Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. september 1979 Innritun í almenna flokka fer fram í dag fimmtud. 20. sept. og mánud. 24. sept. kl. 17-19 í Miðbæjarskóla Kennslugreinar og þátttökugjöid tii jóla ÍSLENSKA 1.-2. flokkur og Islensku- kennsla fyrir útlendinga A og B flokkur. Kr. 12.000 /17.000 DANSKA 1.-5. 0. Kr. 12.000,- NORSKA 1.-3.fl. Kr. 12.000,- SÆNSKA 1.-2. fl. Kr. 12.000,- ENSKA 1.-6. fl., einnig kennd VERSLUNARENSKA. Kr. 12.000,- ÞÝSKA 1.-4. fl. Kr. 12.000,- LATÍNA fyrir byrjendur. Kr. 12.000,- FRANSKA 1.-3. fl. Kr. 12.000,- ÍTALSKA 1.-5. fl. Kr. 12.000,- SPÆNSKA 1.-5. fl. Kr. 12.000,- VÉLRITUN.Kr. 12.000,- BARNAFATASAU MUR.Kr. 23.000,- SNÍÐAR OG SAUMAR.Kr. 23.000,- POSTULÍNSMÁLNING. Kr. 23.000,- MYNDVEFNAÐUR. Kr. 17.000,- HNÝTINGAR.Kr. 9.000,- BÓTASAUMUR.Kr. 12.000,- TEIKNUN OG AKRYLMÁLNING. Kr. 17.000,- STÆRÐFRÆÐI 1.-2. fl. Kr. 12.000,- BÓKFÆRSLA 1.-2. fl. Kr. 12.000,- LEIKFIMI.Kr. 12.000,- ÆTTFRÆÐI.Kr. 12.000,- Þátttökugjöld greiðist við innritun NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR Söluskattur ■ Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst-mán- uð 1979, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ireindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4,5 til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 18. sept. 1979. UTBOÐ Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða á Siglufirði auglýsir hér með eftir tilboðum i fullnaðarfrágang f jölbýlis- húsanna að Laugarvegi 37 og 39 Siglufirði. Utboðinu er skipt i eftirfarandi verkþætti: a) Tréverk. b) Múrverk. c) Pipulögn. d) Raflögn. e) Málning. Otboðsgögn verða afhent á bæj- arskrifstofunni á Siglufirði gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða afhent á bæjarskrifstof- unni mánudaginn 8.10. ’79 kl. 17.00. Siglufirði 19.9, ’79 Bæjarstjóri Minning Guðlaugur Guðjónsson Sandbrekku, Fáskrúösfiröi. F. 1. mars 1915 — D. 8. ágúst 1979 Viö andlát GuBlaugs i Sand- brekkuhvarflarhugurinntil baka allt til okkar fyrstu kynna. Ég var nitján ára, þegar fund- um okkar fyrst bar saman, nokk- ur samtölum daginn og veginn og siöar um þjóömálin almennt skýröu fyrir mér mynd af ein- staklega glöggum og greindum alþýöumanni, sem lifsbaráttan haföi kennt þá lærdóma, sem hann dró sinar skörpu ályktanir af. I engu talaöi hann tæpitungu, bak viö hógværöina i fasi hans og eölislæga kurteisi bjó ákveöni og viljafesta, sem I engu leyndu sér, þegar hann sagöi hug sinn. Hug- sjón sósialisma og samhjálpar haföisnortiö hann ungan oghenni var hann trúr allt til hins síöasta og sem baráttutæki i félagsstarfi hans margs konar reyndist þessi hugsjón honum ómetanleg, sam- löguö þvf starfi og þeirri baráttu sem hann háöi af festu og fram- sýni fyrir bættum hag hins vinn- andi manns á BUÖum. Hann var meö öllu öfgalaus, traustur og réttsýnn, en haröur i horn aö taka, ef andstaöan og tregöan viö sjálfsögöustukröfum réöi rikjum. Ég varö þess strax áskynja, aö Guölaugur naut trausts sam- feröamannanna i rikum mæli, verkafólk á Búöum virti hann og treysti og veitti honum allan stuöning sinn langt út fyrir allar flokksraöir og þeir sem hinum megin sátu samningaborösins drógu þar af sina lærdóma og viöurkenndu forystu hans og hæfileika. Mér er þaö rlkt I minni aö tengdafaöir minn heitinn kvaöst ævinlega geta stutt Guölaug 1 verkalýösbaráttunni, þó þeir væru ekki I sama flokki, hoDráö- um hans væri óhætt aö treysta fyrir verkafólkiö og þaö var mikil oggóö traustsyfirlýsing af munni sliks manns sem hann var. Siöar átti ég eftir aö kynnast valmenninu Guölaugi Guöjóns- syni enn betur, ómetanlegur var hann i' stuöningi sinum viö hina pólitisku hreyfingu okkar, glögg- skyggn á allar hræringar heima fyrir og manna haröastur en jafn- framt lagnastur, þegar mest á reyndi i orrahriö kosninga, hæfi- lega bjartsýnn en baráttuglaöur, þó ekki væri ineinu rasaö um ráö fram. 1956, þegar ég stóö i frum- raun minni, minnist ég ötulleika hans alveg sérstaklega og þá og jafnan siöar óskaöi ég þess, aö sem flestir væru sem hann, ó- hvikulir og sannir án allra slag- oröa og fræöi,,frasa”, en þeim mun virkari 1 hinni daglegu bar- áttu, ævinlega reiöubúinn, hvort eö var til sóknar eöa varnar. Ekki var slöur um vert aö f inna mannkostamanninn, hlýleikann og einlægnina i öllu dagfari hans. Meö Guölaugi er genginn góöur drengur I raunsannri merkingu. Þaö er sárt aö sjá honum á bak á besta aldri og ég sakna einlæg- lega einhvers traustasta, greind- asta og sannasta samherja mins á Austurlandi. Ráö hans reyndust mér hoDráö, vináttan og hlýjan vorumikils viröiá þeim stundum, sem efinn um tilgang allrar þess- arar baráttu sótti á. Þá var sannarlega gott aö sækja nýjan styrk og þrótt til manna eins og Guölaugs i Sandbrekku. Guölaugur var fæddur 1. mars 1915 á Gvendarnesi i Fáskrúös- firöi. Foreldrar hans voru hjónin Arnleif Stefánsdóttir og Guöjón ölafsson útvegsbóndi þar. Þau hjón eignuöust fimm börn, en þaö elsta dó i æsku og var Guölaugur þvi sá elsti, sem upp komst. Hann ólst upp að Gvendarnesi til ellefu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan aö Búöum. Þar starf- aöi hann viö beitningu og sjó- mennsku heima og heiman lengst framan af, en siöar vann hann öll algeng störf á Búðum, en hann var mikill verkmaöur og verklag- inn meö afbrigöum. Eftirlifandi konu sina Aöalheiði Valdimarsdóttur gekk hann aö eiga 23. október 1937. Þau keyptu húsiöSandbrekku ogbjugguþar æ siöan. Þaö var stór þátturf lifs- láni Guölaugs aö eignast svo glæsilegan og góöan lifsförunaut, sem Aöalheiöi, enda var heimili þeirra og heimilislif rómaö á Búö- um. Þau eignuöust sex börn, sem öll komust til fuiloröinsára. Þau eru: Axel verkamaöur i Þorlákshöfn, kona hans er Þor- björg Gunnlaugsdóttir, Leifur húsasmiöameistari á Breiödals- vik, hans konaer Áslaug Arthúrs- dóttir, Sigfriö búsett á Suöureyri, hennar maöur er Rúnar Hallsson vélvirki, Valdimar sjómaöur á Búöum, Þórhildur búsett á Búö- um, hennar maöur er Ingólfur Arnarson sjómaöur, og Kristjana búsett á Búöum, hennar maöur er Jens P. Jensen gjaldkeri. Hér veröa öll félagsmálaaf- skipti Guölaugs ekki rakin, en á þaö helsta minnt. Hann tók á yngri árum virkan þátt i blómlegri leikstarfsemi á Búöum og þegar ég var þar, var I minnum höfö ágæt frammistaöa hans sem leikara, jafnt I gaman- leikjum sem viöameiri verkefn- um. Hann var einn af stofnendum Verkalýös- og sjómannafélags Fáskrúösfjaröar 1935 og frá 1938 sat hann lengst af i stjórn þess félags, gjaldkeri þess var hann I mörg ár, varaformaöur 1954 — 1957 og formaöur þess 1958. Hann var oft fulltrúi á þingum A.S.l. og fulltrúi þeirra Fáskrúösfiröinga i samninganefndum eystra var hann mjög oft. Hann sat fyrir félagiö I hrepps- nefnd Búöahrepps 1970 — 1974 og var þá varaoddviti. Hann var einnig fulltrúi þeirra Fáskrúösfíröinga á framboöslista Alþýöubandalagsins I Austur- landskjördæmi tvivegis. Oli þessi störf rækti hann af þeirrikostgæfniog samviskusemi sem honum var eölislæg. Félags- málasaga hans var löng og af- farasæl hiö besta. Alþýöubandalagiö á Austur- landi þakkar Guölaugi óeigin- gjarna baráttu og stuöning viö hina sósialisku hreyfingu. Sjálfur stend ég i ævarandi þakkarskuld viö minngóöa vin og samher ja og færi eiginkonu hans, börnum og öUum öörum er nú eiga um sárt aö binda einlægustu samúöarkveöjur. Myndin af hin- um hugum prúöa dreng mun ó- fölskvuö standa i minningu okkar aUra. Megi hún milda söknuöinn sára hjá öllum er hann unni. Þaö er heiörikja yfir þeirri mynd yljuö öUu þvi góöa, er ein- kenndi æviferil öölingsmanns. Blessuö sé minning hans. Helgi Seljan. Jörgen Óskar Jörgensson bifreiöarstjóri F. 5. apríl 1911 — Þeim fer fækkandi gömlu félög- unum sem hófu og stunduöu akstur vörubifreiöa um 1930 og fyrr. Þau voru erfiö skilyröin sem brautryöjendur flutningastarf- seminnar meö bifreiöum þurftu aö búa viö. Frumstætt vegakerfi, ófullkomin atvinnutæki a.m.k. miöaö viö þaö sem nú þekkist, öll aöstaöa var frumstæö, þung og erfiö. Þeir sem stunduöu vöru- flutninga sem atvinnu fyrir striö muna gjörla timana tvenna. Sá ágæti félagi.sem viö höfum nýlega kvatt, haföi lifað þessi timamót. Mér er ekki grunlaust aö hiö mikla vinnuálag hafi á vissan hátt sett mark sitt á þá menn sem hófu brautryöjenda- starfiö, og mér býöur svo i grun aö Óskar Jörgensson hafi veriö einn af þeim sem geymdi bris i brjósti frá þeim árum. D. 2. sept. 1979 Óskar var innfæddur Reykvik- ingur, fæddur aö Spitalastig 4 og þar óist hann upp. Foreldrar Óskars voru Jóhanna Eiriksdóttir og Jörgen Þóröarson. Ariö 1932 eöa nánar tiltekiö 12. nóv. giftist Óskar eftirlifandi konu sinni Ólafiu Benjaminsdóttur frá Kata- stööum I N.-Þing.. Óskar var gæfumaöur, hann eignaöist góöa og glæsilega konu sem örugglega var manni slnum mikil stoö, ekki sist er mest á reyndi. Þau hjón eignuöust sex börn. Tvö þau elstu dóu i frumbernsku en hin fjögur eru öll búsett hér i borg, þrjár dætur og einn sonur, öll hiö mesta myndarfólk. Öskar var afar ljúfur og þægi- legur vinnufélagi. Meöan óskar naut fullrar heilsu og starfsorku má segja aö hafi geislaö af honum starfslöngunin og starfsgleöin. Óskar var snyrtimenni og báru atvinnutæki hans glöggan vott þess. Hann var gleöimaöur á góöum stundum og var ávallt fundvis á hinn létta tón sem nauösynlegur er ekki sist er á móti blæs. óskar var einn af stofnendum Vörubilstjórafélagsins Þróttar og haföi undirritaöur þvi mikil kynni af Óskari um áratugi. Þau kynni sönnuöu aö þar fór góöur drengur og grandvar i öllum viöskiptum. Ég kveö þennan ágæta félaga minn meö viröingu og þökk fyrir langt samstarf. Ég votta frú Ólafiu og börnum þeirra samúö. Bestu kveöjur frá heildarsam tökunum. —E.ö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.