Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 1
UOmiUINN
Fimmtudagur 5. júli 1979 —150. tbl. 44. árg.
Meistarinn lét sér ekki nægja
léreftiö, svo sem sjá má á
þessu verki Kjarvals sem nú
er á sýningu á Kjarvalsstöð-
um. — Ljósm. Leifur.
Kjarvals-
staðir verði
listaverka-
miðstöð
Reykjavlkurborg á nú á
þriðja hundrað málverka,
auk safns Júhannesar Kjar-
vals og fjölda myndverka
viðs vegar um borgina.
Listaverkasafnið er þvi
verðmæt eign, sem óverj-
andi er að sé eftirlitslaust og
óskrásett, segir I greinar-
gerð með tillögu borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins um
listaverkamiðstöð borgar-
innar.
Tillagan, sem lögð verður
fram i borgarstjórn i dag, er
svohljóðandi: „Borgarstjórn
samþykkir að miðstöð lista-
verka i eigu Reykjavikur-
borgar verði að Kjarvals-
stööum og þar verði þau verk
varðveitt sem eru i geymslu
á hverjum tima. Skrá yfir
listaverkin verði i vörslu list-
ráðunauts Kjarvalsstaða
sem annist siðan skráningu
nýrra verka.
Gerð verði reglugerð um
framtiðarskipan þessara
mála, þar sem kveðið verður
á um hvernig kaup á lista
verkum fara fram, hvaða
aðili annast viðhald þeirra
I merkingu höggmynda
borginni og annað er varðar
eftirlit með listaverkum
borgarinnar.”
I greinargerð með tillög
unni kemur fram að enginn
sérstakur aðili annast nu
listaverkakaup fyrir borgina
en umsjón með listaverkum
hennar annaðist fyrrverand
borgarlögmaður um skeið
Frá þvl hann hætti störfum
hefur enginn ábyrgur aðil
haft umsjón með þeim. Seg-
ir ennfremur að ekki sé
ástæða til stofnunar sérstak
listaverkasafns þar sem
ekkert sé eðlilegra en aö
þessi verk skreyti stofnani
borgarinnar. Þar sem borgin
reki menningarmiðstöð að
Kjarvalsstöðum, þar sem
verk þessi hafa einnig verið
sýnd, sé eðlilegt að þau eig
þar eins konar lögheimi'
undir forsjá listráðunaut
staðarins.
Sölutregda
er á Karfa
og grálúðu
Aukins ufsa vart á Veslfjardarmidum
Offramboð virðist nú
vera bæði á karfa- og grá-
lúðumörkuðum Islendinga
erlendis og hefur stjórn
Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna sent frysti-
húsum innan samtakanna
skeyti þar sem segir að
frysting þessara afurða sé
á ábyrgð þeirra sjálfra eftir
l. júlí. Ekki hefur tekist að
ná samningum við Rússa '
um frekari sölu þangað en
búið er að frysta upp í nú-
gildandi samninga við þá.
Nú er í gildi þroskveiði-
bann og hefur fiskiskipum
m. a. verið beint á karfa- og
grálúðuveiðar.
1 samtölum við embættismenn I
sjávarútvegsráðuneyth og við-
skiptaráðuneyti I gær kom fram
að þrátt fyrir þessa óvissu núna
væru menn vongóðir um að rætt-
ist úr.
Þjóðviljinn hafði I gær sam-
band við Jón Pál Halldórsson for-
stjóra Norðurtangans á Isafirði
og sagði hann að markaðsstaðan
væri ákaflega erfið um þessar
mundir. Verð á grálúðu hefur far-
ið lækkandi en grálúðuveiðarnar
eru Vestfirðingum mjög mikil-
vægar. T.d. væru á vegum Norð-
urtangans gerðir út tveir linubát-
ar á grálúðu og hefði afli þeirra
verið góður að undanförnu. Hvor
um sig kom með um 70 tonn I slð-
ustu viku.
Jón Páll sagöi að A-Þjóðverjar
og Pólverjar væru helstu keppi-
nautar íslendinga á mörkuðum
fyrir grálúðu I V-Evrópu en litið
mætti út af bera til að verð lækk-
aði. Helstu markaðirnir eru I V-
Þýskalandi, Belgfu, Bretlandi og
Rússlandi en tiltölulega fámenn-
ur hópur neytti grálúöunnar. Hún
er ákaflega feitur fiskur og
bragðgóður, en ekki við allra
hæfi.
Jón Páll sagði að togararnir á
Isafirði væru nú á þorskveiðum
og hefðu veitt vel að undanförnu.
Þeir komu allir inn um siðustu
helgi með á annaö hundrað tonn.
Hann bjóst við að ekki yrði farið I
þroskveiðibannið fyrr en I ágúst.
Arið 1972-73 var um þriðjungur
Framhald á blaðslöu 14.
Hjörleifur Guttormsson spyr:
Á Krafla
að verða
minnis-
varði?
Varðandi ummæli Vilmundar
Gylfasonar um að ekkert hafi
breyst varðandi stýringu mála
við Kröflu minni ég á að iðnaöar-
ráðuneytið fól að fengnu samþ.
rikisstjórnarinnar, Rafmagns-
veitum rikisins að annast stjórn á
rekstri og framkvæmdum við
virkjunina frá sl. áramótum, og
frá sama tima var hin mjög um-
deilda Kröflunefnd lögð niður,
sagði Hjörleifur Guttormsson I
viðtali við Þjóöviljann I gær. —
Mér virðist að Vilmundur Gylfa-
son, alþingismaður, þyrfti að
taka sér tima til rólegrar athug-
unar mála varðandi þessa virkj-
un. En ég hygg að við getum verið
sammála um, að margt hefur þar
farið úrskeiðis á liðnum árum.
Það er hinsvegar áhorfsmál að
minu mati hvort varðveita eigi
mannvirkin við Kröflu engum að
gagni um ókomin ár.
Sjá 3. síðu
Bensín- og svartolíuhækkun á næstunni
Bensínlítrinn í
Enga staðfestingu að fá
Hjá verðlagsstjóra liggja
nú fyrir beiðnir frá olíufé-
lögunum um miklar hækk-
anir á öllum tegundum
olíu.
Er Þjóðviljinn hafði samband
við Georg Ölafsson verðlags-
stjóra siðdegis i gær staðfesti
hann að beiðnir um hækkanir
lægju fyrir, en þar sem rikis-
stjórnin hefði gefið út um það
Krakkarnir úr Arbæ og Breiðholti veröa að sækja sund niður I Laugar-
dal, þrátt fyrir það að i hverfunum eru litlar útisundlaugar sem vel
mætti hafa opnar almenningi. Ljósm. Leifur.
Sundstaðir
opnir lengur
um helgar
/ /
Utilaugar í Arbæ og Breiðholti opnar
fyrir almenning
Borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins hafa lagt til
að sundlaugarnar í Árbæj-
arskóla og Breiðholtsskóla
verði opnaðar almenningi
og einnig aðrir sundstaðir
borgarinnar verði opnir
lengur um helgar en nú er.
Tiílaga þeirra, sem koma mun
til afgreiðslu á borgarstjórnar-
fundi i dag er svohljóðandi:
„Borgarstjórn sambvkkir að fela
borgarráði • að kanna ýtarlega
möguleika þess að um helgar séu
sundstaðir borgarinnar opnir
lengur en nú er. Einnig verði at-
hugað, hvort ekki sé fært að opna
alménningi sundlaugarnar i Arbæ
og i Breiðholti.”
Síðast nefndu sundlaugarnar
eru litlar útilaugar, sem hingað
til háfa eingöngu verið notaðar til
kennslu, en að sjálfsögöu mætti
nýta þessi mannvirki betur og
auðvelda ibúum i Arbæ og Breið-
holti aö stunda sund sér til heilsu-
bótarog hressingar eins og marg-
oft hefur verið bent á hér i Þjóð-
viljanum.
—AI
Vinnuslys í
Tveir piltar slösuðust I gær þeg-
ar lyftari sporðreistist þar sem
unniö var að hreinsun á spirölum
uppi við loft i verksmiöjuhúsnæði
Norðurstjörnunnar i Hafnarfirði.
Slysið átti sér stað um fimm-
leytið i gærdag, en piltarnir höfðu
verið að vinna allan daginn við
hreinsun uppi við loft, en til að
komast þangað voru þeir hafðir i
skúffu sem fest var á gaffla lyft-
Hafnarfirdi
arans. Eins og áöur sagði sporð-
reistist siðan lyftarinn með þeim
afleiðingum að piltarnir féllu til
jarðar.
Þeir voru báðir fluttir á slysa-
deild Borgarspitalans, og mun
annar þeirra hafa hlotið þó
nokkra áverka.
Stjórnanda lyftarans sakaði
hins vegar ekki.
-tg-
rúmar 300 kr?
yfirlýsingar að gasolian yrði
greidd niður þá fengist sennilega
ekki hækkun á henni. Georg vildi
ekki gefa upp hvað hækkunar-
beiðnin væri mikil, né vildi hann
skýra frá hvenær beiðnin yrði af-
greidd. Þjóðviljinn hefur hins
vegar fregnað það, eftir öðrum
leiðum, að hugsanlega verði
hækkunin afgreidd i næstu viku,
og mun bensinið þá fara i rúmar
300 krónur litrinn. Auk þess er bú-
ist viö nokkurri hækkun á svart-
oliu.
Þessar upplýsingar eru þó al-
gjörlega óstaðfestar, þar sem
ákveðið hefur verið af hlutaðeig-
andi aðilum að láta ekki neitt uppi
um þessi mál.
— Þig