Þjóðviljinn - 06.10.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1979, Síða 5
Laugardagur 6. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Siguröur A. Magnússon i hlutverki blaóamannsins Bouchers og Mlnas Kristlöis I hlutverki stjórn- málaleðtogans Venizelosar. .......... SAM lék í grískri kvikmynd í sumar Sigurður A. Magnússon rithöf- undur var fararstjóri tJtsýnar I Grikklandi á liönu sumri. Meðan hann dvaldist þar syðra var hann fenginn til að leika I kvikmynd sem griski leikstjórinn Pandelis Voulgariser að gera um frægasta stjórnmálamann Grikkja á þess- ari öld, Elevþeriós Venizelos, sem var Kritverji og forsætisráð- herra Grikklands á árunum 1910- 20 einhverjum mestu umbrotaár- um i seinni tima sögu Grikkja. Sigurður fer með hlutverk enska blaðamannsins Boushers sem var fréttaritari stórblaðsins Times i Lundúnum I Balkanlöndum og hafði veruleg áhrif á gang mála þar fyrir fyrri heimsstyrjöld. Var hann mæltur á grlska tungu og náinn vinur og ráðgjafi Veni- zelosar. Pandelis Voulgaris er mörgum tslendingum að góöu kunnur frá þvi hann var gestur fyrstu kvik- myndahátiðar I Reykjavik i febrúar 1978, en þar var sýnd mynd hans „Happy Day” um fangabúðir herforingjastjórnar- innar grisku á árunum 1967-74. Kvikmyndin um Venizelos verður þriggja tima litmynd og er mesta stórvirki Grikkja I kvikmynda- gerð til þessa. Var upphaflega gert ráð fyrir aö kostnaður við hana næmi sem svarar 300 miljónum islenskra króna, en fyrirsjáanlegt er að hún verður mun dýrari i framleiðslu. Fram- leiðandinn er griski blaðaút- gefandinn Jannis Horn. Meðfylgjandi mynd er úr þvi atriði kvikmyndarinnar þegar þeir Boucher og Venizelos (leik- inn af Minas Kristiðis) hittast á afviknum stað fyrir utan Aþenu árið 1909 og Boucher hvetur vinn sinn til að fylkja liöi, ná völdum og veita nýju blóði inn I grisk stjórnmál. A valdatlma Venizelosar unnu Grikkir úr höndum Tyrkja um helming þeirra landsvæði sem nú heyra Grikklandi (Þessaliu, Makedóniu, Þrakiu og Epirus) og skipuðu sér við hliö bandamanna I fyrri heimsstyrjöld gegn vilja Konstantinosar konungs sem var mágur Vilhjálms Þýskalands- keisara og hliöhollur Þjóðverjum. Leiddi sú miskllö til þess aö Veni- zelos myndaöi stjórn I Þessa- lóniku og stjórnaði baráttunni þaöan. Við samningaborðið I Ver- sölum 1919 vakti Venizelos alheimsathygli fyrir frækilega framgöngu og bætti enn við lend- ur Grikkja, en Konstantinos hrökklaöist frá völdum. Ari siðar féll Venizelos og flokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn i þing- kosningum, og þá dró hann sig i hlé um sinn. Kvikmyndin fjallar um þau tiu ár ævi Venizelosar þegar hann stóð i mestum stór- ræðum. Útflutningur hafínn á nýja dilkakjötinu Eins og undanfarin haust þá er útflutningur hafinn á dilkakjöti þó að sláturtlð standi enn yfir og geri um sinn. Meðal ástæðna fyrir þvi, að útflutningur á kjötinu byrjar strax að haustinu er skortur á nægilegum frystigeymslum fyrir það. Nú þegar er búið aö senda 220 lestir til Færeyja. Var þaö kjöt allt flutt út með færeyskum skip- um og tekið á Reyðarfiröi. Verö- hækkun hefur nú oröið á kjötinu i Færeyjum, sem nemur 15% frá verðinu i fyrra, miðað við fær- eyskar krónur. Fyrir liggur á næstu vikum að senda einnig tvo skipsfarma til Noregs, alls um Tilraunasendingar með flugi til New York og Khafnar 1000 lestir. Verður það kjöt af- greitt frá höfnum austanlands og noröan. Þá verða og, sem i fyrra haust, sendar tilraunasendingar af fersku kjöti til New York og Kaupmannahafnar, I samráði við Markaðsnefnd landbúnaðarins. Verður það kjöt flutt með flugvél- um. Búvörudeildin sendir þannig vikulega 5 lestir af kældu dilka- kjöti til New York. Veröur það gert meöan sláturtið stendur. Er það kjöt frá Borgarnesi. Samiö hefur verið um sölu á 25 lestum af kældu kjöti til Kaupmannahafn- ar. Þar er nú i gangi kynningar- herferð hjá verslanakeöju, sem kaupir kjötið. Vonir standa til aö samningar náist um meiri sölu þangað. Eins og undanfarin ár verða innyfli seld til Bretlands. Gert er ráð fyrir að eitthvert Sambands- skipið færi Bretum þau um það bil er sláturtið lýkur. —mhg Pólýfónkórinn hefur vetrarstarfid Fær æfíngahúsnædi í Vörðuskóla Pólyfónkórinn er nú aö hefja vetrarstarf sitt og er þetta 23. starfsár kórsins. Kórinn hefur fengið nýtt æfingahúsnæöi I Vöröuskóla, en æfingahúsnæðið sem kórinn hafði I Vogaskóla var orðið of lltið og ófuiinægjandi og auk þess samrýmdust þarfir kórsins ekki félagsstarfsemi i skólanum, sem nú er MS. Þá mun kórinn reka kórskóla i vetur eins og undanfarin ár og hefst næsta námskeiö skólans nk. mánudag 8. okt. kl. 20.00 Kennar- ar verða Guðrún Friöbjarnar- dóttir , ung og vel menntuö söng- kona, Einar Sturluson, söngvari, Herdis Oddsdóttir, tónlistarkenn- ari og stjórnandi kórsins Ingólfur Guðbrandsson. Kennt veröur 2 stundir i senn og áhersla lögð á rétta raddbeitingu, þjálfun tón- heyrnar, taktskyns og nótnalest- ur. Namskeiðinu lýkur fyrir jól. Ingólfur Guðbrandsson sagði á blm. fundi i gær, aö nú væru I kórnum 110 manns sem starfa myndu I vetur, sem væri nægur fjöldi I flestum tilfellum, en samt sem áður leitar kórinn eftir góð- um söngröddum. Fyrsta verkefni kórsins á þess- um vetri veröur jólatónlist i desember, sem mun veröa boöin sjónvarpinu til flutnings. Ekki hefur enn verið tekin ákvöröun um hvaöa jólatónlist þetta verö- ur. Þá er og ákveöiö að taka Helgimessu eftir Rossini til flutn- ings snemma á næsta ári, en það er stórt verk fyrir kór, 4 ein- söngvara og hljómsveit. —S.dór Hvernig spara má bertsínið Félag Islenskra bifreiöaeig- enda hefur gefið út þarfar leiðbeiningar um, hvernig spara má bensiniö viö akst- urinn og fá sem mest útúr hverjúm dropa. Leiöbeiningarnar eru myndskreyttar, einfaldar og auöskildar og snúa bæði að meðferð og viðhaldi bilsins sjálfs og aksturslaginu. Bæklingurinn er gefinn út sem fréttabréf FIB og nefnist „Qrkusparnaöur — þannig sparar þú benzinið.” —vh Garðar Ólafsson á nýja staðnum ásamt eiginkonu sinni, Guðlaugu Ingólfsdóttur og Borghildi Steingrlmsdóttur afgreiðslumanni. — Ljósm.: —eik— Úr og klukkur i þúsundatali Garöar Olafsson úrsmiöur hefur opnað verslun og viðgerðar- verkstæði I „Nýja smjörhúsinu” á Lækjartorgi, á sama staö og hann stofnsetti verslun fyrir 23 árum. Hjá fyrirtækinu vinna nú auk eiganda fjórir úrsmiöir og afgreiðslustúlkur. Lögö er áhersla á góða viðgeröarþjónustu og fjölbreytt úrval af úrum og klukkum auk skartgripa úr silfri og gulli, aö sögr Garöars. Innréttingar teiknuðu arkitektar Guðmundur Kr Guðmundsson og Olafur Sigurösson FAI. Innréttingar smiðaði Eyjólfur Edvardsson. Landsliðin sýna hárgreiðslu Samband hárgreiöslu- og hárskerameistara heldur hár- tiskusýningu að Hótel Sögu þriðjudaginn 9. október kl. 21.00. Landslið I báöum fögum sýnir listir sinar. Siöastliðið vor var valiö I landsliöiö meö tslandskeppni i hárgreiðslu og hárskurði, sem fram fór i Laugardalshöllinni. Fimm efstu þátttakendur I báöum fögum unnu sér þar meö rétt til að keppa i Noröurlanda- keppni sem fer fram i Nor- köping i Sviþjóð i næsta mánuöi, en þar verða kepp- endur alls 50 og dómarar viðs vegar að ur heiminum. Fagfólk viðs vegar af landinu mun einnig taka þátt i þessari sýningu ásamt nem- endum úr hársnyrtideild Iön- skólans i Reykjavlk sem sýna fatnað frá tiskuversluninni Stúdió, og hárgreiðslur unnar af nemendum skólans. Kynnir á sýningunni verður Heiðar Jónsson. Haustmót Taflfélags Seltjamarness Haustmót Taflfélags Sel- tjarnarness hefst 9. október nk. kl. 7.30 sd. og verður teflt i Félagsheimilinu á nesinu, alls 7 umferðir. Starfsemin i haust hófst með firmakeppni i hraöskák og tóku 30 fyrirtæki þátt I mótinu. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Sigurvegari varð Ogmundur Kristinsson fyrir Járnsmiðjuna 16 v., 2. Jóhann G. Jónsson fyrir GG Dugguvogi 15 v. og 3. Jón Þorsteinsson fyrir Otvegs- bankann með 13 1/2 vinning. SNORRI STLíRLlfSON 800 AR-1179-1979 Íjc* £1» W.ihfer U* ‘í *$£**'## úí • Inijtw. ÍSLAND 200: Ný frímerki Tvö ný frimerki koma út 1. nóvember nk., annað i tilefni 800 ára afmælis Snorra Sturlu- sonar, hitt i tilefni 100. ártiöar Jóns Sigurðssonar og konu hans, Ingibjargar Einars- dóttur. Það er að verðgildi 150 kr.,djúpprentaöIFrakklandi i svarthvitu, með mynd af þeim hjónum. Snorramerkið er sól- prentað I Sviss, marglitt og að verðgildi 200 krónur. Þröstur Magnússon hefur teiknað bæði merkin. Dagur frimerkisins er 6. nóvember og verður þá sér- stakur dagstimpill i notkun á póststofunni I Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.