Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. september 1979 Reyðarfjarðarrispa Rætt við Björn Egilsson á Vélaverk- stæði Björns og Kristjáns á Reyðar- firði ^ Lr húsakynnum Vélaverkstæðisins. (Ljósm. Leifur) Björn Egilsson: „ÞaB er töluvert aö aukast að stálgrindahús séu byggö sem iönaöarhúsnæöi.” (Ljósm. Leifur) Smíða og reisa stálgrindahús á einum mánuði Vélaverkstæði Björns og Kristjáns á Reyöarfirði annast ailskonar viðgerðir og þjónustu fyrir Reyðarfjörð, Eskifjörö og byggöina þar i kring. „Viö byrjuðum áriö ’74 og höfum alltaf haft nóg að gera,” sagði Björn Egilsson bifvélavirki, annar eig- anda verkstæöisins, I samtali við blaðamann Þjóðviljans. „Annars hefur verið nokkur tröppugangur á þessu og frekar meö minna móti i sumar, en ekki samt neinn skortur á verkefnum.” Starfsmenn á verkstæðinu eru að jafnaði 6-8 talsins. Þarna eru byggð stálgrindahús, unniö að Tollvörugeymslan á Reyöarfirði stendur enn ónotuð, en vonast er til að gerðum i frystihúsum og bátum, hún verði tekin i notkun á næsta ári. Húsiö er stálgrindahús, smiðaö á auk allskonar vinnu sem til fellur! Vélaverkstæði Björns og Kristjáns. (Ljósm. Leifur) Björn sagði aö ekki væri mikið um að viðgeröarvinna væri keypt að annarsstaðar frá Reyðarfirði, nema hvað sildarverksmiðjan, sem er rikisfyrirtæki, fengi vinnuflokka til að sjá um viðhald. „Ég er aðfluttur hingaö,” sagði Björn. „Hér á Reyðarfirði er mikil hreyfing á fólki, bæði er fólk að flytja héðan, og eins er mikiö spurt um húsnæði hér.” Björn er bifvélavirki, eins og áöur sagði, en Kristján félagi hans er járnsmiður. „Já, við önn- umst bilaviðgerðir lika,” sagði Björn. „Við komumst ekki hjá þvi. Annars erum viö meira i vinnuvélum.” Einn lærlingur vinnur á verkstæðinu og stundar hann i vetur nám i Iðnskólanum i Reykjavlk. Vélaverkstæðið hefur smíðað nokkur stálgrindahús að undan- förnu, m.a. fyrir bilaverkstæði á Eskifirði og tollvörugeymsluna á Reyðarfirði. í sumar var smið- uð stálgrind i hús sem trésmiða- verkstæðiö á Reyðarfirði er að reisa og þá er hreppurinn að reisa stálgrindahús, þar sem áhalda* hús og slökkvistöð veröa til húsa. „Það er töluvert að aukast aö stálgrindahús séu byggð sem iðnaðarhúsnæði,” sagöi Björn. „Þessi hús eru fljótreist og fok- held á u.þ.b. einum mánuði eftir að grunnurinn er kominn upp. Það tekur sem sé i kringum mán- aðartima að smiða og reisa grind fyrir meðal stálgrindahús.” Þórir Gíslason, starfs maður Rafveitu Reyðar fjarðar, er formaður Al þýðubandalagsfélagsins é Reyðarfirði. Hann sagð okkur áð félagar væru 34, en kjósendur að sjálfsögðt margfalt fleiri. Alþýðu bandalagið fékk flest at kvæði í síðustu hrepps nef ndarkosningum é Reyðarf irði. — Eftir hinn mikla kosn- ingasigur í vor hafa menn sofið hálfgerðum Þyrni- rósarsvefni, sagði Þórir En við vonumst til að ná ifólki saman þegar fer að j hausta og komið starfsem- ! inni upp. Hér var síðast á- j gætur f undur með Svavari Gestssyni viðskiptaráð- herra, en ég hef ekki form- að að kalla saman fund fyrr en nú í september. Við munum kanna málin hvað vetrarstarf ið varðar. — Hvernig llst mönnum hér á stjórnarsamstarfið? — Ýmsir Alþýöubandalags- menn eru óánægðir meö stjórnar- samstarfiö. Auövitað náum viö skki fram nema fáum málum. Ég =r frekar á móti því persónulega, ig finnst við ekki hafa náð fram i okkar málum nema I einstaka at- | riðum. Hinsvegar var ekkert annað hægt að gera en að fara i rikis- stjórn að loknum siöustu kosning- um. Mikil fylgisaukning þrýsti á flokkinn að fara i stjórn og það var að heyra á mörgum hér i kjördæminu að ekki væri stætt á ööru og reyna svo að koma okkar málum fram, þótt vitað væri aö hermálið yrði sett undir mottuna. Okkur Alþýöubandalagsmönn- um hér finnst að stjórnarsam- starfið lifi svona frá degi til dags og það hefur náttúrlega alltaf hangið á veikum1 þræði. Viö bjuggumst jafnvel við stjórnar- slitum rétt fyrir þingslit i vor, en þetta hefur svona lafaö. En sam- búðin viröist vera afskaplega slæm og þessvegna náum við ekki þeim árangri sem við höfðum bú- ist viö. — Hvernig hefur starfiö verið hér i Alþýðubandalagsfélaginu? — Starfið hefur verið afskap- lega laust i reipunum. Fundir hafa verið 3-4 á vetri og það vant- ar meiri hvatningu til aö virkja félagana. Við þyrftum að fá Bald- ur Óskarsson hingað i eins og vikutima með námskeið. Annars er ekki hægt að einskorða áhuga- leysiö við Alþýðubandalagiö. Fé- lagsstarfsemi hér hefur gengiö þetta upp og ofan. Félagslif er allt mjög sveiflukennt, nema Lions og Kvenfélagið! , Þegar sjónvarpið hélt innreið sina, dró afskaplega mikið úr fé- lagsstarfseminni og hún lagöist Þórir Gislason: „Menn hafa sofið hálfgeröum Þyrnirósarsvefni eft- ir kosningasigurinn I vor.” (Mynd: Leifur) ireinlega niður um tíma. — Ilvaö er efst á baugi I hrepps- málunum? — Atvinnumálin eru efst á baugi. Nú er verið að reyna að berjast i að fá skip hingað, en það fékk ekki sérstaklega góðar und- Framhald á 14. siðu „Ýmsir óánægðir með stj órnarsamstarfið” segir Þórir Gíslason, formaður Alþýðubandalagsfélags Reyðarfjarðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.