Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Sagan Nýir kjálkar er um sama efni og sögurnar sem birtust í síðustu kompu. Hún kom bara eftir að það blað var farið i prentun. Allir krakkarnir fá bók F sögulaun. Þær verða póstlagðar í þessari viku. Nýir kjálkar Sólin skein í heiði. Ef horft var upp með bæjar- læknum hjá Mýri sást lít- ill strákur á að giska tiu ára/ hann gekk í róleg- heitum upp brekkuna. Reyndar var hann ell- efu ára og heitir Ágúst, lítill eftir aldri, dökkur yfirlitum með nær svart hár og dökkbrún augu og brúnn á hörund. Hann er klæddur bláum stuttbux- um og hvítum stutterma- bol með derhúfu og í sauðskinnsskóm. Á eftir honum skokkuðu tveir hundar, annar brúnn en hinn svartur og hvítur. Þessi grey heita Smali og Týra, fallegir og góðir smalahundar. Þau settust öll saman við uppsprettu lækjarins, þar er greinilegt að ein- hver er að byrja að setja upp hornabú, því að út um allt liggja horn og leggir og tálguð ýsubein. Nú dregur Ágúst poka undan treyjunni sinni og dregur upp úr honum sex kjálka, sem hann fann í gamla hornabúinu pabba síns heima við Mýri. Nú hafði hann eignast kýr í búið. Ásdís Ingimarsdóttir, 11 ára, Egilsstöðum 701 Egilsstaðir. Ágúst á Mýri leikur sér í búinu sínu. Hornin eru kind- ur, leggirnir hestar og kjálkarnir kýr. Kennslubók í dauðu tungumáli eftir Miroslav Holub Þetta er drengur. Þetta er stúlka. Drengurinn á hund. Stúlkan á kött. Hvernig er hundurinn á litinn? Hvernig er kötturinn á litinn? Drengurinn og stúlkan eru að leika sér að bolta. Hvert skoppar boltinn? Lesið og þýðið á allar þagnir og öll tungumál. Skrifið hvar þið sjálf eruð grafin. (Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.) Svartsýni Kjartan Arnórsson, 14 ára, teiknaði þessa fram- tíðarmynd. Verur utan úr geimnum hafa lent á jörðinni. Ofögur sýn blas- ir við þeim. Mannkynið hefur fortímt sjálfu sér og lagt allt í auðn með kjarnorkusprengju. Upp úr rústunum stendur minnisvarði og á hann er letrað á ensku: Á ÞESS- UM STAÐ UNDIRRIT- AÐI FÓLKIÐ Á JÖRÐ- INNI FRIÐARSAMNING ÁRIÐ 1995. Samskonar svartsýni kemur fram í Ijóði tékk- neska skáldsins Miroslavs Holubs Kennslubók í dauðu tungumáli. Skáldið lýsir með ofur einföldum nán- ast barnalegum setning- um, því þetta er kennslu- bók fyrir byrjendur, frið- sælum boltaleik, en svo skoppar boltinn burt. Allt er búið! Kannski er mannkynið eins og börn í boltaleik með stór sprengju? Hugs- ar þú nokkurn tíma um svona skelfilega hluti? S-2 ON DUJ3UM Hver ábréfið? Nú fór illa. Pósturinn getur ekki lesið úr skriftinni,. reyndar er það ekki nema von, því utanáskriftin er myndagáta. Getur þú ráðið hana? Sendu svar til Kompunnar og mundu að skrifa með því f ullt naf n og aldur. Kompan sendir þeim krökkum kort sem geta ráðið gátuna rétt. Ef þér finnst gátan erfið skaltu biðja einhvern að hjálpa þér, pabba, mömmu, systkini eða vini. Sendu svarið innan hálfs mánaðar. Bréfaskipti Ef þig langar til að eignast pennavin getur þú auglýst eftir honum i Kompunni. Sendu nafn, aldur og heimiíis fang. Ennfremur skalt þú taka það fram ef þú hefur ein hver sérstök áhugamál eins og t.d. frímerkjasöfnun iþróttir eða tónlist. Kompan getur þannig hjálpað þér að eignast vini.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.