Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 16
WÐVIUINN MiOvikudagur 25. júli 1979. AOalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til löstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Togarinn Ýmir hefur nú landaö afla tvisvar sinnum á siöustu vikum i heimahöfn. Þaö er fyrsti aflinn frá þvi hann var keyptur frá Bretlandi i nóvember i fyrra. 1 gærdag óskaöi útgerö togarans eftir aö fá aö landa i þriöja sinn hjá Bæjarútgeröinni i Hafnar- firöi. Ekkert pláss var þá fyrir aflann þar sem veriö var aö landa úr þremur skuttogurum, þeim Jóni Dan, Júni og Mai sem allir voru meö fullfermi. Þessa mynd tók Leifur I gær þar sem togararnir voru aö raöa sér upp aö bryggjunni til löndunar. Togarakaupin á Ými HF 343 „Fins og að kaupa bfl” segir Ágúst Sigurðsson framkvœmdastjóri Engin ástæða til svartsýni segir Hjörleifur Guttormsson orkumálaráðherra um spár um orkuskort nœsta vetur „Það getur auðvitað ýmislegt gerst við þær óvenjulegu veðurfarsað- stæðui; sem hér hafa verið" sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumálaráðherra, er Þjóðviljinn hafði tal af honum í gær vegna spádóma sem uppi hafa verið að undanförnu um orkuskort á næsta vetri á Norður- og Austurlandi og á Reykjavíkursvæðinu. Vatnsborð er nú m jög lágt í Þórisvatni, þar sem fram fer aðalorkumiðlunin til raf orkukerf is lands- manna. Hjörleifur sagði að þaö væri ekki nýtt vandamál i ráöu- neytinu, aö einhverntima vetrar gæti þurft að gripa til rafmagns- skömmtunar eöa öllu heldur að keyra disilstöövar sem varaafl inn á landskerfiö. Þetta væri þó undir þvi komiö hvernig veöur- far veröur á seinni helmingi árs- ins og ekki sist undir haust- rigningunum komið. „titlitiö hefur áöur verið veru- lega dökkt, t.d. vantaöi mikiö á i Þórisvatni i fyrrasumar en siöan komu haustrigningarnar sem breyttu stöðunni mjög til hins betra,” sagði ráðherrann. ,,Ég tel ekki nokkra ástæðu til aö vera með einhverja svartsýni út af þessu. Ástandið getur tæpast orðið alvarlegt á næsta vetri, en hinsvegar getur þaö haft kostnað i för með sér. Ctlitið er aftur á móti dekkra hvað varðar þar næsta vetur, vegna þess aö þá bætist við orkuþörfina i lands- kerfinu. Þá á meðal annars að vera lokið við að tengja Vest- firðinga við landskerfið og hug- myndin er að reyna að koma i veg fyrir oliukeyrsiu þar, sem óhjákvæmilega verður allveru- leg næsta vetur. Siðan er áætlað að Hrauneyjarfossvirkjun verði komin i gagnið haustið 1981. Það var ekki sist með tilliti til þessara horfa i orkumálunum sem við vorum meö tillögur um að eyða svolitlu fjármagni i að bora tvær holur við Kröflu i ár í vcn um að það gæti gefið árangur og komið þá i veg fyrir oliukeyrslu til raforkuframleiösiu á næsta og ekki siður á þar næsta vetri,” sagöi Hjörleifur Guttormsson. pn« Stálskips h/f sem gerir togarann út „Ég viöurkenni að við höfum farið meö eitthvað af frystihúsa- vinnunni úr iandi og við viljum alls ekki vera að hvetja aðra út- gerðaraöila til að sigla með mest- allan sinn afla, heldur hefur okk- ur ekki alltaf tekist að losna viö aflann hérna heima og þvi tekið þá ákvörðun að sigla með hann út, þar sem maður fær borgað fyrir aflann strax” sagði Agúst Sigurðsson framkvæmdastjóri Stálskips sem gerir út togarann Ými. Eins og skýrt var frá i frétta- skýringu i Þjóöviljanum i gær hefur það vakið furðu margra að Ýmir og Ránin,sem gerð er út af dótturfyrirtæki Stálskips og auk þess togarinn Arsæll Sigurðsson Hhafa svo til engum afla landað hér heima það sem af er þessu ári heldur siglt með allt á erlend- ar hafnir. Þjóðviljinn spurði Ágúst um skýringar á þessum tiöu sölu- ferðum og sagði hann að Ránin sem væri mjög lítill togari og þvi aðstaöan allt önnur og lélegri en gengur og gerist á stærri og nýrri togurum. Til að halda mannskapnum á togaranum þyrftu þeir þvi að taka nokkuö tiöar siglingar svo hægt væri að hvila hálfa áhöfnina i landi á meðan. Varðandi tiðar söluferðir Ýmis sagði Agúst að það væri nokkurs konar „gamble” þar sem alltaf væri möguleiki á að fá hærra verð fyrir fiskinn erlendis auk þess sem þeir fengju hann greidd- an strax, en útgerðin ætti enn inni þriggja og fjögurra ára reikninga hjá ýmsum frystihús- um fyrir afla frá Ráninni. Þá væri einnig oft erfitt að fá löndun heima þar sem allt væri fullt hjá frystihúsunum. Þá var Agúst spurður um hin umdeildu skipakaup á Ými frá Bretlandi. Hann sagði að honum heföi boöist þetta skip á mjög hagstæðu verði þar sem Bretinn hefði viljað losna við þaö. Hann heföi'fengið hagstæða greiðslu- skilmála og þvi ekki þurft að sækja um lán hjá fiskveiðisjóði né öðrum opinberum lánastofnun- um. Það mætti því segja að þetta hefði verið eins og aö kaupa bíl, þar sem togarar væru á frilista. Þaö hefði þvi aöeins þurft að fá gjaldeyrisleyfi til að kaupa togar- ann sem bauöst á þessum vildar- kjörum en Agúst vildi ekki gefa upp hver þau hefðu verið. -Ig- 20 aðilar stunda saltfisksverkun á Ólafsfirði Landburður af afla Erfiðleikar með að vinna allan fiskinn Stórgóö þorskveiði hefur veriö úl af Horni undanfarna daga. t gær lönduöu t.d. tveir af ólafsfjaröar- skuttogurunum nærri 400 tonnum af þorski samtals og von er á þeim þriöja öðru hvora megin viö helgina meö fullfermi eöa 250- 300 tonn,einnig af þorski. Þegar svo mikill afli berst á land í einu á stað eins og Ólafs- firði þar sem nú búa tæplega 1200 manns er oft erfitt að nýta aflann fullkomnlega til frystingar. Vinnuafl er af skornum skammti og afkastageta frysti- húsanna tveggja ekki nægileg til aö vinna úr aflanum svo vel sé. Ekkert aðkomufólk starfar við frystihúsin á Ólafsfirði og hefur ekki veriö, þar sem engin aö- staöa fyrir verbúðarfólk er til á staönum. Þjóöviljinn hafði i gær sam- band við þá Asgrim Hartmanns- son framkvstj. hraðfrystihúss Eramhald á 14. siöu manns fy/gdust með ! viðureigi/ÍA ogFéye»oord4g®r- kvoldi á/ Laugardalpvellinum i blíðskaMirveðri. Ja/ntefli varð# 1-1 og eiki einu sinái Pétri Pét/ ^Orssyniltókit að ný/a sín dauöi- ■ f ■ S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.