Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júíl X979. Kona sem var drepin í Al-Karamah. Abdul Ghaffar/ 14ára. Skæruliði eltir flugvél S' oud Khalil/ 10 ára. Silja Aðalsteinsdóttir: heiminum Teikningar barna íflóttamannabúðum Palestínuaraba Það er merkilegt hvað enda til upphafs. Eftir maður er fljótur að venja fyrstu síðurnar kemur það sig á að lesa bækur frá alveg af sjálfu sér. Bókin sem þannig er gerð og hér skal sagt lítillega frá heit- ir Á stríðstímum. Börn bera vitni, og er saf n teikn- inga eftir börn Palestínu- araba í Bakaa' flótta- mannabúðunum í Jórdaníu. Börnin sem teikna eru á aldrinum 5-14 ára, og gerðu þau teikning- arnar og ræddu við Mónu Saudi, útgefanda bókar- innar, veturinn 1968- 9. Bókin er bæði á ensku og arabísku og er prentuð í Líbanon. Móna Saudi kom til Bakaa' búðanna rúmu ári eftir sex daga stríðið, hún hafði áhuga á að vita hvernig striðshrjáð börn tjáðu sig í myndum. Og eins og sjá má á mynd- unum sem birtast með þessari frásögn, er hvunn- dagur barnanna í flótta- mannabúðunum harla óhugnanlegur. Veruleiki stríðsins sést á svo til hverri einustu mynd. Flug- vélar, hermenn, skæru- liðar og sprengjur gegna þar sama hlutverki og gluggablóm, lækir, f jöll og sveitabæir hjá okkar börnum. Enda þarf ekki mikið ímyndunarafl til að hugsa sér hvað þessi börn eru að gera núna, tíu árum seinna. Á milli mynda eru viðtöl við börnin og frásagnir þeirra. Nawal Ahmad, 8 ára gömul stúlka, á þetta Ijóð: Trén svignuðu undan ávöxtunum. Flugvélar óvinanna komu og vörpuðu sprengjum á tjaldbúðirnar og trén. Græn laufin brunnu, rósirnar visnuðu, eplin féllu til jarðar og dóttir nágrannans lika. Ne'emeh Salem, 6 ára stúlka og dóttir fjárhirðis sem einu sinni bjó í friði með hjörð sína í Palestínu, segir frá langvarandi flótta fjölskyldu sinnar og hörmungunum sem hún sá í kringum sig á flótt- anum. Frásögn hennar endarsvona: „Enn lögðum við á flótta og komumst loks til Bakaa' búð- anna. Jörðin var eintóm leðja. Við runnum til og fætur okkar gróf ust í drull- una. Fólkið var dap- urt. Það bar eigur sínar inn í tjöldin með tárin streymandi niður and- litið. Það grétu allir, bæði ungir og gamlir. Þau grétu vegna Palestínu. Ég grét líka. Ég átti dúkku heima. Ég skildi hana eftir þar. Ovinirnir eyði- lögðu heimili okkar og drápu dúkkuna mína. Hún var úr plasti og eld- sprengjurnar bræddu hana." Börnin sjá enga framtíð aðra en verða skæru- liðar. Samir, 10 ára drengur segir: „Við eigum ekki að taka því með þegj- andi þögninni að landið okkar sé tekið af okkur. Allir verða að læra að berjast með byssum — konurnar líka. Sumir láta sér nægja að fá sitt dag- lega brauð. En ég þarf meira en brauðog dósamat frá Hjálparstofnun Sam- einuðu þjóðanna. Ég gekk í fyrstu unglingasveit FATAH um leið og hún var stofnuð." Og Jaliah, 11 ára stúlka segir: „Þegar ég verð stór ætla ég að verða skæruliði. Konur verða að taka þátt í barátt- unni, sigurinn næst aldrei án þeirra." „ Landlaus maður á enga hamingjuvon," segir sama barn. „Okkur líður illa f búðunum. Það er eins og við höf um verið gerð útlæg úr heiminum."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.