Þjóðviljinn - 06.07.1979, Síða 11

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Síða 11
Föstudagur 6. jiilt 1979 WÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir 0 íþróttir gl íþróttir ff ■ ^ J ™ Umsjón: Ingólfur Hannesson V / ® *■ ' ^ Átök að loknum leik Vals og Víkings Aö loknum leik Vals og Vikings I gærkveldi á efri Laugardalsvell- inum urðu átök meðal stuðnings- manna félaganna. Eftir að starfs- menn vallarins höfðu árangurs- laust reynt að stilla til friðar á á- horfendstæðunum barst leikur- inn út fyrir völlinn og var lögregla kvödd til. Henni tókst að visu að koma á friði milli stuðningshópa félag- anna, en tókst þó ekki betur til en svo að ryskingar upphófust milli hennar og tveggja stuðnings- manna Vikings. Urðu lögreglu- mennirnir sem voru vart af ung- lingsaldri að lokum að kveðja til liðsauka. Þrátt fyrir ofurefli liðs náðu ærslaseggirnir að snúa lög- regluna af sér við mikinn fögnuð áhorfenda, sem höfðu gaman af þessari aukaskemmtan. Eftir mikil hlaup tókst lögreglusvein- unum loks að hafa höndur i hári mannanna, enda var þá kominn liðsauki kvenlögreglunnar á stað- inn, sem tók á málunum af sýnu meiri röggsemi. Hins vegar varð heldur Ijótt að verða vitní að þvi, þegar þrir filefldir lögreglusvein- ar köstuðu öðrum piltinum hand- járnuðum á gólfið i Svörtu Marlu eftir miklar stympingar, og má undrum sæta að piltinum tókst að forða andliti sinu undan meiðsl- um. —ÖS EITTOG ANNAÐ Little til Birming- ham Tvær stórsölur voru á enskum knattspyrnumönn- um á Englandi í fyrrakvöld. Brian Little var seldur frá Aston Villa til nágrannaliðs- ins Birmingham fyrir 600 þús. pund. Birmingham er þegar byr jaö að eyöa miljón- inni sem þeir fengu fyrir Trevor Francis. Aston Villa lét ekki þar við sitja ogseldi einnig miðvall- arleikmanninn John Greg- ory. Hann fór til Brighton og var kaupverðið 300 þús. pund. Villa hefur mjög marga snjalla miðvallarspil- ara I sinum röðum, svo aö salan á Gregory kom ekki mjög á óvart. Þá var gamli jaxlinn John Hollins seldur frá QPR til Arsenal og má segja að sú sala hafi komið einna mest á óvart, þvf upphæöin var 75 þús.pund oghvernig I ósköp- unum Hollins á að getað styrkt lið Arsenal Létt hjá Borg Sænski tenniskappinn Björn Borg tryggði sér sæti i úrslitaleik Wimble- ton-keppninnar með þvi að sigra Bandarikjamanninn Jimmy Connors 6-2, 6-3 og 6-2. Þetta kallast rótburst á Iþróttamáli. Fyrirfram hafði verið reiknað með hörkuleik þvi þessir kappar mættust 1 úrslitum keppninnar I fyrra. Bjöm Borg var þó á annarri skoðun og stefnir að sinum 4. sigri I Wimbledon I röö og það hefur enginn gert fyrr. Mótherji Borg I úrslita- leiknum verður Bandarlkja- maður aö nafni Tanner, en hann vann landa sinn Dupre I hinum undanúrslitaleiknum 6-3, 7-6 og 6-3. Þessir kappar hafa leikið 4 sinnum áður og hvor unnið tvisvar. Þetta er þvi sýnd veiði en ekki gefin fýrir Borg. Úrslitaleikur I einliðaleik kvenna veröur milli Martinu Navratilova og Chris Evert. Viti, viti, hrópuðu hörðustu stuðningsmenn Vals þegar þetta atvik átti sér stað innan vitateigs Vikings. Hvað finnst þér? Tilþrifalítill leikur Valsmenn tryggðu sér þátt- tökurétt I 8-liða úrslitum bikar- keppninnar i gærkvöldi með þvi að leggja Vikinga að velli 1-0. Valur fær þá að glima viö hina grimmu KR-inga úr Vesturbæn- um og er ekki að efa að þar verð- ur hart barist. Leikurinn I gærkvöldi ein- kenndist af miklum barningi á miðjunni og mátti vart á milli sjá hvortliðiðheföi betur. Þá sjaldan að færi sköpuðust var það viö Vflúngsmarkið og má segja aö það eitt hafi ráðiö úrslitum. Iþautvöskipti, sem ástæða var að opnaminnisbókina ifyrrihálf- leiknum, voru Valsararnir á ferð- inni. A 13. mín. skallaði Guðmundur fyrir Vikingsmarkið, en skot Atla fór rétt framhjá. Nokkru siðar komst Jón Einars- son I gott færi, en skot hans fór i Vlking og auövitaö framhjá. Sama baráttan á miðjunni hélt áfram i seinni hálfleiknum og fátt markvert gerðist. A 70. min skor- uðu Valsmenn óvænt og var þar að verki Ingi Björn með laglegu skoti úr þröngri stöðu, sem fór i varnarmann Vikings og inn, 1 - 0: Síðar I leiknum fékk Ingi tvær góðar stungusendingar, en fram- hjá fór tuðran. Undir lokin var mönnum farið að hitna I hamsi og fengu þá nokkrir Valsarar aö sjá gula spjaldið hjá Magnúsi, dóm- ara. Valsmenn voru Iviö ákveðnari i þessum leik og það nægði þeim. Þeir gátu leikið knettinum oftar á millisin án þess að andstæðingur kæmist á milli. Skástir i liði Vals voru Dýri og Ingi Björn. óhætt er að segja, að stórmun- ur er á Vikingsliðinu nú og i upp- hafi tslandsmótsins. Þeir sýna oft á tlðum ágætt samspil og liðs- heildin er að verða sterk. -IngH í A og IBK lentu saman I hálfleik I leik Vals og Vikings tBV — Þróttur var dregiö i 8-liöa úrslit bikar- 1A — tBK keppninnar og leika efúrtalin liö KR — Valur saman. Þaö liö sem á undan er Fram — UBK taliö á heimaleik. ! ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I I ■ 1 ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I m I m I ■ I ■ ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i L Furðuleg ákvörðun þjálfara ÍBK „Jón ólafur Jónsson hringdi i mig á mið- vikudagskvöldið og tilkynnti að Tranter, þjálf- ari ÍBK, hefði ekki gefið leyfi sitt fyrir þvi, að Ragnar Margeirsson kæmi með okkur til Fær- eyja,” sagði Lárus Loftsson, þjálfari drengja- landsliðs íslands i knattspyrnu er Þjóðviljinn hafði tal af honum á Reykjavikurflugvelli i gær, en landsliðið var i þann veginn að leggja af stað til Færeyja. Lárus sagðiennfremur: ,,Það er hneyksli að þessi útlenski þjálfari skuli leyfa sér að setja strákunum stólinn fyrir dyrnar, ekki sist þegar þess er gætt að hann á að leika landsleik fyrir tsland og sá leikur stangast ekkert á við leiki IBK.” Helgi Danielsson, stjórnarmaður KSÍ, sem þarna var staddur bætti við: ,, Það er ljóst að stjórn KSI verður að fjalla um þetta mál, svona lagað er ekkert grin.” Tranter segir nei Ragnar Margeirsson er 16 ára gamall og hefur verið fastur maöur I hinu sigursæla liði IBK upp á slðkastiö. Hann var þvi einn af þeim fyrstu, sem ung- linganefnd KSt valdi til þess að leika fyrir tslands hönd i kom- andi landsleikjum gegn Færey- ingum og I byrjun ágúst á Norð- urlandamótinu. Vitað er að hann hafði gert allar ráðstafan- ir til þess að fara i Færeyjaferð- ina m.a. sent inn gjaldeyrisum- sókn. 1. júli kom nýr þjálfari til Keflvikinga aö nafni Tom Tranter og tók þegar við að þjálfa liðið. Þegar að hann frétti um fyrirhugaða utanferð Ragn- ars með drengjalandsliðinu, neitaöi hann að gefa leyfi sitt fyrir sliku og sagðist þurfa á honum að halda á æfingum fyrir leikinn gegn Val n.k. mánu- dagskvöld. Þetta var siðan Lár- usi tilkynnt daginn áður en leggja átti upp. Jón Ólafur Jónsson, varafor- maður IBK og unglinganefndar- maður, hafði þetta um máliö að segja: „Tranter vildi ekki missa strákinn. Hann kom fyrir tæpri viku hingað og vill fá tima til þess að móta liðið og að kynn- ast strákunum. Við verðum að lita á sjónarmið hans, en sem unglinganefndarmanni finnst mér slæmt að svona skuli hafa farið.” Reynslan i unglingalandsliðum undirstaðan Ráð væri fyrir Keflvikinga að lita sér aðeins nær i þessum efn- um. Kjarni hins unga meistara- flokksliðs þeirra I dag eru strák- ar sem leikið hafa i drengja- landsliðinu og fengið þar ómet- anlega reynslu, reynslu sem vafalitið á sinn stóra þátt i vel- gengni þeirra I sumar. Nægir þar að nefna Sigurð Björgvins- son, Einar Asbjörn og Þóri Sig- fússon. Ætlar stjórn IBK að láta þjálfarann komast upp með þetta? Einnig má benda á það, að KA-leikmaðurinn Asbjörn Björnsson hefur tekiö þátt i öll- um undirbúningi liðsins og fyrir það missti hann af leik KA og Fram i bikarkeppninni. Norð- anmenn hugsuðu fyrst og fremst um hag Asbjörns og landsliðsins og fannst það heið- ur að þeirra maður skyldi vera valinn til þess að leika fyrir ts- land. Loks má benda stjórn ÍBK á að svipað mál kom upp fyrir nokkrum misserum og þá sagði viðkomandi strákur: „Hvorkí þjálfari né einhver stjórn bann- ar mér að leika unglingalands- leik. Eg er ekki gjaldgengur i það lið nema 2 ár, en fyrir félag- ið á ég eftir að spila i 10 til 15 ár.” Hvað gerir KSÍ? Það er vist óhætt að taka und- ir orð Helga Danielssonar aö stjórn KSÍ verði að fjalla um þetta mál. Þvl má siðan bæta að svona litilsvirðing gagnvart 16 ára gömlum knattspyrnuáhuga- manni og landsliði tslands á ekki að liðast. —IngH Siðustu fréttir: Þjálfarinn gaf eftir Vegna þess að ferð drengjalandsliðsins frestaðist um sólarhring gafst þeim Keflvíkingum og þjálfar- anum Trenter svigrúm til að athuga málið nánar. Jens Sumarliðason, unglinganefndarmaðury hafði samband við þá og varð úr að Ragnar fer með til Færeyja. I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.