Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. september 1979 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjöðviljans Framkvcmdastjóri: Ei&ur Bergmann Rltatjérar: Arni Bérgmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttaatjóri: Vilborg Haröardóttir Umajónarmaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: úlfar Þormó&sson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphé&insson Afgrei&siustjóri: Valþór Hlö&versson Bla&amenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gu&jón Fri&riksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Gu&mundsson. iþróttafréttama&ur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson, Sævar Gu&björnsson. Handrita- og pnófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvör&ur: Eyjólfur Árnason Augiýsingar: Sigrf&ur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Gu&rún Gu&var&ardóttir, Jón Asgeir Sigur&sson. Afgreiftsla: Gu&mundur Steinsson, Kristfn PétUrsdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigri&ur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bár&ardóttir Húsmó&ir: Jóna Sigur&ardóttir Pöitkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gu&mundsson. Ritstjórn, afgrei&sla og auglýsingar: Siftumúla 6, Reykjavik, sfml S 13)1. Prentun: Blaftaprent hf. Kurr á heimilunum # Búvöruverðshækkunin sem nýverið hef ur dunið yf ir er af þeirri stærðargráðu að hún mun nánast valda upp- reisn í landinu. A hverju einasta heimili eru hækkanirnar á hinu daglega brauði það sem um er rætt og mælikvarði á árangur stjórnvalda í streðinu gegn verðbólgunni. Einkunnin sem ríkisstjórnin færá heimilunum er ekki há þessa dagana. Þar við bætist að stærstu heildarsamtök launafólks líta svo á að sú launastef na sem þau hafa við unað í stórum dráttum hafi verið sprengd með verð- ákvörðun sexmannanefndar á búvöru. Ekki er það gott vegarnesti til þeirra heildarsamninga um kaup og kjör sem fyrir dyrum standa. # En fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. f Ijósi verðsprengingarinnar á búvöru og vafasamra út- reikninga sexmannanefndar á verðlagsgrundvellinum hafa komið fram eindregnar yfirlýsingar um nauðsyn beinna samninga milli ríkisvalds og bændastéttar meðaðild sérstakra fulltrúa neytenda. Raunar er í mál- efnasamningi ríkisstjórnarinnar ákvæði um að stefnt skuli að beinum samningum af þessu tagi, og væru þeir nú þegar orðnir að veruleika, ef Alþýðuf lokkurinn hefði ekki brugðið fæti fyrir afgreiðslu framleiðsluráðslag- anna í vor. Nú er rætt um að drífa af lagasetningu um beina samninga í þingbyrjun eða setja bráðabirgðalög um málið á næstu dögum. Við sjáum síðar hvort hugur fylgir máli. # I beinum samningum ríkisvalds og bænda er hægt að taka inn í samkomuiag um verðákvarðanir ýmsa póli- tíska þætti svo sem eins og stjórnvaldsaðgerðir til þess að leysa margvísleg vandamál bændastéttarinnar. Ekki er að efa að þessi aðferð myndi efla stéttarsamstöðu bænda og verða þeim til meiri hagsbóta er fram í sækti í staðsjálf virkrar verðlagningar, sem nú mun að áliti sér- fræðinga leiða til um 10% sölusamdráttar innanlands á búvöru. Siölaust # Hlutur Framsóknarflokksins og Alþýðuf lokksins í búvöruverðshækkuninni lýsir vitaverðu ábyrgðarleysi. Þegar ákvörðun sexmannanefndar lá fyrir um síðustu mánaðamót lagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra til í ríkisstjórninni að afgreiðslu málsins yrði frestað og farið yrði ofan í saumana á útreikningum. I framhaldi af því yrði reynt að ná pólitísku samkomulagi um breyt- ingar. Þetta varð að samkomulagi í ríkisstjórninni og vann viðskiptaráðherra ásamt sérfræðingum Þjóðhags- stofnunar að úttektinni. # Þegar fyrir lá að bændur fengju samkvæmt verð- ákvörðuninni 4,2% umfram kauphækkun almennra laun- þega, þrátt fyrir mikla framleiðsluaukningu á síðasta ári og hærra launahlutfall en viðmiðunarstéttirnar/beitti Alþýðubandalagið sér f yrir málamiðlun í ríkisstjórninni sem var hafnað af Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Alþýðubandalagið lagði til að hækkunin yrði takmörkuð við það sem dygði til þess að tryggja bændum sömu grunnkaupshækkanirnar og vísitölubætur sem aðrir hafa fengið, en það sem umfram væri yrði sett í beina samninga við bændur. Alþýðuflokkurinn hafnaði þessu því hann virtist reiðubúinn til þess að svipta bændur alfarið verðbótum á laun sín, og Framsóknarf lokkurinn neitaði að mæta vandanum með setningu sérstakra bráðabirgðalaga eða með auknum niðurgreiðslum. # Framsóknarf lokkurinn sem prédikað hef ur „norsku leiðina" að undanförnu féll frá sínum eigin boðskap strax í fyrstu lotu. Og Alþýðuflokkurinn vildi umsvifa- laust |ækka kaup bænda niður fyrir það sem aðrar stéttir hafa samið um í ár. Millileið Alþýðubandalagsins, sem vel var fær,ef fyrir hendi hefði verið pólitískur vilji og f jármálaráðherra sæti ekki á ríkiskassanum og ný- fengnu skattfé eins og bókhaldari f rá 15. öld, var haf nað. úr því var ekki um annað að ræða en fara að lögum og samþykkja ákvörðun sex manna nefndar. # En það var fyrst og fremst að kröfu Alþýðubanda- lagsins sem rökstudd gagnrýni á búvðruverðsákvörð- unina fékkst fram. Svo er það einungis hlægilegt að Alþýðuf lokkurinn lætur sig hafa það að málið sé afgreitt með meirihlutasamþykkt í ríkisstjórninni. Sé þeim eins mikil alvara eins og þeir vilja nú vera láta áttu þeir að sjálfsögðu aðstanda upp úr ráðherrastólunum. Annað er siðlaust. —ekh r Urrœðagóðir kratar Hiö nýja gengi kratanna á Islandi hefur skilaö fjórum stór- brotnum hugmyndum í úrræöa- safn islenskra stjórnmála- manna sem lengi munu standa og vel duga I stjórnmálabaráttu framtiöarinnar. í fyrsta lagi er þaö hugmynd Jóns Baldvins Hannibalssonar og Vilmundar Gylfasonar um aö banna veröbólgu meö lögum. Meö þvi aö lögbinda ailar þjóö- hagsstæröir og færa ákvörö- unarvald i efnahagsmálum alfariö úr höndum Alþingis til embættismanna átti aö koma veröbólgunni fyrir kattarnef. Aö þvi búnu heföi efnahagsmála- umræöan veriö komin út af Alþingi og hægt aö snúa sér aö þarfari málum. 1 ööru lagi má nefna bráö-, snjalla hugmynd Magnúsar H. Magnússonar ráöherra um aö setja bráöabirgöalög á flug- mannadeiluna á miöju þingi. Verst aö hún skyldi ekki koma til framkvæmda þvl þingiö er þaö óróasamt aö þægilegt er fyrir rikisstjórnina aö geta gengiö fram hjá þvi ööru hverju meöan þaö situr, i staö þess aö þurfa aö þæfa mál endalaust i þingsölum. Sjálfum sér verstir t þriöja lagi veröur lengi I minnum höfö hugmynd Bene- dikts Gröndals ráöherra um aö hefna sin á Norömönnum meö þvi aö veiöa jafnmikiö og þeir geröu úr islenska loönustofn- inum. Þar voru á feröinni þau gamalkunnu bibliufræöi aö sértu sleginn á annan vangann skulir þú umsvifalaust bjóöa fram hinn til sömu meöferöar. I staö reglunnar um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, eöa sporö fyrir sporö, i alþjóöasam- skiptum virtist Benedikt vera aö móta þá meginreglu til brúks fyrir komandi kynslóöir, aö i hvert skipti sem vegiö væri aö islenskum þjóöarhagsmunum af erlendum aöilum skyldu Islendingar ganga feti framar viö aö kippa fótunum undan sjálfum sér. Séð undir iljarnar t fjóröa lagi er sú hugmynd, sem ef til vill er afleidd frá þeirri siöastnefndu, aö besta ráöiö til kjörfylgis sé aö beina spjótunum gegn sjálfum sér. Þetta geröi hreinsunardeildin meö góöum árangri fyrir siöustu kosningar, en nú er Alþýöuflokkurinn i heild tekinn aö berjast gegn þeirri efna- hagsstefnu sem hann mótaöi i upphafi ársins. Aö stofni til og meginniöurstööum eru Ólafs- lögin svokölluöu, sem Vil- mundur og fleiri kratar fögnuöu i vor sem fyrstu heildarstefn- unni i efnahagsmálum, af- sprengi hugmyndafræöinga Alþýöuflokksins og bakhjarla hans I Þjóöhagsstofnun og Seölabanka. Nú er afkvæmiö oröiö aö sliku steinbarni aö kratar vilja þaö feigt. Og ekki skortir huginn. Nú ætla kratar aö hjóla I sjálfa sig og vilja búa til nýtt barn. Þvi miöur er pólitiska sæöiö hiö sama og árangurinn veröur eftir þvi. En býsna kostulegt er aö skoöa hvernig þaö sést undir iljarnar á þeim þegar þeir reyna aö hlaupa undan ábyrgöinni á eigin efna- hagsstefnu. Þeirri efnahags- stefnu sem i dag rikir. Aöur en lýkur má fortakslaust búast viö þvi aö Alþýöuflokk- urinn bæti fleiri hugmyndum i úrræöasafniö og komi þannig Vilmundur Benedikt Magnús H. Jón Baidvin þjóöinni og þinginu til nokkurs þroska. NATO- smekkleysi Smekkleysiö yfir heimsókn fastaflota NATÓ á Noröur- Atlantshafi er slikt aö út yfir tekur. Bretar skila til bkkar kaldri kveöju meö þvi aö senda til Reykjavikur árásarfleytu úr siöasta þorskastriöi sem stofnaöi lifi og afkomu Islenskra sjómanna I hættu meö grimmi- legum árásum og varöi breska veiöiþjófa viö tslandsstrendur. Halda Bretar aö Islendingar séu búnir aö gleyma þorska- striöunum? Þaö er býsna kaldhæönislegt aö bresku flotamálastjórninni skuli detta þaö i hug aö senda hingaö i „vináttuheimsókn” Bacchante -69 sem 27 sinnum reyndi aö sigla á varöskipiö Þór á sinum tima og geröist svo ósvifiö aö sigla inn fyrir 4 milur eftir aö stjórnmálasambandi viö Breta haföi veriö slitiö. Eöa er svo komiö fyrir flota hennar hátignar Bretadrottningar aö ekki séu önnur skip til þess aö sýna breska fánann á Noröur- Atlantshafi heldur en þau 10 eöa 12 sem notuö voru til átaka viö íslendinga. Hvar er nú forn- aldarfrægöin? Þá er þaö ekki siöur smekk- legt af Norömönnum aö minna okkur á mátt sinn og megin i miöri Jan Mayen deilu meö þvi aö senda hingaö herskip. Vopnaskakið á hafinu En burtséö frá allri smekk- leysunni er heimsókn NATÓ- flotans enn ein ögrunin viö þá sem staöiö hafa gegn vopna- skaki og vigaglaumi á Islandi. Þá minnir hún okkur á þá stór- hættu sem islenskum fiski- miöum stafar af vopnaskaki á hafsvæöum Noröur-Atlantshafs. Vlgbúnaöurinn á hafinu kring- um Island stofnar þjóöinni dag hvern i hættu enda þótt reynt sé aö telja okkur trú um aö hann sé okkur til varnar eöa nauösyn- legur til þess aö halda valda- jafnvægi i stórveldatog- streitunni. Tilgangurinn meö heimsókn’ NATÓ-flotans er fyrir utan þaö aö vekja jákvæöar tilfinningar hjá Islendingum I garö vig- búnaöar, hersetu og veru I NATÓ, svo og sannfæra þá um flotamáttinn, aö hreyfa oliu I tönkum NATÓ uppi I Hvalfiröi. Þar hefur NATÓ birgöastöö, aö- skildafrá Kanastööinni, og af og til þarf aö tappa af og huga aö búnaöi til þess aö allt sé til reiöu er kalliö kemur. Siöan veröur haldiö til mikilla flotaæfinga fyrir norö-austan Island. Hvenær aö þvi kemur aö kjarn- orkuslys veröur I þessu vopna- skaki veit enginn. Kannski aldrei. En hættan er ávallt fyrir hendi og um afleiöingar þarf ekki aö spyrja ef illa fer nálægt Islenskum fiskislóöum. Þjóðin undir í pókernum Og i kjölfar NATÓ-flotans koma þrir sovéskir verksmiöju- togarar og hvila áhafnir sinar i Reykjavik og Hafnarfiröi á heföbundinn hátt. Sagt er,og jafnan góöur blaöamatur I borg- arapressunni, aö sovéskir sjó- menn þurfi gjarnan aö hvfla sig i höfnum þar sem eru NATO- heimsóknir. Skýringin á þvi hvers vegna sovéskir verk- smiöjutogarar hafa sumir sömu áætlun og fastafloti NATO gæti veriö sú aö þaö fiskaöist vei i slóö hans. Aö þorskurinn liggi sérstaklega i oliubrákinni eftir herskipin. En óneitanlega vekja þessar tilviljanir upp nauösyn- lega spennu og þá ólýsanlega ánægjulegu tilfinningu fyrir Islendinga aö viö skulum vera peö I stórveldataflinu, sem fórna á i fyrsta eöa öörum leik Bandarikjamanna I hugsan- legum átökum. Þaö kostar sitt aö vera sjálfstæö þjóö. 1 valda- póker Bandarikjastjórnar og NATÓ-forystunnar er öll Is- lenska þjóöin I pottinum. —ekh NATó-skip á ytri höfninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.