Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttir uKj iþróttir m íþróttirí
Annab mark Hamburger staðreynd. Skot Hrubesch fer I fót Sævars og þaðan i bláhorn Valsmarksins, óverjandi fyrir Gubmund. Mynd -eik-.
Klaufamörk felldu Val
Stórstjarnan Kevin Kee-
gan og félagar hans hjá
Hamburger SV þurftu ekki
mikið að hafa fyrir sigri
sinum yfir Valsmönnum i
gærkvöld'. Þjóðverjarnir
léku nánast á hálfum
hraða allan leikinn/ en
uppskáru 3 mörk, sem öll
voru af ódýrari gerðinni.
Annar ósigur Valsmanna í
heimaleik i Evrópukeppn-
um á heimavelli var stað-
reynd.
Liðin fóru rólega af staö I gær-
kvöld', Valsararnir þjöppuðu sér
saman í þykkan varnarmúr og
leikmenn Hamburger spiluðu i
rólegheitum saman fyrir utan.
Fyrsta mark leiksins kom þvi
mjög óvænt, en þá skaut Hru-
besch föstu skoti beint á Guð-
mund, Valsmarkvörð. Guðmund-
ur missti boltann mjög klaufalega
frá sér og yfir marklinuna hopp-
aði knötturinn i rólegheitum, 1-0.
Hrubesch var aftur á ferðinni
skömmu siöar þegar hann skaut
rétt yfir eftir fyrirgjöf Keegan. A
25. min. skoraði Hrubesch sitt
annað mark þegar hann skaut
máttlausu skoti að marki Vals, en
boltinn fór i Sævar og af honum I
Kargus varöi meö miklum tilþrif-
um. Hamburger skoraöi sitt 3.
mark á 76. min. þegar Buljan
hnoðaði boltanum i netið úr
þröngri stöðu eftir hornspyrnu, 3-
0.
Hamburger er geysiöflugt liö, á
þvi er enginn vafi. Þeir höfðu
leikinn i hendi sér allan timann og
náöu stundum að leika 10-15 sinn-
um á milli sin án þess að Vals-
menn kæmu nærri eða eins og
stjórinn Netzer sagöi: ,,Við eig-
um erfiðan leik fyrir höndum á
laugardaginn.” Bestan leik
þeirra áttu hinn snjalli Keegan,
júgósiavneski landsiiðsmaðurinn
Buljan, Hrubesch og fyrirliðinn
Nogly.
Valsmenn mættu algjörum of-
jörlum sinum i þessum leik, þeir
áttu aldrei möguleika. Þó börðust
þeir eftir mætti allan timann og
gáfust ekki upp við mótlætiö.
Guðmundur markvörður var i
erfiðri stöðu. Hann var settur inn
i liðið i stórleik fyrir framan 10
þús. áhorfendur. Hann gerði
skyssur, en varði einnig vel.
Vörnin stóð fyrir sinu og á miöj-
unni var Hörður bestur. Öli Dan
baröist eins og ljón, en uppskar
ansi litiö.
Möguleikar Vals i seinni leikn-
um mega teljast litlir, en haldi
þeir áfram baráttunni þarf ekki
að kviða úrslitunum.
-IngH
Valur tapaði 0:3 fyrir Hamburger
í gœrkvöld — Yfirvegaður og
rólegur leikur þýskra færði
þeim 3 heppnismörk
Kevin Keegan sækir að Valsvörninni og eru þeir Sævar og Magnús
Bergs ekki beint hressir á svipinn. Mynd -eik-.
Valsmarkiö (sjá mynd). Vals-
menn fengu 2 sæmileg tækifæri i
hálfleiknum, en skot Harðar og
Cla Dan voru varin.
Valsmenn hresstust nokkuö i
seinni hálfleiknum og náðu þá
nokkrum sinnum ágætum upp-
hlaupum. Þeir voru mjög nærri
þvi að skora á 78. min. þegar Guð-
mundur gaf háan bolta fyrir
mark Hamburger, Ingi Björn
kastaði sér fram og skallaöi, en
Sagt eftir
leikinn
Ingi Björn Albertsson,
fyrirliði Vals:
— Ég er nokkuð ánægður
með leikinn, sérstaklega
seinni hálfleikinn. Ég held að
við hefðum átt aö geta slopp-
ið með 0-1 ósigur.
Kevin Keegan:
— Þetta hefði nú getaö ver-
ið betra hjá okkur, en maöur
er alltaf ánægður meö sigur.
— lslenska liðið er nokkuð
gott, þeir eru snöggir og ég
hélt hreinlega að þeir ætluðu
að skora einu sinni i leiknum.
Branko Zebec, þjálfari
Hamburger:
— Við náðum takmarki
okkar hér I Reykjavik i
kvöld, þ.e.a.s. að sigra og
vonandi nægir þetta okkur til
þess að komast áfram. Þá
var það mjög mikilvægt fyrir
okkur hér i kvöld að við
skyldum skora snemma, þvi
þá var eftirleikurinn auö-
veldari.
— Það eru margir góöir
leikmenn i liði Vals, af
áhugamönnum að vera, en
auövitað er alltaf mikill
munur á atvinnu- og áhuga-
mönnum og það kom vel i
ljós.
— Mér fannst Valsiiðið
leika af krafti og þeir höföu
greinilega mikla ánægju af
þvi að spila, jafnvel þegar
staðan var orðin 3-0.
ólafur Danivalsson,
Val:
— Þetta var gott hjá okkur,
en maður átti svosem von á
að það yrði erfitt að eiga við
þessa kalla. Það var virki-
lega gaman að þessu.
— Ég þori ekkert að segja
um leikinn úti, það er
ómögulegt að fullyröa nokk-
uð um það hvernig okkur
gengur þar.
Gyala Nemes, þjálfari
Vals:
— Hamburgerliðið er mjög
gott, þeir eru mun betri en
austur-þýska landsliðið sem
lék hér fyrir nokkru. Leikur-
inn hjá minum strákum var
góður, þeir spila betri knatt-
spyrnu en islenska landslið-
ið.
Gúnter Netzer, fram-
kvæmdastjóri Ham-
burger:
— Ég er ánægður meö úr-
slitin. Það er af og frá að við
höfum slappaö af i seinni
hálfleiknum til þess að fá
fleiri áhorfendur á leikinn úti
i Þýskalandi. Þó ber að taka
það með i reikninginn, að viö
eigum erfiðan leik á laugar-
daginn.
L___
Glæsilegur árangur ÍBK gegn Kalmar!
Kefivikingar gerðu það gott i
leik sinum í UEFA-keppninni i
gærkvöld' gegn Kalmar. Þeir
töpuðu að visu leiknum, 1-2, en
geta gert sér góðar vonir um að
vinna þann mun upp i seinni leik
liðanna og komast áfram i
keppninni. Staðan I hálfieik var
2-0 fyrir Kalmar, en i seinni
hálfleiknum skoraði Ragnar
Margeirsson fyrir IBK.
Helstu úrslit í Evrópukeppn-
unum þremur i gærkvöld urðu
þessi:
Evrópukeppni
meistaraliöa:
Vejle-Austria Wien 3:2
Servetta-Beveren 3:1
Liverpool-Dynamo Tiblisi 2:1
Nott. Forest-öster 2:0
Arsenal-Fenerbache 2:0
Ajax-HJK 8:1
Start-Strasburg 1:2
Spartak-Real Madrid 0:1
Bartizani Tirana-Celtic 1:0
Case og Johnson skoruðu
mörk Liverpool, en sovéska lið-
iðkom mjög á óvart. Sömu sögu
var að segja um Teit og félaga
hjá öster, þeir stóðu i Forest.
Krol skoraði 3 mörk i stórsigri
Ajax.
Evrópukeppni bikarhafa:
B-1903-Valencia 2:2
Rangers-Fortuna 2:1
UEFA-keppnin:
Inter Milan-Real Sociedad 3:0
Skeid-Ipswich 1:3
Feynoord-Everton 1:0
Gladbach-Viking 3:0
Sporting Gijon-PSV 0:0
Aberdeen-Eintracht 1:1
I B fT"w B I
Arthur Graham skoraði „hat- |
trick” I stórsigri Leeds en ekki ■
tókst Pétri Péturs að skora fyrir ■
Feyenoord. -IngH ■
Dundee Utd-Anderlecht 0:0
Stuttgart-Torino 1:0
Zurich-Keiserslauten 1:3
Carl Zeiss Jena-WBA 2:0
Kuopion-Malmö 2:2
Valetta-Leeds 0:4