Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 25. júli 1979. Umsjón: Magnús H. Gíslason Illa horfir með kartöflusprettu Yfirmatsmaöur kartaflna, Ed- vald Malmquist, telur aö vöxtur kartafha hafi aldrei veriö eins skammt á veg kominn á þessum tima sumars og nú. Sprettan i ágúst veröur aö vera mikið yfir meöal-vöxt þessa mánaöar svo von sé um sæmilega uppskeru. komi frostnótt eöa nætur fyrri hlutann I september, má gera ráð fyrir algjörum uppskerubresti. Mikið var sett niður i vor, þrátt yfir óhagstæöa tiö, en þó aöeins minna en i fyrra. Islenskar kartöflur frá I fyrra eru aöganga til þurröar. Yfirleitt er ekki reiknaö meö aö geymslu- þol kartaflna hér á landi sé meira en til mánaöamóta júni-júli. Eftir þann tima verður rýrnun mjög mikil oghæpiðað mikið sé eftir af söluhæfum kartöflum. Það hefur einnig synt sig nú, þrátt fyrir kuldai vorogsumar, aðkartöflur hafa aðeins geymst vel þar sem vel hefur verið vandað til geymslu þeirra og litið veriö um skemmdir i þeim við upptöku. A höfuöborgarmarkaöinn eru nú fluttar kartöflur noröan úr Eyjafiröi, sem geymst hafa sæmilega. Siðustu bilfarmar af kartöflum koma úr Þykkvabæ um þetta leyti. Þegar islensku kart- öflurnar ganga til þurröar munu nýjar italskar kartöflur koma á markaöinn. —mhg Vöxtur kartaflna hefur aldrei veriö eins skammt á veg kominn á þess- um tima sumars og nú, segir Eövald Maimquist. Ýmislegt á döfinni hjá Tilraunaráði landbánaðarins A fundi Tilraunaráös landbún- aðarins, sem haldinn var 25. júni s.l. vor samþykktar eftirfarandi ályktanir: Sauðfjárrækt sem út- flutningsbúgrein Tilraunaráö telur rannsókna- og þróunarverkefnið: „Sauöfjár- rækt sem útflutningsbúgrein”, mjög áhugavert. Skorar tilrauna- ráðið á stjórn Rannsöknarstofn- unar landbúnaöarins aö láta þeg- ar i staö hefjast handa um gerð ýtarlegrar áætlunar um þetta verkefni á grundvelli þeirrar hugmyndar, sem fyrir fundinum liggur frá Stefáni Aðalsteinssyni. Samtimis gerð framkvæmda- áætlunarinnar verði leitaö leiða um útvegun fjármagns til aö standa straum af þeim verulega kostnaöi, sem framkvæmd þessa verkefnis hlýtur að fylgja. Tilraunaráö bendir jafnframt á, aðgerö var á siðasta Búnaöar- þingi ályktun um könnun á efl- ingu sauöfjárræktar og telur eöli- legt, aö þessi tvö mál tengist hvort ööru. Riðuveikirannsóknir Tilraunaráð mælir meö þvi aö kanaö verði, hvort ónæmi gegn riöuveiki í sauöfé hér á landi gangi að erföum. Rannsóknir benda til þess, aö svo sé erlendis. Tilraunaráö beinir þvi til stjórnar Rala aö hafin veröi I samráöi við tilraunastöðina á Keldum söfnun tiltækra upplýsinga, sem aö gagni gætu komið, og aö undirbúa töl- fræðilega úrvinnslu þeirra. Bú- fjárræktarnefnd er faliö aö skila drögum aö rannsóknarverkefni af þessu tagi fyrir haustfund Rala 1979. Rannsóknir á hangikjöti Tilraunaráð telur mjög æski- legt, aö geröar verði efnafræöi- legar rannsóknir óg sýklarann- sóknir á hangikjöti, sem reykt er með breytilegum aöferöum. Ráð- gerter aö gera sölutilraunir meö hangikjöterlendis, en ekki er tal- iö fært aö bjóöa kjötiö tíl sölu, nema þvl fylgi vottorö um heil- næmi og gæði vörunnar, en sllk vottoröfást ekki, nema rannsókn- ir hafi verið geröar á kjötinu svo sem að framan greinir, er stað- festi heilnæmi vörunnar. Til- raunaráöið óskar þvi eftír að stjórn stofnunarinnar kanni möguleika á aö leysa þetta verk- efrii sem fyrst. Áhrif húsvistar á ullar- gæði Tilraunaráð leggur áherslu á, að hraðaö veröi framkvæmd rannsóknar á áhrifum húsvistar á gæöi ullar, samkvæmt áöurgeröri tilraunaáætlun. Jafnframt lýsir tilraunaráöiö ánægju sinni með þingsályktun- artillögu um meðferö ullar og tel- ur framkvæmd hennar mjög brýna og þýðirrgarmikla. En til þess að hún verði framkvæmd þarf allmikiö fjármagn og skorar tilraunaráöið á landbúnaðarráðu- neytiö að útvega nægilegt fjár- Freyr Okkurvaraðberast 13. tbl. Freys, þ.á. Efni þess er: Enn um freömýrakenning- una, forystugrein. Halldór Pálsson búnaöarmálastjóri og Stefán Sch. Thorsteinson segja frá starfsemi fjárrækt- arbúsins á Hesti. Birt er fundargerö aukafundar Stéttarsambands bænda 1979. Sagt er frá heimsókn Freys að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og oröræöum við bændur þar, þá Eggert Ólafsson og syni hans Þorleif og Ólaf. Þeir Þorvaldseyrar- bændur eru hinir einu, sem aö staöaldri rækta korn hér- lendis. Bjarni Guömundsson, kennari á Hvanneyri skýrir frá niðurstööum nokkurra athugana á Hvanneyri um áhrif sláttutima og verkunar ánýtingu þurrheys. Birtur er varðlagsgrundvöllur land- búnaöarafuröa frá 1. júni 1979og loks er i blaöinu bréf, frá Agústu Þorkelsdóttur á Refetað i Vopnafiröi. — mhg magn til að framkvæma það verkefni og aö hafist verði handa svo fljótt sem kostur er á þeirri rannsókn. Tilraunaráðið telur góöa með- ferö og nýtingu islenskrar ullar mjög þýöingarmikla fyrir fram- tiö islensks landbúnaöar. Myndkort Fundurinn... beinir þeim til- mælum til stjórnar Rala að þegar i stað verði reynt aö finna ieiöir til þess að stofnunin geti aflaö sér þeirra myndkorta, (ortokorta), sem nauösynleg eru til þess aö gera gróður- og jarðakort. Við- komandi ráöuneytum verði gerö grein fyrir þessu máli og unniö aö þvi að fá fram lausn á þvi án taf- ar. Þjónustumiðstöð fyrir mjólkursamlög og naut- griparækt Tilraunaráö hefur kynnt sér ályktun Búnaðarþings 1979 um rannsóknir á eggjahvitumagni og öðrum þurrefnum i mjólk og þá hugmynd, aö sameiginlegri þjón- ustumiðstöö veröi komiö upp i Reykjavlk fyrir mjólkursamlög og nautgriparæktina i þessu skyni. Komið hefur fram, að rann- sóknir á arfgengni vissra þátta i samsetningu mjólkur, sem tii- raunaráö hefur mælt með aö Rannsóknarstofnun landbúnaö- arins stæði aö, krefjast dýrra tækja, en þau eru hin sömu og gert er ráð fyrir aö yrðu i þeirri þjónustumiðstöð, sem Búnaöar- þing vill aö komiö verði upp. Þvi mælir tilraunaráö með þvi viö stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, aö hún stuðli aö þvi, aö þessari þjónustumiðstöö verði komið upphiö fyrsta og aö þar verði hægt að rannsaka þau sýni, sem nauösynlegt er aö taka vegna arfgengisrannsóknanna. Jafnframt láti stofnunin efna- greina söfnunarmjólk frá mjólk- urbúunum, en þaö verkefni ætti aö vera hægt aö framkvæma á Rannsóknarstofnun landbúnaö- arins meö þeim tækjakosti, sem þar er fyrir hendi. — mhg Hér um slóöir eru heyskapar- horfur nú ekki ailof bjartar, sagði Sigurður Jarlsson, ráöu- nauturá Isafiröi, er Landpóstur hafði tal af honum i fyrradag. — Aö þvi er ég best veit, hélt Sigurður áfram, — er hér ekki hafinn sláttur og ég held, aö þaö sé nokkuö i þaö. Þaö eru aöeins einstaka bændur,sem geta fariö að byrja með tún og tún, sem hafa þá verið alfriöuö. Túnin aðeins græn IÉg á ekki von á því, aö bænd- ur byrji hér almennt slátt fýrr en i ágúst. Ég fór mikiö hér um svæðib fyrir svona hálfum mán- uði, fór suöur i Bjarkarlund og um allt Djúpið og mér sýndist grasspretta áþekkust þvi sem venjuiegt er i byrjun júni. Túnin voru rétt græn og búiö. En litið er um kal. Aöeins tíl á bæ og bæv en sé litið á svæöiö i heild þá eru túnin mjög litiö skemmd af kali. Þaö var snjó- létt hjá okkur I vetur en mikill kiaki er i jörö og ég efast um aö hann sé horfinn ennþá. A ferða- lagi minu kom é^ við hjá tveim- ur bændum i Djúpinu, sem voru við járöabótavinnu og þeir steyttu á klaka. Heita má aö verið hafi linnu- lausir kuldar, en dagurinn i dag er þriöji dagurinn i röö, sem er góöur. Þaö hefur veriö svona 10-12 stiga hiti. Ágústmánuður sker úr L Ég held, aö útilokað sé að full spretta fáist úr þessu. Mér þykir ekki óliklegt aö það reynist rétt, sem búnaðarmálastjóri sagði i vor, að útlit væri á 20-30% minni Túnín beitt til júníloka segir Sigurður Jarlsson, ráðunautur á Isafirði heyfeng I haust en i meðal ári. Raunar er spretta oröin sæmi- leg á þeim blettum, sem menn komusthjá aðbeita i vor en þeir eru bara hvorki margir né stór- ir, þvi menn voru orðnir tæpir með hey og uröu af þeim sökum aö beita túnin mikið. Ég veit dæmi þess, aö fé hafi veriö á túnum fram undir júnilok. Svo það er þá bara júlimánuður, sem túnin hafa haft til aö ná sér og þá hefur tiðin verið svona. Þaö veltur þvi allt saman á þvi hvernig ágúst verður, hann sker úr. Votheysverkun eykst Votheysverkun er i nokkuð miklum mæli hér i sumum hreppum en þö ekki eins mikil yfir heildina og i' Strandasýslu. En votheysverkunin vinnur á þannig aö á siöari árum hefur veriö byggt hlutfallslega meira af votheysgeymslum en þurr- heys . Og hún hefur aukist veru- lega upp á siðakastið I þeim byggöarlögum, þarsem hún var sáralitii áður. Sauðburður gekk frekar vel en þó hef ég nú frétt um lamba- dauöa, menn hafa veriðað finna Sauöféö gekk nærri túnunum dauö út um hagann hálfsmánað- ar til þriggja vikna gömul lömb. Mikiö hefur veriö um júgur- bólgur i ám og munnangur i lömbum og greinir menn á um hvort sé orsök og hvort afleið- ing. By gginga framkvæmdir Nokkuð er um byggingar i Vestur-ísafjarðarsýslu. Ég held, aö þeir bændur hafi ekki dregið i' land, sem fengu lánslof- orð en þau voru nú ekki auð- fengin og svo var lánakerfi Stofiilánadeildarinnar breytt þannig, að lánin eru 100% verð- tryggö. Ogmönnum hálf-óar viö þvi að taka slfk lán.ekki sist nú þegar út litur fyrir mjög slæma útkomu hjá bændum á þessu ári, mikil fóöurbætiskaup i vor, vanhöld á lömbum umfram hiö venjulega og litill heyfengui; fyrir svo utan blóötökugjöld, sem á bændur eru lögö. Þeir vorunú raunar aö hugga okkur viö það I bændaspjallinu i morg- un aö skattlagningin yröi kannski ekki eins mikil og ráö var fyrir gert, þar sem útflutn- ingurinn myndi minnka, þvi sala ykist. Hins vegar er þá á það að lita að þó e.t.v. verði ekki stórfelld fækkun bustofns hjá neinum i haust þá er viöbúiö aö hún veröi nokkuð mikil yfir heildina og þaö minnkar nú ekki kjötiö á markaönum i þeta skiptiö. —sj/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.