyrjun er fyrirhuguö söngferö til Skotlands og mun kórinn feröast þar um og halda tónleika. Vísnavinir að Hótel Borg á mánudagskvöld Þar sem siöasta vlsna- kvöld lukkaöist svo ljómandi vel, aö varla hefur þekkst annaö eins, þá er ákveöiö, vegna fjölda áskorana, aö hafa vlsnakvöld á Hótel Borg mánudaginn 18. júnl kl. 20.30, og er fólk beöiö aö koma tlmanlega til aö fá sæti. Einnig hvetjum viö alla, sem áhuga hafa og eiga eitthvaö I pokahorninu, aö koma meö þaö og láta alla feimni lönd og leiö. Ollum er frjálst aö ganga i félagiö, en upplýsingar veita: GIsli 33301, Aöalsteinn 16060, Bryndis 13363, Þorvaldur 76751 og Arni 76878. „Batnandi er sönglist best aö lifa”. Visnavinir. Sumarferðir á Hornstrandir Undanfarin ár hefur Feröafélag Islands efnt á hverju sumri til feröa á Hornstrandir. Aöalerfiöleik- arnir viö framkvæmd þeirra feröa hefur veriö útvegun farkosts frá Isafiröi og noröur á Hornstrandir. En I sumar veröur breyting á. Útgerö m/s Fagraness hefur ákveöiö aö láta skipiö sigla eftir fastri áætlun til Aöal- vikur, Hornvlkur og inn I Furufjörö i júli og fram I ágúst. Viö þessar breyttu aö- stæöur hefur áætlun Feröa- félagsins fyrir Hornstranda- feröir á þessu sumri veriö breytt þannig: 1) 6. júli kl. 14.00veröur fariö tíl Hornvikur frá bafiröi og dvaliö þar tíl 13. júli. 2) 6. júll kl. 14.00 veröur fariö frá Isafiröi, siglt fyrir Horn og inn i Furufjörö. Þeir sem fara i þessa ferö ganga þaöan til Hornvik- ur og koma til baka meö Framhald é 18. slöu. Magnús Tómasson 1 hópi félaga úr Torfusamtökunum. (ljósm.Eik) Magnús á Torfunni Magnús Tómasson opnar myndlistarsýningu á Bernhöfts- torfunni I dag kl. 16. Þaö eru Torfusamtökin ásamt Magnúsi sem gangast fyrir sýn- ingunni i þeim tilgangi aö reyna aö opna augu þeirra, sem ekki sjá fyrir gildi Bernhöftstorfunnar. Ariö 1962 fékk Magnús meö góöra manna aöstoö vinnustofu I Land 1 æknishúsinu viö Amtmannsstig sem er yst I röö þeirra húsa sem teljast til Torfunnar. Myndirnar á sýn- ingunni eru frá þeim árum sem Magnús vann þar og eiga allar rætur aö rekja til húsanna á Torf- unni þótt stundum sé fariö frjáls- lega meö myndefniö. Hér er um aö ræöa 25 oliukritarmyndir og 7 ollumálverk. Magnús segir aö ekki sé um heimildarmyndir aö ræöa, miklu frekar stemmnings- myndir. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 16-22 fram til 26. júní,—ká Sigriöur Guöjónsdóttir og Sólveig Aöalsteinsdóttir eiga báöar verk á sýningu ungra myndlistarkvenna I Asmundarsal. (ljósmynd Eik) Kvennalist í Ásmundarsal Sýning ungra myndlistar- kvenna i' Asmundarsal viö Freyjugötu hefur nú staöiö i viku. Hún veröur opin til þriöjudagsins 19. júni. Á sýningunni eru verk eftir 25 listakonur og hafa fæstar þeirra átt verk á sýningum áöur. Viö opnunina sl. laugardag framdi Gerla Geirsdóttir gerning (performance) þar sem hún sýndi konuna og hlutskipti hennar frá ýmsum hliöum. Meöan gerning- urinn fór fram var ljósmyndaö ákaft og er athöfnin þvi öll til á filmu sem sjá má á sýningunni. Ef til vill dregur aftur til tiöinda aö kvöldi hins 19., en allt er enn á huldu um hvaö þá gerist. —ká. Sumargleöi nefnist dagskrá sem hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar, Þuriöur Siguröardóttir, Omar Ragnarsson og Bessi Bjarnason feröast meö um landiö i sumar. Þau munu koma viöa viö en skemmtunin hefst kl. 9 á kvöldin meötveggja tima prógrammi þar á meöal bingó. Siðan er dans fram eftir nóttu. Sumargleöin veröur i Vest- mannaeyjum 22. júni, Stapa 23. Borgarnesi 24., Siglufirði 29., Asbyrgi Miðfiröi 30., Hellissandi l. júli, Þingeyri 5., Bfldudal 6., Hnifsdal 7., - Suöureyri 8., Raufarhöfn 11., Þórshöfn 12., Neskaupstaö 13., Egilsstööum 14., Fáskrúösfiröi 15., Seyöisfiröi 19., Höfn Hornafirði 20., Hvoli 21., Kirkjubæjarklaustri 22., Akra- nesi 27., Hofsósi 28., Sævangi Strandasýslu 29., Hrisey 2. ágúst, Akureyri 3., Skjólbrekku 4., Skúlagarði 5., Grindavik 10., Aratungu 11., Hdtel Sögu 12. ágúst. vanda! ,,Baka bestu lummur í Vopnafirði” Kjartan Stefánsson, blaöamaöur, átti leiö um Vopnafjörð nýlega. Hann kom viö á bænum Guðmundarstööum og tók Helgarblaðsviötal viö bræöurna Stefán og Sighvat Asbjarnar- syni. Þeir bræöur hafa ekki rafmagn i húsi sinu og sakna ekki tækja, sem ýmsir telja ómissandi nú á dögum. Neyðaróp eiturlyfj aneytanda Hún er 24 ára gömul norsk stúlka. 14 ára gömul fór hún aö fikta viö ávana- og fiknilyf. Nú er hún komin aö brún hengi- flugsins mikla, langt leiddur eiturlyfjasjúklingur. Hún vill losna úr heljargreipum eiturlyfjanna, en... Helgarspjall við Youri Ilitchev „1 landsliðinu eru kannski ellefu bestu einstaklingarnir en þaö er ekki nóg til þess aö liðiö standi undir nafni. Þaö er auðvelt aö byggja upp landsliö meö islensku atvinnumönnun- um en þaö veröur aö fá miklu meiri tima til undirbúnings ef góöur árangur á aö nást”, segir Youri Ilitchev landsliösþjálf- ari m.a. i viðtali viö Helgarblaðiö Það er luxus að vera I listinni Edda Andrésdóttir, blaöamaöur ræöir viö nöfnu sina Jóns- dóttur, sem hélt nýlega sina fyrstu myndlistarsýningu i Galleri Suöurgötu 7. Dauðinn hviti Mánudagsmorgun einn I janúarmánuöi, 1954, féll mikið snjóflóö á smáþorpiö Blons i austurrisku ölpunum. Þorpiö var sambandslaust viö umheiminn og einangraö. Þaö tókst aö bjarga velflestum Ibúunum. En i miöri þakkarguösþjón- ustu féll annaö flóö... erkomin!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.