Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. júli 1979.
Miðvikudagur 25. júli 1979. ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 9
,,Það er eitt stórt brjálæöi að ætla að henda Burstafellinu. Það mætti sigla á þvi kringum hnöttinn”. Svo
mæiir Eggert Gunnarsson. (Mynd: Leifur)
Hrein fjárglæpamennska
— segir Eggert Gunnarsson skipasmiður um örlög Burstafellsins
Burstafell Ve. 35 liggur i
Dráttarbrautinni h/f i Eyjum.
Eftir aöhafa flengst um allan sjó
biöa þess nú dapurleg öriög
þvi innan skamms verður bátn-
um sökkt i saltan mar. Samt sem
áður er fjarri þvl að skipið sé ó-
nýtt eða skemmt á einhvern hátt.
Akvörðunin um eyðilegginguna
var nefnilega tekin skömmu eftir
aö það var gert upp fyrir tæpa tvo
tugi miljóna króna. Astæðan
fyrir þessu er hið margfræga
sjóöakerfi i islenskum sjávarút-
vegi. Einhver angi af þvi greiðir
nefnilega Utgerðarmanninum
fyrir missinn, þannigað bætturer
hans skaði.
Eggert Gunnarsson skipasmið-
ur, sem tiöindamenn blaðsins
hittu iDráttarbrautinnivar okkur
sammála um, að hér væri um
hneyksli aö ræða.
„Þetta er ekkert annað en hel-
vitis truflun, hreinasta fjárglæpa-
mennska, aö henda bátaum. Ég
var sjómaður í 20 vertiðir og veit
vel hvort skip eru góö eða vond.
Og ég þori aö fuliyrða, að það
væri hægt aö fara kringum hnött-
inn á Burstafellinu.”
— Hversvegna á þá að henda
bátaum?
„Blessaður vertu, það er ein-
hver sjóður sem borgar brúsann.
Ég held það sé Aldurslagasjóður
sem yfirtekur veðskuldirnar á
svona bátum, eftir að þeir eru
komnir á vissan aldur, þannig að
útgerðarmaðurinn sleppur. En
það er skilyröi að bátnum sé hent.
A sama tima og þeir eru að for-
djarfa Burstafelliðersvo verið aö
smiða báta, meira að segja
minni en þennan, sem kosta þetta
5 — 6 miljónir tonniö. Það er nú
stóra brjálæðiö.”
— Er nýsmiði i Eyjum?
„Nei. Það hefur ekki verið ný-
smiði i slippum hér i Eyjum i
mörg ár. Fyrst og fremst var nú
svo mikið að gera kringum við-
haldið á þessum stóra bátaflota
sem hér var alltaf, en svo vorum
viö skipasmiðirnir lika fremur fá-
ir. í dag er lika skortur á góðri að-
stöðu fyrir nýsmiði stórra skipa.
Og raunar skortir okkur aðstöðu
til að taka stóru skipin hér til
klösssunar og jafnvel lika minni
háttar viðgeröa.
Við höfum nefhilegá ekki fjár-
fest I skipalyftu. Og sökina á þvi
ber fyrst og fremst bærinn. Þvi
bærinn á skipalyftu og hefur átt i
mörgár. Húnbarakemurekki að
notum, þvihúnliggurinná Eiði og
ryðgar bara niður.
Fyrir bragðið er allur skipaiðn-
aður að geispa golunni hé i Eyj-
um. Við þessir kallar sem erum
meö stöðvar höfum ekki lagt út i
að fjárfesta I skipalyftum, þvi
kanski yrði engin þörf fjrir okk-
ur, þegar nýja lyftan byrjar — ef
hún verður þá einhvern timann
tekin I notkun. Það var nú
samþykkt i hafnarstjórninni, og
ég held iika I bæjarstjórninni, að
bæjarstjórinn ræddi við okkur,
sem eigum gömlu slippana. Það
er ekki búið enn.
Á meðan röltum við um I ó-
vissu. Biðin er orðin nokkuð löng
finnst okkur, og búin að kosta
okkur og kaupstaðinn mikið. Þvi
meðan við getum ekki tekið
stærstu skipin upp i slipp, erum
lyftulausir, þá verða þau að fara
burt með sin viðskipti. Með þeim
fer náttúrlega besta greiðsluget-
an. Varla fær bærinn skatt af
þeim viðgerðum trúi ég.
Á meðan er þetta að verða eins-
og i dauös manns gröf. Við erum
að verða einsog geirfuglinn — út-
dauðir.”
—ÖS
,,A ég ekkiaðbrosa, strákar?” sagði kappinn þegar við munduðum tól-
in á hann. (Mynd: Leifur)
„Æ, greyin. Farið þið nú ekki
að ljúga einhverju uppá mann,”
sagði Sigurjón Gunnarsson, sem
dyttaði að bát uppi slipp, þegar
okkur bar aö.
„Hvaöa útgerö er ekki á hausn-
um?” spuröi hann á móti þegar
við inntum eftir ávöxtum sjó-
mennskunnar. „Þaðer ekkert að
hafa uppúr útgerð i dag.”
Eftir þessa tölu þóttumst við
vissir hvar i stétt viðmælandi vor
stæði, og spurðum hvort hann
væri kanski útgeröarmaður.
„Æ, það veit ég ekki. Ég á þetta
kvikindi sem éger að nostra viö i
augnablikinu. Hann heitir Hvit-
ingur. En djöfulann ætli það borgi
sig að gera út núna. Þeir eru nú
að fleygja ágætis sjóskipum hér i
kringum mann, sem er búið aö
kasta fleiri fleiri miljónum I að
gera upp. Varla eru menn að
henda skipunum afþvi útgerðin
beri sig svo vel, væni minn. Ég
heid bara það borgi sig ekki að
gera út nú til dags.
Þegar við kvöddum Sigurjón
kváðumstviðverasendir af Þjóö-
viljanum. Það varð til þess að
hann hætti um stund að mála, leit
á okkur þungbúinn á svip og It-
rekaði fyrri áminningar um sann-
sögli. —ÖS
„Hvaöa útgerd er
ekkí á hausnum”
Malbikun i Eyjum
■
Þessir kallar voru að landa og fúlsuöu við blaðamönnum
(Mynd: Leifur)
: Wh \%t
I WmMp Wmm WÉtímí JP
i Ahaldahúsinu i Vestmannaeyjakaupstað voru vaskir strákar i óðaönn
að steypa þessar voldugu hellur sem sjá,st á mýndinni. En þær eiga aö
fara I göngugöturnar þrjár. (Mynd: Leifur)
Nýbreytni í Eyjum:
Göngugötur í bígerð
Viða með erlendum þjóðum
setjagöngugötur geðfelldan blæ á
borgir og bæi. Óskorað vald fót-
gangenda yfir götum er eigi að
siðurlítt þekkt á Islandi. Þó ráða
þeir lögum og lofum á helmingi
Austurstrætisins i Reykjavik, en
þar með búiö. I Vestmannaeyj-
um eru menn samt að undirbúa
að koma upp nokkurs konar
göngugötum I miðbæ kaupstaðar-
ins.
Útsendarar heimskommúnism-
ans voru fyrir skömmu á ferð i
Eyjum, og spurðu Má Karlsson
bæjartæknifræðing ma. um þess-
ar göngugötur. Már sagði okkur,
að það væri ekki ein heldur þrjár
götur, sem væru ætluð þau örlög
að leggjast alfarið undir fætur
Eyjaskeggja. Hann bætti raunar
við, að ekki yrði blikkbeljunum
með öllu úthýst úr þessum götum
en hins vegar hefðu fótgangandi
vegfarendur forgang umfram bil-
ana.
Göturnar sem þessi válegu ör-
lög biða eru Vestmannabraut,
Skólavegur og Bárugata og Már
sagði okkur að þessi nýbreytni
hefði sprottið upp úr samkeppni
að nýju skipulagi fyrir bæinn. En
tillagan sem varð hlutskörpust
geröi ráð fyrir þessu fyrirkomu-
lagi. Már kvaðst ekki efa, aö
Vestmannaeyingar kynnu vel að
meta nýjungar á borö við þessar,
enda væru þeir manna minnst
háðir bilum.
—ÖS
Óskar vitavöröur á Stórhöfða. t baksýn er vitinn. (Mynd: Leifur)
Stórhöfði í Vestmannaeyjum:
Mesti veðurrass á landinu
Allur landslýður kannast af
orðspori við Stórhöfða i Vest-
mannaeyjum. t hver.jum veður-
fregnum Útvarpsins er getið um
veðurfar áhöfðanum, og varla er
ofmælt þósagt sé, að Stórhöfði sé
mesti veðrarass á gervöllu land-
inu.
Undir þetta sjónarmið tók vita-
vörðurinn á Stórhöfða, Óskar Sig-
urðsson, þegar Þjóðviljinn rudd-
ist inná hann um daginn. „Þetta
er nú um 120 metra ofan sjávar,
svo það er von að hvessi öðru
hvoru,” sagði Óskar. „Hér er
starfrækt alþjóðleg veðurathug-
unarstöð og niðurstööur mæling-
anna sem við gerum hér, eru vist
sendar vitt um heiminn. Það sér
hins vegar Veðurstofan i Reykja-
vik um. Við Stórhöfðabúar slepp-
um við það.”
Horft útá Stórhöfða.
Óskar skýröi okkur frá þvi, að á
þriggja tima fresti þyrfti hann að
aðgæta hita, loftþrýsting, skýja-
far, sjólag, skyggni og kikja eftir
siritandi vindmæli, til aö kanna
vindafar.
„Að meðaltali mun vera mest-
ur vindur hér á Stórhöfða yfir
landið i heild” tjáði óskar vita-
vörður okkur, „það er mælt eftir
þvi hversu oft vindurinn fer yfir 9
vindstig i 10 minútna lotu sam-
fleytt, en lika er stuðst við meðal-
vindhraða.
1 einstakri hviðu hefur vindur
farið mest i 119 hnúta. Þó ber að
geta þess; að siritinn kom ekki
hingað fyrren 1968, og þeir erunú
ekki margir á landinu, þannig aö
það er alveg ómögulegt að segja,
hvað mesta vindhviðan hefur far-
iö hátt.
En Iþessari 119 hnúta hviðu var
rokið að meðaltali um 14 vindstig
og það er nokkuð mikið” segir
Óskar og brosir i kamp sinn.
„Tildæmisum hvað þessistóra
hviða hefur veriö sterk má segja,
að 12 vindstig eru ekki nema 64
hnútar. Aður höfðu mælst hér 16
vindstig árið 1963, og það var til-
tölulega stöðugur hraði i þvi roki,
meðan það varði. 1 slikum veðr-
um er engukviku stættúti við, og
allt fýkur sem fokið getur.
Hæðin á mælingarstööinni eyk-
ur mjög vindhraðann, en að bestu
manna yfirsýn er um tveimur
vindstigum meiri vindhraöi hér
efst uppi en niðrá sjónum.
Það finnst fyrir þvi hér efra.
Okkur finnst stundum nokkuð
vindótt”.
— ÖS
„Djöfulann eru þessir blaðasnápar alls staðar að flækjast,” gæti þessi sjóari úr Eyjum hafa hugsað um
ieið og hann gaut hornauga á boðflennurnar. (Mynd: Leifur)