Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 29. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Til aö frelsa Framhald af 14. síöu ■ ráni kapltalisks þjóöfélags og af- neiti pólitlskri ummyndun þess, þá hjálpar hann okkur að losna undan staðnaðri gálgagagnrýni og komast nær þvl stigi, sem ein- kennir skapandi byltingarsinna. Sem mótvægi gegn þeirri efna- hagslegu nauðhyggju, sem flestir marxistar sögunnar virðast einatt stranda á, má segja að kenningar Dlich bjóði upp á að li'ta á Marx frá nýju sjónarhorni. Þar sem viö okkur blasir, nú að öld liðinni, tviþætt sjónarspil framleiðslukapltalismans, þá er erfittfyrir okkur að triia i blindni á félagslegt hlutleysi vinnuaflsins og á einföld eignaskipti fram- leiðslutækjanna sem eitthvert kraftaverk. Illich leggur á þaö þunga áherslu, að ráöast verði gegn „framleiðsluháttum iðnrlkj- anna” og allri þeirri félagslegu firringu og misrétti sem af þeim leiöir. Rikisrekstur er ekki sósialismi Viveret segir að eignarhald verkalýðsstéttarinnar á fram- leiðslutækjunum hafi ekki áhrif nema á eina af mótsögnum kapl- talismans. Að þvi leyti sé þetta engin lausn á þeim mótsögnum sem gera kapitaliskt þjóðfélag ó- þolandifyrir flesta þegna þess, til að mynda „fetisismanum” (dýrkun vörunnar), verkaskipt- ingu og firrandi færibandavinnu. Þær munistanda eftir sem áður. í stuttu máli sagt má draga af þessu þann lærdóm, að rikis- rekstur er ekki sósialismi. - Þýtt: ag Reykjavík Framhald af 13. siöu. steiktan hörpuskelfisk, smjör- steikta humarhala og ýmislegt annað. Þá fæst pizza Calzone, Sicil- iana, Napoletana, Caruso og il Angelo og veröið er frá 1750 kr. til 2100 kr. Slðast enekkisisterhægt að fá snigla I hvitlaukssmjöri fyr- ir 1400 krónur. Það er einkennilegt að ekkert veitingahús skuli fyrr hafa sér- hæft sig I sjávarréttum I landi fiskveiðanna. Já, kannski er Reykjavik að finna sjálfa sig ogverða stór eftir allt saman. Kannski. Við förum með trega til vinnu i sálarlausan Siöumúla á ný og þar er sólskinið einhvern veginn allt öðru vlsi en niðri í miðbæ. Þessi gata er til minningar um kald- ræna tímabiliö I sögu Reykjavik- ur — þegar hún þroskaðist ekki en óx og óx. — GFr Bækur Framhald af bls. 7. andi af lifi, fjölmargar persónur koma hér við sögu, bæði heims- kunnar og ókunarfskáldið segir þroskasögu sina. NáttUrulýsingar hans verða mjög minnisstæðar, eins og þær úr ljóðum hans. Rauði þráðurinn er barátta.Ibúa fööur- lands hans við erlenda ásælni og við þá leppa sem gengu og ganga erinda erlendra gróðaafla. Bók- inni lýkur með minningum um Allende og frásögn af baráttu hans gegn leiguþýjum erlendra kapitalista, sem tókst með stuðn- ingi CIA aðná völdunum. Neruda lést 12 dögum eftir fall Allendes, þann 23. september 1973. Meðan lik hans stóð uppi, réðst skrlll inn I hús hans bæði i' Santíago og Val- parlso, rændi þar og ruplaöi, þannig kvöddu hinir nýju vald- hafar Chile skáldið. Pétur Framhald af bls. 24. — Hvað tekur við hjá þér þegar Islandsferðinni slepp- ir? „Við förum beint til Þýskalands og tökum þátt I móti með stórliöum eins og Benfica, Liverpool og Schalke 04. Slðan förum við á mót með Ipswich, Molen- beck og PSV Eindhoven. Deildarkeppnin I Hollandi byrjar svo 18. ágúst. Þetta er allt saman nokkuð erfitt og maður gengur I þetta með hörku. Annað þýöir ekki I at- vinnumennskunni”. IngH/öS Rafsuðumenn óskum eftir að ráða vana rafsuðumenn. Stálsmiðjan h.f. simi 24400 RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN Námsstaða AÐSTOÐARLÆKNIS við handlækningadeild er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs frá 1. september n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 28. ágúst n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar handlækningadeildar i sima 29000. GEÐHJÚKRUNARFRÆÐING, HJÚKRUNARFRÆÐING, FÓSTRU, og ÞROSKAÞJALFA vantar til starfa frá 1. september á Geðdeild Barnaspitala Hrings- ins. Einnig óskast MEÐFERÐAR- FULLTRÚAR til starfa á sama stað nú þegar eða frá 1. september n.k. Upplýsingar gefur hjúkrunar- stjóri i sima 84611. Reykjavik, 29. júli 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Stjórnmál Framhald af bls. 6. Gömul hjón með engar tekjur en ellilffeyri og tekjutryggingu fá nú I júllmánuði kr. 215.548.- til að lifa af. Þau fá hvortum sig einn og hálfan olIustyrk.en ef þau búa áfram I sinni fyrri meðal-Ibúð, sem ætluö var fjögurra manna fjölskyldu, þá þurfa þau samt að borga úr eigin vasa fyrir kynd- ingarkostnað kr. 69.179,- á mánuði á Isafirði, en kr. 8,251.- I Reykjavlk. Gömlu hjónin sem búa á tsa- firði borga nær 33% af þvi sem þaufá frá almannatryggingunum I hitunarkostnað, en gömluhjónin IReykjavik þurfa aöeins aðborga fyrir hitunarkostnað rúmlega 3% af þeirri sömu upphæð, sem þau fá einnig frá almannatryggingun- um, og hefúr þá fullt tillit verið tekið til ollustyrksins eins og hann er nú. Og skattarnir tvöfalda þennan mismun Tökum annað dæmi. Hugsum okkur ung hjón, sem vinna mikið og hafa allgóðar tekjur. Gerum ráð fyrir, að þau nái að vlsu ekki hæsta skattþrepinu I tekjuskatti, sem nú er 50%, en segjum að síð- ustu krónurnar, sem þau vinna sér inn lendi í 40% tekjuskatti, og að sjálfsögðu I 2% sjúkragjaldi og 10 eða 11% útsvari. Til einföld- unar skulum við reikna með að I allt fari 50% af þessum krónum I opinber gjöld. Þegar slik hjón á ísafirði erubúin að ná þeim tekj- um, sem sambærileg hjón I Reykjavík láta sér nægja, — þá eiga hjónin á tsafirði eftir aö vinna fyrir mismuninum við upp- hitun Ibúðarhúsnæðis. Og ef þetta er meðalfjölskylda i meðallbúö, þá er sá mismunur eins og áður sagði kr. 696,584.-. En þau eiga reyndar eftir aö vinna fyrir meiru, þvl til að halda eftir þeim krónum sem fara I mismun á hitakostnaði, þá verða þau I raun að vinna fyrir helmingi hærri upphæð af þvi 50% þessara tekna fara I skatta. Meðalhjónin á tsa- firði þurfa þannig að afla nær 1.400,000.- fleiri króna yfir árið heldur en meðalhjónin I Reykja- vik, ef þau ætla að hafa úr álika fjármunum að spila tii annarra þarfa en að halda á sér hita heima fyrir. Hafa menn tekið eftir þessu? — Upphæðin er kr. 1.393,168.-. Mismunurinn einn nemur 7 mánaða launum verka- manns fyrir dagvinnu, en dag- vinnulaun verkamanna eru nú I kringum kr. 200 þús. á mánuði. Hér er um svo hrapallegar staðreyndir að ræða að engu tali tekur. Smáskref til jöfnunar bjarga litlu. Hér þarf stór skre£ mjög stór, og það sem fyrst. Jafn- rétti er eðlileg krafa I þéssum efnum sem öðrum. Dragist úr hömlu að koma hér fram veru- legri leiöréttingu, þá er verið að reka fólk harðri hendu frá fram- leiðslustöðvunum úti um landið til Reykjavíkursvæðisins með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarheildina. A það skal að lokum minnt, að sú dökka mynd, sem hér hefur verið dregin upp er ekki al- svört. Sem betur fer eigum við Islendingar glfurlegan auö I ónýttum orkulindum. Sá auður er að margfaldast I veröi þetta árið fyrir framtlðina. Á fáum árum getum við útrýmt oliu við húsahitun og nýtt okkar eigin orkugjafa I staðinn. Blóðugt er til þess að vita nú, þeg- ar ollukreppan hefur leikið okkur svo hart, aö um 50% af aUri raf- orkuframleiðslu i landinu skuli selt erlendri verksmiðju I Straumsvik og það fyrir smánar- verö, sem er bundið tU aldamóta. Þessari ódýru orku allri hefðum við sjálfir þurft á að halda til aö minnka stórlega innflutning á ollu. Oft var þörf en nú er nauð- syn. En svo er náttúru lands okkar fyrir að þakka, að þrátt fyrir glapræðið I Straumsvlk, eru erfiðleikarnir, sem við er að gllma nú aðeins timabundnir. Fallvötn okkar og jarðvarmi munu duga til að sigrast á þeim fyrr en varir.sé skaplega á mál- um haldið. Hér riður á mestu að landsmenn taki sameiginlega á vandanum og vinni að lausn hans undir merkjum jafnréttis og sam- hjálpar. i Við stofnum sparisjóð Hafinn er undirbúningur aö stofnun nýs sparisjóös á höfuðborgarsvæðinu. Auk almennrar sparisjóösstarfsemi mun sparisjóðurinn beita sér fyrir aðstoð og fyrirgreiðslu við einstaklinga og félög sem tengjast baráttunni gegn áfengisbölinu og einnig starfrækja almenna fjármálaráð- gjöf fyrir einstaklinga. Tekið skal fram aö stofnun og starfræksla sparisjóðsins verður ekki aö veruleika nema leyfi stjórnvalda fáist. Þvl betri sem undirtektir verða þeim mun liklegra verður að telja aö leyf ið veröi veitt. Söfnun stofnfélaga er nú aö hefjast og er þátttaka öllum heimil, enda skuldbindi stofnfélagar sig til að greiða kr. 100 þúsund sem stofnframlag innan 3ja mánaöa frá þvl að ráðherra veitir leyfi til stofnunar sparisjóðsins og stofni auk þess vaxtaaukareikning með 12 mánaða uppsagnar- tima I sparisjóðnum strax og hann tekur til starfa og leggi inn á hann með jöfnum greiðslum fyrsta árið a.m.k. kr. 250 þúsund. Stofnframlag er óafturkræft nema sparisjóðn- um verði slitið. Listar fyrir þá sem vilja gerast stofnfélagar munu liggja frammi á nokkrum stöðum I Reykjavík frá mánu- deginum 30. júli til þriðjudagsins 7. ágúst n.k. en einnig er hægt að skrá sig hjá undirbúningsnefndarmönnum. 1 undirbúningsnefnd eru: Albert Guðmundsson, alþm., Arni Gunnarsson, alþm, Baldur Guðlaugsson, hdl, Björgólfur Guðmundsson, forstjóri, Ewald Berndsen, forstöðumaö- ur, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambands Islands, Guðmundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur, Hilmar Helgason, stórkaupmaður, Jóhanna Sigurðardóttir alþm, Lúövig Hjálmtýsson, framkvæmda- stjóri, Pétur Sigurösson, formaður Sjómannadagsráðs, Ragnar Júliusson, skólastjóri, Svava Jakobsdóttir, alþm., Sverrir Grétar Jónssori verslunarmaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Listarnir liggja einnig frammi hjá eftirtöldum aðilum: Verslunin Týli h.f., Austurstræti 7 Verslunin Sportval, Laugaveg 116 Þorsteinn Guðlaugsson, endurskoðandi Háaleitisbraut 68 — Austurver Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102 Lyfjabúð Breiðholts, Arnarbakka 4-6. Stefnt er að þvl að stofnfundur sparisjóðsins verði hald- inn fyrir lok ágústmánaðar n.k. Undirbúningsnefnd. Barnaheimili Starfsmaður, helst með fóstrumenntun, óskast til starfa á barnaheimilið Ós frá 1. sept. n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á barnaheimilið Ós, Bergstaðastræti 26 b 101 Reykjavik fyrir 7. ágúst. Starfsráð — starfsfólk Skrífstofustörf Raunvisindastofnun Háskólans óskar að ráða tvo starfskrafta til almennra skrif- stofustarfa. Vélritunarkunnátta er nauð- synleg og starfsreynsla æskileg. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Raunvisindastofnunar Háskólans Dun- haga 3 fyrir 10. ágúst n.k. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.