Þjóðviljinn - 29.07.1979, Page 4

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júll 1979. UÖWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfuféiag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arní Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir L'msjónarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Gúövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristtn Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Ilúsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavik, slmi g 13 M. Prentun: Blaðaprent hf. Byröar fluttar Hann fór ekki fram hjá landsmönnum hamagangur AAorgunblaðsins á síðastliðnum vetri vegna skattlagn- ingar og fjárlagagerðar. Þá spáði blaðið því að stefnt yrði í áður óþekkta skattpíningu á þeirri örmu þjóð sem þetta land byggir. Því er ekki að neita að blaðinu tókst að telja fjölmörgu fólki trú um sannleiksgildi þessa áróðurs. Því kom það mörgum meðal- og lágtekjumanninum þægilega á óvart að fá skattseðilinn sinn. Grýluáróður AAorgunblaðsins reyndist ekki haf a við nein rök að styðj- ast. Allf lestir sem við er rætt reynast hafa fengið minni skatta en þeir áttu von á, og f lestir telja álögurnar sann- gjarnar. En það eru ekki allir ánægðir með skattana sína, sem betur fer leyfir Þjóðviljinn sér að segja. Ýmsir þeirra gæðinga sem AAorgunblaðinu eru hjartfólgnastir þurfa nú að greiða mun meira til samfélagsins en þeir eru vanir. Þetta stafar af þeirri stefnubreytingu sem varð í skattamálum á síðasta Alþingi. Þá var m.a. sam- þykkt að hækka tekjuskatt fyrirtækja, hækkun á eigna- skatti var ákveðin og nýju skattþrepi upp á 50% var bætt inn í fyrir háar tekjur. Auk þess var ákveðin sérstök skattlagning á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, til þess að heimta eitthvað af verðbólgugróðanum úr höndum steinsteypukónga milliliðastéttarinnar. Allar þessar hækkanir auka skatta þeirra sem betur mega sín, og það þolir Sjálfstæðisf lokkurinn ekki. Hann er nefnilega flokkur hinna betur settu. Enda þarf ekki lengi að fletta í nýútkomnum skattskrám til að sjá hverjir það eru sem nú eru farnir að borga allverulega skatta. Það eru upp til hópa stóreignamenn og milliliða- kóngar og flestir eru þeir tengdir Sjálfstæðisf lokknum. Eitt af megin slagorðum Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir er: „Afnemum skatta vinstri stjórnar- innar". Þeir skattar sem Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema eru áðurnefndir skattar, sem fyrst og fremst koma við hátekju- og stóreignamenn. Þess í stað vill flokkurinn velta auknum byrðum yfir á þá lægra laun- uðu. Enn sem fyrr vita menn hvar Sjálfstæðisf lokkinn er að finna. Það er í miðjum óvinaflokki verkafólks í landinu. Fyrirmyndar bærinn Seltjarnarnes er einn þeirra bæja þar sem Sjálf- stæðismenn hafa haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn. AAorgunblaðið gumaði mikiðaf því að ekki var lagt fullt útsvar á bæjarbúa þar sem í öðrum bæjum. Þarna var fyrirmyndarbær íhaldsmanna kominn, svona yrði þetta allsstaðar undir stjórn Sjálfstæðismanna. Útsvar og aðrir skattar yrðu hreinlega lækkaðir. Nú þegar ár er liðið frá bæjarstjórnarkosningum er mesti glansinn farinn að fara af þessari paradís skatt- leysingjanna. Því að sjálfsögðu hefur það sýnt sig að með þessari pólitík hefur framkvæmdageta bæjarins verið lömuð, á Seltjarnarnesi eru framkvæmdir bæjar- ins í algjöru lágmarki. Eina verulega verkef nið sem unnið er að er bygging heilsugæslustöðvar. Og slíkt verkefni er heldur létt á bæjarsjóðnum, því rfkið borgar 85% af kostnaðinum. Eina stórverkefnið í bæ íhaldsdraumanna er verkefni sem almenningur í Reykjavík, Akureyri, ísafirði, Norð- firði og víðar um landið borgar fyrir Seltirninga að mestu leyti. AAorgunblaðið reynir að draga yfir þessar stað- reyndir í frásögnum sínum af framkvæmdum bæjar- sjóðs Seltjarnarness og segir að þar séu í byggingu heilsugæslustöð, bókasafn og tónlistarskóii, Blaðið gleymir bara að geta þess að þetta er allt ein og sama byggingin,semsé heilsugæslustöðin, og að allt er óákveð- ið með það hvort af notkun hennar til áðurnefndra við- bótarhluta getur orðið. Þarna er árangur ómengaðrar íhaldsstefnu hvað greinilegastur í bæjarmálum hérlendis. Sameiginlegar framkvæmdir í þágu allra bæjarbúa eru látnar sitja á hakanum í nafni einkaneyslunnar. Slíkt hið sama verður uppi á teningnum ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda á landsmælikvarða. Byrðunum verður létt af hátekjufólki og opinberar framkvæmdir minnkaðar. -eng * úr aimanakinu Um fræðslu- mál og stjórnlist Alþýðubandalagsins Þetta eru kannski vonlaus skrif, hugsaöiégmeö mér þegar ég sat úti á stétt fyrir framan Þjóöviljahúsiö hálfnakinn og pikkaöi þessar línur á papplr. Hver helduröu virkilega aö nenni aö fara aö lesa grein um sósialiskt fræöslustarf þegar menn keppast viö aö liggja i sól- baöi og neyta til þess allra ráöa likt og þú sjálfur, sem ert flúinn út i sólbaö til aö skrifa þessa grein? Og þó, þaö skyldi ekki vera aö menn gæfu sér betri tima til lestrar og almennrar hugsunar þar sem þeir liggja og sleikja sólina, oghvi þá ekki aö hugsa einhverntimann alvar- lega úti sósialiskt fræöslustarf eins og hvaö annaö? mæta óánægju sifellt stærri hóps flokksmanna um störf og stefnu okkar manna á þessum tveimur aöalvigstööum flokks- ins sem áöur voru nefndar? Hver er sú stjórnlist sem ræöur lögum og lofum þar? Jú, einmitteinhvers konar málamiölun viö borgaralega flokka um aö lapp aöeins betur upp á hiö borgaralega hagkerfi auðvaldsins. Æskulýösnefnd Alþýðu- bandalagsins var á slðasta flokksráösfundi I nóv. á siöasta ári faliö þaö verkefni aö halda uppi starfi fræöslumiöstöðvar flokksins sem þá haföi legiö algjörlega niöri undanfar- ýmis konar fræösluritaútgáfu á vegum fræösluhópsins, og er nú verið aö fullganga frá efni i fyrsta bæklinginn sem vonandi kemur út i byrjun september. Þá má ekki gleyma aö minn- ast á útgáfu á pólitisku dagatali sem Óskar Guðmundsson hefur unniö aö I sumar, en Fjölvis sér um útgáfuna. Búist er viö aö dagataliö komi i bókaverslanir og i aöra dreifingu innan skól- anna fljótlega upp úr mánaöa- mótunum. Þessir hlutir eru aðeins til- færöir hér til að benda á, aö mikill áhugi er hjá stórum hópi manna að koma á virku og fjöl- breyttu fræöslustarfi innan Það er nefnilega dálítið skritið, aö hversu mikið sem rætt er og ritaö um sósialiska fræöslu af hálfu Alþýðubanda- lagsins sem flokksapparats þá viröist alltaf minna veröa úr verki. Eða hefur nokkuö veriö unniö aö sósialiskri uppfræöslu á vegum Alþýöubandalagsins frá þvi' aö floldiurinn var form- lega stofnaöur áriö 1968? Hver man eftir þvi? Er þaö kannski ekki einmitt þess vegna sem menn hafa verið aö reka sig æ meira á þaö aö Alþýðubanda- lagið starfar alls ekki sem sósialiskur flokkur, þvi aö flestir flokksmenn, eöa eigum viö heldur aö segja stuönings- menn flokksins. vita ósköp tak- markaö um hvaö sósialismi er og hvernig unniö skuli aö sósialiskri umsköpun. Meö öörum orðum, fiestir flokks- menn og þar meö talinn ég sjálfúr vita sáralltiö sem ekkert um hvernig stjórnlist sósialista á tslandi skuli háttaö. Er ekki löngu oröiö timabært að ræða þessi mál, i stað þess aö vakna upp viö þaö einn daginn aö vera orðnir stjórnendur I höfuöborg landsins og aðilar aö rikisstjórn landsins, án þess aö hafa nokkra markaöa stefnu i stjórnlist til sósialiskrar umsköpunar? Mér er spurn, þarf nokkur aö undrast rétt- in ár. Tveir flokksmenn voru kosnir af miöstjórn til að sinna þessu verkefni ásamt Æsku- lýösnefndinni. Fræöslustarfshópur æsku- lýösnefndarinnar ákvaö fljót- lega aö beina öllu starfi sinu til aö byrja meö aö framhalds- skólunum á Stór-Reykjavikur- svæðinu, og var unniö I þeim málum meö fræöslufundum og dreifibréfaútgáfu ásamt félagsmáianámskeiöum fyrir nemendur fram aö vori, en þá var haldin ágætis ráðstefna um starfsemi vinstri sinnaöara félaga i framhaldsskólum. Starfshópur sem var myndaöur eftir þá ráöstefnu mun taka til fullra starfa núna upp úr næstu mánaöa- mótum. Mikiö hefur veriö rætt um Alþýöubandalagsins. Sú út- gáfustarfsemi sem þegar er komin I gang á vonandi eftir aö hljóta góöar undirtektir hjá flokksmönnum og eins virka hvetjandi á alla pólitiska um- ræöu um störf og stefnu sósial- iskrar hreyfingar á Íslandi. Þaö hefúr sýnt sig æ betur á siöustu mánuöum að það sem flesta flokksmenn skortir, er næg þekking á þeim málefnum sem þeir segjast vera aö berjast fyrir, og nægur pólitískur þroski tilaö geta tekiö réttar pólitiskar ákvaröanir þegar á rföur, svo ekki þurfi aö koma fyrir önnur eins stórslys og þegar stærstur hluti flokksmanna á flokksráös- fundi i fyrrahaust greiddi at- kvæöi meö þátttöku Alþýöu- bandalagsins I þeirri rikisstjórn sem viö sitjum nú sem fastastir LúövíkGeirsson. Luðvík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.