Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 11
Miövikudagur 25. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 g) íþróttir íþróttir W iþróttiríA I Umsjón: Ingólfur Hannesson -« H EITT OG ANNAÐ Nokkur óvænt úrslit i 3. deild Slangur af leikjum var i 3. deildinni um helgina og uröu þessi úrslit helst: A-riðill: Grindavik-Grótta 2:2 Armann-Njarðvik 2:0 IK-Viðir 1:4 B-riöill: Þór Leiknir 0:5 Afturelding-Katla 8:0 Léttir-Hekla 4:0 C-riðill: Steftiir-Vikingur 0:3 Bolungarvik-Vikingur D-riðilI: Leiftur - 2:1 Höfðstrendingur Höfðstrandingur- 1:2 Svarfdælir 0:7 E-riðill: HSÞ-Reynir 3:2 Völsungur -Dagsbrún 9:1 Árroðinn-Dagsbrún 0:0 F-riðill: Einherji-Sindri 0:1 Súlan-Leiknir 0:2 Valur-Huginn 1:1 Hafnarfjarðarliðin sigruðu FH sigraði bikarmeistara Vikings á útimótinu i hand- knattleik meö nokkrum mun i fyrrakvöld. Lokatölur urðu 24-18 fyrir Hafnfirðingana, en staðan i hálfleik var 14-11. Hitt Hafnarfjarðarliðið, <Haukar, vann einnig sann- færandi sigur og voru það IR-ingar sem voru fórnar- lömbin. Haukar sigruðu 28-22. Þá vann Valur Viking i kvennaflokki 19-11. íslandsmót i ratleik Fyrsta Islandsmótið i rat- leik (orientering) verður haldið að Hallormsstað (Atlavik) sunnudaginn 5. á- gúst n.k. Mótið verður við þaðmiðað, að flestir þátttak- endur verða byrjendur, en stefnt er að fjöldaþátttöku. Kvöldið fyrir mótiö verður skipulögð æfing i ratleik i Hallormsstaðaskógi, og hefsthún kl. 8. Þá geta vænt- anlegir keppendur og annað áhugafólk fengið að kynnast iþróttinniaf eigin raun. Leið- beinandi verður Jón Lofts- son. Þeir sem áhuga hafa á þvi að skrá sig til leiks ættu sem fyrst að hafa samband við Sigurjón Bjarnason fram- kvæmdastjóra ÚA. i sima 97-1379 eöa 1353, en tJl.A. mun annast framkvæmd mótsins. Væntanlegum keppendum er bent á að hafa áttavita meðferðis ef þeir eiga þess kost. Arlega dvelur f jöldi fólks i Atlavik um verslunar- mannahelgina, og má þvi búast við fjölmörgum áhorf- endum. í m ■sxl m% | Pétur Pétursson fékk sannkallað dauðafæri á 57. mln. eftir að Jan Peters hafði skallað til hans, en Pétur skaut I hliðarnetið. Feyenoord máttí sætta sig vid jafntefli 1:1 4 leikmenn IA meiddir eftir leikinn gegn Feyenoord í gœrkvöldi ,/Þetta voru góð úrslit fyrir okkur, en við keyptum þau dýru verði þar sem 4 leikmenn eru slasaðir. Munurinn á áhuga- og atvinnumönnum kom nokkuð greinilega í Ijós. En við getum einnig leikið vel, það sást í seinni hálf leik þegar strákarnir höfðu yfirunnið virðinguna fyrir þess- um körlum. Ég vil einungis segja, að við gáfum áhorf- endum það sem við gátum," sagði Klaus Jurgen Hilpert eftir að strákarnir hans frá Akranesi höfðu gert jafn- tef li gegn hinu fræga liði Feyenoord i gærkvöldi, 1-1. Strax á 4. mln fékk 1A gott færi þegar Sigurður Lárusson missti boltann frá sér i góðu færi á markteig, en þess ber að geta að hann var i þröngri stöðu. Fljót- lega kom i ljós að leikurinn yrði fremur daufur þvi bæði lið dekk- uðu nokkuð stift maður-á-mann og einhvern veginn var eins og hvorugu liðinu tækist að brjótast út úr þeim vitahring. Færin sem sköpuðust voru yfirleitt eftir mis- tök hins aðilans, tilviljanakennd. A 40. min. var Iwan Nilsen brugðið innan vitateigs og vita- spyrna dæmd. Pétur Pétursson skoraði úr spyrnunni glæsilega i slá og inn, 1-0. A lokamin. fyrri hálfleiks skoraði Feyenoord aft- ur (Peters), en sekúndubroti áður flautaði Guðmundur dómari til leikhlés. Leikur beggja liða var öllu lif- legri i seinni hálfleiknum mest vegna þess að Skagamenn fóru að átta sig á hlutunum og sóttu. A 51. min. fengu þeir gullið tækifæri til þess að jafna þegar Sigþór „kiksaði” boltann einn og yfir- gefinn á markteig. Stuttu siðar fengu Pétur og Peters sitt hvort dauðafærið, en tókst ekki að skora. Guöjón Þórðarson var nærri búinn að skora sjálfsmark um miöbik hálfleiksins þegar hann hugðist senda háa sendingu til Jóns úr aukaspyrnu. A 72. min. var stjakað við Kristni Björns- syni og Guðmundur, dómari var ekki seinn á sér aö dæma víta- spyrnu, sem Arni Sveinsson skor- aði úr, boltinn hafnaði alveg út við stöng, 1-1. Nokkur fjörkippur hljóp i leikmenn Feyenoord eftir þetta, en þeir fengu jafnteflinu ekki hnikað og má segja, aö báöir aöilar hafi getað sæst á úrslitin. „Við erum að hefja æfinga- timabil okkar og þessi leikur var eins og góð æfing, en úrslitin eru ekki nógu góð”, sagði þjálfari Hollendinganna, Jazek að leik loknum. Feyenoord sýndi ekkert af þvi sem hollensku toppliði sæmir. Spil þeirra var alltof þröngt og miðjumennirnir voru ótrúlega slakir þannig að fram- linan fékk úr litlu að moða. Bestir voru miðverðirnir, sérstaklega no. 4, Korput, en einnig var Pétur góður,hann er greinilega einn af burðarásum liðsins.. „Það er erfitt að leika gegn 1A. Að visu eru þetta að mestu sömu mennirnir og i fyrra, en taktikin er ný þvi nú dekkuðu þeir stift og gerðu okkur þannig lifið leitt,” sagði Pétur Pétursson að leik loknum. Úrslitin eru nánast sigur áhugamannanna frá Akranesi, þeir gáfu ekki tommu eftir. Jazek, þjálfari Feyenoord, sagði að sér hafi fundist þrir menn einna bestir i annars jöfnu liði 1A, markvörðurinn Jón Þorbjörns- son, Arni Sveinsson og Sigþór Ömarsson. Viö þessa þrjá má bæta þeim Matthiasi og Kristjáni, sem voru mjög sprækir. -IngH I----—----------------- Valur - ÍA í bikarnum 1 gærkvöldi var dregið um það hvaða lið leika i undanúrslitum bikarkeppninnar. Valur fékk Skagamenn á Laugardalsvöilinn og verður það sannarlega stór- leikur. Hins vegar leika Þrótt- arar eða Vestmannaeyingar gegn Fram. t upphafi leiksins fékk Sigurður Lárusson knöttinn óvænt við markteig Feyenoord og I öllu fuminu og fátinu steig hann kröftugt polkaspor. | Feyenoord leikurj í Eyjum í kvöld Hollensku knattspyrnusnill- ingarnir Feyenoord leika i kvöld kl. 20 gegn Eyjamönn- um og má búast við skemmti- legri viöureign þar. Asgeir Sigurvinsson ieikur með sinum gömlu félögum i IBV ogeru þau oröin mörg ár- in siðan hann hefur leikið i hinum hvita búningi Vest- mannaeyinganna. Flugfélagið veröur með ferðir út i Eyjar á leikinn og má segja, að þær feröir séu á spottpris, 12 þús.'báðar leið- ir. Einnig mun Herjólfur geta afslátt. Einn leikur verður i 1. deild- inni i kvöld og eigast þá viö Þróttur ogVikingur á Laugar- dalsvelli. Leikurinn hefet kl. 20. Þetta bæti orðið jafn leikur sérstaklega þegar tekið er til- lit til þess að Vikingarnir Sigurlás Þorleifsson og Ragnar Gislason eru i leik- banni og óvist er hvort tveir aðrir leikmenn þeirra geta leikið vegna meiðsla. __IngH I ■ I í ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.