Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. júli 1979.
Pétur Pálsson
f. 28.11. 1931 — d. 28.6 1979
Kæri frændi og vinur,
ég get ekki orða bundist, ég
verð að stiga fram á sölutorg hé-
gómans og fylla flokk munnræpu-
meistara og vælukjóa, þó svo ég
sjái og skilji hve bjánalegt það er
að fara að þakka liki þinu fyrir
það, sem ég átti að þakka þér
fyrir meðan þú lifðir og varst
heill heilsu.
Ég ætla ekki að fjölyrða neitt
um þær hæðir sem þú hafðir ef-
laust hæfileika til að ná, hefðir þú
haft þá aðstöðu sem þér hæfði.
Ég minnist þín fyrst sem litils
drengs þar sem þú og Auður
systir þin voruð að syngja tvi-
raddað, hve tónn þinn var mildur
og sannur.
Ég minnist með þakklæti allra
þeirra stunda sem við áttum
saman heima hjá mér og hve ljúft
mér þótti að blanda geði viö þig i
heimi tóna.
Minn hjartans draumur
feiminn fer
á fund þinn æskubjarta vor
minn hörpustreng aö helga þér
og hvisla þeirri bæn frá mér
aö létta harm sem brjóst
mitt ber
og bræöa klaka spor.
Með bestu kveðjum og
samúðarkveðjum til þeirra sem á
þurfa að halda.
Þinn föðurbróðir
Húbert Ólafsson
Sumarferð
AB í Kópavogi
Kabbi I Skutulsfiröi viö lsafjaröardjúp
Sumarf erö Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður farin föstudaginn 27.
til 29. júlí.
Farið verður að l'saf jarðardjúpi.
Lagt af stað frá Þinghól kl. 2 e.h.
Fargjald verður 12 þúsund kr.
Afsláttur fyrir börn. Miðar óskast sóttir í Þinghól þriðjudaginn 24. júlí
kl. 17-19 og 20.30-22 og miðvikudaginn 25. júlífrá kl. 20-22.
Farþegar hafi með sér tjöld og nesti.
Nánari upplýsingar gef a Lovísa Hannesdóttir, sími 41279 og 41746 í Þing-
hól
Adolf J.E. Petersen simi 42544og Hans Clausen sími 41831.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
SUMARFERÐ ABR Á SUNNUDAGINN KEMUR:
Borgarf jörður - Kaldidalur
Sumarferð Alþýðubandalagsins i Reykjavlk verður að þessu sinni
farin sunnudaginn 29. júlf i Borgarfjörð og Kaldadal..
Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8. og'ráðgert að koma
aftur i bæinn kl. 20. Ekið verður um Þingvelli, Kaldadal.uppsveitir
Borgarfjarðar sunnan Hvitár og um Hestháls, Draga og Hvalfjörð
til baka. Stoppað verður i Bolabás, við Viðgelmi i Hallmundar-
hrauni, aö Húsafelli, við Hraunfossa i Reykholti og við Botnsskála.
Lengsta stoppið verður i skóginum i Húsafelli, en i Reykholti mun
m.a. Björn Þorsteinsson prófessor flytja ávarp og minnast Snorra
Sturlusonar. Við Haunfossa býður Þórunn Eiriksdóttir húsfreyja d
Kaðalstöðum i Stafholtstungum ferðalanga velkomna i heimahérað
sitt og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra flytur ávarp.
Efnt verður til glæsilegs happdrættis i ferðinni og verða vinningar
um 80 talsins. Stærsti vinningurinn er Júgóslaviuferð á vegum
Samvinnuferða-Landsýnar að verðmæti 200 þús. krónur, en aðrir
vinningar eru m.a. bækur, málsverðir á veitingahúsum, viölegu-
búnaður og rafmagnsvörur.
Ávörp
við Hraunfossa
Þórunn Eiriksdóttir á
Ka ða i stöííKi m býöur
feröalaagn velkomna.
Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráöherra flytur á-
varp.
Aðalleiðsögumaður ferðarinnar verður Páll Bergþórsson veður-
fræöingur, en hann er ættaður frá Fljótstungu i Hvitarsiðu. Lögð
veröur áhersla á aö fá úrvals leiðsögumenn i hvern einasta bíl og
hafa eftirtaldir menn m.a. verið tryggðir til þess: Arni Bergmann
ritstjóri, Björn Th. Bjönsson listræöingur, Björn Þorsteinsson próf-
essor, Engilbert Guðmundsson hagfræðingur, Gisli Pétursson kenn-
ari, Guðmundur Illugason fræðimaður, Gunnar Karlsson lektor,
Haraldur Sigurðsson bókavörður, Hjalti Kristgeirsson hagfræð-
ingur, Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Tryggvi Sigur-
bjarnarson verkfræðingur, Þór Vigfússon borgarfulltrúi, Þorbjörn
Broddason lektor og Þorleifur ■ Einarssom jarðfræðingur.
Það nýmæli verður nú tekið upp að auk leiðsögumanna verða for-
söngvarar i fjöldasöng í hverjum bil.
Skrifstofan að Grettisgötu 3 er opin daglega frá kl. 14-19 og er fólk
hvatt til að láta skrá sig sem fyrst. Síminn er 17500. Ferðin kostar -
6000 krónur fyrir fullorðna en 3000 krónur fyrir börn.
Kynning leiðsögumanna
Þorleifur Einarsson
jarðfræöingur hefur
skrifað alþekkta og
skemmtilega kennslubók
um jarðfræði og getur þvi
útlistað aðskiljanlegar
náttúrur tslands.
Þór Vigfússon borgar-
fulltrúi i Reykjavik hefur
verið ómissandi i öllum
sumarferðum Alþýðu-
bandalagsins. Hann er
þrautþjálfaður feröa-
garpur og skemmtileg-
astur i frásögn.
Gunnar Karlsson lektor í
Islandssögu við Háskóla
íslands er sérfræðingur i
islenskum fræðumogætti
þvi að geta margt um
sögurikan og skáldarikan
Borgarfjörð sagt.
Úrvals
leiðsögumenn
Júgóslavíuferð á vegum
Samvinnuferða-Landsýnar
í happdrætti
Látið skrá ykkur strax
— Síminn er 17500