Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 # mér datt það í hug — Mamma, fæ ég svona stór- an rass eins og þú? — spurði dóttir min áhyggjufull, þar sem viðlágum li'ttklæddar á strönd- inni við Miðjarðarhafið bláa innan um þúsundir Frakka, Bandarlkjamanna, V-Þjóð- verja, Hollendinga, Svía og... og... o.s.frv. — Já, það er hætt við þvi, ást- in mín, stundi ég i hitanum með hluttekningu, þvi ég mundi, hvað ég kveið fyrir þvi á hennar aldri, sem fyrirsjáanlega yrði mitt hlutskipti i rassnúmeri. — Mig langar ekki til að fá svona hristirass, sagði hún þá. —■ Hristirass! Er ég með hristirass? — sagði ég mitt á milli þess að finnast orðið hlægilegt og vera móðguð, þótt ég gengi engan vegin dulin sannleikans. — Já, soldinn! — Ekki samt eins mikinn og þessi, — bætti hún svo við, þegar hún sá, hvernig mér þótti. — Ekki benda á fólk! — sagði égoggerði veikburða tilraun til að ala barnið upp. En hún hélt áfram að horfa opinskátt áfólkið, sem streymdi fram og aftur I fjöruborðinu og gera athugasemdir við útlitþess og sköpulag. — Sjáðu, hvað þessi er brúnn! — Finnst þér þessi ekki sætur? — Fæ ég nokkuð svona hengi- brjóst eins og þessi? — Ég vil bara fá litil brjóst eins ogþú! — Þetta siðasta sagði hún til að bæta fyrir það sem hún hafði haft að athuga við bakhlutann á mér. Ég var auðvitað þakklát fyrir að barninu skyldi vera sama, þótt hún lfktist mér að þessu leyti, þvi brjóstin höfðu lengi verið minn annar höfuðkompl- ex. Og ég sagði drafandi oni sandinn, að útlitið skipti ekki mestu máli, það væri svo margt annað, sem skipti meira máli, fólk væri ólikt og ætti að vera ó- likt, þar að auki yrði maður bara aðsætta sig við það sköpu- lag, sem maður fengi I arf frá foreldrum sinum. — Útlitið skiptir ekki mestu máli. — Svo velti ég mér við og reyndi að sjá, hvort ég væri orðin brún á bakinu. Ég veit ekki, hvort hún tók mark á ræðu minni um þýðingarleysi ytra borðsins. HUn hélt áfram að virða fyrir sér þessa iðandi kös næstum nakinna likama, sem Utlitið skipti svo miklu máli, að þeir voru komnir um langan veg frá fjarlægum löndum að tilbiðja sólina sem gefur þennan brons-brúna lit á kroppinn, þann lit, sem þykir eftirsóknarverð- ari en annar húðarlitur. Þvi sá sem er brúnn er fallegur! Sá sem er brúnn er hraustur! Sá sem er brúnn er rikur! Sá sem er brúnn er sá sem var hvltur um aldamótin. (Ég treysti þvi að Svarthöfði leiðrétti mig ef ég fer með rangt mál.) Þess vegna smyrja þeir sig með dýrum smyrslum og olium, snúa hægri hliðinni upp og vinstri hliðinni upp og magan- um og brjóstinu og bakinu upp. Hver þumlungur á yfirborði hk- amans er glenntur framan i sól- ina, hún á að skina á bak við eyrun, á milli tánna, undir hök- una, I handarkrikann, milli lær- anna, — hvar eru fleir i skot? Svo baða þeir sig og bera á sig Eftir-sól. — Maður á að bera á sig aftersönn — sagði kennda konan i Sólarferð G. Steins- sonar, og það er eins satt og öl er innri maður. Meira að segja hvitur og fölur islenskur skrokkur er tryggður' ef hann kaupir sér flösku af Aprés-soleil eða Nach der Sonne að Na de Zon, eftir þvi hvort hann er tek- inn fyrir Hollending eða V-Þjóðverja, og stundar nógu visindalegt sólbað á undan. Þ.e.a.s. smyr sig nógu oft með minnst þrem tegundum af brunavarnarsmyrslum, veltir sér nóguoft við, þurkkar af sér saltið eftir hverja sjóferð og skriður undir sólhlifina eða inn á bar milli 12 og 2. Og skrokk- arnir snúast i hálfgerðu með- vitundarleysi, eins og grisir á teini, féflettir fyrst ekki húð- flettir. En þeir fila sig kræfari I diskódansi lifsins á eftir. Þar sem Utlitið skiptir jafn miklu máli og á sólarströnd, skiptir það eiginlega öllu máli. Maður dottar yfir flóttamanna- vandamálinu I Vletnam, hellir sólaroliu oni skógareldana, sem geysa, missir oliuprisana og orkusparnaðaráætlanirnar I sjóinn, hefur ekki rænu á að setja vaskafat á hausinn á sér, þótt tækniundur Bandarikja- manna, Skylafc^sé væntanlegt af himni ofan,og gleymir konunni, sem var myrt i bil ásamt 10 ára syni sinum, undir sólbaðs- dýnunni. Það flýgur aðeins I gegnum hausinn á manni yfir glasi um kvöldið, að það hljóti að vera sárt að fá fjórar hnifs- stungur I hjartað og láta skjóta sig á bak við eyrað og þó enn sárara að vera þrettán ára og nauðgað af manninum, sem maður hefur horft á fara svona með móður sina og bróður. Það setur aðmanni hroll við tilhugs- unina, svo rauðvinssletta skvettist upp Ur glasinu og lendir á áskorun kommanna i Marseille um að halda barátt- unni áfram, þrátt fyrir hitann. Maður er svo dasaður að maður rétt drattast heim i rúm til að sofna. Sakir auraleysis gátum við þvi miður ekki dvalið lengur en eina viku i þessari paradis, sem heitir Saint-Tropez og vár lengst af bara venjulegur lltill Steinunn Jóhannesdóttir skrifar: EFTIR SÓL — eða af hengibrjóstum og hristirössum fiskibær, likur öðrum smábjæj- um á Azur-strönd Frakklands. Það var fyrir daga túrismans. En svo fékk Birgitte Bardot sér hús utan i höfðanum og siðan hefur bærinn verið einn helsti tiskustaður rikra og þykjast rikra ferðamanna og jafnvel fá- tækir menn hafa farið pila- grimsferðir til Saint-Tropez i þeirri von að sjá gyðjuna dansa á kajanum á miðnætti. Það kváðu vera mönnum meiri von- brigði að missa af þvi atrfti, heldur en fara i Louvre-safnið ogsjá ekki MónuLIsu. Við sáum auðvitað hvoruga. Aftur á móti tókum við eftir þvi I blaði, sem heitir Paris Match og flytur á- reiðanlegar fréttir af frægu og riku fólki, að konan, sem guö skapaði, er komin á hengi- brjóstaaldurinn. Undarlegt að aldurinn skuli færast jafnt yfir alla! Nema Mónu Lisu, sem brosir kvikindislega á köldum vegg I Louvre. En það eru til verri kvikindi i Frakklandi en Móna Lisa. Þaðer sagt aðþaðsitjimaður uppi I Pyreneafjöllum, sem kallar sig Reiser, og teikni skriþamyndir af löndum sinum. tbóksem heitir Lifi sumarfriið gerir hann atlögu að hverjum einasta draumi meðalfrakkans um hvlld og endumýjun kraft- anna, um kyrrð og ró á fjöllum eða i dal um lúxus og munað ljúfa lifsins á stöndunum. Friið er eitt argaþras frá upphafi til enda. Hraðbrautirnar, lestirn- ar, strandirnar, hótelin, búðirn- ar, söfnin, garðarnir, alls staöar er yfirfullt af stressuðum þræl- um, sem rifast og ryðjast á- fram, troða I sig mat og vini, og koma heim rúðir inn að skyrt- unni eins og skemmdar leifar af sjálfum sér. Meðfylgjandi mynd heitir: Sloppinn heim Ur sumarfrB lítt móður en ákaflega sár. Og vist er mörg ferðamanns- ins raunin. Það kostaði okkur klaufana fimm ferðir á járn- brautarstöðina að kaupa far- miða frá Paris og suður á bóg- inn. Það var af þvi við áttum að fara til hægri, nei, til vinstri, ekki hingaö, þangaö, nei, nei, þetta er vitlaus lúga, þú átt að tala við þessa þarna, sko, þarna færðu afslátt, hver segir að þú eigir að fá afslátt, ertu með sjúkrasamlagsskirteini, hvað er nú þetta, islenska, við höfum ekkert að gera við Islensk sjúkrasamlagsskirteini, nei, nei, þú átt að fara þangað og kaupa alla miðana á fullu verði, og þá var maður byrjaður upp á nýtt, gráti nær og skildi ekkert og enginn skildi mann. SLOPPINN ÚR SUMARFRIINU Lítt móður en ákaflega sár. hvarmabólga kvef hárlos eyrnabólga mycoses /skrámur . af ymsu tagi tropezíanskur lekandi sveppir. kláði í endaþarmi O) in ’S CC Og það er heldur ekkert gam- an að horfa á manninn sinn keyrðan niður á bilabraut i skemmtigarði og kannski rétt drepinn, jafnvel þótt garöurinn sé i Bois de Boulogne. Eða sofa með stóreflis köngulóarvef yfir sér i loftinu á skitugu einnar stjörnu hóteli, þó aldrei það sé i heimsborginni. Enda hafði dóttir min töluvert út á þessa vistarveru að setja og leist ekkert á hýbýli Frakka yfirleitt. Satt að segja grét hún dálitiðafvonbrigöum yfir þvi að hótelið skyldi ekki likjast meir þessum hamingjuhótelum, sem hún hafði séð á myndum. En Uti á götum var liíað lífi, sem er miklu fjölskrúðugra en húná aðvenjast. Allt þaðmarg- lita mannhaf, fólk af öllum kynstofnum að rekast hvert á ánnað i þrönginni og segja — pardon! — Allar þessar velmál- uðu frönsku konur, komnar meðkinnalitkl. 10 á morgnana og þóttust vera ljóshærðar. Þær tipluöu á ójöfnum steingötunum eins og kraftaverk á 12 cm hæl- um með hundana sina i bandi og gengu i augun á karlkyninu. All- ur þessihundaskitur, sem boðar manni gæfu ef maður stigur i hann með vinstri löppinni. Eða var það hægri? Allur þessi há- vaði, allar þessar búðir, allir þessir markaðir, allur. þessi matur, öll bióin, götusöngvar- arnir, betlararnir, kaffihúsin og Sólarleikhúsið. Allt þetta skemmtilega fólk, sem lætur kapitalismann hafa sig að ginningarfifli. Það er svo sem ýmislegt hægt að gera annað en hanga heima og horfa á köngulóarvef i loft- inu. Og svo er hægt að kynnast góðu fólki, sem býður manni að borða og býður manni að vera. Reiser er góður, en Reiser ýkir. Það er bara hressandi að gerast túristi öðru hvoru. Eftir sól getur maður farið að vinna fyrir ferðalaginu með endurheimtum kröftum, tekið til við heimsvandann á ný og vixlavandann, þvi auðvitað kostar það nokkuð að fara og heimsækja fyrrverandi stór- veldi og rekast þar á unga stúlku úti I skógi, sem leikur á hörpu fyrir framan tjaldið sitt. Flugurnar hlusta, maðurinn, sem elskar hana hlustar og hvislanai túristar læðast nær I myrkrinu og hlusta. Maður veit ekki alltaf hvaö er innifaliö I verðinu. Reykjavik 25. júli Steinunn Jóhannesdóttir. erlendar m bækur Isaac Bashevis Singer: The Manor — The Estate — The Slave — Enemies: A Love Story. Penguin Books 1979. Þessar skáldsögur komu Ut hjá Penguin 1974-75 og voru sumar endurprentaðar nokkrum sinnum ogsi'ðan gefnar Ut i ár, en höfund- urinn var sæmdur Nöbelsverð- laununum 1978. Singer er af rabbia-ættum, og sögur hans fjalla um þjóð hans og örlög hennar og þá þjóð sem for- feður Singershöfðu búið með um aldir, Pólverja. Singer er mjög snjall sögumaður, bækur hans eru ákaflega læsilegar og lýsing- ar hansraunsæjar á þeim aðstæð- um sem Gyöingar urðu að búa við meðal Pólverja fyrr á öldum og þeim örlögum sem þessi þjóð varð að þola á 20. öld. Lýsingar höfundar á lifsmáta Gyðinga, matarvenjum þeirra og hátiöum, trúariðkunum og fjöl- skyldumálum eru lifandi og sann- ferðugar. Gyöingar skáru sig úr þeim þjóðum sem þeir bjuggu með fyrr á öldum, bæöi vegna trúarbragða og ekki siður vegna lifsmátans, þrifnaðar og reglu- semi, samheldni og heiðarleika i viðskiptum, viöa stóð þessi þjóð á hærra menningarstigi heldur en heimaþjóðin, þeir voru öðruvfsi, og það eitt nægði til þess að þeir voru litnir homauga og ofsóttir, þeir voru oft ákjósanlegur blóra- böggull, þegar landstjórnarmenn áttu erfitt með að réttlæta óhöpp ogslys, sem voru þeim sjálfum að kenna. Stundum var þeim kennt um náttúruhamfarir og farsóttir og á 20. öld var þeim kennt um ósigra i styrjöld og efnahagsöng- þveiti meðal þjóðar Goethes og Schillers. Og þar fannst loks sú lausn, sem er einn svartasti blett- urinn á allri mennskri sögu frá hafi vega. Singer fjallar nokkuð um þá atburði i skáldsögum sin- um og smásögum. Penguin-Ut- gáfan hefur einnig gefið Ut i ár smasögur Singers: A Crown of Feathers and Other Stories og A Friend of Kafka and Other Stor- ies. Memoirs. Pablo Neruda. Translated from the Spanishby Hardie St. Martin. Penguin Books 19781 Minningar Nerudas komu fyrst út i Bretlandi 1977. Neruda ólst upp syðst I Chile i héröðum sem voru þá litt numin. Faðir hans var járnbrautar- starfsmaður. Neruda stundaði nám i Santiago og þar kom Ut fyrsta bók hans 1921, og með næstu bók sinni varö hann kunn- ur, 1923.Ljóðhans voru mjögper- sónubundin, innlifun i eigin hug- arheima. Hann starfaöi á vegum utanrikisþjónustunnar frá 1927 til 1945 og dvaldi þau ár erlendis, á Spáni frá 1933 og þar dvaldi hann borgarastyrjaldarárin. 1933 kom út „Dvöl á Jörðinni” og þar gætir þess andlega nihilisma, sem litur mannlifið sem algjörlega til- gangslaust. Það varö gjörbreyt- ing i ljóðagerð Neruda eftir spænsku borgarastyrjöldina, hann gekk i kommúnistaflokkinn og afstaða hans breyttist, ljóðið var ekki lengur einkamál skálds- ins og þeirra fáu sem nálguðust það, nú varð það tileinkað fjöld- anum og hvatning til fjöldans, baráttuljóö hinna afskiptu og kúguðu. Canto General, eða söng- urinn um Chile, kom Ut 1950. Sið- an rak hvert verkið annað og Pablo Neruda varð fremsta skáld Suður-Ameriku. Þessar minningar hans eru ið- Framhald á 21 siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.