Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Rétt er að minna á að við eigum enga áœtl-
un um hvernig vinna eigi að því að koma
sósíalisma í gegnum bœjarstjórnir ogríkisvald
Oskar
Guðmundsson
Að halda áttum
Þaðerundarleg lifsreynsla að
upplifa þrengingar sósialista
einsogþær, sem við nú daglega
sjáum i málgagninu. Kreppan i
kapítalismanum hefur auðvitað
lamað „atvinnuvegina”, sem
hún hefur eðli til og eftir öllum
lögmálum. — En þennan gang-
inn gerir hún meira, — hún
hefur nefnilega heft hugarflug
andstæðinga kerfisins kapi-
taliska. Þetta á ekki siður við
um sósialista yst á vinstri kanti,
einsog það er stundum kallað,
— en um þá sem eru skipulagðir
I þvi vfðáttumikla húsi, Alþýðu-
bandalaginu.
Illt er að hafa tungur
tvær...
Það er einmitt i kreppum,
sem kapitalismanum er einkar
hagstætt að ljá verklýðsflokkum
og alþýðuvinum afnot af
stjórnartaumum kerfisins. En
aðeins um stund. Það verður þvi
sögulegt hlutskipti verklýðs-
flokkanna að velta þyngstu
byrðum kreppunnar yfir á herð-
ar alþýðunnar. Alþýðubanda-
lagið er i dag að burðast við að
stjórna kerfi i bæjarstjórnum
og rikisstjórn, sem það er hug-
myndafræðilega á móti, — og
stefnir á að tortima. Alþýðu-
bandalagið vill nefnilega só-
sialisma. Núverandi stjórnar-
hættir ibæjarogrikisstjórneiga
varla nokkuð skylt við þá fram-
tiðarsýn. Eða hvað? — A meðan
við reynum að halda ótætis
kapitalismanum á floti, gerum
við næsta fátt sem þumlung-
ar okkur i átt aö jafnaðarþjóð-
félaginu. Rétterað minna á, að
AB á enga áætlun um, hvernig
vinnaeigi að þvi að koma á só-
sialisma i' gegnum bæjarstjórn-
ir og rikisvald. Það er því ekki
nema von, að fulltrúar okkar
hverfi inn i kerfið, viti ekki af
sér fyrr en á kafi i kapitaliska
foraðinu, hafandi tapað só-
sialistiskum áttum. Þau trag-
isku örlög flokksmanna skulum
við ekki hafa i flimtingum. —
En til að sannfæra okkur sjálf
og horfa hreinskiptin framan i
kjósendur, segjum við: Við vit-
um að hægt er að stjórna betur
en burgeisarnir hjá ihaldinu
gera. Siðan rembumst við eins-
og rjúpan við staur og reynum
að stjórna betur en ihaldið. Það
gerum við auðvitað af þeim
vanefnum, sem burgeisarnir
hafa skilið okkur eftir i arf, — og
þeirri andstyggð sem við höfum
á kerfi, sem er sniðið eftir þörf-
um fárra útvalinna. — Opin-
skátt megum við og getum
heimtað „betri stjórn”, — sér-
staklega i stjórnarandstöðu,
meðan sjálfsstjórn alþýöunnar
fellur i gleymsku ogdá. Hvað þá
hinn freistandi möguleiki nú um
stundir: sósialistisk stjórnar-
andstaða.
Þessitvisaga stefna, þ.e. vilja
annars vegar sósialisma en hins
vegar stjórna kapitalismanum
fær auðvitað ekki staðist til
lengdar. Breiðfylkingin Alþýðu-
bandalag hlýtur að klofna i þær
andstæðu fylkingar, sem við-
hlæjendur og andskotar kapi-
talismans eru. Þeir tviátta
verða einhverntima að gera upp
hug sinn. En það er ekki á dag-
skránni i augnablikinu. — Hitt
langar migtil að minnastá,hve
tvistiga, jafnvel hvumsa við
stöndum með stjórnartaumana
i höndunum. Trúa min er sú, að i
þessu tilliti sé ástandið skárra i
rikisstjórnarapparatinu en viða
i bæjarstjórnum.
Barátta eða burgeisa-
bros
Aumingja Alþýðubandalagið
hefur tekið þátt i ákvörðunum
i rikisstjórninni, sem veröa
aötúlkast verklýðsfjandsam-
legar. Það hefur flokkurinn
gert með blessun verklýðs-
forystunnar, sem er til fárra
framsækinna hluta nýt, — m.a.
vegna þess að hún hefur enga
hreyfingu á bak viö sig. Hlut-
deildin tilamunda i „bráða-
birgðalögunum” gegn far-
mönnum er auðvitað for-
kastanleg fyrir verklýðsflokk.
En ráðherrarnir gera margt vel
einsog aðrir menn. Eitt mega
þeir eiga umfram aðra, þeir eru
svo tæknilega sinnaðir og góðir
samstarfsmenn að þeir spara
(kannski græða) fyrir þjóðarbú-
iðmilarða króna með framsýn-
um athöfnum sinum. — Það er
hinsvegarspurninghver græðir
á þvi þjóðarbúi! Þótt ráðherr-
arnir hafi brennt sig á breiðum
bilum, — þá eru þeir ekki eins
seinheppnir i opinbera spókinu
og þeir sem hafa tengst banda-
laginu i borgarstjórninni.
Sennilega er skiljanlegast af
öllu þaðsemfélagi Guðrúnhafði
aðláta eftir sigum stjórnmál i
borginni i Sunnudagsblaði Þjv.
nýverið. Henni fallast bókstaf-
lega hendur, þegar hún á að
skrifa um þau. Og það eru fleiri
sósialistar, sem glutra pólitiska
stilvopninu úr hendi og fatast
tungulipurðin þegar frammi-
stöðu allaballans ber á góma, —
þó þeir ani ekki i tiskubúlur
burgeisanna i fátinu.
Deyfðin i faðmlögum
við þögnina
Ég held að ástæður fyrir
þögninni og deyfðinni i pólitik-
inni i borgar- og rikisstjórn séu
auk tviskinnungsins i af-
stöðunni til kerfisins, sem áður
er getið aðallega tvenns konar.
Annars vegar hefur verklýðs-
hreyfingin ekki tekið þátt i
þeirri pólitisku þróun, sem
Alþýðubandalagið velkist i. Það
eru verklýðsbroddar, fáir og of
einangraðir bæöi frá meðvituð-
um verklýð og flokksforystunn-
ar. Þaðervartannaðaðskilja á
viðtölum i stundarfróunarsnepl-
um smáborgaranna, Vikunni og
Helgarpósti, en að stórlaxar i
verklýðsforystunni séu lika
næsta litlir áhugamenn um só-
sialismann. Verklýðsflokki mið-
ar ekki margar spannir fram til
framtiðarlands sósialisrtians,
þegar ljúflingar verklýðsins i
flokknum fortaka menntun og
barma sér undan „mennta-
mannakliku” i sósialistiska
flokknum! Það hlýtur að vera
hart fyrir gömlu hug-
sjónamennina i flokknum eins-
og Brynjólf og Einar sem hafa
barist fyrir menntun stéttar-
innar að horfa uppá þessa upp-
dráttarsýki sósialismans i
franstu röðum flokksmanna.
Menntamannahatur er ekkert
geðþekkara i Alþýðubandalag-
inu en i Morgunblaðinu.
Hins vegar hefur Þjóðviljinn
brugðist þvi að gegna hvetjandi
hlutverki og veita þessum
stjórnarþátttökum okkar að-
hald. Þögnin og hlédrægnin um-
lykja allar siur blaðsins. Ef svo
heldur sem horfir verður blaðið
hvorki með né á móti nokkrum
sköpuðum hlut. Hlutleysið er
svo ofboðslegt, að manni virðist
ráðherrar og borgarfulltrúar
naumast fá stuðning jafnvel
þegar þeir gera vel; hvað þá
veslings alþýðan sem alltaf er^
að axla byrgöar.
Unginn af fréttum og reynd-
ar yfirbragð blaðsins er ein-
hrern veginn þannig að manni
dettur ekki i hug málgagn
þjóöfrelsis (hvað erað frétta af
hernum og Nató??), sósial-
isma og verklýðshreyfingar.
Þetta er þvi andstyggi-
legra sem allir borgara-
legu fjölmiðlarnir þykjast
vera á kafi i sams konar
blaðamennsku: ,,hlutleysið og
hlutlægnin” ofar öllu. Reyndar
leynir undirlægjuhátturinn
gagnvart kapitalismanum sér
ekki i blámóðu borgarapressunn
ar. En „hlutleysistónninn” i
okkar málgagni verður ekki
annað en flatneskja, sem er á
ská og skjön við yfirlýstan
stuðning viö sósialisma, verk-
lýðshreyfingu og þjóðfrelsi.
Okkar „hlutlæga hlutleysi”
einsog annarra, sem halda i
slika frasa, táknar auðvitað
stuðningvið þaðsem er, —kapi-
talismann —, og er einnig þann-
ig i' mótsögn við yfirlýst mark-
mið. Svo má minna á, að til
þeirra mála sem uppi eru
hverju sinni, eru margvisleg
viðhorf á vinstri væng. Þar
mætti blaðið lika leita fanga, og
getur auðveldlega bætt úr frá
þvi sem nú er. Þessa viðamikla
vandamáls hér aðeins getiö
fáum orðum. Sjálfsagt er að
mér fjölmiðlavisari menn leggi
orð i belg þar um. — Gaman
væri nú lika að sjá hugmynda-
fræðinga flokksins og
hreyfingarinnar fjalla af hjart-
ans einlægni um þau mál sem
hér hefur verið stiklað á.
A Hundadögum i Reykjavik
1979.
Öskar Guðmundsson.
Stjórn Reykjanesfólkvangs
— nýtekin til starfa
Fyrir rúmum áratug kom fram
hugmynd að stofnun stórs úti-
vistarsvæðis á Reykjanes-
skaga. Arið 1969 gerði borg-
arstjórn Reykjavikur samþykkt
um að vinna að málinu, og
Náttúruverndarráð lýsti stuðn-
ingi sinum við hugmyndina. Arið
1975 var svo staðfest friðlýsing
svæðisins, sem kallast núi
Reykjanesfólkvangur.
Samkvæmt reglugerð sem þá
var staðfest, er Reykjanes-
fólkvangur á svæðinu milli Blá-
fjalla og Heiðmerkur að norðan
og suður á Krisuvikurberg. Um-
sjón með honum hefur sérstök
stjórn, sem er skipuð af niu full-
trúum sveitarfélaga og vinnur i
samstarfi við Náttúrverndarráð.
Stjórnin var skipuð á fundi 15.
júni sl. og mun senn hefja störf. í
upphafi ákvað hún að vinna að
eftirtöldum verkefnum:
1. Að gera könnun á efnistöku og
öðru jarðraski innan fólkvangsins
og framfylgja ákvæðum frið-
lýsingar sem banna slikt.
2. Að stöðva skemmdaakstur utan
vega i Móhálsadal og leggja
góðan bilveg frá Djúpavatni
suður á Grindavikurveg við Lat-
fjall.
3. Að merkja fólkvanginn og leiðir
innan hans.
4. Að láta gera yfirlit um náttúru-
far á fólkvanginum til undir-
búnings nánara skipulagi og
verndarákvæðum.
Formaður stjórnar var kjörinn
Vilhelm Andersen Reykjavik og
ritari Sigriður Einarsdóttir úr
Kópavogi. Aðrir i stjórninni eru:
Aki Granz, Njarövik.
Eggert Isaksson, Hafnarfirði.
Guðleifur Sigurjónsson, Kefla-
vik.
Haukur Guðjónsson, Grindavik.
Karl B. Guðmundsson,
Seltjarnarnesi.
Ólafur Nilsson, Garðabæ.
Þórarinn Snorrason, Selvogi.
—ÖS
Eldsneytisframleiöslunefnd
Iðnaðarráðherra hefur nýlega
skipað nefnd til að gera tillögur
um hugsanlega framlciðslu á
eldsneyti hérlendis með hliðsjón
af orkubúskap landsmanna i
heild. Formaður nefndarinnar er
Þorsteinn Ólafsson aðstoðarmað-
ur iðnaðarráðherra.
Hlutverk þessarar nefndar er að
hafa i huga og gefa ábendingar
um eftirtalin atriöi vegna
ákveðinnar rannsóknaráætlunar i
þessu sambandi:
1. Eldsneytistegundir og
framleiösluaðferðir, sem koma til
álita hér á landi og nauðsynlegar
rannsóknir á einstökum vinnslu-
þáttum.
2. Umhverfisáhrif þeirra kosta,
er til álita koma og athuganir þar
að lútandi.
3. Notkun viðkomandi eldsneytis-
tegunda við islenskra aðstæður og
áhrif á dreifikerfið.
4. Orkuþörf vegna eldsneytis-
framleiðslu og likleg áfanga-
skipting.
5. Þættir er skipt geta máli varð-
andi staðsetningu eldsneytisverk-
smiðju.
6. Stýring rannsóknaráætlunar,
hugsanlegir rannsóknaraðilar,
fyrirkomulag hagkvæmni-
athugana og heildarkostnaður
vegna rannsóknaráætlunar-
innar.:
Aðrir i nefndinni eru dr. Bragi
Arnason prófessor, Finnbogi
Jónsson verkfr., Jóhann Már
Mariusson yfirverkfræðingur og
Jón Steinar Guðmundsson efna-
verkfræðingur.
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band viö Þorstein Olafsson og
innti hann eftir þvi hvernig
störfum nefndarinnar yrði
háttað. Þorsteinn sagði að litið
væri hægt að greina frá störfum
hennar að svo stöddu, þar sem
hún hefði aðeins haldið einn
fund.
Hins vegar væri hér um aö
ræða marga óvissuþætti sem ]
þyrfti að leysa. Störf nefndar- i
innar koma ekki til með að skýr- j
ast fyrr en eftir 2-3 vikur.
—Þig I
UTSALA
byrjar á morgun timmtudag
verð frá kr.
Sumarkjólaefni 995,-
Bómuliarblússuefni 695,-
Alullarefni, tvibreið, 995,-
Tweedefni og flannel,
tvibreið i dömu- og herrafatnað 2995,-
Ullarpilsaefni, köfiótt tvibreið 1995,-
Grófriffluð flauel, 1995,-
tvibreið I dömu- og herrafatnað 2995,-
Hálsklútar 595,-
Öll sumarefni á hálfvirði — mikið úrval af
bómullarkjólaefnum.
Metravörudeildin
Miðbæjarmarkaðurinn
Aðalstræti 9.
Starfsmaður óskast
Oliumöl h.f. óskar eftir að ráða næturvörð.
Upplýsingar i sima 43239.