Þjóðviljinn - 23.09.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Síða 9
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Kennedy í forsetastóli? Kennedy-bræöurnir þrlr, Kobert, Edward og John, áriö 1959, þegar John var aö heyja kosningabarátt- una; alltsem slöar hefur gerst hefur eflt goösögnina um Kennedy-fjölskylduna. Þrálátur orðrómur er nú á kreiki i Bandarikj- unum um að Edward Kennedy, öldungadeild- arþingmaður fyrir Massachusetts, muni keppa að þvi að ná út- nefningu sem frambjóð- andi demókrataflokks- ins i forsetakosningun- um næsta ár, og hafi hann þegar tekið á- kvörðun um það. Sjálfur hefur Kennedy einungis lýst þvi yfir aö hann sé að hug- leiða málið og muni tilkynna á- kvörðun sina fyrir áramót. Það fer þó ekki fram hjá neinum að öldungadeildarmaðurinn hefur gengið mjög kænlega fram I þvi að undanförnu að undirbúa jarð- veginn fyrir hugsanlegt framboð sitt. Hann lét það t.d. berast til fjölmiðla að öldruð móðir sin hefði leyst hann af því loforði, sem hann gaf henni 1969, að hann myndi ekki keppa að þvl að fara I forsetakjörmeðan hún væri enn á lifi. Hann hefur einnig reynt að fegra þá mynd, sem bandariskur kjósándihefur afhonum: t.d.hef- ur hann tekið upp nánara sam- band við Joan konu sina — en þau hafa ekki búið saman i tvö ár — og tilkynnt að þau muni taka upp sambúð sina innan skamms. Blaðamenn hafa einnig gert nokkurt veöurút af þv^ að hann hefur verið i megrun og lést um tiu kiló. En mikilvægast er þó að stuðningsmenn hans hafa þegar hafið kosningabaráttu í Flórida og bendir flest til þess að það sé að undirlagi hans sjálfs. Erfið staða Það er mjög auðskilið hvers vegna Edward Kennedy leggur ekki spilin á borðið nú þegar, þvi að staðan er aö vissu leyti mjög erfið fyrir hann. Nú er fvrra kiör- tlmabUi Carters að ljúka og við eðlilegar kringumstaður væri það sjálfsagt mál að hann myndi bjóða sig fram i annað sinn og stefna aö þvi að sitja á forseta- stóli þau átta ár sem stjórnarskrá Bandarikjanna leyfir. En hann er nú búinn að glata svo gjörsam- lega öllu þvi trausti sem landar hans og aörir báru tíl hans I upp- hafi að leitun mun vera á öðrum forseta Bandarikjanna, sem menn hafa svo napurlega litið álit á. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast nú langflestir Banda- rikjamenn telja hann óhæfan, og 70% þeirra álita að hann muni ekki ná kosningu ef hann býður sig fram i annað sinn. Eina björg- in fyrir demókrataflokkinn er sú að fá sem fyrst einhvern annan frambjóðanda i forsetakosning- unum með viðtæka aðþýöuhylli, og svo til eini maöurinn sem hefur þá stööu er Edward Kennedy. En hann verður þó umfram allt að gæta þess að koma ekki fram á sjónarsviðið sem klofningsmaöur flokksins, þvi að það myndi spilla mjög fyrir honum. Þess vegna verður hann að vera frambjóö- andi án þess að lýsa yfir framboði sinu opinberlega. Þrátt fyrir allt þrjóskast Carter forseti við og lætur tilkynna það óopinberlega að hann hyggist fara i forsetaslaginn, þótt hann lýsi ekki yfir framboði sinu þegar til þess að hafa frjálsari hendur gagnvart bandariska þinginu. En að öllum likindum býst Kennedy við þvi að óvinsældir Carters og vantraust manna á honum muni stöðugt aukast, og þegar hann segist ætla að taka siðar á þessu ári þá ákvörðun, sem hann hefur sennilega þegar tekið, er ætlun hans einungis sú að hafa timann fyrir sér svo að hann geti beðið eftir réttu augnabliki. 1 október og nóvember verður Carter að fá bandariska þingið til að sam- þykkja samningana Salt II og einnig að fá þingið til að fallast á viöunandi áætlun um orkusparn- að til þess að hafa einhverja von um að vinna traust kjósenda aft- ur. Kennedy virðist gera ráð fyrir þvi að honum’ takist það ekki og verði þá endanlega að leggja upp laupana — eða lita sjálfur út sem klofningsmaður demókrata- flokksins I vonlausri þrjósku sinni. Goðsögnin um Kennedy fjölsky lduna Ef Edward Kennedy, sem nú er 47 ára, nær útnefningu sem fram- bjóðandi demókrataflokksins er ákaflega liklegt að hann nái kosn- ingu. Margir telja þó að hann hefði sjálfur kosið að þessi staða kæmi ekki upp, og hann gæti beö- ið i fjögur ár enn og farið i fram- boð 1984. Segjamenn að hannhefði kosiðað Chappaquiddick-málið — sem batt nærri _þvl endi á póli- tiskan framaferií hans — fyrndist ennþá meir og einnig morðin á bræðrum hans tveimur. En ekki er þó vist að það sé meginástæö- an. Frá upphafi var Ed- ward Kennedy spáð glæstum framaferli og margir töldu aö hann hefði forsetastólinn nánast þvi i seilingarfjarlægð. En I fyrstu stöfuðu þessir spádómar ekki af verðleikum Edwarda Kennedys sjálfs heldur af goð- sögninni um Kennedy-fjölskyld- una. Og sú goðsögn var ekki byggð fyrst og fremst á raun- verulegum atburðum heldur á trúnni á það sem John og Róbert Kennedy hefðu gert ef ævilok þeirra hefðu ekki orðið eins svip- leg og þau urðu; hver sem raun- veruleikinn var urðu beir i augum alls almennings — og ekki slst minnihlutahópa og þeirra, sem orðið höföu undir i miskunnar- lausu kapphlaupi bandarisks þjóðfélags — aö e.k. tákni um rót- tæka, umbótasinnaða og dugandi stjórn. Allt það sem gerst hefur siðan John Kennedy forseti var myrtur hefur stuðlað að þvi að styrkja þessa goðsögn meir og meir: forsetaembættið hefur nefnilega verið i stöðugri og si- versnandi kreppu siðan 1963, og hver forsetinn duglausari og verri tekið við af öðrum. Þótt Johnson forseti hefði verið klókur stjórn- málamaður hlaut hann mjög miklaróvinsældir af styrjöldinni I Vietnam og getuleysi sinu til að binda á einhvern átt endi á hana. Nixon varð siðan að hrökklast burtu meö meiri sneypu en dæmi voru til i allri sögu Bandarikj- anna. Þá tók við Gerald Ford — maðurinn sem að sögn Johnsons fyrrv. forseta var svo skyni skroppinn að hann gat ekki geng- ið og jórtrað togleður i einu — en hann vann það sér einkum til á- gætis að verða forseti og varafor- seti án þess að hafa nokkurn tima verið kosinn i slík embætti. Nokkrar vonir voru bundnar við Carter forseta, sem var þó i raun- inni alveg óþekktur maður, en saga hans hefur ekki verið annað en saga stöðugs fylgishruns og si- aukins vantrausts, og virðast flestir úrkula vonar um að hann muni koma nokkru i verk. Edward Kennedy virðist hafa gert sér mjög vel grein fyrir þvi að hve miklu leyti vinsældir hans og staða stöfuðu af goðsögninni um bræður hans og fjölskylduna og þessu sérstaka ástandi i land- inu. Hann hefur þvi ekki viljað færa sér þessar vinsældir i nyt of snemma heldur biða eftir þvi að hann væri búinn að öðlast nægi- lega þekkingu og reynslu til að geta látið verulega til sin taka sjálfur. Þetta mun hafa tekist að einhverju leyti, þvi að i fylki sinu Massachusetts nýtur hann gifur- legra vinsælda, sem eru ekki bundnar við goðsögnina um bræð- ur hans. heldur hans eigin per- sónu. Ef hann ætlar sér i forseta- framboð þarf hann lika óvenju- lega hæfileika, dugnað og kjark, þvi að þess er þörf I rikum mæli ef takast á að reisa við traust manna og virðingu fyrir embætti forseta Bandarikjanna. Edward Kennedy hefur unnið ötullega að þvl að fegra þá mynd sem bandariskir kjósendur hafa af honum. e.m.j. 13. tölublað Lystræningjanskomið út. Meðal efnis: Aður óbirt verk eftir Pétur Pálsson. Viðtal við Stefán frá Möðrudal. Smásögur eftir: Adólf ólafsson, Klaus Rifberg og Pétur Hraunf jörð. Brot úr sjálfsæfisögu Duke Ellington. , Ljóð eftirl Helga Jónsson, Geirlaug Magnússon, Leif Jóelsson og ólaf Orms- son. Leikrit eftir Asu Sólveigu. LYSTRÆNINGINN Pósthólf 104, 815 Þorlákshöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.