Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 16
DJODVIUINN Fimmtudagur 20. september 1979 Aðalsimi bjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simurn: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. G81333 Kvöldsími er 81348 Skjót vidbrögö Þjóðviljinn skýrði frá þvi á miövikudag, að skólalóðin viö Seljaskóla i Breiðholti væri ekki börnum bjóðandi til leiks né starfa, og hvatti til þess, aö svo fljótt sem verða mætti yröi bætt þar úr. Þau ánægjulegu tiðindi getur blaðið flutt nú, að þegar hefur verið bætt verulega úr þessu, rutt ofan I gryfjur og vinnusvæöi afgirt. Svo skjót og góð viðbrögö eru vissulega ánægjuleg og þakkar- verð. -úþ. Ljósm. -eik- Flóttafólkið kemur í dag Vietnamska fióttafólkið, sem veitt hefur verið landvist á Is- landi, er væntanlegt til landsins i dag. Alls koma 34, þaraf eru fjór- ar 4-5 manna fjölskyldur, fjögur systkini á aldrinum 14-23 ára og fjórir einstakiingar að auki. í för með fólkinu eru Björn Þor- leifsson og Björn Friðfinnsson, starfsmenn Rauða krossins, sem völdu fólkiö úr hópi tugþúsunda flóttafólks. Hópurinn ferðast siö- asta áfanga leiðarinnar með Flugleiöavél frá Kaupmanna- höfn. Hún lendir á Keflavikur- flugvelli rétt fyrir kl. 3 og fer fólk- ið beint frá borði I langferðabil sem flytur þaö á Hvitabandiö i Reykjavik, þar sem það mun dveljast og fá læknisþjónustu og hvild eftir iangt og strangt ferða- lag fyrstu 6 dagana. — vh Borgarstjórn úr sumarfríi Borgarstjórn Reykjavikur kemur saman til fundar i dag að afloknu sumarleyfi. A dagskrá fundarins er m.a. fyrri umræða um stofnun nýrrar Landsvirkjun- ar, tillaga frá borgarfulltrUum Alþýðuflokksins um gerö iðn- þróunaráætlunar fyrir Reykjavik og fyrirspurn frá Birgi Isl. Gunn- arssyni um hvað liði fram- kvæmdum i Breiöholti, sem full- trúar hverfisins fóru fram á að unnar yrðu i sumar. Borgarstjórnarfundurinn hefet að venju kl. 17 og er haldinn i Skúlatúni 2. Hann er opinn öllum. -AI Kvartanir um sölu birgða á nýja verðinu Verðlagsstjóri fylgist vel með Talsvert eftirlit með sölu á kjöti og smjöri þessa dagana í gær fóru starfsmenn verð- lagsstjóra I tvær verslanir I Reykjavik vegna kvartana og gruns um að þar væri selt gamalt smjör á nýja verðinu, en auk þess að sinna kvörtunum hefur verð- lagsskrifstofan hert eftirlit sitt með sölu á smjöri og kjöti þessa dagana. GIsli isleifsson á skrifstofu verðlagsstjóra sagði aö eftirlits- menn heföu athugað á hvaða verði smjörið væri selt og siðan yfirfarið innkaupanótur. „Þannig er hægt að siá hvort varan hefpr verið keypt á gamla eða nýja verðinu,” sagöi hann, ,,og ef grunur leikur á að veriö sé að selja á óleyfilegu verði, er talið.” ,,í öðru tilvikinu átti kaupmaö- urinn 6 kilóum meira I birgöum en hann hafði keypt á nýja verö- inu, en allt var selt á nýja verö- inu. Það hafði þó ekki verið mikil sala eftir helgina, enda virðist svo sem neytendur hafi birgt sig upp fyrir helgi og litið hreyfst eftir það. I hinu tilvikinu var erfiðara um sönnun, þvi aðeins 1 verðlags- eftirlitsmaður fór á staðinn til að byrja með. Sá kaupmaður hafði ekkert keypt á nýja verðinu og eftir hádegið þegar tveir menn frá okkur komu á staðinn var búið að leiörétta verðið.” — Kærið þið þessa aðila? ,,Um þaö hefur ekki enn verið tekin ákvörðun.” — Hvernig fylgist þið með þessu utan að sinna kvörtunum? „Eftirlitsmenn hafa farið I fjöl- margar verslanir nú eftir helgina og i þeim verslunum sem komiö hefur verið i af tilefnislausu hefur allt verið I lagi. Kaupmenn eiga mikið eftir af smjöri á gamla verðinu, viða er það verðmerkt, sem er óvenjulegt um þess háttar vörur og engra athugasemda þörf.” — Hvað með kjöt? „Við höfum ekki orðið varir viö neinar kvartanir yfir kjötsölu og ekkert óeðlilegt komið fram I þessu eftirliti okkar.” Blödin hækka í 4000 Vegna stóraukins kostnaðar I rekstri dagblaðanna hefur verið ákveðin hækkun sem hér segir: Askriftarverð kr. 4.000 á mán- uði. Vegna verkfallsins verður þó áskriftargjald fyrir sept. kr. 2.500. Lausasöluverð verður kr. 200 eintakiö frá og meö deginum i dag, 20.sept. Grunnverð auglýsinga veröur kr. 2.400 dáliksm. Stjórn verkamannabústaða Er að fæðast Fjögurra ára kjörtimabil nýrr- ar stjórnar verkamannabústaöa i Reykjavik hófst 21. júni s.l., — en nýja stjórnin hefur ekki veriö skipuö enn! Sú gamla hætti hins vegar störfum i vor og veldur þetta stjórnleysi þvi m.a. að 650 umsækjendur um 216 ibúðir, sem verkamannabústaöirnir eru meö I smiðum viö Suöurhóla,hafa enn ekki hugmynd um hvort þeir fá úthlutaö. Ibúöirnar veröa tilbún- ar til afhendingar I nóvember- mánuöi. Hallgrimur Dalberg, ráðu- neytisstjóri I félagsmálaráðu- neytinu.sagði.aö dráttur á skipun nýrrar stjórnar stafaði af siðbún- um tilnefningum, en 7 manna stjórn Verkamannabústaðanna er tilnefnd af Reykjavikurborg, Húsnæðismálastjórn og Fulltrúa- ráði Verkalýðsfélaganna. „Okkur hafa þegar borist tilnefningar frá Reykjavikurborg og frá Fulltrúa- ráðinu fengum við tilnefningu I gær en Húsnæðismálastjórn skil- ar liklega sinu i dag eöa á morgun,” sagði hann. „Við höfum ýtt á eftir þessum tilnefningum, en fyrr en þær liggja fyrir getur ráðherra ekki skipað stjórnina og formann hennar. Gamla stjórnin á auðvitr að aðgegna sinum störfum þar til ný hefur tekiö við, þannig að þetta á ekki að verða stjórnlaust þó svona takist til,” sagði hann enn- fremur. Reykjavikurborg hefur tilnefnt Guðjón Jónsson, Sigurð E. Guð- mundsson og Magnús L. Sveins- son (til vara Grétar Þorsteinsson, Björgvin Guðmundsson og Hil- mar Guðlaugsson). Fulltrúaráö verkalýðsfélaganna tilnefndi Guðmund J. Guðmundsson og til vara Guðmund Þ. Jónsson. Búist er við þvi að Húsnæöismálastjórn tilnefni sömu menn og i siðustu stjórn,þá Eyjólf K. Sigurjónsson sem var formaður stjórnarinnar, Pál Magnússon og Gunnar Helgason. —ai Fœreyingar bjóöa til fundar um lodnuy kolmuna og síld í Þórshöfn Vilja fá íslendinga og Norömenn meö sér ! Ákveðið að Ijúka viðræðum um fiskveiðisamning Færeyinga fyrir 1. des „Ég er þeirrar skoöunar að Norðmenn, Islendingar og Fær- eyingar eigi að lita á flökku- stofnana sem þeir veiða úr sem sameiginlegt málefni sem þjóðirnar verða að taka á sam- ræmdum tökum ”, sagði Hedin M. Klein sjávarútvegsráðherra Færeyja I samtali viö Þjóövilj- ann á Hótel Sögu i gær. Fyrr um daginnhafði hann lagt tíí aö haldinn yrði sameiginiegur fundur fiskifræþinga, embættis- manna og stjórnmálamanna frá löndunum þremur i næsta mán- uði til þess að ræða um verndar- aðgeröir og veiöimagn á loðnu, kolmunna og sild. Að sögn Hedins tók Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra vel f þessa hugmynd og kvaðst mundu svara þvi fyrir hönd Isl. stjórnvalda,áöur en færeyski sjávarútvegsráðherr- ann fer heim i dag, hvort þau þægju þetta færeyska fundar- boð. Hedin Klein sagði að ef Is- lendingar hefðu áhuga á fundi sem þessum þá hygöist fær- eyska landsstjórnin fara þess á leit við Norðmenn að þeir tækju þátt I sameiginlegri stefnu- mörkun um loönu-, kolmunna- og sildveiðar á Norður-Atlants- hafi á umræddum fundi I Færeyjum. Aöur hafa Norð- menn hafnaö slikri tillögu frá Sovétmönnum. „Við ræddum einnig um Jan Mayen máliö á fundi okkar. Færeyingar veiddu á siöasta ári 4—5 þúsund tonn af loönu við Jan Mayen. Okkur þykir mjög nauðsynlegt aö settar verði á- kveðnar reglur um loðnuveiðina við Jan Mayen til þess að komið sé i veg fyrir ofveiöi. Viö höfum ekki átt aðild að viðræðum Is- lendinga og Norömanna, en höf- um að sjálfsögðu áhuga á að eiga einhvern hlut aö loönuveiö- um á þessu svæði eins og við höfum haft”, sagði Hedin Klein. Á fundinum með Kjartani Jóhannssyni i gær ræddu þeir sjávarútvegsráðherrarnir ýmisleg sameiginleg fiskveiöi- hagsmunamál Færeyinga og Is- lendinga. Meðal annars var fjallaö um þann fiskveiðisamn- ing sem i gildi er milli þjóöanna og ákveöið að ljúka endurskoö- un eða viöræöum um nýjan samning fyrir 1. desember næstkomandi. Þá bauð Hedin Klein starfsbróður sinum fyrir hönd færeysku landsstjórnar- innar i opinbera heimsókn til Færeyja á þessu ári eöa I byrjun næsta árs. I opinberri heimsókn sinni til tslands hefur Hedin Klein notað tækifærið til þess að skoða ýmis fyrirtæki. M.a. fór hann i skoð- unarferð I Fiskiðjusamlag Húsavikur, að Kröflu, Slipp- stöðina á Akureyri, frystihús ís- bjarnarins, Hafrannsóknar- stofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins. Einnig skoðaði hann Þjóðminjasafnið. I heim- sókninni sem lýkur i dag hefur færeyski sjávarútvegsráðherr- ann setiö boð bæjarstjórnar Húsavikur, Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavikur. ----ekh. islendingar, Norðmenn og Fær- eyingar þurfa að koma sér niður á sameiginlega stefnu I loðnu^ kolmunna- og sildveiðum á Norður-Atlantshafi”, segir Hedin M. Klein sjávarútvegs- ráöherra Færeyja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 207. tölublað (20.09.1979)
https://timarit.is/issue/222658

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. tölublað (20.09.1979)

Aðgerðir: