Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ný Landsvirkjun: „Hagkvæmt fyrir Akureyringa” Eins og skýrt var frá í Þjóð- samninginn um nýja Landsvirkj- dag. Þjóðviljinn leitaði til viljanum i gær samþykkti bæjar- un en samningurinn verður til nokkurra bæjarfulltrúa á Akur- stjórn Akureyrar einróma á fundi fyrri umræðu á fundi eyri og spurði þá um afstöðu sinum 11. september sameignar- borgarstjórnar Reykjavikur i þeirra til samningsins. Sigurður J. Sigurðss: Tímabært „Fyrir jafn litið orkuver og Laxárvirkjun er að verða, er það greinilegt timaspursmál hvenær hún verður gerð aö hluta af stærra orkufyrirtæki”, sagði Sigurður J. Sigurösson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Við sjáum ekki aðra hag- kvæmari lausn á orkuvanda Norðurlands en að sameina Landsvirkjun með þessum hætti. Viðteljum að þessi samningur sé ekki óhagkvæmur fyrir Akureyri og að þetta skref sé timabært meö tilliti til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa i orkumálum þjóðarinnar. Komi til þess að samningurinn verði felldur af öðrum aðilum hans munum við reyna að vinna að þessu máli á öðrum grundvelli, þ.e. að samræma orkuöflun og dreifingu orkunnar hér á Norður- aandi.” — Bendir þessi misjafna af- staða ykkar Sjálfstæðismanna á Akureyri og Reykjavik til klofn- ings I flokkunum um raforku- málastefnu? „Siður en svo. Innan Sjálf- stæðisflokksins rúmast fleiri en ein skoðun og þó einn hlutur sé hagkvæmur fyrir litiö sveitaþorp úti á landi þarf málið ekki að snúa eins gagnvart jafnfjölmennu byggðarlagi og Reykjavik er. Þegar við hér litum á þennan orkusamning sem fulltrúar Akureyringa, reynum við að ná þvi fram sem er hagstætt fyrir Akureyri en leggjum ekki sama mat á samninginn fyrir aðra landsmenn. Eg tel óeðlilegt að aðrir séu að gefa yfirlýsingar um það hvað sé hagkvæmt fyrir Reykvikinga eða ekki, enda erum við ekki nógu kunnungir málum þar. Þar verða bæjarfulltrúar að meta hlutina á sama hátt og við með hagsmuni sins sveitarfélags fyrir augum.” _A1 Freyr Ófeigsson: Línurnar strax inn „Við teljum þetta mun hag- kvæmara fyrir Akureyri þegar til lengri tima er litið, ekki siður en fyrir þjóðina i heild,” sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins. „Bæjarstjórnin hefur alllengi unnið að sameiningu Laxárvirkj- unar og Landsvirkjunar og uppúr þvi komu þessar viðræður við Reykjavik og rikið um stofnun nýrrar Landsvirkjunar. Það er auðvitað rökrétt afstaða miðað við fyrri afstöðu bæjarstjórnar- innar að samþykkja sameignar- samninginn nú. Ef hann verður ekki samþykkt- ur á alþingi eöa I borgarstjórn Reykjavikur munum við neyta réttar okkar og fara að ganga frá sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar á grundvalli lag- anna frá 1975, eins og itrekað var i samþykktinni 11. sept.” — Af hverju kjósið þið frekar þetta nýja fyrirtæki en að sani eina fyrirtækin eftir gömlu lögun- um? Framhald á 14. siðu Helgi Guðmundsson: Margbrotid kerfi dýrt „Það er ekkert vafamál af hálfu okkar Alþýöubandalags- manna, — við erum þessari skipulagsbreytingu auövitað mjög fylgjandi, sagði Helgi Guð- mundsson, bæjarfulltrúi AB á Akureyri. Meginatriðið fyrir mér er sú grundvallarskipulagsbreyting sem i þessu felst, að koma á einu orkuöflunarfyrirtæki fyrir landið allt. Þegar þessari hugmynd var fyrst hreyft af Magnúsi Kjartans- syni á fyrri vinstri stjórnar árun- um voru margir henni andsnúnir og vildu búta þetta upp I lands- hlutafyrirtæki og þá Norður- landsvirkjun hér en nú hafa flest- ir fallið frá þeirri afstöðu sinni af skynsemissjónarmiðum. Núverandi skipulag raforku- mála i landinu er þvilikur frum- skógur að það eitt er trúverðug skýring á háu orkuverði hjá okk- ur. Nægir þar að benda á að þrjár llnur geta legið samsiöa um eina sveitina og verið eign þriggja aðila! Skilin milli Rarik og 'rafveitna bæjanna, byggða- linanna og sjálfstæðra fyrirtækja eins og Laxárvirkjunar og Skeiðárvirkjunar, — nú Kröflu- virkjun lika, — allt þetta marg- brotna kerfi kostar stórfé sem orkukaupendur bera uppi. Vinstri meirihlutinn á Akur- eyri er einhuga i þessu máli og Sjálfstæðisflokkurinn hér líka. Þar hygg ég að valdi miklu af- staða Jóns Sólness, sem um ára- langt skeið sat I stjórn Laxár- virkjunar. Þegar þessari hug- mynd var fyrst komiö á framfæri tók Jón mjög jákvætt undir hana og ég álit að það sé langt siðan hann komst að þeirri niðurstöðu að þetta sé rétta lausnin. -AI Lánasjóður isl. námsmanna óskar að ráða háskólamenntaðan fulltrúa Aðalstarfssvið er vinna að eftirliti með námsframvindu og mat á námsstofnunum erlendis. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu sendar Lánasjóði isl. námsmanna, Laugavegi 77 fyrir 28. sept. 1979. Nánari upplýsingar veitir fram- kvæmdastjóri LÍN. Undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi h.f. óskar að ráða starfskraft að tilraunasaltverksmiðju á Reykjanesi. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i sima 92-7123 eftir kl. 8 næstu kvöld. V erksmið juvinna Viljum ráða nokkra menn til margvis- legra verksmiðjustarfa nú þegar. Mötu- neyti á staðnum, ódýrt fæði. Talið við Halldór, fyrirspurnum ekki svarað i sima. Kassagerð Reykjavikur h. f. Kleppsvegi 33 Sparivelta Samvinnubankans: Aukið fé til ráðstöfiinar w LÁNSTÍMA, sem getur verið allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Hvort sem þú hyggur á fasteignakaup eða húsbyggingu, dreymir um nýjan bíl eða þarfnast hvíldar og afslöppunar í suðrænni sól, þá mun Spariveltulán létta þér róðurinn að settu marki. Spariveltuhjólið snýst og snýst. Stöðugt fjölgar þeim, sem sjá sér hag í að vera með og geta þannig gengið að hlutunum vísum. Nú er það þitt að ákveða: LÁNSUPPHÆÐ, sem fer stighækkandi í allt að 200% því lengur sem sparað er. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Minnstu hins fornkveðna „Að ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“ Kynntu þér hinar fjöl- mörgu sparnaðar- og lántökuleiðir Sparivelt- unnar. Gerðu samanburð. Það eru hyggindi, sem í hag koma. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.