Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bœklingar og raögjof A horni Túngötu og Garða- strætis eru Hallveigar- staöir. Þar er til húsa Kvenfélagasamband Islands. í húsnæöi félagsins er rekin leiöbeiningastöö fyrir heimilin og þangaö geta menn leitaö, svo sem eftir upplýsingum um notkun heimilistækja, hvernig ná má blettum úr fötum, eöa hvernig á aö elda mat. Þar situr Sigriöur Haraldsdóttir fyrir svörum og kunnugir segja aö hún sé gang- andi alfræöiorðabók. Þar fyrir utan hafa þær kvenfélagakonur gefið út fróölega bæklinga sem þær selja þeim sem kaupa vilja. Má þar nefna bæk- ling um nútima mataræði, hrein- lætiog matseld, glóöarsteikingar, hreindýrakjöt fundasköp, bókmenntaleshring og fleira. Þarna er þvf rekin þjónusta sem ekki fæst annars staðar, og aö sögn Sigriöar Haraldsdóttur er mikiö leitaö til þeirra, enda er reynt aö leysa úr vanda hvers og eins. —ká Innflutningur: 50 tegundir af eldavélum, 75 tegundir af þvotta- vélum Svo áfram sé haldið meö Kvenfélagasambandiö, þá hafa þær að undanförnu tekiö þátt i norrænni könnun á endingu heimilistækja. úrvinnslu er ekki lokið. en þar kemur fram aö Islendingar eiga mun meira af dýrum heimilistækjum en frændur okkar á Noröurlöndum én þau endast lika töluvert lengur. Heimilistæki eru um þaö bil helmingi dýrari hér en i Skandinaviu. Hingaö eru fluttar hvorki meira né minna en 50 tegundir af eldavélum og 75 teg- undir af þvottavélum. Alls voru flutt inn heimilistæki fyrir 1252 milljónir króna á sl. ári. Mest var flutt inn af rafmagns- kaffikönnum 6532, þar næst koma kæliskápar alls 4000 stk. —ká Kryddpokar „Bouquet Gami” Eitt af þvi sem ég hef stundum keypt mér þegar ég hef fariö til útlanda eru skringileg krydd, „Bouquet Garni” nefnist eitt, en þaö eru taupokar meö blönduöun^ þurrkuöum kryddjurt- um. Þetta er mjög gott krydd i súpur og pottrétti. Pokinn er settur ofan i pottinn og látinn sjóöa meö, en siöan dreginn upp úr og fleygt um leiö og rétturinn fer á boröiö. Pokana má gjarnan hengja upp I eldhúsinu, eins og knippi af þurkkuðu kryddi eöa hvitlauksgrein. Nú hef ég rekist á „Bouquet Garni” inni i Hagkaup og kosta 12 pokar 639 krónur. Þaö er fyrirtækiö Bart sem framleiöir þetta krydd og fjöldamörg önnur sem þarna fást. Þaö má bæta þvi viö aö þetta merki viröist gott og kryddiö er selt i pokum þannig hægt er aö setja þaö f kryddglösin heima án þess aö borga fyrir dýrar umbúðir. Búðaráp Tómatsalat þíamin: 0,04 mg, A-vtamin: 400 mg, Nú hafa tómatarnir hækkaö aftur og eru komnir í 1610 krónur kílóiö. Margir eiga ennþá eftir tómata sem þeir hafa keypt á gamla verðinu, og væntanlega er hver siöastur að nýta þá. Eins og allir vita er ekki hægt að frysta tómata, nema til að nýta þá i mauk, saft eða pottrétti. Nýja tómata á hins vegar aö geyma á fremur köldum og dimmum staö, (+10) en lítt þroskaöa tómata á aö setja i glugga til aö þeir roöni. Tómatar innihalda aöeins 20 hitaeiningar 100 grömm, en önnur efni i tómötum eru: Kalk: 15 mg (pr. 100 gr.), járn: 0,6 mg. Ribóflavin: 0,03 mg, Niasin: 0,7 mg og C-vitamin: 20 mg. Hér er uppskift af ljilffengu tómatsalati. Skerið vel þroskaða tómata i sneiöar. Geriö lög úr eftirfarandi: Matarolia, sitrónu- safi, edik, smátt skorinn laukur, hvitlaukssalt, steinselja (helst ný),nýmalaöur pipar og örlitið af grófu salti. Helliö þessum legi yfir salatiö og beriö þaö fram kalt. Góöir tómatar njóta sin best einir i þessum legi, en sama lög er einnig hægt aö nota út á blandaö grænmetissalat, t.d. með salati, agúrkum, hvitkáli og papriku. Tómatsalat úr vel þroskuöum tómötum er mjög lystugt. Oft er stuttur tími til stefnu. Til að leysa vanda eða láta drauma rætast. Þess vegna höfum við bætt við nýjum möguleika: IB-láni með þriggja mánaða fyrirvara. Er þung afborgun fram- undan? Eða ferðalag? Lausnin felst í IB-láni. Her emþtíp valkDStir í 3ja mánaöa floMmum. SPARNAÐAR- MANAÐARLEG SPARNAÐUR BANKINN RÁDSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN í LOKTÍMAB. LÁNAR ÞÉR FÉ MEO VÖXTUM ENDURGR. TÍMABIL 3 , 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 3 . man. 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 lílBiil. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 BaokLþeiim sem hyggja aó fi^amtíóinnL Iðnaðarbankinn AóalbanMog útiM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.