Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 29. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Háskólabíó: Lookingfor Mr. Goodbar Bandarisk frá 1978 Leikstjóri: Richard Brooks Aöalhlutverk: Diane Keaton Þaö getur verið dýrt spaug aö vera frjálslyndur i ástamálum — sérlega ef i hlut á ung heiövirö kona og mennirnir, sem hún velur fyrir rekkjunauta, eru af sitt hverju sauðahúsi. Theresa Dunn hefur þann starfa meö höndum aö kenna heyrnarlausum börn- um. Hún hefur ekki lengur áhuga á þvi aö lifa eftir siöareglum sins strangtrúaöa fööur, fer aö heiman og leitar lifshamingjunnar á skemmtistöðum þar sem vafasamir náungar veröa á vegi hennar. Létt- lyndi hennar á þó eftir aö koma henni i koll. Þaö er alveg óhætt aö mæla meö þessari mynd, en sýningum fer senn að fækka. Diane Keaton, sem fékk Óskarsverölaun fyrir leik sinn i Annie Hall, leikur aöalhlutverkiö ágætlega. Nýja bíó: Ofsi Leikstjóri: Brian De Palma Þegar um það bil hálf klukkustund var liðin af sýningu myndarinnar leit einna helst út fyrir, aö þetta ætlaöi aö verða spennandi reyfari. En þegar aö lokaþættinum kom og úrslit voru fengin, var ill- girnin og subbuskapurinn slikur, aö mörgum hefur sjálfsagt þótt nóg um. Brian DePalma gerir þó heiðarlega tilraun til aö skapa spennandi og magnaö andrúmsloft með þvi aö nota þá möguleika til tjáningar, sem kvikmyndin hefur yfir aö ráöa. Þetta tekst bærilega á stundum og útkoman heföi sjálfsagt oröiö þokkaleg afþrey- ing, ef DePalma heföi ekki oröiö svona yfir sig hrif- inn af þeim sniöugu . tæknibrellum, sem sýna við- bjóöinn á sem eölilegastan hátt. Gamla btó: Lukku-Láki og Daltonbrœður Teiknimyndasögur hafa átt sivaxandi vinsældum aö fagna hjá börnum og unglingum undanfarin ár. Teiknimyndahetjurnar Tinni og Astrikur gallvaski eiga nú oröiö tryggan aödáendahóp hér á landi. Ein þessara hetja er kúrekinn Lukku-Láki, en þegar hafa komiö út á islensku á annan tug myndasagna um viöureign hans við ýmsa skúrka i villta vestr- inu. Þeir sem skemmt hafa sér viö lestur teikni- myndasagnanna um Lukku-Láka verða varla fyrir vonbrigöum meö þessa mynd, né heldur hvernig Láka tekst aö leika á erkifjendur sina, Daltonbræö- ur. Háskólabíó: Elvis! Elvis! Leikstjóri: Kay Poliack Sænsk frá 1977 Hér eru tekin fyrir vandamál, sem i eöli sinu eru ósköp hversdagsleg, en meðferð þeirra og túlkun er slik, aö útkoman veröur eftirminnileg kvikmynd, sem hrífur áhorfendur; ekki sist þá sem þekkja vandamálin af eigin raun. Leikur Lele Dorazio i hlutverki Elvis er mjög sannfærandi og jafnvel þaö sama má segja um Lenu-PIu Bernhardsson, sem fer meö hlutverk móður hans. (Nánar er fjallaö um þessa mynd á kvikmynda- siöunni I dag). Stjörnubíó: Dœmdur saklaus (The Chase) Leikstjóri: Arthur Penn Bandarisk frá 1966 Arthur Penn er — eöa öllu heldur var — meðal eft- irtektarveröustu kvikmyndahöfunda frá Banda- rikjunum, þvi svo viröist sem litiö eöa ekkert mark- vert hafi komiö frá honum hin siöari ár. Liklega er myndin Bonnie og Clyde toppurinn á listamanns- ferli hans. 1 The Chaseer viöfangsefniö múgæsing, ofbeldis- hneigð og yfirdrepsskapur. Aö vissu marki er þetta krufning á þjóöfélagi þar sem hópsefjun og lág- kúrulegur hugsunarháttur blómgast. Regnboginn: Hjartarbaninn (The Deer Hunter) Bandarisk frá 1978. — Lcikstjóri: Michael Cimino. Helstu hlutverk: Robert De Niro, Christopher Walken og John Savage. Hin vlöfræga og umdeilda Óskarsverölaunamynd i ár er komin til landsins og þaö er vissulega alltaf ánægjulegt, þegar jafnvinsælar kvikmyndir berast hingað noröur á hjara veraldar svo skjótt. Hjartarbaninn hefur veriö umdeild vegna meö- feröar sinnar á striöinu i Vietnam og sá þáttur hennar er vissulega gagnrýnisveröur, þvl látið er aö þvi liggja, aö Bandarikjamenn hafi litlan sem eng- an þátt átt I þeim hrottaskap og þeirri spillingu, sem þar viögekkst á þeim tima — heldur hafi þeir aðeins veriö leiksoppar örlaganna. En Vietnamstriöiö er samt ekki þungamiöja þess- arar myndar. Hér er fyrst og fremst fjallaö um samskipti ungra verkamanna i stáliöjuveri, sem sendir eru til Vietnam, og hver áhrif stríðiö hefur á þá. Þetta er afar vel gerö mynd aö mörgu leyti, og leikur þeirra De Niros, Walkens og Savages er frá- bær. irosa mmm m Sic transit gloria mundi... Mér eru lika minnisstæöar feröir meö Starfsmannafélagi Þjóöviljans. Þá unnu aö blaöinu aörir menn heldur en nú. I huga minum hafa þessar ferðir nokkra sérstööu vegna þess hve framúr- skarandi skemmtilegt fólk var þar á ferö og svo gáfaö aö þaö gat ekki sagt heimskulegt orö þótt dauöadrukkiö væri, sem stundum kom óneitanlega fyrir. je I Sunnudagsblaði Þjóðviljans Hvar var heilagur andi? Jónas Haralz og Bach i Skál- holtskirkju. Fyrirsögn I VIsi Fyrir þá sem ekki vissu: Veröbólgan er bjargvættur þjóöarinnar. Fyrirsögn i Visi Lifið á loftinu Ógerlegt er aö draga mörk milli sannra þarfa og gerviþarfa — ef grannt væri gáö væru sennilega flestar þarfir manna i dag gervi- þarfir — og I reynd liggur ekki fyrir nein óyggjandi vitneskja um áhrif auglýsinga á neyzluvenjur manna eða lifshætti. Sigurður Lindal i Dagblaðinu Saklaus af frjóseminni „Það vinna hér sjö stúlkur og þar af eru þrjár barnshafandi sem stendur. Þetta eru allt konur á besta aldri. Ég man þá tima aö hér unnu aðeins karlmenn. Fjórir þeirra voru, eins og maöur segir, á þessum góöa aldri — og þeir urðu allir pabbar svo til i sama mánuöi. Svo þú sérö aö þaö er mikil frjósemi i kringum mig. En þaö þarf náttúrlega ekki aö taka þaö fram, aö ég á engan þátt i þessu öllu saman”. Viðtal i Timanum við Jón - ts- berg. Nýbrennt og malað Miklar reykskemmdir I kaffi- brennslu. Fyrirsögn iDagblaðinu óþrif í iðnaði Verkfræðingar og arkitektar gera i buxurnar og kenna iönað- armönnum og meisturum um óþefinn. Dagblaðið ^T^Tr>v visna- mál * Umsjón: Adolf J. Petersen Gerist hamur fjaðrafár Kuldarnir á þessu sumri eru helstu umræöuefni manna sem vonlegt er, þar sem frost og jafnvel snjókoma er um nætur nú i júlimánuði. Jafn- framt er stjórnarfariö og þaö sem þvi fylgir talsvert á dag- skrá manna á meðal og sýnist þá sitt hverjum. Einhvern- tima undir svipuöum kring- umstæöum kvaö Kristján Ein- arsson frá Djúpalæk: Þó að andi Kári kalt, krýni iandið fönnum, þér mun anda þúsund falt þyngri vandi af mönnum. Svo er það orkukreppan, veröhækkun á oliu ásamt ann- arri óáran sem þessi visa Páls Jónssona á Skeggjastööum i Fellum bendir til: Hækkar lýsi heims um torg, hækkar isfiskssala. Hækkar „prisa” um byggð og borg blessuð visitala. Svipaö hefur ástandiö veriö þegar GIsli S. Helgason á Hrappstööum I Vopnafiröi kvaö þessa sléttubandavisu: Þorra-tiöin illa enn ærið sviður vanga. Orra-hriðin mæðir menn, margir kviðnir ganga. Þrátt fyrir kulda og aöra óáran þá halda menn allskon- ar ráöstefnur og fundi vitt um landiö, og hefur svo veriö um langa hriö. Af þvi tilefni og á sinum tima kvaö Einar Friö- riksson frá Hafranesi i Reyö- arfiröi. A Islandi allt um kring eykst sú fjandans svivirðing, að allan standi ársins hring allrahanda kjaftaþing. Þaö getur veriö nokkrum erfiðleikum bundiö, aö fá skuldagreiðslu hjá þeim sem hafa þó meiri auraráð en al- mennt gerist; Einar hefur oröiö þess visari og geröi þá þessa visu: Leikur varla-á tungum tveim að titt er þyngsta raunin, gull að sækja i greipar þeim, sem greidd fá hæstu launin. Þrátt fyrir allt þá skal ekki láta deigan siga og Einar kvaö: Þó þig leiki lifið grátt og lítið veiti gaman, skaltu bera höfuð hátt og hlæja að öllu saman. Ekki þótti það góös viti ef maöur týndi hnifnum sinumj slikt óhapp mundi ekki boða nokkuö gott, samkvæmt máls- hættinum, hniflaus maöur er liflaus. Um þaö má kveöa visu eftir Braga Sigurjónsson. Gerist hamur fjaðrafár förlast þreyttu lifi. Tekur i gömul tregasár týnt hefi ég hnifi. Aö kveöa erfiljóö var tals- vert hafi um hönd hér áöur fyrr og þótti sjálfsagt aö hver meöalmaður fengi eftir sig dálitinn torrek eöa grafaróö. Einn af þeim sem orti talsvert af erfiljóöum var Matthias Jochumsson; samt sagöist hann ekki hafa skilið til fulls Sonatorrek Egils Skalla- grimssonar. En um erfiljóöin kvaö Matthias: Berðu þá í þagnasjóö, þér sem stóöu nærri, meöan biður mærðaljóð mörgum æöi fjærri. Trú þú ei að leiguljóð lækni þá sem kvarta Enginn syngur erfiljóö eins og sjálfs vors hjarta. Enginn gerði erfiljóð eins og kaus og vildi, Sonatorreks enginn óð enda milli skildi. Mannkostir hins látna sjást kanski ekki fyrr en viö graf- arbarminn. Hólmfriöur Jóns- dóttir frá Hofdölum kvaö viö slikt tækifæri: III voru jafnan örlög hans, enda löngum snauður . Þarna komst hann þó til manns þegar hann var dauður. Hjálmar Jónsson i Bólu, orti stundum erfiljóö og gaf þá hinum burtkölluöu dálitiö mis- jafnar einkunnir, likt og þess- ar tvær visur hans sýna: Dó þar einn úr drengjaflokk, dagsverk hafði unnið, lengi á sálar svikinn rokk syndatogann spunnið. Hespaöi dauðinn höndum tveim á hælum lögmáls strengdi, bjó til snöru úr þræði þeim, þar i manninn hengdi. Jakob Thorarensen vissi hvaö beiö hinna réttlátu og ranglátu og kvað: Fram vér tifum feigs á grund fjörs til ystu þramar. Hnlginn dagur, horfin stund heilsa aldrei framar. Þaö getur lika veriö álita- mál hvaö séu erfiljóö, t.d. ef þau eru ort um ópersónulegan aöila eins og málefni. Um þekkt málefni mætti skoöa aö- senda visu sem grafaróð um þaö: Gegn Ragnari Arnalds réðist her, þeir römbuðu mæddir á grjóti. Mannvitsbrekku hafa þeir hér hlaupið upp i móti. I fyrirsögn fyrir visunni seg- ir höfundurinn Arnór Þ. i Reykjavik að margt fari ööruvisi en ætlaö sé. Nú kemur manni i hug visa eftir Hjörleif Jónsson á Gils- bakka i Skagafiröi, hann seg- ir: Margur fær i einka arf eigingirni og hroka. Það er list sem læra þarf að láta I minni poka. Mikið hafa menn ort af eftir- mælum um húsdýr, sérstak- lega hesta, þar sem menn dd- sama hinn framliöna þarfasta þjón. Sveinbjörn Björnsson frá Narfakoti á Vatnsleysu- strönd, kvaö i minningu hests: Þó að næddu niðdimm él nauða klædd i trylli áfram þræddi veginn vel, visku gæddur snilli. Margan sprettinn þekkan þá þreif hann réttu spori, yfir klettaklungur grá krafta mettur þori. tsabungum breiðum á byljir sprungu úr skorum, undir sungu sveliin blá sviftiþungum sporum. Eftirmælin uröu fyrr og siöar I likingu viö aö sem Hreiðar Eyjólfsson Geirdal kvaö um likfylgdina: Röltir fólk meö rikra ná, raunir þjaka sinni. Þegar snauður fellur frá, fylgdin verður minni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.