Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 24
DWÐMHNN Sunnudagur 29. júli 1979. Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum.: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 nafn* 3 3 knatt- hefur freistað gæfunnar með er- lendum atvinnuliðum í knattspyrnu er Pétur Pét- urssonfrá Akranesi. Hanner rétt tvitugur aðaldri, oghef- ur leikið 7 landsleiki fyrir Island. Pétur lék sl. vetur með hollenska stórliðinu Feyenoord og vann ásamt félögum sinum til silfurverð- launanna í hollenska meist- aramótinu i knattspyrnu. Pétur er nú staddur i keppnisför með Feyenoord hér á landi, og á föstudaginn náðum við i hann i örstutt spjall, þar sem hann sat norður á Akureyri og undir- bjó sig fyrir leik um kvöldið. Við spurðum kappann fyrst, hvernig honum likaði hinn harði heimur atvinnu- mennskunnar? „Agætlega. Þetta er fót- bolti og aftur fótbolti. Við æf- um tvisvar á dag, bæði fyrir og eftir hádegið og svo eru leikir þess á milli. Við erum þó ekki á sérfæði eins og tiðkast viða i iþróttum, held- ur fáum aö borða sama mat og venjulegir Hollendingar. Allt annað er hins vegar þrælskipulagt, eins og sést raunar best á heimsókn okk- ar núna. En svona er at- vinnumennskan. — Er ekki hörð samkeppni um sæti I aðaliiðinu? ,,Jú. I aðalhópnum eru 35 manns, og það er barist m jög hart um hverja stöðu i liðinu, en þaö eru ekki nema 11 ilt- valdir hverju sinni”. — Veldur samkeppnin ekki lélegum móral I liðinu? „Þó það hljómi ef til vill undarlega, þá er mórallinn samt mjög góður. Mér hefur sjálfum tekist afar vel að falla inn i hópinn og ekki átt erfitt með að aðlaga mig leikskipaninni”. — Það er draumur margra ungra manna að komast I atvinnuknattspyrn- una en fáum tekst það. Hverju vilt þú þakka vel- gengni þlna sem knatt- spyrnumanns? „Skaganum. Fólkinu á Akranesi, þjálfurunum sem ég hef haft hjá 1A, stjórn félagsins og strákun- um sem ég ólst upp meö i fót- boltanum. Foreldrar minir hafa stutt mig meö ráðum og dáðogþaðer mikilvægt. En ef ég ætti aö nefria einn mann öðrum fremur sem hefúr haft áhrif á mig og mótað sem knattspyrnumann kysi ég helst að nefna Georg Kirby, sem þjálfaöi Akra- nesliðiö”. — Hvernig finnst þér að koma heim með frægu evrópsku stórliði og leika gegn þínu gamla liði? „Þaðvar erfitt. Égvarbú- inn að segja strákunum hjá Feyenoord aö Skaginn yrði erfiöur. Jafntefliö varö þeim samt mikil vonbrigöi. Þeir áttu ekki von á svona mikilli mótspyrnu”. Framhald á 21. siöu. Pétur Pétursson Einn hinna ungu spyrnukappa sem Að flytja milli landa Meðan allt lék i lyndi I vestur- álfu, hagvöxtur óx ár frá ári og verksmiðjur höfðu ekki við að framleiöa, kom fram verulegur skortur á „ódýru” vinnuafli. Ag- entar voru sendir til fjarlægra landa til að bjóða fátæku verka- fólki og bændum gull og græna skóga, baraef það flyttist til „vel- ferðarrikjanna”. Fólk tóksigupp og streymdi til Evrópulanda þúsundum saman, frá Pakistan, Tyrklandi, Júgó- slavíu og viöar i leit að nýjum tækifærum og betra lífi. En þar fór á aðra lund. 1 kjölfar farand- verkafólksins hafa skapast fé- lagsleg vandamál foreldra og barna sem I raun eiga hvergi heima, fólks sem lendir I tungu- málaerfiðleikum, sem á erfitt meöaö tileinka sérmenningu við- komandi lands, fólk sem verður utangátta og mætir fordómum og stundum hatri. Hamingjan sem lofaö var lætur á sér standa. I slðasta Sunnudagsblaði var sagt frá ráðstefnu um barna- menningu sem haldin var á veg- um Svenska kvinnors forbund I KungSlv I Sviþjóö I júní. Þar var mikið rætt um vandamál innflytj- endabarna og hér verður fram haldið frásögn af erindum og um- ræðum sem þar fóru fram. Það eru þau Ragna Freyja Karls- dóttir og Jakob S. Jónsson sem segja frá, en þau sátu ráðstefn- una ásamt Sigriði Eyþórsdóttur. Þau eiga hvorki mál né menningu Sænsk-finnskur rithöfundur Antti Javala flutti fyrirlestur um börn innflytjenda, þar sem hann kom inn á mörg vandamál sem fylgja flutningum milli landa. Hann þekkir sjálfur þá hlið sem snýr aðFinnum, tungumálavand- ræðinogandúðina sem þeir verða fyrir. Þaö má nefna að I Svlþjóð eru um 500 þús. Finnar og alls telja þeir sig hafa misst um eina miljón manna úr landi. Þar af 80- 90% verkafólk. Hann rakti þær breytingar sem verða við alls konar flutninga, lika úr sveit i borg, á mölina. Þaö hefur sýnt sig að fólk sem flytur utan af landi lendir mjög oft I fá- tækrahverfum stórborganna. Héðan frá Islandi minnumst við braggahverfanna og Pólanna, sem þóttu heilsuspillandi og til vansæmdar, þó aö það sé liðin saga. Þegarbörnskipta um umhverfi breytist orðaforöinn og orðanot- kunin, fjölskyldan breytist úr stórfjölskyldu i kjarnafjölskyldu og þar meö allt atferli og venjur. Jafnvel báðir foreldrar fara að vinna úti. Eftir þvf sem Javala sagiti sýna kannanir að allur flutningur kem- ur verst niður á þeim sem standa verst efnahagslega. Það hefur verið talað um menn- ingarsjokk (menningaráfall). Börnin koma I ókunnugt umhverfi og öðruvlsien þvisem þau eiga að venjast. Við getum tekið sem dæmi islenskar bókmenntir þar sem menn hafa allt fram á okkar daga verið að skrifa um þá góðu gömlu daga I sveitini, það gengur illa að losna frá minningum og alla dreymir um lífið þar. I framhaldi af þessu minnti Javala á að börn eru alltaf flutt, þau eru aldrei spurð, kannski er minningin svona sterk þess vegna. Raggarar, vændi og drykkjuskapur Þegar börn flytjá milli landa hefur það sálrænar afleiöingar. Barnið fer aö hata fööurland sitt, vegna þess að þar kynntist það ekki mörgu þvl sem læra þarf i nýja landinu. Og i kringum börn innflytjenda skapast oft félagsleg vandamál, strákarnir verða „raggarar” og stelpurnar lenda i vændi og drykkjuskap. Javala bar örlög Finna saman við fátækar þjóðir eins og Tyrki og Pakistana sem lenda I miklu meiri árekstrum og þekkja alls ekki þá menningu sem þeir eru að flytja inn I. I Svlþjóð er þeim innflytjenda- börnum oft blandað saman við þroskaheft börn vegna þess aö þau eiga svo erfitt með að fylgjast með. Allt I einu eru þau komin inn i háþróuö iðnriki þar sem allt fer fram I gegnum stofnanir. Þar eru hvorki afi né amma sem hægt er að leita til eins og heima. I stað þeirra verða malbik, stál og bilar helstu einkenni umhverfisins. Javala sagði aö það væri harla erfitt að Imynda sér glöð ogham- ingjusöm börn við þessar kring- umstæður. Vinnuafl — ekki fólk Farandverkafólkið er flutt inn sem vinnuafl og ekki hugsaö um þarfir þesssem fólks og aldrei er hugsað um það hvaöa áhrif flutn- ingar hafa á börnin. Það hefur komið i ljós aö yfir- leitt læra börnin sæmilega nýja málið, en yfirleitt týna þau að mestu niður móðurmálinu. Þar með missa þau tengslin við for- eldra sina, þau tengjast nýrri menningu meðan foreldrarnir halda fast i þá gömlu. Samskipti foreldra og barna verða slæm, þau hætta að geta talast við nema rétt um daginn og veginn. Sem dæmi um „menningar- sjokk” var nefnt hversu gifurleg breyting það er fyrir börn seih fædd eru I rlkjum múhameðstrú- armanna. Þar má ekki drekka vln.ekki umgangast hitt kynið og karlmenn mega ekki sýna sig nakta innan um aðra karlmenn. Ragna Freyja Karlsdóttir og Jakob S. Jónsr son segja frá, seinni hluti Hvernigeiga þessibörn aðspjara sig, þegar þau eiga allt I einu að vera I blönduðum bekkjum og fara I leikfimi þar sem allir baða sig kviknaktir? Afleiðingin verður sú sem áöur greinir, þau fara að skammast sin fyrir menningu sína ogtrú og lenda þar með I árekstrum við foreldrana. Konurnar eru lok- aðar inni Þó hð börnin verði hart úti þá fer þó enn verr fyrir mæörum þeirra, einkum þeim sem koma frá fjarlægum löndum. Þær eru algjörlega innilokaðar, læra dcki málið og umgangast ekki annaö fólk en landa sina sem ef til vill búa i nágrenninu. tföðurlandinuer þeim ætlað aö vera heimavið og karlmennirnir vilja ekki neina breytingu þar á, enda gera þeir hvað þeir geta til að halda völdum innan heimilis- ins og forðast afskipti opinberra aðila. Stjórnvöld á Norðurlöndum reyna nú sitt hvaö til aö rjúfa ein- angrun kvennanna, bjóða þeim kennslu og vinnu, en það gengur erfiðlega. Auk þeirra mála sem hér hafa verið nefnd komu til umræöu mörg önnur mál sem snerta barnamenningu. Má þar nefna Nord-sat áætlunina sem nú er til umfjöllunar hjá Norðurlanda- ráði. Þingið samþykkti ályktun þar sem bent var á að allt of mikið hefur veriö einblint á tæknilegar framfarir undanfarin ár, en minna sinnt um menningu innan landa og svæða. Þingið beindi þeim tilmælum til Norðurlanda- ráðs aö ekki yrðu teknar neinar ákvarðanir um rekstur Nord- sat-gervihnattarins fyrr en rann- sakað hefði verið hvaða áhrif hann mun hafa á menningu hvers lands, sérstaklega með tilliti til barna. Þá var einnig samþykkt tíllaga um innflytjendabörn þar sem lögð er áhersla á að þau fái kennslu I móðurmáli slnu, til að reyna að koma i veg fyrir að þau glati tengslum viö land sitt og menningu. Einnig veröi kennsla I nýja málinu efld til muna svo að börnin spjari sig betur þegar kemur út I lifsbaráttuna. -ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.