Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. júli 1979. t>ÆR /WONA ÞUSUNDUM! Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. 3 0* r. r.vC Öuit \ev' pÉnus igæsÍ Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. VSSIR'S86611 smáauglýsingar Skatta- og útsvarsskrár Reykjanesumdœmis árið 1979 Skatta- og útsvarsskrár allra sveitarfé- laga i Reykjanesumdæmi og Keflavikur- flugvallar fyrir árið 1979 liggja frammi frá 25. júli til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum á eftirgreindum stöðum: í KÓPAVOGI: í Félagsheimili Kópavogs á II. hæð, alla virka daga frá kl. 10-12 f.h., og 13-16 e.h. nema laugardaga. í GARÐAKAUPSTAÐ: Á bæjarskrifstofunum. í HAFNARFIRÐI: Á Skattstofu Reykjanesumdæmis frá kl. 10-16 alla virka daga, nema laugardaga. í KEFLAVÍK: Hjá ,,Járn og Skip” við Vikurbraut. Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI: Hjá umboðsmanni skattstjóra, Guðmundi Gunnlaugssyni, á skrifstofu Flugmála- stjórnar. í HREPPUM OG ÖÐRUM KAUPSTÖÐ- UM: Hjá umboðsmönnum skattstjóra. Kærufrestur vegna álagðra gjalda er til loka dagsins 8. ágúst 1979. Kærur skulu vera skriflegar og sendast til Skattstofu Reykjanesumdæmis eða umboðsmanns i heimasveit. Hafnarfirði, 24. júli 1979. Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi. af erlendum vettvangi Carter Bandarlkjaforseti flutti á dögunum ræöu um fyrirætlanir sinar i orkumálum, og þótti mæl- ast vel og sköruiega. Hann hefur aö vísu áöur flutt einar fjör- ar-fimm ræöur sama efnis án þess aö mikiö kæmi út úr þvi, svo aö best er aö spá sem fæstu um þaö, hvort siöasta ræöan breyti nokkru svo heitiö geti I orkubú- skap Bandarikjanna. Aö lokinni ræöunni tök Carter sig svo til og vék úr embættum nokkrum ráð- herrasinna. Fréttaskýrendur eru yfirleitt á einu máli um, aö hvort- tveggja, orkumálaræöan áhrifa- mikla og „þriöjudagsslátrunin”, eins og mannvitsbrekkur press- unnar kalla brottvikningu ráö- herranna, séu ráöstafanir til þess geröar fyrst og fremst aö auka vinsældir forsetans og tryggja endurkjör hans á næsta ári. Og veitir víst ekki af, eöa svo mun Carter og fylgismönnum hans þykja. Niðurstööur skoöana- kannana hafa undanfarið bent til þess, að tiltölulega sárafáir Bandarikjamenn hafi nokkuð sem helst álit á forseta sínum, og samkvæmt sumum niðurstöðum er fylgi hans nú jafnvel enn minna en Nixons þegar æra hans var horfin út i veður og vind Wat- ergate-hneykslanna. Sumir mannastjóra Hvita hússins, en sá stóll hafði til þessa verið auður I stjórnartíð hans, vegna þess að mörgum þótti sem óorð hefði komist á embætti þetta meðan Bob Haldeman gegndi þvi I tiö Nixons. Það fylgir sögunni að þessi nýskipaði hirðstjóri Carters hafi meiri völd en nokkur annar i Hamilton Jordan - Georglumenn i sókn. væri ofsögum sagt af glæsileika pýramidanna i Egyptó. Hvað sem þvi liður bendir margt tilþessað Jordan séorðinn sterki maðurinn á bak við banda- riska forsetastólinn. Hann er að likindum gæddur allnokkurri pólitiskri skarpskyggni og þar að auki duglegur stjórnsýslumaður. Fyrst hafði Carter hann einkum i innanrikismálum, en smámsam- an hefur hann oröið allt I öllu með forsetanum, i utanrikismálum ekki siður en öðru. Til dæmis kvað það vera hann, sem öðrum fremur dreif Panama-samning- ana gegnum öldungadeild þings- ins og hann var i verki með Cart- er þegar „bandariski friðurinn” var saminn milli tsraels og Egyptalands. Seigir eru Georgíumenn Margir, ogekki sist bandariskir stjórnmálamenn og blaðamenn, útleggja „þriðjudagsslátrunina” þannig, að nú noti Carter tæki- færið og losi sig við ráðherra, sem honum persónulega liki miður vel við, en hækki i staðinn i tign gamla kunningja sina frá Georgiu. Talsvert er til i þessu: Hir dstj óri Carters blaðamenn, sem alltaf eru að reyna aö komast að orði á sem á- hrifamestanhátt, segja að enginn forseti i samanlagði sögu Banda- rikjanna hafi nokkru sinni verið svo óvinsæli sem Carter hefur undanfarið verið. Vinsœldakreppa Carters Astæðan til þess að Carter náði kjöri sem forseti á sinum tima var liklega öðrum fremur hag- stæður samanburður við fyrir- rennarana úr liði repúblikana, Nixon og Ford. En llka gerði þaö sitt að hann var tiltölulega nýr af nálinni og lofaði að hleypa hreinu lofti inn i skrifstofurnar i Hvita húsinu, en á þvi töldu flestir fulla þörf eftir vist Nixons þar. En eftir sigur Carters voru Bandarikjamenn furðu fljótir aö komast almennt að þeirri niður- stöðu, aðnýi forsetinn þeirra væri litill fyrir mann að sjá og ólikleg- ur til afreka. Hann þykir aösóps- litill, brosiö sem frægast varð i kosningabaráttunni áberandi uppgerðarlegt, málflutningur hans svo daufur og óáheyrilegur að menn ljái honum ógjarnan eyra, jafnvel þótt viðurkennt sé aö hann segi skynsamlega hluti endrum og eins. — Það var þvi ljóst að gripa vaíð til róttækra ráðstafana ef hnetubóndinn átti að hafa von um endurkjör á ári komanda. Olían og tóbakiö Ekki leikur á þvi vafi að flestir þeir ráðherrar, sem offrað var I „þriðjudagsslátruninni”, viki úr stjórn nauöugir, enda þótt svo væri látið heita að þeir segðu störfum sinum lausum. Með þessu er Carterað láta svo líta út aðhann sé enginn aukvisi og þori alveg að losa sig á dálitið hrana- legan hátt við samstarfsmenn, ef þeir standi sig ekkinóguvel. Slikt mundi til þess fallið aö auka traust kjósenda á honum, eða til þess er leikurinn að minnsta kosti geröur. Þeir sem urðu aö vikja hafa lika sumir hverjir bakað sér óvinsældir stórra hópa kjósenda, sem væntanlega verða Carter þá þakklátir fyrir að reka ráðherra þessa. Af þeim ber sérstaklega að geta Schlesingers orkumálaráð- herra,isem aimenningur skellir á skuld orkukreppunnar, og Cali- fano heiibrigðismálaráöherra, 'sem er mikill andstæöingur reyk- inga og hefur með þvi orðið sér úti um fjandskap þeirra mörgu, sem hafa framfæri sitt af tóbaksfram- leiðslu i Suðurrikjunum. Bráðungur og efnilegur Jafnframt þessu skipaði Carter Hamilton nokkurn Jordan starfs- James Schlesinger, mestur bóg- urinn af þeim sem offrað var i „þriðjudagsslátruninni.” hansstööu fyrr. Það er og margra mál að Jordan hafi verið lifið og sálin á bak við bæði orkumála- ræðuna dramatisku og „þriðju- dagsslátrunina.” Um Jordan þennan er sagt að hann hafi alltaf verið heldur „jafnari en aðrir” I innsta hringnum kringum Jimmy Cart- er. Jordan er bráðungur af stjórnmálamanni að vera, 34 ára, og hefur þjónað Carter svo áð segja siðan hann komst á legg, enda frá Georgiu eins og forset- inn. Hann gat sér orðstir i kosn- ingasmölun fyrir Carter er hann keppti eftir rikisstjóraembætti i Georgiu 1970 og stjórnaöi kosn- ingabaráttu fylgismanna Carters fyrir siðustu forsetakosningar. Margt i þeirri baráttu kom flatt upp á andstæðingana og reyndist vænlegt til árangurs, og eigna það nú margir Jordan. Sterki maðurinn á bak við forsetastólinn? Hitt er svo annað mál að „fina fólkið” I höfuðborginni þolir Jord- an ekki. I þess augum er hann „sveitó”, hávaöasamur klunni sem vart eða alls ekki er hæfur i húsum „betra” fólks. Yfirstéttar- snobbarar austurstrandarinnar, sem frá gamaili tið lita á sig sem fágaöasta og menningarlegasta þjóðfélagshóp Bandarikjanna, finna klæönaöi hans sitthvað til foráttu, tíi dæmis að hann sjáist hálsbindislaus. Sögur ganga um hann i Washington og sumar ó- fagrar, ein af þeim meinlausari erá þá leiðað einhverju sinni hafi hann I samkvæmi gægst niður úm hálsmálið hjá egypsku ambassa- dorsfrúnni og hrópað siðan svo nærstaddir vel heyröu að ekki önnur hækkandi stjarna i hópnum kringum forsetann er Jody Pow- ell, blaðafulltrúi Hvita hússins. Hann er Georgiumaður, og Charl- es Duncan, sem tekur við orku- málunum af Schlesinger, er einn- ig kunningi Carters frá yngri ár- um hans i Georgiu. Um annað i fortið Duncans þessa er það m.a. að segja að hann hefur verið for- stjóri hjá Kóka-kólahringnum. Þaðer ekkiný saga aö forsetar „utan af landi”, það er að segja þeir, sem ekki eru fæddir og upp- aldir f yfirstéttarumhverfi aust- urfylkjanna gamalgrónu, taki meðsér menn úr heimahögunum IHvIta húsið og stjórnarskrifstof- urnar. Þetta geröu til dæmis Tru- manog Nixon. Svo er það gamla sagan að spenna magnast milli „mannanna utan af landi” og „fina” austurfylkjafólksins. Sú spenna gerði sitt til að auka vand- ræði Nixons þegar glóðir Water- gateeldsins fóru að safnast að höfði honum. Einn fréttamaður kemst svo að orði að vandi Carters sé sá, að Bandarikjamenn hafi aldrei tekiö hann alvarlega, heldur litið svo á að hann reyndi að visu eftir bestu getu að stjórna landinu, en hefði ekki hæfileika til þess. Nú er eftir að vita hvort „hreinsun” þeirra Carters og Jordans I stjórninni, sú hastarlegasta að sögn sem nokkur Bandarikjaforseti hefur framkvæmt, kemur almenningi til að skipta um skoðun á forset- anum. ________________________-dþ Veitt úr Dansk- íslenska sjódnum Stjórn Dansk-islenska sjóðs- ins úthlutaði nýlega styrkjum til 20 einstaklinga og 3ja aðila annarra til styrktar menn- ingar- og visindasamstarfi Danmerkur og íslands, samanlagt 35.200 krónur danskar. Nema flestir styrkj- anna til einstaklinga 400-500 Dkr. til ferðar verkfræðinga til Danmerkur, styrkt er ferð islenskra lagastúdenta á norrænan fund með 10 þús. Dkr. og Dönskukennarafélag- ið fær 10 þús Dkr. uppi dvalar- kostnað á Islandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.